Morgunblaðið - 06.02.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 06.02.2005, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Sú var tíðin, að varlafannst svo aumurhreppur í landinu aðekki væri þar starfandikvenfélag. Allt frá upp- hafi einkenndi þau samhugur, rausn og dugnaður. Þau sinntu al- mennum framfaramálum, en æði stór partur var jafnframt að hlúa að brákaða reyrnum, þeim sem orðið höfðu fyrir hvössum veðrum í lífinu, eða bjuggu við sára fá- tækt; í fáum orðum sagt veita gleði inn í mannlíf líðandi stund- ar. Flest byrjuðu þau raunar sem líknarfélög og áðurnefnd þjón- usta er enn og verður ávallt aðal þessa félagsskapar. Árið 1930 varð til Kvenfélaga- samband Íslands og fagnaði það 75 ára afmæli sínu í nýliðinni viku. Rúmlega 100 kvenfélög voru starfandi hér þegar Kvenfélaga- sambandið var stofnað, og mörg þeirra orðin hálfrar aldar gömul. Tilgangur sambandsins var að efla persónuleg kynni og auka samheldnina. Í því starfa nú um 200 kvenfélög í 19 héraðs- og svæðasamböndum. Eru þetta fjölmennustu líknar- og menning- arsamtök á Íslandi og hafa félög- in í gegnum tíðina safnað gríð- arlegum fjármunum og látið renna til heilbrigðisstofnana, skóla og kirkna og víðar. En það fer yfirleitt ekki hátt, enda ekki gert til að sýnast eða miklast af því. Og í 55 ár hefur sambandið gef- ið út tímaritið Húsfreyjuna og í 48 ár rekið Leiðbeiningarstöð heimilanna. Og gert ótalmargt fleira. Nú eru breyttir tímar og kven- félög þykja ekki lengur „inn“. Sjaldan heyrist minnst á þau op- inberlega. Sum eru líka fallin eða í andarslitrunum, önnur liggja í dvala. Það er grátlegt ef þetta form kærleiksþjónustunnar er að hverfa af sjónarsviðinu. Mörgum held ég að brygði þá. En svona er þetta. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, s.s. að endurnýjun er lítil sem engin, og að ungar konur fást ekki til starfa. Enda svo margt í boði, sem ekki var til áður fyrr. Árið 1999 sendi Byggðasafn Skagfirðinga út spurningalista til allra kvenfélaga landsins í því skyni að kynnast starfsemi þeirra nú á tímum, athuga hvað hefði breyst og hver markmið og hlut- verk væru í upphafi nýs árþús- unds. Tilefnið var að 130 ár voru liðin frá stofnun fyrstu kvenna- samtaka á landinu, sem var Kven- félag Rípurhrepps. Fjórðungur svaraði og afraksturinn kom síðar á árinu út í lítilli bók sem nefndist „Kvenfélög við aldahvörf“. Höf- undur var Sigríður Sigurð- ardóttir. Á einum stað er þetta: Gegnumgangandi gætir nokkurrar svart- sýni á starfsemi kvenfélaganna, til fram- tíðar litið. 26 af 55 svarendum eru svartsýn- ar á framhaldið. Þar af tala 17 um að félagsskapurinn leysist upp innan fárra ára. Í því sambandi er rétt að geta þess að Kvenfélag Engihlíðarhrepps lagði niður starfsemi sína um áramótin 2000, sam- kvæmt fundarsamþykkt frá 13. apríl 1999 … Samt búast 27 af 55 svarendum við að haldið verði áfram sama nuddinu. Bjartsýni gætir þó hjá 13 úr þeirra hópi. Skemmtilegt var að tveir svarendur gátu sérstaklega um uppgang og mikinn hug í sínum félögum og tala um mikla virkni því alltaf bætist ungar konur í hópinn, sem starfa af fullum krafti. Þetta síðast nefnda eru ánægjuleg tíðindi sem gefa von um að e.t.v. takist á fleiri stöðum að blása í glæðurnar og vekja upp eld líkan þeim sem áður brann í hjörtum og sinni þúsunda kvenna, jafnt á landsbyggðinni sem í þéttbýlinu. Eitt er víst, að þörfin er jafnknýjandi sem fyrr, því neyðin tekur sér aldrei frí. En varðandi hinar áherslurnar þurfa kvenfélögin e.t.v. ný