Morgunblaðið - 30.01.2005, Page 56

Morgunblaðið - 30.01.2005, Page 56
Áævintýralegri plötu LouReed sem heitir I am aBird Now, eftir hrafniEdgars Alans Poes, er eitt lag sungið af slíkri englarödd að mað- ur trúði ekki sínum eigin eyrum. Lagið var lumman góða Perfect Day og söngvarinn með englaröddina kallaðist bara Antony. Hann átti eftir að koma frekar við sögu hjá Lou Reed því hann söng á tónleikum til að kynna plötuna og er í veigamiklu hlutverki á tónleikaskífunni Animal Serenade sem kom út fyrir skemmstu. Kom því ekki svo á óvart að þegar ég ræddi við Lou Reed skömmu áður en hann kom hingað til lands til tónleikahalds síðastliðið haust að þó hann hafi gjarnan viljað tala um Poe og plöturnar sínar tókst hann á loft þegar Antony barst í tal – sagðist ekki hafa áður heyrt í öðrum eins söngvara. Hver sá sem heyrir nýja plötu Ant- onys og hljómsveitar hans, The John- sons, sem dregur nafn sitt af klæð- skiptingnum Marsha P. Johnson, sem lést fyrir þrettán árum, hlýtur að taka undir þau orð Reeds að Ant- ony er ævintýralegur söngvari, en ekki er minna um vert að hann er frá- bær laga- og textasmiður. Platan, I am a Bird Now, sem kemur út á morgun vestanhafs og eftir viku í Evrópu, er með bestu plötum sem rekið hefur á fjörur mínar undan- farin ár og þegar búin að koma sér kirfilega fyrir á lista yfir plötur árs- ins 2005, svo mikið er víst. Bandarískur menningarheimur Þó ekki hafi borið mikið á Antony, sem notar aðeins skírnarnafnið, utan menningarkima homma í New York, hefur hann verið virkur í listinni, rak um tíma tilraunaleikhús, hefur tekið þátt í listsýningum og smám saman hefur hann svo getið sér orð fyrir tónlist, gefið út eina breiðskífu á eig- in vegum og eina tólftommu. Hann er reyndar Englendingur, fæddur í Lundúnum, en hefur dvalist í Banda- ríkjunum frá tíu ára aldri og segist vera Amríkani – hans menningar- heimur sé bandarískur. Eftir að Antony fluttist til Banda- ríkjanna með fjölskyldu sinni bjó hann í San Jose og þar fór hann snemma að syngja í kór og lagði síð- an stund á nám í miðskóla sem helg- aður var listum að stórum hluta sem hann segir hafa verið mikið lán, ekki síst eftir að hann kom út úr skápnum því þar fékk hann að vera í friði með kynhneigð sína. Ekki var bara að Antony syngi í kór, heldur var hann líka í dauða- rokksveit um hríð, samdi lögin og söng, eða öskraði réttara sagt, með sítt hár og mjög þungarokkslegur, að því er hann segir sjálfur, þó hann hafi söngstíl sinn úr annarri átt; heldur mikið upp á blökkusöngvara al- mennt, en hann segist líka hafa mót- ast af því að hlusta á Kate Bush, Boy George, Marc Almond og Alison Moyet þó síðar hafi hann snúið sér frekar að blús og djasssöng og nokkrar vikur hafi farið í að hlusta á Ninu Simone sem sé sinn helsti áhrifavaldur. Vendipunktur varð í lífi Antonys við að sjá mynd af Boy George í blaði því í honum fann hann fyrirmynd, mann sem þorði að klæða sig eins og honum sýndist, vera hann sjálfur og syngja það sem hann langaði til. „Þegar ég sá mynd af Boy George með Culture Club á sínum tíma vissi ég að þetta væri einmitt það sem ég vildi gera, klæða mig þannig og syngja. Þegar ég svo sá heimild- arþátt um kabarettlíf í New York á níunda áratugnum ákvað ég að fara í New York háskóla til að læra leik- húsfræði með áherslu á tilraunaleik- hús, en í raun fór ég til New York til að komast í Pyramid,“ segir hann en Pyramid-klúbburinn í Austurbænum í New York var fræg klæðskipt- ingabúlla sem var ekki síður þekkt fyrir líflegt tónleikalíf (þess má geta að þar spiluðu til að mynda Ham, Bless og Risaeðlan sumarið 1989). Tónlistin útgangspunkturinn Pyramid varð vettvangur margra tilrauna Antonys á næstu árum, þar sem hann setti upp leiksýningar eða tók þátt í sýningum annarra og áhersla lögð á að reyna