Morgunblaðið - 06.02.2005, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Döngun lífs og listarlætur ekki að sérhæða og spyr ekki aðleikslokum, séu þaunokkur til. Hvort lífið
sé sú eilífa framrás sem menn hafa
til skamms tíma gefið sér eða lúti
öðrum lögmálum er ekki lengur
öruggt Bæði afstæðiskenningin og
seinna kalda atómið hnykkja þeim
viðteknu staðreyndum, ekki bæta
svo ný sannindi um eðli lífsins úr
skák. Hvað sé fram og hvað aftur
er hin stóra lífsgáta, eitt má þó
vera víst að aflið að baki sem hið
heila knýr er hreyfingin í sjálfri
sér, jafnt í örveikum andblænum
sem skýjastróknum.
Tilraunir manna til að stýra líf-
inu á jörðu niðri virðast jafn-
aðarlega unnar fyrir gíg, náttúran
fer sínu fram hvað sem raular og
tautar og eins gott að biðja guðina
vægðar þegar reginöflin taka að
ræskja sig. Og alltaf eitthvað að
koma á óvart í mannheimi sem lá
ekki ljóst
fyrir, hvern
skyldi svo
sem hafa
grunað að
efnahags-
kerfi
Bandaríkjanna væri háð kínversku
lánsfé eins og nú virðist komið á
daginn. Eða hitt að í Kína, þessu
landi skelfilegra menningarbylt-
inga sem kostuðu milljónatugi lífið
eyðileggingu og upptöku menning-
arverðmæta, megi í kjölfar viðvar-
andi framþróunar búast við hvað
mestri uppstokkun á listasviði á
næstu áratugum. Ævintýralegur
arkitektúr hefur þegar skotið rót-
um víðar en í Hong Kong, ekki síst
í Peking og Sanghai, Kína keis-
aranna, seinna kommúnismans að
hverfa og hvað við tekur má guð
vita, hér brestur mig sem fleiri
getspeki.
Kímið að öllu samanlögðu hlýtur
að vera hin skapandi (fram) rás að
baki öllu lífi, sem jafnt má greina í
hinu smæsta og því stærsta. Ógn-
arkraftar sem öllu stýra eru svo
gegnumgangandi í reginöflum him-
ingeimsins. Svo gripið sé til sam-
líkingar mun afl vetnissprengju
sem springur á jörðu niðri vart
meira í þeim leik en eldsneisti sem
hrökk af tinnu frummannsins í ár-
daga, var þó stærsta framfaraspor
í sögu mannkynsins.
Í sjálfhverfu sinni og grunn-
hyggni hefur mannskepnunni til
þessa treglega gengið að koma
auga á annað en eina hlið á öllum
framförum. Og komi sá dagur að
henni takist að ná þeim áfanga að
leysa lífsgátuna má samkvæmt
nýjustu upplýsingum allt eins gera
ráð fyrir að það inniberi endalok
vegferðar hennar um leið. Á því
virðist mikil hætta ef trúa skal vís-
indamönnum sem hallast að þeirri
skoðun þá aðrir virðast standa á
þröskuldi þess að ráða hana. Vilja
meina að verði ekki umskipti á lífs-
háttum mannkynsins á næstu tíu
árum, stjórnlausri ágengni á auð-
lindir náttúrunnar, boði það upphaf
niðurtalningar, lífinu á jörðinni
ekki bjargað.
Ýmsir fjarstæðukenndir orða-
leikir vakna að svo komnu og
hreyfa við heilasellum skrifara,
eins og til að mynda; að læknavís-
indin séu komin svo langt að það
fyrirfinnist yfirhöfuð ekki lengur
heilbrigðar manneskjur á jörðinni!
Eða sá gjörningur að taka pissskál
af klósetti og setja á safn þýðir
ekki að hún sé um leið orðin að
list, frekar en að málverk tekið af
safni og farið með á klósett verði
sjálfkrafa að pissskál! Og sögðu
ekki módernistar: „Þar sem orðinu
sleppir byrjar myndlistin“, en svo
komið virðast menn á fullu við að
snúa þessum framslætti við, meint-
ur fáránleiki afstæðisins enn á
ferð …
Þegar menn hugleiða gang lífs-ins sækja spurningar að lík-ast örvadrífu, aðeins eitt
virðist öruggt, að sá sem heldur
sig hafa komist að endanlegri nið-
urstöðu hefur rangt fyrir sér. Í
öllu falli á það greinilega við um
listina sé litið til síðustu aldar og
enn lengra aftur í tímann. Hvert
þróunarstig sem tók við átti að
vera því næstliðna betra og um
aldamótin 1900 álitu menn sig
komna að endamörkum málara-
listarinnar, reyndist sem betur fer
alrangt en bergmál fullyrðing-
arinnar ómaði og stigmagnaðist
alla öldina. Jafnframt var þeim Pi-
casso, Matisse og fleiri höfuðmeist-
urum reglulega rutt út af borðinu
af listpáfum og bendiprikum, leigu-
morðingjum markaðsafla og póli-
tískum tindátum. Fagurfræðinni
jafnframt troðið í svaðið, hand-
verkinu og öllu frábæru háleitu og
skynrænu um leið.
Hver er svo raunin þegar fyrsti
áratugur nýrrar stóraldar er rétt
hálfnaður? Vegur Picasso og Mat-
isse aldrei meiri og málverkið í ríf-
andi sókn beggja vegna Atlantsála.
Í Kína menningarbyltingarinnar og
einum höfuðóvini einstaklings-
hyggjunnar starfa nú þegar 200
uppboðshús, og 11. desember sl.
tóku ný lög gildi sem heimila er-
lendum að koma á fót útibúum í
landinu. Risarnir Sotheby’s og
Christie’s halda þó að sér höndum,
ennþá munu ýmis ljón á veginum.
Menn þó bjartsýnir á mikinn upp-
gang, í öllu falli er fullyrt að Kína
sé á þröskuldi fjölþætts listmark-
aðar. Feitletruð fyrirsögn á forsíðu
ARTnewsletter 4. jan. hljóðaði
þannig: „China On the Verge of a
Vibrant Art Market“ Þar næst
segir með öðru, að eftir þýðuna
sem hófst 1990 hafi hlutirnir farið
á hreyfingu og að baki hennar séu
synir og dætur kommúnistaleið-
toga sem hafi farið að selja list-
gripi sem gerðir hefðu verið upp-
tækir í menningarbyltingunum
1960 og ’70. Ennfremur að á ein-
ungis áratug hafi markaðssetningin
dreifst um allt meginland Kína og
á sumum stöðum sé hún meiri
háttar. Eitt aðalfyrirtækið, China
Guardian, halaði hvorki meira né
minna en 57 milljónir dollara inn á
fjögurra daga uppboði í nóvember
(!), boðin voru upp málverk, hús-
gögn, bækur, postulín og frímerki.
Þá vita menn það, en kannski færri
hitt, að Kínverjar líta öðrum aug-
um á tímann en Vesturlandabúar
þegar lífið og listin er annars veg-
ar, flýta sér hægt. Íbúar elsta
menningarríkis jarðar kunna þann
eðla lífsins leyndardóm sem felst í
hinni fornu speki „festina lente“
sem við í vestrinu forsómum en
kjósum að vaða nær stjórnlaust
áfram í blindni og trylling. Kín-
Af lífi og list
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
VOR 2005
Sölustaðir: sjá www.bergis.is