Morgunblaðið - 06.02.2005, Side 47

Morgunblaðið - 06.02.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 47 MENNING Viðamikil útgáfa á ljóðumTeds Hughes hefur vakiðmikla athygli og gefið mönnum tilefni til að meta skáldið að verðleikum. Bókin, sem er 1.333 síður, nefnist Collected Poems, er ritstýrt af Paul Keegan og gefin út hjá Faber and Faber í London, verð bókarinnar er 40 pund. Menn hafa einblínt á að Ted Hughes var eiginmaður Sylviu Plath og einnig að hann varð lárviðarskáld 1984. Skáldið sjálft hefur fallið í skuggann af þessu, en segja má að með síðustu bókunum hafi hann náð til fleiri en áður; Tales from Ovid (1997) og Birthday Letters (1998). Hughes, sem fæddur var 1930, lést 1998. Menn hafa komist svo að orði að tvennt muni halda minningu Teds Hughes á lofti; hjónaband hans og Sylviu Plath og að hann hafi verið eitt af mestu skáldum Bretlands á tuttugustu öld.    Birthday Letters, sem fjallar umhann og Plath, seldist í 90.000 eintökum sem er fátítt um ljóða- bækur. Frá fyrstu bók sinni, Hawk in the Rain (1957), yrkir Hughes um dýr, einkum fugla. Hið mannlega birtist í dýrunum, einkum lostinn og grimmdin, eyðingin og dauðinn, ekki síst í einni af bestu bókum hans, Crow (1970). Þessi myrka bók sem ekki er auðveld aflestrar sýnir ýmsar bestu hliðar Hughes. Má nefna stranga byggingu ljóðanna, mark- vissa hrynjandi og það margræði sem ljóð hans vitna um. Þetta er bók sem lesa þarf aftur og aftur áð- ur en hún lýkst upp. Og vel að merkja: hún getur vakið óhugnað. En bókin er sannur skáldskapur. Birthday Letters er ólík Crow. Birthday Letters er opin bók, stundum líkt og frá- sögn um daglegt líf og ferðalög skáldanna Hughes og Plath. Það var fyrst í þessari bók sem Hughes tjáði sig um samband þeirra en hann hafði verið að mestu þögull um það síðan Plath framdi sjálfsmorð 1963. Með lýsingum sínum á Plath sýn- ir hann inn í hugskot hennar á óvæginn hátt en með þeim hætti að lesandinn trúir.    Bókin er nokkuð ójöfn en bestuhlutar hennar afburðagóðir. Þeir sem höfðu hugsað sér að minnast Hughes aðeins sem eig- inmanns neyðast til að taka aðra afstöðu. Collected Poems leiðir í ljós sérstöðu Teds Hughes meðal helstu enskumælandi skálda. Kannski má segja að hann sé nokkuð ein- hæfur en það gildir um fleiri góð skáld. Sérstaklega í Birthday Letters sýndi hann á sér nýjar hliðar. Crow og fleiri skyldar bæk- ur sýna þó best skáld- lega dýpt hans og hve honum lét vel að birta hið óvænta. Myrkur tónninn hefur í sér vissa „hreinsun“ að dæmi Grikkjanna. Þetta gildir einnig um Lupercal (1960) og Gaudete (1977) og þannig mætti lengi telja þegar Collected Poems er flett. Hughes orti ljóð og skrifaði sög- ur fyrir börn og er frægust og sí- gildust sagan The Iron Man. Á Hughes er litið fremur sem náttúruskáld en samfélagsskáld. Hann fékkst við að spegla það sem bjó innra með honum og öðrum þótt félagslegur skáldskapur gerð- ist áberandi. Líkt og T.S. Eliot var hann góður flytjandi ljóða og las m.a. eigin ljóð og verk eftir Eliot. Kannski má segja að þesir tveir séu skyldir og er freistandi að líta á þá sem bestu skáldin á Bretlandi á liðinni öld. Ted Hughes var meira en eig- inmaður frægrar skáldkonu og lár- viðarskáld. Ljóðasafn Teds Hughes ’Bókin er nokkuð ójöfn en bestu hlutar hennar afburðagóðir. Þeir sem höfðu hugsað sér að minnast Hughes aðeins sem eiginmanns neyðast til að taka aðra afstöðu.‘ AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Ted Hughes MARTIN Boisvert og Jennifer Kimberly Haight svífa hér um loftið í nýrri sýningu Cirque du Soleil „KA“ í MGM Grand í Las Vegas í vikunni. „KA“ sameinar bardaga- listir, loftfimleika, brúðuleik, myndbandslist og fleira en verkið segir sögu tvíbura, drengs og stúlku, sem leggja upp í æv- intýralegt ferðalag til að uppfylla örlög sín. Reuters Ævintýri í lofti flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.