Morgunblaðið - 06.02.2005, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Húrra, húrra, ég var ekki mesti krimminn.
Í október árið 2002 varfélagið „Læknargegn tóbaki“ stofnað
og er félagið opið öllum
læknum sem hafa áhuga á
tóbaksvörnum. Markmið
félagsins er tvíþætt. Í
fyrsta lagi að vinna að því
að gera öllum sem nota
einhvers konar tóbak auð-
veldara að hætta því. Í
öðru lagi vinna að forvörn-
um gegn hvers konar tób-
aksnotkun, meðal annars
með markvissu starfi
gegn áróðri tóbaksfram-
leiðenda.
Eitt af því sem félagið
hefur verið að berjast
gegn og hefur verið í um-
ræðunni að undanförnu er óbein-
ar reykingar. Lilja Sigrún Jóns-
dóttir, formaður félagsins, segir
það koma sífellt betur í ljós
hversu skaðlegar óbeinar reyk-
ingar séu. Hún segir íslenska
lækna fylgjast með og hafa fylgst
vel með rannsóknum sem sýnt
hafa skaðleg áhrif óbeinna reyk-
inga á heilsu fólks. Hún segir
lækna hafa sýnt hug sinn til þessa
viðfangsefnis á Reyklausa daginn
árið 2003 þegar á þriðja hundrað
lækna sendi Jóni Kristjánssyni
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra áskorun um að tryggja rétt
fólks til reyklauss umhverfis, og
gera þ.a.l. almenn rými á veit-
inga- og skemmtistöðum reyk-
laus. Í áskoruninni fólst einnig að
tryggja í sessi góð meðferðarúr-
ræði fyrir þá sem vilja hætta að
reykja.
Á Læknadögum sem stóðu yfir
nú í janúar sl. sagði sænski
lungnalæknirinn Göran Boethius
að það væri vitað með vissu að
þrír af hverjum fjórum reykinga-
mönnum vildu hætta að reykja og
þeim yrði að hjálpa. Boethius
benti á að það væri fyrir löngu
ljóst að óbeinar reykingar væru
skaðlegar. Staðreyndirnar lægju
fyrir en hinsvegar væri mikilvægt
að upplýsa fólk um hætturnar.
Hann segir að árlega mætti
rekja um 500 dauðsföll í Svíþjóð
til óbeinna reykinga. Lilja segir
að á Íslandi sé talið að um á ári
hverju látist 400 einstaklingar
sem reykja eða hafa reykt, af
völdum sjúkdóma sem hafa veru-
leg orsakatengsl við reykingar og
aðra tóbaksnotkun. Það megi því
gera ráð fyrir að 30–40 einstak-
lingar látist af sjúkdómum sem
hafi orsakatengsl við óbeinar
reykingar.
Samkvæmt rannsóknum Tób-
aksvarnarráðs, sem mælir tíðni
reykinga árlega, reyktu tæp 20%
fólks árið 2004 á aldrinum 15-89
ára (21,1% fyrir karla og 18,6%
fyrir konur).
Veitingafólk í hættu
Kristinn Tómasson, yfirlæknir
Vinnueftirlitsins, sagði í fyrir-
lestri sínum á Læknadögum, að
óbeinar reykingar væru án efa
einn öflugasti krabbameinsvaldur
sem fólk yrði fyrir í vinnu sinni.
Hann benti á að lögum sam-
kvæmt eigi að stuðla að því að
starfsmenn séu verndaðir gegn
hvers konar heilsuvá eða heilsu-
tjóni sem stafa kann af vinnu
þeirra eða vinnuskilyrðum. Ljóst
sé að starfsmenn sem starfi á
veitinga- eða skemmtistöðum séu
í sérstökum áhættuhópi vegna
óbeinna reykinga.
Pétur Heimisson, formaður
Tóbaksvarnaráðs, segir óbeinar
reykingar vera fyrst og fremst
vinnuverndarmál og beri að nálg-
ast þær sem slíkt. Hann segir
„Þeir sem í dag búa við óbeinar
reykingar við vinnu sína verða að
segja stopp, hingað og ekki
lengra! Alþingi okkar allra, bæði
þeirra sem reykja og ekki reykja,
verður að tryggja þau sjálfsögðu
mannréttindi og vinnuverndar-
sjónarmið að daglegt starfsum-
hverfi fólks ógni ekki lífi þess og
heilsu,“ segir Pétur í grein sem
birtist í Morgunblaðinu sl. sumar.
9. greinin tímaskekkja
Í fyrirlestri sínum á Lækna-
dögum furðaði hann sig á 9. gr.
tóbaksvarnalaga. Þar er almennt
kveðið á um að reykingar í þjón-
usturými séu óheimilar, að und-
anskildum veitinga- og skemmti-
stöðum. „Í raun býr því nær allt
vinnandi fólk, nema starfsmenn
veitingahúsa (m.a. skemmtikraft-
ar), við þann lögbundna rétt að
loft á vinnustað er ekki mengað
tóbaksreyk,“ segir Pétur. Hann
bendir á það að sumir rekstrarað-
ilar hafi sjálfir bannað reykingar
á sínum veitingastað og tryggt
starfsfólki sínu vinnuvernd, og
það sé lofsvert. Hann er hinsveg-
ar þeirrar skoðunar að ofangreind
undanþága eigi ekki heima í tób-
aksvarnalögum.