að ganga fram af fólki, eins og hann segir sjálf- ur frá. Hann segir að þótt leiklistin hafi verið svo ríkjandi í lífi sínu hafi hann í raun byggt allt á tónlistinni, hún hafi verið útgangspunkturinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og allajafna lauk hann hverri sýningu með því að syngja sígilda slagara, en hann sá yfirleitt um undirspilið sjálf- ur, tók upp píanóútsetningar á seg- ulband og söng svo við það. „Mér finnst þó alltaf jafngaman að sjón- listum, að sviðsetningum og mynd- skreytingum og finnst það jafnan bestu tónleikarnir þegar mér tekst að láta það fléttast saman, þó það sé minni tími til að fást við slíkt núorðið þegar aðaláherslan er lögð á að kynna plötuna,“ segir hann en um- slag hennar ber þó áhuga Antonys á sjónlistum vitni, eins mikið og í það er lagt með myndina Banalega Candy Darling á framhliðinni. Hann segist þó ekki bara hugsa um að skapa skemmtilegt útlit heldur sé myndskreytingin á umslaginu, og í bæklingnum sem fylgir, lykill að plötunni, þar sé að finna ýmsar vís- anir sem ætlað sé að skapa rétta stemningu þegar hlustað er. Eftir því sem Antony jókst sjálfs- traust langaði hann til að leggja meiri áherslu á eigin tónlist og svo kom að hann tók upp plötu sem Dav- id Tibet, liðsmaður Current 93 og gamall félagi Hilmars Arnar Hilm- arssonar, gaf út. Lou Reed rakst á þá plötu í New York og keypti hana vegna þess að honum fannst um- slagið fríkað. Hann féll svo gersam- lega fyrir Antony þegar hann heyrði plötuna og bað hann um að syngja inn á Hrafninn sem áður er getið. Í framhaldi af því fóru hjólin að snúast svo um munar, Antony lék lítið hlut- verk í kvikmyndinni Animal Factory eftir Steve Buscemi og komst síðan á samning hjá því ágæta fyrirtæki Secretly Canadian, sem gefur I am a Bird Now út vestanhafs en Rough Trade gefur hana út í Evrópu. Innilegur, hlýlegur og persónulegur hljómur Platan nýja er tekin upp á tveimur árum og að því er hann segir fór mestur tími í að skapa rétta stemn- ingu. „Ég var lengi að finna réttu leiðina til að taka tónlistina upp og það kallaði á mikla tilrauna- mennsku,“ segir hann og kímir. „Ég vildi ná fram innilegum, hlýlegum og persónulegum hljóm og við náðum honum á endanum með því að taka allt upp meira og minna beint inn á band, með alla hljóðfæraleikara í sama herbergi.“ Tónlistin sem Antony flytur með hljómsveit sinni er ballöðukennd, ró- lyndisleg með framúrskarandi text- um, sumum býsna snúnum. Sum lag- anna má flokka sem listræna popptónlist með síðklassískum strengjaköflum, en hljómsveitin er níu manna, strengjasveit og blásarar, en önnur eru soul-kennd, ekkert þó eins og Fistful of Love, sem hljómar eins og það hafi verið tekið upp í Stax-hljóðverinu í Memphis í upphafi sjöunda áratugarins – Willam Bell og Otis Redding ganga aftur í því lagi (Bell reyndar enn lifandi, en Otis all- ur). Antony tekur fúslega undir það að soul-áhrifin séu sterk á plötunni og þá ekki síst í áðurnefndu lagi. „Það lag er þakklætisvottur minn til Otis Redding, ætlað til að heiðra minningu hans,“ segir hann en Lou Reed flytur eins konar inngang að því lagi og spilar á gítar í því. Antony segir að Reed hafi verið eins konar lærifaðir sinn undanfarin ár, hann hafi hjálpað sér mikið, meðal annars með því að bjóða sér að syngja inn á Hrafns-plötuna og að auki að syngja í tónleikaferðinni til að kynna þá plötu. „Í þeirri ferð ræddum við mikið um soul og hlustuðum á gamlar upp- tökur hvenær sem færi gafst. Það kom því af sjálfu sér að ég leitaði til hans um að syngja með mér í þessu lagi og hann gerði það frábærlega.