Morgunblaðið - 06.02.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 11
dugir í mörgum tilvikum að færa
gufuöflunina örlítið um set og síð-
an mun svæðið jafna sig aftur á
einhverjum tíma. Það eru því
kostir og gallar.
Annað sem hafa ber í huga er
að jarðvarmavirkjanir eru að
jafnaði minni en vatnsaflsvirkj-
anir, þannig að byggja þarf fleiri
virkjanir til að ná fram sömu
orkunni. Í rammaáætluninni er til
dæmis gengið út frá því að á
hverju jarðhitasvæðanna sem
koma til álita sé hægt að virkja
um 120 megavött (MW), eða 840
gígavattstundir á ári (GWst/ár).
Það má spyrja sig hvort það sé
betra að reisa fimm til sex slíkar
jarðvarmavirkjanir eða eina virkj-
un á borð við Kárahnjúka, sem
talin er munu gefa af sér 4.670
GWst/ár.“
Þorkell tekur undir það að-
spurður að heppilegt sé að geta
bæði unnið orku úr jarðvarma og
vatnsafli, enda lúti þessar tvær
tegundir virkjana ólíkum lög-
málum. „Jarðvarmavirkjanir eru
náttúrulega óháðar veðurfari, en
geta vatnsaflsvirkjana breytist
hins vegar eftir árstíðum. Þess-
vegna er þörf á þessum stóru
miðlunarlónum, til að jafna á milli
sumars og vetrar. En vatnsafls-
virkjanirnar hafa jafnframt þann
kost að það er tiltölulega ódýrt að
hanna þær fyrir drjúgt hámarks-
afl og auðvelt að keyra þær á há-
marksafli, þannig að þær geta
tekið á sig toppa í orkunotkun,
eins og á veturna, og þær láta
betur að stjórn til að bregðast við
sveiflum. Þá má geta þess að
jarðvarmavirkjunum verður að
loka í einhverjar vikur á ári
vegna viðhalds. Það er því af-
skaplega hentugur kostur að geta
nýtt bæði vatnsaflið og jarðvarm-
ann, og helst vildi maður ekki
þurfa að reiða sig eingöngu á
annaðhvort. Norðmenn eru
reyndar svo til eingöngu með
vatnsaflsvirkjanir, en það er ólíku
saman að jafna, því þeir eru
tengdir við hið stóra orkukerfi
Evrópu.“
Möguleikar í djúpborunum
Í niðurstöðum fyrsta áfanga
rammaáætlunarinnar kemur fram
að sú heildarorkugeta sem menn
vænta í orkulindum landsins sé um
67.000 GWst/ár. Þar af hefur hag-
kvæm nýtanleg vatnsorka verið
metin um 37.000 GWst/ár, en á
árinu 2003 nam raforkuvinnsla úr
vatnsafli um 7.000 gígavatt-
stundum. Raforkuvinnsla úr jarð-
hita nam alls um 1.400 gígavatt-
stundum árið 2003. Meiri óvissa er
um tæknilega hagkvæma orkugetu
jarðhita til raforkuframleiðslu, en
hún er talin að lágmarki um 30.000
GWst/ár. Því má gera ráð fyrir að
svipuð orka sé nú ónotuð af mögu-
legum virkjunarkostum í vatnsafli
og jarðvarma, þó nýting vatnsafls-
ins sé mun meiri enn sem komið
er.
Margir binda vonir við að með
svokölluðum djúpborunum megi
stórauka raforkuframleiðslu með
jarðvarma. Þrjár stærstu orkuveit-
ur landsins, Landsvirkjun, Orku-
veita Reykjavíkur og Hitaveita
Suðurnesja, auk Orkustofnunar,
hafa í sameiningu staðið að for-
athugun í samstarfi við Íslenskar
orkurannsóknir á því hvort orku-
öflun úr háþrýstum 5 km djúpum
borholum, þar sem hitastigið er á
bilinu 400-600 gráður, geti verið
álitlegur virkjanakostur.
Orkumálastjóri segir að þær
borholur sem nú eru í notkun nái
mest niður á um 3 km dýpi og úr
þeim fáist gufa sem er 250-300
gráða heit. En útreikningar sýni
að ef borað verði niður á 4-5 km
dýpi megi vænta um tvöfalt hærri
hita. Aukningin í orkugetu við slík-
ar djúpboranir ætti þó að verða
margföld. „Þessar síðustu gráður
eru af eðlisfræðilegum ástæðum
óskaplega verðmætar,“ segir Þor-
kell. „Þegar hitastigið tvöfaldast,
og þá um leið þrýstingurinn sem
því fylgir, er orkugetan um það bil
að tífaldast. Ef rannsóknir ganga
að óskum og kostnaðurinn við að
bora svona djúpar holur er ekki
óheyrilegur gæti hlutfall jarð-
varma til raforkuframleiðslu farið
langt fram úr vatnsaflinu. Þá vær-
um við líka að tala um virkjanir
þar sem hægt væri að virkja mikið
á sama stað, og þar með væru um-
hverfisáhrifin miðað við landflöt
tiltölulega lítil. Þessi áform eru því
óhemju spennandi.“
Þorkell segir að verkefnið sé
einnig afar áhugavert í vísinda-
legum skilningi, enda hafi erlendir
sérfræðingar sýnt því mikinn
áhuga. Hann varar þó við ofurtrú
á að djúpboranir geti leyst orku-
mál Íslendinga í einni svipan og
bendir á að tilraunaboranir séu
ekki enn hafnar, en þær muni
væntanlega taka mörg ár.
vatnsafl?
