Morgunblaðið - 06.02.2005, Qupperneq 25
klukkutíma, sumir voru stundum
óánægðir með matinn, sætin eða
eitthvað annað og það var ekki
hægt að vísa vandamálunum eitt-
hvað annað. Þau varð að leysa,
bæði vegna þess sem kvartaði og
hinna farþeganna, þannig að allir
yrðu sáttir.“
Fólk á að hafa skoðun
Hildur telur umræðu um útlend-
ingamál í raun á byrjunarstigi
hérlendis. „Maður sér oft að þegar
einhver tjáir sig um þessi mál er
fljótt að hitna í kolunum og farið
að saka menn um kynþáttahatur.
Það er ekki óeðlilegt að fólk hafi
skoðun; segja má að það sé hlut-
verk okkar borgaranna að hafa
skoðun á þessu málefni vegna
þess að það, hvernig málum er
háttað, hefur mikið með það að
segja hvernig samfélagið verður
sem við búum í.“
Hildur segir Ísland ekki eins-
dæmi í þessu efni. „Víða í Evrópu
er ástandið þannig að tjái sig ein-
hver um útlendingamál á þann veg
að vilja takmarka fjölda útlend-
inga er sá hinn sami sakaður um
hatur.“
Undanfarið hefur nokkuð borið
á umræðu hér á landi um „ólög-
legt vinnuafl“ sem svo er kallað.
Hildur segir m.a. að Samiðn hafi
áhyggjur af þróun mála og fram-
undan er samstarf Samiðnar og
Útlendingastofnunar af þessum
sökum. „Þeir hafa eðlilega áhyggj-
ur af þessu; óttast jafnvel að ólög-
legt vinnuafl haldi niðri launum.
Og ef til dæmis byggingaverka-
menn njóta ekki þeirrar þenslu
sem er í byggingariðnaðinum get-
ur það haft áhrif á laun allra í
þjóðfélaginu,“ segir Hildur.
Fegurð og karate
Hildur varð í öðru sæti í keppn-
inni Ungfrú Ísland árið 1989 og
tók í framhaldi þess þátt í Ungfrú
Skandinavía og keppninni Ungfrú
alheimur, Miss Universe, í Los
Angeles. „Það var mjög skemmti-
leg upplifun. Maður var eins og
kvikmyndastjarna í Hollywood í
nokkra daga – en skildi aldrei
hvers vegna ég var beðin um eig-
inhandaráritun út um allt!“
Hildur var 18 ára þegar þetta
var og segist, eftir á að hyggja,
hafa verið fullung. „Þá fannst mér
ég auðvitað geta höndlað þetta
allt, en þegar ég hugsa til baka
var ég ekki nógu þroskuð til að
takast á við allt það áreiti sem
fylgir slíkri keppni, sérstaklega
Miss Universe. En á móti kemur
að ef ég hefði verið orðin tvítug
hefði ég örugglega ekki tekið
þátt.“
Hún segist samt sem áður búa
að góðri reynslu, en spyr: „Hvern-
ig er hægt að keppa í því að vera
sætur?“ Segist hugsa málið æ
meira út frá því sjónarhorni sem
tíminn líður. En dregur enga dul á
það að þátttaka í slíkri keppni sé
mikið tækifæri. „Maður kynnist
mjög mörgum, fær reynslu í því
að koma fram og verður sjálfs-
öruggari. Það finnst mér mjög já-
kvætt og þetta situr eftir, en eftir
á að hyggja skiptir inntak keppn-
innar minna máli.“
Hildur er gift Halldóri Þorkels-
syni, sviðsstjóra fjármálaráðgjafar
PriceWaterhouseCoopers, og eiga
þau tvö börn, sex og þriggja ára.
Ung var Hildur íþróttakona og
var í unglingalandsliðinu í körfu-
bolta, sem fyrr segir. Hún lagði þá
skó á hilluna fyrir löngu síðan en
leggur nú stund á karate þrisvar í
viku. „Ég byrjaði að æfa karate
fljótlega eftir að ég byrjaði að
starfa í Útlendingastofnun og æf-
ingarnar eru mjög gott mótvægi
við vinnuna og heimilið. Það er
satt að segja ofsalega gott að æfa
karate; ég fæ góða útrás og kemst
í mjög gott andlegt jafnvægi við
að æfa þá íþrótt.“
Hún segir mikið lagt upp úr aga
í karateíþróttinni og það skili sér í
daglega lífinu. Hún er með appels-
ínugula beltið, átti að reyna við
það rauða um jólin en ferðalag
vegna vinnunnar kom í veg fyrir
það.
„Ég þarf svolítið að vera erlend-
is vegna vinnunnar og hef því mið-
ur ekki haft tíma til þess að mæta
nógu vel á æfingar undanfarið, en
vona að þjálfararnir fyrirgefi mér
það og leyfi mér að fara í belta-
prófið. Ég verð að aga mig til og
fara að mæta betur á æfingar!“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
skapti@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 25
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Páskaferðir
Heimsferða
Costa del Sol
20. mars – 3. apríl
Verð frá kr. 63.400
Verð á mann m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, Castle Beach, 14 nætur.
Netverð með 10.000 kr. afslætti.
Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar.
Benidorm
18. mars – 31. mars
Verð frá kr. 43.400
Verð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-
11ára á Montecarlo/Vacanza, 13 nætur.
Netverð með 10.000 kr. afslætti.
Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar.
Prag
21. mars – 28. mars
Verð frá kr. 57.890
Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel ILF, 7 nætur. Netverð. Innifalið í
verði: Flug, gisting, skattar og
morgunverður.
Kanaríeyjar
22. mars – 29. mars
Verð frá kr. 43.330
Verð á mann m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, Los Salmones, 7 nætur.
Netverð.
Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar.
21. mars – 28. mars
Verð frá kr. 69.900
Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli, 7
nætur. Netverð. Innifalið í verði: Flug,
skattar, gisting í 6 nætur í Dresden og 1
nótt í Prag á 4* hótelum, morgunverður,
ferðir milli staða og til og frá flugvelli
auk fararstjórnar.
Dresden í
Þýskalandi