Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MYRKUM músíkdögum lýkur í
dag með þrennum tónleikum.
Fyrstu tónleikar dagsins verða í
Listasafni Reykjavíkur – Hafn-
arhúsi kl. 15. Pétur Jónasson gít-
arleikari leikur. Á efnisskrá eru
m.a. þrjú verk eftir Svein Lúðvík
Björnsson, Með tunglið í fanginu
(2005), Að skila skugga (1991) og
Egophonic (2003).
Um fyrstnefnda verkið, sem er
frumflutt, segir tónskáldið: „Með
tunglið í fanginu varð til eftir sam-
tal við Guðrúnu Birgisdóttur þar
sem m.a. tunglið bar á góma –
áhrif þess á fólk, hvernig það rís og
minnkar o.fl. o.fl. Sama kvöld fór
ég í sund – það var dimmt, frost,
og allt í einu dró ský frá tunglinu,
það speglaðist á vatnsfletinum og
fyrr en varði var eins og ég sæti
með það í fanginu – þetta var mjög
sterk upplifun og mér fannst eins
og hún endurspeglaði allt sem ég
var að pæla í þá stundina …“
Einnig eru á efnisskrá Péturs
Sonata XIV eftir Jónas Tómasson
(1980), Eguilibrium eftir Huga
Guðmundsson (2000), In the Mood
of Spades eftir Per Nörgaard
(1985), Monologues of the Unicorn
eftir Einojuhani Rautavaara (1980)
og Spegeln eftir Anders Nilsson
(1980).
Kór Langholtskirkju og Grad-
uale Nobili halda tónleika í Lang-
holtskirkju undir stjórn Jóns Stef-
ánssonar kl. 17. Flutt verða verk
eftir Jón Þórarinsson, Tryggva M.
Baldvinsson og Hreiðar Inga Þor-
steinsson.
Te Deum eftir Jón Þórarinsson
var samið að beiðni kirkjukóra
Reykjavíkurprófastsdæmis eystra
árið 2000 og frumflutt í janúar
2001 undir stjórn Jóns Ólafs Sig-
urðssonar. Verkið var upphafsverk
á opnunartónleikum Norrænu
kirkjutónlistarhátíðarinnar í Dan-
mörku í september sl. og þar flutt
af danska kammerkórnum Camer-
ata undir stjórn Michael Bojesen.
Textinn á rætur að rekja til forn-
kirkjunnar, elstu hlutarnir til aust-
urkirkjunnar á 3. öld en endanlega
gerðin á 5. öld. Lofsöngurinn til-
heyrir morguntíðagjörðinni á
sunnudögum og öðrum helgidögum
og er fluttur í lok hennar.
Einsöngvarar eru Þórunn Vala
Valdimarsdóttir og Vilhjálmur Þór
Sigurjónsson.
Vesper eftir Tryggva M. Bald-
vinsson var samið í fyrra að beiðni
Jóns Stefánssonar fyrir Graduale
Nobili. Verkið er samið við söngliði
hins forna aftansöngs með org-
elhugleiðingum á milli, sérsniðið
fyrir kórinn og Láru Bryndísi Egg-
ertsdóttur organleikara sem er
kórfélagi.
Einsöngvarar eru Regína Unnur
Ólafsdóttir, Lára Bryndís Eggerts-
dóttir og Steinunn Soffía Skjen-
stad.
Requiem Hreiðars Inga Þor-
steinssonar endurspeglar tilfinn-
ingar ungs drengs í þremur
draumum sem hann dreymir eftir
að faðir hans deyr.
Einsöngvarar í verkinu eru Ísak
Ríkharðsson og Jón Helgi Þór-
arinsson.
Caput í Listasafni Íslands
Síðustu tónleikar dagsins og um
leið lokatónleikar Myrkra mús-
íkdaga að þessu sinni verða haldnir
í Listasafni Íslands kl. 20. Caput-
hópurinn frumflytur þar verk eftir
Atla Heimi Sveinsson, Kjartan
Ólafsson, Þuríði Jónsdóttur, Áskel
Másson og Jesper Koch. Einleikari
í verkum Þuríðar og Kochs er
harmónikuleikarinn Geir Draugs-
voll og einsöngvari í verki Áskels
Ásgerður Júníusdóttir mezzósópr-
an. Stjórnandi er Guðni Franzson.
Um verk sitt, Ymni, segir Áskell
Másson: Þetta verk er n.k. lof-
söngur til vorsins og kviknandi lífs.