markmið, löguð að kröfum nútímans. Eða eins og segir í áðurnefndu riti: Væri ekki t.d. gaman að efla tengsl við yngstu og elstu kynslóðina, heimsækja leik- skólabörn og elliheimili? Kvenfélög styðja víða við stofnanir eldri borgara, en er ekki jafn brýnt að komast í beint samband við yngstu kynslóðina sem virðist vera að tapa tengslum við fullorðið fólk og raunveruleika hversdagslífsins? Gæti ekki verið gagn og gaman fyrir þau að fá gest sem segir þeim sögur, reynslusögur eða þjóðsögur, kennir þeim að hlusta og njóta nærveru mann- eskju í stað skjás? Kvenfélögin gætu líka tekið þjóðararfinn upp á sína arma, hverf- andi handverk og þekkingu, haldið nám- skeið, verið með fræðsluerindi og stutt við skóla og söfn í formi vinnuframlags og hug- mynda. Og eftirfarandi texta þaðan ætla ég að gera að lokaorðum mínum í dag. En þar segir: Margt athyglivert kom fram í svörum kven- félaganna og af þeim má glöggt lesa hvern- ig félögin hafa, með mikilli ósérhlífni fé- lagskvenna, beitt sér fyrir aukinni menntun og sjálfstæði kvenna og að efla samvinnu milli karla og kvenna, með hag samfélags, sveita, heimila, barna og bágstaddra að leiðarljósi. Markmiðin eru sígild en fram- kvæmdir mótast af aðstæðum á hverjum stað. Baráttumál kvenfélaganna fyrst á 20. öld að koma á fót skólum fyrir konur og börn hafa orðið að veruleika og þroskast og þróast í nýjar áttir. Enn eru kvenfélögin á vegamótum. Eiga þau að fara eða vera og hvaða kosti hafa þau á nýrri öld ef þau velja að vera? Kvenfélögin styðja við öll góð málefni hvort sem þau eru innan sveitar eða á landsvísu. Þau eru „hlýja höndin“ í samfélagi okkar sem við veltum sjaldan fyrir okkur en myndum sannarlega verða þess vör ef þau hættu starfsemi sinni. Þau eru í vandasöm- um þjónustuhlutverkum sem léttir starf- semi samfélagsins, en hafa ekki fengið mikla umbun fyrir. Þau verða að lifa áfram. Hlýja höndin sigurdur.aegisson@kirkjan.is Orð Krists um að okkur beri að líta til og aðstoða þá sem eru í nauðum staddir hafa víða um heim fallið í góðan jarðveg og borið ríkulegan ávöxt. Sigurður Ægisson fjallar í dag um kvenfélög á Ís- landi, sem löngum hafa miðlað þessum boðskap hans í verki. ÞÓTT eingöngu átta umferðum af níu sé lokið á Skákþingi Reykjavík- ur þegar línur þessar eru ritaðar þá liggur fyrir að alþjóðlegi meistar- inn Jón Viktor Gunnarsson (2380) hefur tryggt sér sigur á mótinu og titilinn Skákmeistari Reykjavíkur árið 2005. Alls hefur Jón hlotið 7½ vinning fyrir síðustu umferðina en keppinautar hans hafa 6 vinninga. Sigurinn á mótinu var aldrei í hættu og var slíkt viðbúið áður en keppni hófst. Alls hefur Jón sigrað á mótinu í fjögur skipti og fer senn að skipa sér í flokk þeirra sem hafa unnið keppnina oftast. Hafnfirð- ingurinn Sigurbjörn Björnsson hefur oft náð sér mjög vel á strik á Skákþinginu og hefur m.a. tvívegis orðið efstur á því með Jóni. Vegna búsetu sinnar hefur hann aldrei haft færi á að vinna titilinn en í ár mætti hann ofjarli sínum. Hvítt: Sigurbjörn Björnsson (2328) Svart: Jón Viktor Gunnarsson (2380) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8. g4?! Sjaldgæfur leikur sem virðist ekki eiga vel við í stöðunni. 8. 0-0 var leikið áður fyrr án undantekn- ingar í Boleslavsky-afbrigðinu en einnig hefur hugmynd Kramniks að leika 8. Bg5 og svara 8....Be6 með 9. Bxf6 Bxf6 10. Dd3!? rutt sér til rúms en svona tefldi hann gegn Vishy Anand á Corus mótinu fyrir ári. 8... h6 9. h4 Be6 10. Bf3 Rbd7 11. Hg1 Í skák með Friðriki Ólafssyni frá skákmóti á Las Palmas lék and- stæðingur hans 11. Be3 en lenti fljótlega í vandræðum eftir 11...Rb6. Það sama er upp á ten- ingnum í þessari skák. 11... Rh7!? 