Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna EIGENDUR 66º Norður áforma að opna tugi verslana í Skandinavíu og víðar í Evrópu á næstu tveimur árum. Að sögn Marinós Guðmundsson- arsonar, forstjóra fyrirtækis- ins, er unnið að því að ráða um 100 starfsmenn í Lettlandi í tengslum við opnun nýrrar verksmiðju sem tekur til starfa á næstu vikum. Um 150 manns starfa við verksmiðju fyrirtæk- isins sem þar er fyrir, og er áætlað að um 250 manns starfi hjá fyrirtækinu í Lettlandi undir lok þessa árs. Að sögn Marinós er hug- myndin að breikka vörulínuna og eru ýmsar nýj- ungar væntanlegar frá fyrirtækinu strax næsta sumar og haust, ný snið, litir og efni. Markmiðið sé að auka söluna á erlendum mörkuðum og á inn- anlandsmarkaði. Á forsíðu The Wall Street Journal Greint er frá útrás fyrirtækisins á Bandaríkja- markaði á forsíðu viðskiptahluta bandaríska dag- blaðsins The Wall Street Journal á föstudag. Þar eru vörur fyrirtækisins til sölu í á þriðja tug verslana og stefnt að því að fjölga sölustöðum um- talsvert í gegnum dreifingaraðila í Bandaríkjun- um. Að sögn Marinós er umfjöllun blaðsins gríðar- góð auglýsing og kynning á fyrirtækinu ytra. „Við höfum verið að vaxa mjög mikið undanfar- in tvö ár á Bandaríkjamarkaði og erum að selja mikið þangað og ætlum okkur að styrkja stöðu okkar bæði á Íslandi og á erlendum mörkuðum.“ Að sögn hans snýr rekstur fyrirtækisins bæði að framleiðslu á vinnufatnaði og sjófatnaði ásamt útivistarfatnaði. Fyrirtækið hafi t.a.m. að und- anförnu gert stóra samninga við innlend verk- takafyrirtæki varðandi framleiðslu á vinnufatn- aði. Í útivistarfatnaði sé fyrirtækið vel samkeppnishæft við erlend merki á borð við The North Face, bæði í gæðum og verði. Lágt gengi dollara að undanförnu setji þó strik í reikninginn. Fyrirtækið rekur nú 5 verslanir á Íslandi og tvær í Riga í Lettlandi. Varðandi opnun nýrra verslana segir Marinó að fyrirtækið vinni nú að því að nútímavæða vörustýringar- og birgða- stjórnunarkerfi fyrirtækisins og framleiðslu- stjórnun, til að vera vel í stakk búið að sinna auk- inni eftirspurn í framtíðinni. 66º Norður opnar nýja 100 manna verksmiðju í Lettlandi á næstu vikum Áforma að opna tugi verslana í Evrópu Marinó Guðmundsson BJARNI Þorgeirsson og Sigríður systir hans, bændur á Hærings- stöðum í Flóa, bera heybagga í úti- ganginn, um 30 hross sem öll eru rauð eða rauðskjótt. „Þessi tvö brúnu eru þaðan frá Holti,“ sagði Bjarni og benti til næsta bæjar. Haginn var allur á floti enda hef- ur hlánað hratt síðustu daga, skurðir sem venjulega eru nokkuð sakleysislegir eru eins og vænir lækir. Þau Bjarni og Sigríður fögn- uðu hlýindunum, enda mun hægara um vik að sinna skepnunum þegar jörð er auð. Líklegt má telja að skepnunum líki aukin hlýindi bara bærilega og vona þær eflaust að versti vetrar- kuldinn sé nú að baki. Morgunblaðið/Einar Falur Haginn á floti í hlákunni RAUNÁVÖXTUN eigna Lífeyris- sjóðs verslunarmanna (LV) var 12,1% í fyrra, sem er sama raun- ávöxtun og var á eignum sjóðsins ár- ið 2003. Síðustu tvö ár eru bestu rekstrarárin í nærfellt 50 ára sögu sjóðsins. Sjóðurinn er næststærsti lífeyrissjóður landsins og er fyrstur til að birta afkomutölur vegna síð- asta árs, en almennt er reiknað með að afkoma lífeyrissjóða hafi verið af- ar góð á síðasta ári Eignir LV námu 150,7 