Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 55
unnar sem skapast í kringum Edd- una, tilnefningarnar, afhendinguna, hið hugsanlega aðdráttarafl verð- launanna. Ekki síst þar sem þeim er haldið úti árlega. Velja frumsýning- ardag stærstu verkanna í námunda við verðlaunaafhendinguna því ástæðulaust er að ætla annað en að Eddan glæði aðsóknina að hætti ann- arra sigurlauna kvikmyndaiðnaðar- ins. Kaldaljós sóttu 19.900 gestir, sem hlýtur að teljast þokkalegt því mynd- in fjallar um hádramatíska og harm- ræna atburði. Ungur maður missir fótanna um sinn er fjölskylda hans ferst í snjóflóði í sjávarþorpi austur á fjörðum. Síðan bólar ekki á íslensk- um myndum fyrr en í neðstu sæt- unum á lista yfir 30 vinsælustu myndirnar. Dís er í neðsta sætinu á listanum með rétt rösklega 10.000 gesti, sem er slys því umhverfið og gráglettinn tónninn minna á 101 Reykjavík, sem fékk fínar viðtökur fyrir fáeinum árum og Dís höfðar til svipaðs áhorfendahóps. Þá er komið að björtustu von árs- ins í hópi innlendra verka, Stuð- mannamyndinni Í takt við tímann, sem var frumsýnd annan í jólum og var aðsóknarhæst í síðustu viku árs- ins með 11.133 aðgöngumiða selda. Hún á því eftir að bæta verulega við sig og er spáð um 35 þúsund gestum þegar upp er staðið. Þrátt fyrir ljósa punkta blasir við að aðsóknin hefur hrunið á innlendar bíómyndir í samanburði við mörg fyrri ár. Það er daprasta staðreyndin sem blasir við á listanum í ár. Ef við lítum t.d. fjögur ár aftur í tímann þá voru jafn margar íslenskar myndir á lista yfir 30 vinsælustu myndirnar – en Englar alheimsins trónaði efst með rösklega 81 þúsund að- göngumiða selda. Íslenski draum- urinn var í þriðja sæti með 33 þúsund og 101 Reykjavík sat í áttunda sæti með tæplega 27 þúsund gesti. Þessar þrjár myndir fengu því samtals um 140 þúsund gesti miðað við að ís- lenska þrennan í ár höfðar aðeins til rösklega 40 þúsund Íslendinga. Von- andi fáum við að sjá hagstæðari tölur á komandi árum. Ben Stiller í góðum gír Kvikmyndaárið var augljóslega í mýkri kantinum því gaman- og fjöl- skyldumyndir nutu mestra vinsælda og slógu við hasarnum sem oft hefur trónað efst. Tölvuteiknimyndin Shrek 2 var frábært framhald, að margra dómi betri en fyrirrennarinn. Harry Potter and the Prisoner of Azkaban, var mun skárri en önnur myndin í röðinni og Bridget Jones höfðaði til hartnær 30 þúsund gesta. Shark Tale, Something’s Gotta Give, Starsky & Hutch, 50 First Dates, Dodgeball og Along Came Polly, gerðu það gott líkt og efni stóðu til. Furðudýrin í hópnum eru Scooby Doo 2 og einkum Grettir/Garfield: The Movie, sá síðarnefndi höfðar greinilega til íslensku þjóðarsál- arinnar. Vinsælasti leikari ársins er tví- mælalaust Ben Stiller, sem kemur við sögu þriggja mynda á listanum; Dodgeball, Starsky & Hutch og Along Came Polly. Margt bendir til að sagan endurtaki sig í ár, þar sem nýja myndin hans, Meet the Fockers er búin að vera lang-vinsælasta myndin vestan hafs það sem af er árinu og er væntanleg til landsins á næstu vikum, og teiknimyndinni Madagascar er spáð góðu gengi á sumarvertíðinni. Hasarinn stendur fyrir sínu Spennan lá í loftinu og það var dómsdagsmyndin The Day After To- morrow sem trekkti að flesta gesti í þeim hópi. Þessi besta popp- kornmynd ársins hafnaði í fimmta sætinu og var á svipuðu róli um allan heim. Kill Bill Vol. 2 náði því þrett- ánda og næst fyrir neðan var fram- haldssmellurinn The Bourne Supremacy. Sú sextánda var The Last Samurai, með Tom Cruise, framtíðartryllirinn I, Robot, settist í það tuttugasta og fyrsta og Ocean’s Twelve kom fast á hæla hennar. Myndirnar sem ótaldar eru koma úr ýmsum áttum en athygli vekur hversu fáar hrollvekjur prýða listann að þessu sinni. Þær eiga þó sína full- trúa sem sanna að greinin er í mikl- um metum á klakanum sem fyrr. Bæði Van Helsing (tólfta sæti) og The Village (sautjánda sæti) ná mun betri árangri hér en annars staðar. Sigurvegari hrollanna er Gothika sem skaust upp í tuttugasta og þriðja sætið, en þessi pasturslitla B-mynd varð að láta sér nægja það fimmtug- asta í Bandaríkjunum og það þrítug- asta og níunda utan þeirra. King Arthur gerði líka fræga reisu norður í Dumbshaf og hreppti tuttugasta og fimmta sæti á meðan hann varð að gera sér að góðu það fimmtugasta og sjöunda í Vesturálfu, sem vart er kóngafólki bjóðandi. Annars staðar um heiminn var Englandskonungur á svipuðum slóðum og hér heima. Annað og skemmtilegra séríslenskt frávik er velgengni fjölskyldumynd- arinnar Peter Pan, sem náði inn á listann í tuttugasta og áttunda sæti en varð að gera sér að góðu það sex- tugasta í Vesturheimi og fertugasta og sjötta á heimsvísu. Þá er ógetið The Passion of the Christ, einu Biblíumyndar ársins 2004 og jafnframt einu myndarinnar þar sem frávikin eru áberandi óhag- stæð því hérlendis lenti þessi um- deilda mynd Mels Gibson „aðeins“ í ellefta sæti, á meðan hún tók það þriðja í Bandaríkjunum og varð í fjórða sæti utan þeirra. sér á toppinn Listinn er settur saman úr tölum frá Samtökum íslenskra kvik- myndahúsaeigenda. saebjorn@heimsnet.is Kaldaljós gekk mjög vel og stóð uppi sem vinsælasta íslenska mynd ársins. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.