“ Boy George syngur einnig á plöt- unni og Antony segir það hafa verið mikla upplifun, enda hafi George ver- ið hetja hans allt frá því hann var barn, eins og getið er. „Það var frá- bært að fá hann í hljóðverið til okkar, hann er svo yndisleg persóna, frábær listamaður og einstaklega skemmti- legur maður,“ segir Antony og minn- ir á að það hafi einmitt verið Boy George sem leiddi hann í átt að tón- listinni. „Það var því ótrúleg upplifun að vera við hliðina á honum þegar hann var að syngja inn á plötuna og hann söng líka einkar vel, eins konar blanda af [Little] Jimmi Scott og Marianne Faithfull. Ekki einn að verki Þó að plötunni hafi verið hampað og þá aðallega fyrir framlag Antonys, söng hans, lagasmíðar og texta, legg- ur hann áherslu á að hann hafi ekki verið einn að verki. „Ég hef gjarnan lýst því sem svo að þetta sé mjög per- sónuleg plata en það þurfti heilt þorp af fólki til að koma henni saman. Það lögðu fjölmargir mikið af mörkum, lífs og liðnir, myndlistarmenn, ljós- myndarar, fyrirsætur, tónlistarmenn – svo má lengi telja. Ljósmyndarinn sem tók myndina sem er á umslag- inu, Peter Hujar, er dáinn og líka fyr- irsætan, Candy Darling, þau eru horfin en andi þeirra lifir meðal okk- ar.“ Textarnir á plötunni eru margir býsna opinskáir og persónulegir en Antony er ekki á því að hann eigi eft- ir með að opna sig þegar stigið er upp á svið, að leyfa áheyrendum að gægj- ast í hjarta sitt. „Það er eiginlega of auðvelt fyrir mig,“ segir hann og hlær. „Tónlist er persónuleg upplifun og ég get ekki annað en gefið mig all- an þegar ég er að syngja á tón- leikum,“ en þess má geta að á tón- leikum klæðir Antony sig næstum eins og kona, en er þó ekki að leika konu, frekar eitthvað þar á milli, veru sem sameinar hvort tveggja líkt og hann syngur um á plötunni: „Ég vex úr grasi og verð fögur kona, ég vex úr grasi og verð fögur stúlka, því í dag er ég barn, því í dag er ég drengur.“ Eins og getið var kemur platan út á morgun vestanhafs og um líkt leyti í Evrópu ef að líkum lætur. Fram- undan er svo tónleikaferð Antonys með hljómsveit um Bandaríkin og svo til Evrópu, „og vonandi til Ís- lands“, segir hann og lifnar allur við í símanum. „Ég hitti Lou eftir að hann kom frá Íslandi og hann talaði ekki um annað en hvað það hefði verið frá- bært að koma þangað. Helst af öllu vildi ég spila þar, mig hefur langað til þess árum saman. Ef einhver les þetta sem vill setja upp tónleika með okkur á Íslandi þá er ég til í tuskið.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Hann er hún Ensk-bandaríski tónlistarmaðurinn Antony er ekki bara með englarödd heldur einnig frábær laga- og textasmiður, eins og heyra má á nýrri plötu hans. Hann á þá ósk heitasta að komast til Íslands. Peter Hujar Umslag plötunnar I am a Bird Now prýðir myndin Banalega Candy Darling eftir ljósmyndarann Peter Hujar, sem er áður óbirt. Candy Darling var einn af þekktustu klæð- skiptingum New York. Hún hét James Lawrence Slattery og fædd- ist í New York 1944, 1946 eða 1948, eftir því hvaða heimild er skoðuð. Hún byrjaði að klæðast kvenmannsfötum sem unglingur og fyrsta drag-nafnið var Hope Slatt- ery síðan Hope Dahl, Candy Dahl, Candy Cane og loks Candy Darling. Candy kynntist Andy Warhol 1967 og ári síðar lék hún í kvik- myndinni Flesh. Síðar lék hún í myndunum Women In Revolt, Brand X, Silent Night, Bloody Night, Some of My Best Friends Are ..., Klute og The Death of Maria Malibran. Lag Lou Reed Candy Says er samið um hana. Candy Darling lést úr hvítblæði 1974. Peter Hujar er frægur fyrir myndir sínar af næturlífi New York- borgar á áttunda og níunda áratug- unum. Hann fæddist 1934 og lést 1987. Ljósmynd/Alice O’Malley Nánari upplýsingar og tóndæmi er að finna á vefsíðunni: www.antonyandthejohnsons.com Antony: „Þegar ég sá mynd af Boy George með Culture Club á sínum tíma vissi ég að þetta væri einmitt það sem ég vildi gera, klæða mig þannig og syngja.“ 56 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.