Níels S. Olgeirsson, formaður
Matvæla- og veitingasambands
Íslands, segir fyrirhugað á næst-
unni að halda fræðslufund meðal
félagsmanna sem vinna á veit-
ingastöðum og lækna til þess að
átta sig betur á skaðsemi óbeinna
reykinga. Hann hafi rætt um
þessi mál við Sigurð Bessason,
formann Eflingar, og „Lækna
gegn tóbaki“. Sigurður segir við-
horf Eflingar vera skýr hvað
þetta varði. „Við teljum að starfs-
menn eigi ekki að þurfa að vinna í
umhverfi þar sem þeir séu settir
undir óbeinar reykingar,“ segir
Sigurður og bætir því við að félag-
ið styðji reykbann á veitinga- og
skemmtistöðum.
Fréttaskýring | Skaðsemi óbeinna reykinga
Staðreyndirn-
ar liggja fyrir
Gera má ráð fyrir að 30–40 manns látist
árlega vegna óbeinna reykinga
Reykingum fylgir gjarnan talsverður óþverri.
Bann hefur gefist vel í
Noregi, Írlandi og á Ítalíu
Noregur, Írland og Ítalía eru
þegar búin að banna reykingar á
veitinga- og skemmtistöðum.
Það hefur gengið mjög vel. Á Ír-
landi var 6 mánuðum eftir laga-
setninguna 94% fylgni á hótelum,
99% á veitingahúsum og 91% á
börum og/eða skemmtistöðum.
Í Svíþjóð hafa verið sett lög sem
taka gildi 1. júní nk. Lögin kveða
á um að reykingar verði bann-
aðar í öllu rými þar sem starfs-
fólki er ætlað að dvelja við störf.
jonpetur@mbl.is
Fjögurra daga ofurnámskeið
með hvatningarþjálfaranum
og metsöluhöfundinum Anthony
Robbins í London 6.-9. maí 2005.
Nánari upplýsingar og skráning
á www.changeyourlife.is
eða í síma 699-6617 & 517-5171.
UNLEASH
T
H
EPOWER
WITHIN!
A
nt
ho
ny
R
ob
b
in
s
Laugavegi 71, sími 551 0424.
Seyma
Seyma
Ú t s a l a
30%- 50%
a f s l á t t u r
GUNNAR Smári Egilsson, fram-
kvæmdastjóri 365 prent- og ljósvaka-
miðla, segir að eintökum af Frétta-
blaðinu sem dreift er á Ísafirði hafi
verið fækkað um 5%, en ekki 50%
eins og sagt var frá á vefsíðu Bæj-
arins besta á Ísafirði nýverið. Hann
segir að reglulega sé dreifing blaðsins
á landsbyggðinni endurskoðuð,
stundum sé hún aukin, en nú í janúar
hafi hún verið minnkuð um 5% á
nokkrum stöðum á landinu. Enn sé
dreift um 14.000 eintökum á lands-
byggðinni og eru þá ekki talin með
eintök sem fara inn í hvert hús á Ak-
ureyri.
„Við erum að gefa blaðið og kostum
flutninginn vestur, austur, norður og
suður,“ segir Gunnar Smári. „Það
hljóta allir að sjá það í hendi sér að við
getum ekki svarað eftirspurninni
endalaust.“
Hann segir það vera stefnu að blað-
ið klárist um hádegisbil í verslunum
úti á landi. „Fjölmiðlar eru þannig að
lífið í þeim er bundið ákveðnum tíma.
Blað gærdagsins er lítils virði. Við
teljum það því ekki eftirsóknarvert
fyrir okkur, né nokkurn, að blöðin séu
til á útsölustöðum langt fram eftir
kvöldi.“
Gunnar Smári bendir á að dreifing
blaðsins með flugi, til Vestfjarða og
Austfjarða, sé dýrasta dreifingin.
Færri eintök á landsbyggðinni nú séu
ekki hluti af sparnaðaraðgerðum.
Spurður hvort enn sé vilji til að þjón-
usta þessi svæði segir Gunnar Smári:
„Já, við höfum gert það en þetta er til
skoðunar eins og hvað annað.“ Hann
neitar því þó að til greina komi að
hætta dreifingu blaðsins þar núna.
Gunnar Smári segir að ekki komi
til greina að selja Fréttablaðið á
landsbyggðinni, forsvarsmenn blaðs-
ins vilji ekki „bjóða fólki úti á landi að
kaupa það sem höfuðborgarbúar fá
ókeypis“.
Dreifing Fréttablaðsins á landsbyggðinni
5% færri eintök
til Ísafjarðar
FERÐASKRIFSTOFAN
Prima Embla, sem hefur sér-
hæft sig í heimsreisum og sér-
ferðum í litlum hópum, hefur
gefið út nýjan ferðabækling.
Verður hann kynntur á opnu
húsi í Stangarhyl 1 í dag,
sunnudag, frá kl. 14–17.
Í frétt frá fyrirtækinu segir
að mikið sé þegar bókað í æv-
intýraferðirnar til Amasón og
Galapagos, Kína og í heimsreis-
una til Ástralíu, Nýja-Sjálands
og Fiji-eyja.
Á opna húsinu verður boðið
upp á veitingar og kynningu á
ferðum sem framundan eru.
Einnig mun Ingólfur Guð-
brandsson flytja pistil og sýna
myndir frá Phuket-eyju en
hann var þar á ferð nýverið.
Gestir fá happdrættismiða og
eiga kost á að vinna fría ferð út
í heim.
Opið hús
hjá Prima
Emblu