12. h5?! Svörtu reitirnir á kóngsvæng verða nú algjörlega undir stjórn svarts. Áður hefur verið leikið 12. g5 og virðist það vera skynsamlegri tilraun til að halda jafnvæginu. 12... Rb6 13. Be2 Hc8 14. Be3 Rg5 15. Rd5 Bxd5 16. exd5 Rc4 17. Bxc4 Hxc4 18. De2 Ha4!? Hugmyndin með þessum leik var að þvinga fram a2-a3 og ýta svo b- peðinu áfram. Næsti leikur hvíts ýtir undir að endalok hans séu ráð- in. 19. O-O-O? Hxa2 20. f4 exf4 21. Bxf4 O-O 22. Kb1 Ha4 23. Hd4 Hxd4 24. Rxd4 Rh3 25. Hf1 Rxf4 26. Hxf4 Bf6 27. Rf5 He8 28. Df3 He1+ 29. Ka2 Da5+ 30. Kb3 Hb1 31. c3 Db5+ 32. Hb4 32... Hxb2+! Lýkur skákinni með einfaldri fléttu þó að hvítur hafi ekki játað sig sigraðan fyrr en nokkru síðar. 33. Kxb2 Dxb4+ 34. Kc2 Da4+ 35. Kb2 Kh7 36. Rg3 Kh8 37. Rf5 Da5 38. Kc2 Da2+ 39. Kd3 Db2 40. Ke4 Bxc3 41. Rxd6 Db4+ 42. Kd3 Dxd6 43. Kxc3 Da3+ og hvítur gafst upp. Á síðasta Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur veitti Dagur Arn- grímsson (2304) Jóni harða keppni og urðu þeir jafnir og efstir á því. Í einvígi um meistaratitil félagsins vann Jón örugglega og átti það sama við um skák þeirra á Skák- þinginu. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson (2380) Svart: Dagur Arngrímsson (2304) 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. O-O Dd6 6. Ra3 De6 7. b3 Re7 8. Rc4 Rg6 9. d4 exd4 10. Rxd4 Dg4 11. Bb2 f6 12. He1 Bb4 13. c3 Dxd1? Dagur virðist hafa mun byrjun- arfræðin vel fram að þessu en hér bregst honum bogalistin þar eð textaleikurinn gefur hvítum of mik- ið frumkvæði í tíma. Gamla brýnið og stórmeistarinn frá Úkraínu Oleg Romanischin hefur leikið a.m.k. tvívegis 13... Bc5 með góðum árangri. 14. Haxd1 Be7 15. Rf5! Tryggir hvítum frumkvæðið þar sem ekki má drepa riddarann þar eð þá myndi svartreiti biskupinn verða leppaður. 15... Kf7 16. Rxe7 Kxe7 17. Bc1!? Be6 18. Ra5! Hab8 19. f4 Bd7 20. Ba3+ Ke8 21. e5! Þetta gegnumbrot tryggir hvít- um sigurinn. 21... fxe5 22. Rc4 Rxf4 22... Be6 hefði ekki gengið upp vegna 23. f5! og hvítur vinnur mann. 23. Rxe5 Be6 24. Rd3 og svartur gafst upp enda er hann að verða manni undir. Fyrir lokaumferð mótsins voru Sigurbjörn Björnsson (2328), Lenka Ptácníková (2280), Sævar Bjarnason (2288) og Stefán Freyr Guðmundsson (2008) jöfn í öðru sæti með 6 vinninga. Skrykkjótt gengi á Gíbraltar Öflugu opnu alþjóðlegu móti lauk 3. febrúar sl. á Gíbraltar sem lauk með sigri stórmeistaranna Levon Aronjan (2684), Zahar Efi- menko (2601), Kiril Georgiev (2654), Alexey Shirov (2713) og Emil Sutovsky (2669) en þeir fengu allir 7½ vinning af tíu mögulegum. Fimm íslenskir skákmenn tóku þátt í mótinu og fékk Bragi Þor- finnsson flesta vinninga af þeim en hann varð í 17.–38. sæti með sex vinninga. Stefán Kristjánsson (2438) fékk 5½ vinning og lenti í 39.–51. sæti en Björn Þorfinnsson (2356) og Ingvar Þór Jóhannesson (2315) fengu 5 vinninga og lentu í 52.–68. sæti. Stefán Bergsson end- aði keppni með 4½ vinning og lenti 69.–88. sæti. Bragi var sá eini þeirra sem græddi alþjóðleg stig með frammistöðu sinni en fyrir alla hefur þetta sjálfsagt verið mikil- væg og góð reynsla. SKÁK Taflfélag Reykjavíkur 16. janúar – 4. febrúar 2005 daggi@internet.is Jón Viktor Gunnarsson Bragi Þorfinnsson Helgi Áss Grétarsson Skákþing Reykjavíkur Fjórði sigur Jóns Viktors Gunnars- sonar í höfn Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.