Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 21
hvað sem öllum hagsmunum líður,
geta menn ekki lengur horft fram
hjá skaðlegum afleiðingum áfengis-
neyzlunnar og því tókst að koma
saman ályktun, sem allir gátu fellt
sig við. Orðalag hennar er að vísu
nokkuð almennt; talað er um að
styrkja og styðja allt það sem dreg-
ið getur úr skaðlegri neyzlu áfengis.
En þarna er þó komin ákveðin
viljayfirlýsing, sem menn geta svo
tekið til handargagns heima fyrir.“
Fátæktin er stærsta
heilbrigðisvandamálið
– Malaría og eyðni hafa væntan-
lega verið á dagskrá?
„Malaría hefur alltaf verið stór-
mál á fundum innan Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar, en nú
var hún ekkert hitamál. Menn eru
einhuga í baráttunni gegn henni;
það er talið að milljón manns, sem
mætti bjarga, deyi af hennar völd-
um, einkum í Afríku og einkum
börn. Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin hefur sett það mark, að dregið
verði úr malaríutilfellum um helm-
ing árið 2010 og um 75% fimm árum
þaðan í frá.
Eyðni er einn stærsti heilbrigð-
isvandinn, sem við glímum við; 250
milljónir manna eru sýktar og um 3
milljónir látast úr sjúkdómnum á
ári hverju.
Það hefur verið vandi, hversu dýr
þau lyf eru, sem notuð eru gegn
eyðniveirunni og til að halda í skefj-
um afleiðingum smits. Þetta hefur
valdið því að lyfin hafa ekki verið
notuð í fátækustu löndunum þar
sem þörfin er mest.
Nú hefur Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin mælt með notkun
ódýrs, samsetts eyðnilyfs. Vandinn
við þá meðferð er að henni þarf að
fylgja fast eftir, því viðkomandi
verður að taka lyfið daglega alla
ævi.“
-Er ekki erfitt að horfa upp á það
að fjármálin skuli leika svona stórt
hlutverk í málum, sem fyrst og
fremst snúast um heilsu fólks?
„Þetta er auðvitað stórmál. Það
eru milljónir manna í heiminum
sem verða að láta sér nægja 50–60
krónur eða minna á dag til lífsvið-
urværis. Á þessum stjórnarfundum
sitja fulltrúar nokkurra slíkra
þjóða.
Það verður að segjast, að maður
finnur mikið til með þessum þjóð-
um, þegar maður hlustar á lýsingar
þeirra á þeim vanda sem menn
standa frammi fyrir. Auðvitað erum
við íbúar ríkra þjóða allt of seinir að
taka við okkur hvað varðar aðstoð
við fátækar þjóðir. Það sama gildir
einnig um lyfjaframleiðendur, sem
hafa verið býsna tregir í taumi við
lækkun lyfjaverðs til þessara þjóða.
Það má heldur ekki gleyma því að
innan sumra fátækra landa ríkir
líka mikið misrétti og bilið milli
ríkra og fátækra er miklu meira en
við þekkjum.
Það er rétt að minna á, að fátækt
er í raun stærsta heilbrigðisvanda-
málið sem við glímum við. Þúsald-
armarkmið Sameinuðu þjóðanna
snúa helzt að þessum þáttum. Það
má líka leiða að því líkur, að hætta á
heimsfaraldri myndi minnka veru-
lega, ef drægi úr fátækt og breyt-
ingar yrðu á búsetuháttum í þeim
löndum sem algengast er að smit
verði milli manna og dýra.“
„Skynsamleg“
neyzla sýklalyfja
– Nú er mönnum líka tíðrætt um
vandann af völdum ofneyzlu sýkla-
lyfja.
„Sýkingar og vandamál tengd
sýklalyfjum eru orðin mikið heil-
brigðisvandmál. Nú er reynt að
draga sem mest úr notkun sýkla-
lyfja og hafa menn talað um „skyn-
samlega“ neyzlu í því sambandi.
Óhófleg neyzla sýklalyfja býr til
ónæmi og kallar fram bakteríur,
sem sýklalyfin duga ekki gegn. Því
ber brýna nauðsyn til þess að koma
böndum á neyzlu sýklalyfja. Sam-
þykkt Genfarfundarins gengur út á
aðgerðir til þess, meðal annars með
því að halda betur utan um aðgengi
fólks að þess um lyfjum.“
– Hefur Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin tekið á offituvandanum?
„Offita er að verða eitt af stóru
heilsufarsvandamálunum í heimin-
um. Á síðasta Alþjóðaheilbrigðis-
þingi var samþykkt áætlun um heil-
brigða lífshætti, þar á meðal um
mataræði, þjálfun og heilsu.“
– Nú hefur vegur óhefðbundinna
meðferða farið vaxandi og hér
heima er verið að móta lagaramma
fyrir slíka starfsemi. Á hún upp á
pallborðið hjá Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnuninni?
„Á þingi Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar í maí 2003 var sam-
þykkt ályktun um óhefðbundnar
lækningar; „traditional medicine.“
Þar eru aðildarlöndin meðal annars
hvött til að styðja við rétta notkun
óhefðbundinna lækninga í heil-
brigðiskerfum sínum, þar sem þau
telja það eiga við. Um leið eru þau
hvött til þess að efla rannsóknir,
eftirlit með gæðum, virkni og ör-
yggi þessa þáttar ásamt því að bæta
upplýsingar, kennslu og skráningu
þeirra efna og aðferða sem við þetta
eru notuð. Mikil áherzla er lögð á að
löndin séu sjálfráð hvert um sig í
mati sínu á því, hvort óhefðbundnar
lækningar eigi við í heilbrigðisþjón-
ustunni.“
– Ykkur tókst ekki að afgreiða
aukningu fjárframlaga til stofnun-
arinnar á janúarfundinum í Genf.