milljörðum í árslok 2004 og hækkuðu um 27 milljarða á árinu eða um 22%. Nafn- ávöxtun á eignum sjóðsins var 16,4%. Bestu ávöxtun eignaflokka sýndu innlend hlutabréf en nafn- ávöxtun þeirra var 79,1% á árinu og raunávöxtun 72,5%. Til samanburð- ar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphall- arinnar um 58,9% á árinu. Ávöxtun erlendra verðbréfa sjóðsins í Banda- ríkjadölum var 13,4% en á móti styrktist íslenska krónan á árinu gagnvart dal um 14,0%. Raunávöxt- un innlendra skuldabréfa var 7,8% á liðnu ári. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri LV, sagði að góð afkoma sjóðsins á liðnu ári skýrðist að stærstum hluta af hagstæðri þróun á innlendum hluta- bréfamarkaði. „Eignasamsetning hlutabréfa- eignar sjóðsins var hagstæð þar sem bankarnir voru yfirvigtaðir í eigna- safninu en þar urðu mestar hækk- anir sem skýrir umframávöxtun sjóðsins miðað við Úrvalsvísitöluna. Aftur á móti dró óhagstæð gengis- þróun úr arðsemi erlendu verðbréf- anna,“ sagði Þorgeir. Aðspurður taldi hann að árið 2005 gæti orðið hagfellt lífeyrissjóðunum á hlutabréfamarkaði en vart með sama hætti og á síðustu tveimur ár- um. Á árinu 2004 greiddu 45 þúsund sjóðfélagar til Lífeyrissjóðs verslun- armanna og námu iðgjaldagreiðslur alls 9 milljörðum króna. Þá greiddu 6.600 fyrirtæki til sjóðsins vegna starfsmanna sinna. Á árinu 2004 nutu 7 þúsund lífeyrisþegar lífeyr- isgreiðslna frá sjóðnum að fjárhæð 2,6 milljarðar króna. 12,1% raunávöxtun var hjá LV annað árið í röð Tvö bestu árin í nærfellt 50 ára sögu Lífeyrissjóðs verslunarmanna VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bifröst mun frá og með næsta háskólaári bjóða nemendum upp á heilsárshá- skóla þannig að stúdentar sem það vilja geti lokið BS-gráðu á tveimur árum í stað þriggja með því að leggja stund á nám allt árið. Þetta kom fram hjá Runólfi Ágústssyni, rekt- or háskólans, við útskrift frá skól- anum í gær. Í samtali við Morgunblaðið sagði Runólfur að íslenskir háskól- ar nýttu nú skólaárið ekki sem skyldi og að stúdentar væru að jafnaði 22 vikur í fríi á ári hverju. Með þessari nýjung yrði há- skólanám að fullri vinnu og efna- hagslegur sparnaður nemenda af þessari breytingu væri verulegur þar sem þeir gætu útskrifast ári fyrr en í hefðbundnu kerfi og þar með lengt starfsævi sína um ár. Útskrifist á sama aldri og nemendur í nágrannalöndum Þessi breyting væri einnig í fullu samræmi við þá samfélagsumræðu sem nú á sér stað um menntun hér- lendis, m.a. varðandi styttingu náms til stúdentsprófs og myndi ásamt þeirri breytingu gera ís- lenskum háskólanemum kleift að útskrifast með fyrstu háskólagráðu á sama aldri og tíðkast víða í ná- grannalöndum okkar. Eftir breyt- ingu verða þrjár kennsluannir á ári á Bifröst og fá nemendur og kenn- arar fimm vikna sumarfrí á ári, líkt og tíðkast á almennum vinnumark- aði. Að sögn Runólfs er fyrirhugað að bæta í kennaralið skólans vegna þessara breytinga. Aðspurður telur Runólfur að margir nemendur muni nýta sér þennan nýja valkost því þær kann- anir sem gerðar hafa verið meðal núverandi nemenda skólans bendi til þess að 75% nemenda hafi veru- legan áhuga á að nýta sér sumar- önnina til náms./6 Boðið verður upp á heilsársskóla á Bifröst BS-nám á tveim- ur árum Runólfur Ágústsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.