Morgunblaðið/RAX
Teikning/Landsvirkjun
Myndin sýnir vinnsluferlið í jarðvarmavirkjun á borð við Kröflustöð Landsvirkjunar.
adalheidur@mbl.is
Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Land-
verndar, segir að vinnan við rammaáætlun um
nýtingu vatnsafls og jarðvarma bendi til þess
að margir kostir séu í jarðhita sem hægt væri
að virkja án þess að ógna verulegum nátt-
úruverndarhagsmunum.
„Það ræðst að verulegu leyti af því að
mörg þessara jarðvarmasvæða liggja nærri
byggð og á svæðum sem hefur þegar verið
raskað að einhverju leyti. Eins af því að fram-
kvæmdasvæðið, beint áhrifasvæði virkjunar-
innar, er talsvert minna en þegar virkjaðar eru
jökulár og búa þarf til stór uppistöðulón til
þess að miðla,“ segir Tryggvi.
Hann undirstrikar þó að ýmis jarðhitasvæði
hafi hátt verndargildi, eins og Torfajök-
ulssvæðið og Brennisteinsfjöll, sem ekki hefur
verið raskað mikið. „Þegar menn skipuleggja
vinnslu á jarðvarma þurfa þeir að gæta sín á
því að hlífa verðmætustu svæðunum. Og þar
sem segja má að ákveðin landvinninga-
stemmning sé við lýði innan orkugeirans ótt-
ast maður svolítið að einhver svæði verði
lögð undir sem frekar ættu skilið að vera
vernduð.
En fram að þessu virðist sem það hafi tek-
ist betur að ná sátt um jarð-
varmasvæðin en mörg þeirra
virkjunarsvæða þar sem jökul-
árnar eru í húfi. Ég held að
það sé til dæmis óhætt að
segja að innan náttúruvernd-
arsamtaka hafi menn fagnað
því þegar jarðvarmavirkjanir á
Reykjanesi og Hellisheiði komu
inn sem orkugjafi fyrir stækk-
un álversins á Grundartanga, í
stað veitu úr Þjórsárverum.
Einnig má segja að auðveldara
sé að sætta sig við að jarð-
varmaorkuöflun sé aukin á
svæðum eins og Kröflu og
Bjarnarflagi, sem þegar eru
numin, í stað þess að gengið
sé inn á ný svæði.“
Ekki klippt og skorið
En Tryggvi bendir á að um leið sé verið að
leggja undir ný svæði á Þeistareykjum og
fleiri svæði komi til álita sem lítt hafi verið
undir áhrifum mannvirkja. „Þannig að þetta er
ekki klippt og skorið. Það er ekki unnt að
segja afdráttarlaust að jarð-
varmavirkjanir séu góðar og vatns-
aflsvirkjanir slæmar. Við eigum líka
nýleg dæmi um vatnsaflsvirkjanir
sem ekki hafa verið svo umdeildar,
eins og Búðarhálsvirkjun, sem er
inni á svæði sem er þegar orðið
nokkuð raskað og um hana var lít-
ið deilt.
Ísland sérstakt
Ég veit að það eru margir hugsi
yfir því hvort við séum of kæru-
laus gagnvart jarðvarmavirkj-
ununum. Sjónarmiðin eru sífellt að
breytast og ný þekking að bætast
við. Ég tel að það sé allavega
brýnt að reyna að tilgreina þau
jarðvarmasvæði sem hafa augljóslega afar
hátt náttúruverndargildi, og rammaáætlunin
er skref í þá átt. Almennt held ég að það séu
meiri möguleikar á að koma til móts við um-
hverfisverndarsjónarmið með jarðvarmavirkj-
unum, en við þurfum að skoða hvert skref af-
ar vel.“
Tryggvi segir að taka þurfi tillit til þess að
þekking okkar á ýmsum lífverum sem tengj-
ast jarðvarma, til dæmis hitakærum örverum,
sé enn ekki nógu mikil. „Það kunna að leyn-
ast einhverjar einstakar lífverur á þessum
svæðum og við höfum ákveðnum skyldum að
gegna hvað varðar alþjóðlega sáttmála um að
vernda líffræðilega fjölbreytni. Íslensku jarð-
hitasvæðin eru mjög sérstök og við berum
ábyrgð á alþjóðavísu.“
Hann nefnir að talsmenn náttúruverndar
bindi ákveðnar vonir við þá möguleika sem
kunna að felast í djúpborunum eftir jarð-
varma.
„Með djúpborunum yrði hlutfallslegt áhrifa-
svæði jarðvarmavirkjana minna en ella, þar
sem úr hverri holu gæti náðst allt að tífalt
meiri orka en við hefðbundnar boranir. Maður
veltir því fyrir sér hvort djúpboranir hefðu
getað komið í staðinn fyrir Kárahnjúkavirkjun
til að mæta því sem menn töldu brýna orku-
þörf á Norðausturlandi, ef þær væru komnar
til og reyndust mögulegar á þessu svæði.
Kárahnjúkavirkjun hefur afar mikil umhverfis-
áhrif og meiri en nokkur framkvæmd sem við
höfum ráðist í á Íslandi,“ segir Tryggvi Fel-
ixson að lokum.
Gæta þarf þess að hlífa verðmætum svæðum
Tryggvi Felixson