„Nei. Þau voru eina málið á dag-
skránni, sem ekki náðist samkomu-
lag um. En fjármálin hafa verið að
þróast þannig, að fyrir nokkrum ár-
um voru 60% af fé stofnunarinnar á
föstum fjárlögum, sem aðildarríkin
greiða samkvæmt alþjóðlegum
reglum, og 40% frjáls framlög. Nú
stefnir í að 70% verði frjáls framlög.
Á janúarfundinum var ætlunin að
fá samþykki fyrir því að auka föst
framlög þjóðanna um 12% á næsta
ári og 9% að meðaltali á tveimur ár-
um. Það tókst ekki að afgreiða slíka
hækkun, en ég vona að sátt náist um
3% til 4,5% hækkun á næsta ári.“
– Hvert stefnir þá með starfsemi
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar?
„Ef hlutfall frjálsu framlaganna
eykst þýðir það að stofnunin verður
sífellt háðari frjálsum framlögum
ríkra þjóða, stofnana og fyrirtækja.
Hættan við það er að þeir, sem
leggja fram féð, vilja hafa puttann í
því, hvernig fénu er varið.
Það gerir stofnuninni erfiðara
fyrir um að stýra sjálf starfsemi
sinni og tryggja það að hún sé samt
sjálfstæð og óháð. Það var því rætt
hvort nú væri svo komið að setja
þyrfti reglur um með hvaða hætti
stofnunin geti þegið frjáls framlög
þannig að tryggt yrði að þeir sem
leggja fram fé gætu ekki haft óeðli-
lega mikil áhrif á störf stofnunar-
innar.“
ættunnar
freysteinn@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 21
Prima Embla
Stangarhyl 1
110 Reykjavík
Sími 511 4080
Fax 511 4081
www.embla.is
„HÚLLUMHÆ OG DIDGERIDOO“
OPIÐ HÚS
FÖGNUM HÆKKANDI SÓL OG NÝJUM
FERÐABÆKLINGI Á FERÐAHÁTÍÐ
PRIMA EMBLU Í DAG KL. 14.00 TIL 17.00
AÐ STANGARHYLI 1
Taktu forskot á ferðasæluna og eigðu stefnumót við heiminn í
dag á skrifstofu okkar að Stangarhyl. Fararstjórar og starfsfólk
kynna spennandi sérferðir í máli og myndum og hressandi
veitingar verða í boði. Buzby Birch frá Ástralíu leikur á Yidaki
eða „didgeridoo“ hið heilaga hljóðfæri frumbyggja Ástralíu og
Yapi Achou frá Fílabeinsströndinni og Ryan Gordo Wade frá
Suður Afríku berja bongótrommur að hætti Afríkubúa.
Ingólfur Guðbrandsson frumkvöðull og ferðamálafrömuður er
nýkominn frá Taílandi og flytur okkur pistil um uppbyggingu
ferðaþjónustu á Phuket-eyju eftir hörmungarnar miklu.
Happadrætti og glæsilegir ferðavinningar.
Febrúar
Madeira (uppselt) Fararstjóri: Jón Örn
Kristleifsson.
Mars
Madeira – páskaferð. Fararstjóri: Jón Örn
Kristleifsson.
Brasilía – páskaferð. Fararstjóri: Ingiveig
Gunnarsdóttir.
Suður Afríka. Fararstjórar: Sigmundur
Andrésson og Steinunn Jónsdóttir.
Apríl
Skemmtisigling um Karíbahaf (síðustu
sætin) Fararstjóri: Ívar Halldórsson.
Sigling um Karíbahaf – aukaferð 16.
apríl. Fararstjóri: Steindór Ólafsson.
Maí
Perú – Macchu Picchu og Titikaka vatn.
Fararstjórar: Ingiveig Gunnarsdóttir og
Robby Delgado.
Kína. Fararstjórar: Steindór Ólafsson og
Hulda Johansen.
Dubai – ævintýri í eyðimörkinni.
Júní
Lista-þríhyrningur Þýskalands (fá sæti
laus) Skipulagning og leiðsögn: Ingólfur
Guðbrandsson.
Ágúst
Listatöfrar Ítalíu. Skipulagning og
leiðsögn: Ingólfur Guðbrandsson.
Fyrstu 20 sem bóka fá 20.000 kr. afslátt.
September
Kína. Fararstjórar: Sigmundur Andrésson
og Steinunn Jónsdóttir.
Dubai – ævintýri í eyðimörkinni.
Fararstjórar: Steindór Ólafsson og Hulda
Jóhansen.
Október
Taíland. Fararstjóri: Pétur Karlsson.
Ekvador – Amasón og Galapagos (nokkur
sæti) Fararstjóri: Guðmundur Páll Ólafsson
náttúrufræðingur og rithöfundur.
Lúxussigling um Miðjarðarhaf (síðustu
sætin) Fararstjórar: Steindór Ólafsson og
Hulda Jóhansen.
Hnattreisan – sunnan miðbaugs.
Skipulagning og fararstjórn: Ingólfur
Guðbrandsson.
Nóvember
Ævintýri í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Fiji
(fá sæti) Fararstjóri: Ingiveig Gunnarsdóttir.
FERÐADAGATAL PRIMA EMBLU
Máritíus – áfangastaður
elskenda allt árið um kring.
Sértilboð fyrir brúðkaupsferðir
og brúðkaupsafmælisferðir
Ferðagleði
M
IX
A
•
fí
t
•
0
4
9
0
5