Verkið er samið á Fjóni í Dan-
mörku vorið 2000. Apríl og maí
voru þarna sérstaklega veðursælir
og áhrifamikið var að fylgjast með
því hvernig bæði dýr og gróður á
öllum stigum spruttu fram. Upp-
haflega ætlaði ég mér að nota texta
eftir danskan höfund en fann eng-
an sem mér fannst hæfa þannig að
verkið var frumflutt án söngvara
og textalaust. Verkið er nú frum-
flutt með söngvara og textinn er
lítið brot úr Sonnettusveig Gunn-
ars Gunnarssonar skálds. Hér eru
því saman komin orð og tónar
samdir af Íslendingum á danskri
grund.“
Um verk sitt, Impressionen opus
1, segir Atli Heimir: „Þetta verk
samdi ég á námsárum mínum í
Köln í Þýskalandi hjá prófessor
Petzold. Það var fyrsta verkið sem
flutt var eftir mig á skólatónleikum
1961 og einnig á tónleikum Félags
um nýja tónlist í Köln. Ég stjórn-
aði flutningnum. Verkinu var hælt
mjög mikið í blöðunum og var þar
fremstur í flokki dr. Herbert Eim-
ert. Þetta þótti mikil upphefð. Fað-
ir minn sýndi Jóni Leifs blaðaskrif-
in og lét hann snara því öllu á
íslensku og var það birt í Morg-
unblaðinu.“
Um verk sitt, Sextett II, segir
Kjartan Ólafsson: „Verkið var sam-
ið árið 2003 og er lokaverk í tón-
verkaflokki sem inniheldur meðal
annars Mónettu fyrir fiðlu og pí-
anó, Þríþraut fyrir klarínettutríó,
Nónettu fyrir kammersveit, Son-
ettu fyrir hljómsveit og Víólu kons-
ert. Í öllum þessum verkum er tón-
efniviðurinn unninn og þróaður
með tónsmíðakerfinu CALMUS.“
Tónlist | Þrennir tónleikar á lokadegi Myrkra músíkdaga
Guðni Franzson Jón Stefánsson Pétur Jónasson
Gítarleikur, kórsöng-
ur og Caput-hópurinn
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna
Jónssonar eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar
Í kvöld kl 20 - UPPSELT
Fim 10/2 kl 20 - UPPSELT
Fö 11/2 kl 20,
Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT
Fi 17/2 kl 20,
Fö 18/2 kl 20, - UPPSELT
Lau 19/2 kl 20, - UPPSELT
Fö 25/2 kl 20,
Lau 26/2 kl 20
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Í dag kl 14, Su 13/2 kl 14,
Su 20/2 kl 14 - AUKASÝNING,
Su 27/2 kl 14 - AUKASÝNING
SÍÐUSTU SÝNINGAR
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Su 13/2 kl 20
SÍÐASTA SÝNING
AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA
Í kvöld kl 20, Fö 11/2 kl 20,
Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20
Ath: Miðaverð kr. 1.500
HÉRI HÉRASON
Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt
NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA STENDUR YFIR Í BORGARLEIKHÚSINU
Kennarar: Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga
Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og aðstæður frumbyggjanna
Böðvar Guðmundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Íslendingum
Skráning hjá Mími Símenntun á www.mimi.is eða í síma 5801800
Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Lau 12/2 kl 20, - UPPSELT
Su 13/2 kl 20, - UPPSELT
Fi 17/2 kl 20,
Su 20/2 kl 20,
Fi 24/2 kl 20,
Fö 25/2 kl 20
SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR
eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS
Lau 12/2 kl 20,
Fö 18/2 kl 20
ATH: Bönnuð yngri en 12 ára
Íslenski dansflokkurinn sýnir:
VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR
eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin
Hátíðarsýning í kvöld kl 20, Mi 9/2 kl 20,
Fi 10/2 kl 20
Fö 11/2 kl 20 - Lokasýning
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Su 13/2 kl 20, Su 27/2 kl 20
HOUDINI SNÝR AFTUR
Fjölskyldusýning um páskana
Forsala aðgöngumiða hafin
Í Borgarleikhúsinu
Sýning í kvöld
Aðrar sýningar: Mið. 9 feb. kl. 20:00
Fim. 10 feb. kl. 20:00 Fös. 11 feb. kl.20:00
sími 568 8000 eða midasala@borgarleikhus.is
Eftir Ernu Ómarsdóttir og Emil Hrvatin
Við erum öll
Marlene
Dietrich FOR
Í KVÖLD. 6. FEB. KL. 20
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
MIÐAPANTANIR Í SÍMA 562 9700
2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
3. sýning 18.feb. kl 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 – 6. sýning
27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00
8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00
Miðasala á netinu: www. opera.is
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga.
Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT
Þú veist hverni
g
þetta er
Pöntunarsími 659 3483
studentaleikhusid@hotmail.com
Aukasýningar
mið. 9. feb. kl. 20
fim. 10. feb. kl. 20
fös. 11. feb. kl. 20
sun. 13. feb. kl. 20
Sýningar hefjast kl. 20
leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson
Sýnt í TÞM,
Hólmaslóð 2
sýnir
„Ágeng, ofsafengin, falleg“ (HÓ Mbl.)
„Löðrandi í kómík“ (KE Mbl.)
„Verulega ósvífin sýning“ (IJ DV)
!
"
#
$% $#
Sun. 6. feb. kl. 20.30
Fös. 11. feb. kl. 20.30
Sun. 13. feb. kl. 20.30
Fös. 18. feb. kl. 20.30
í Gerðubergi sunnudaginn 6. febrúar kl. 15.
Grímuföndur hefst kl. 14.
Miðapantanir í síma 5757700
Strengjaleikhúsið sýnir barnaóperuna
Undir drekavæng
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
„Glæsileg
útkoma –
frábær fjölskyldu-
skemmtun”
SS RÚV
Óliver! Eftir Lionel Bart
Sun. 06.2 kl 14 aukasýn. UPPSELT
Fös. 11.2 kl 20 UPPSELT
Lau. 12.2 kl 20 Örfá sæti
Sun. 13.2 kl 14 aukasýn. Nokkur sæti
Fös. 18.2 kl 20 Nokkur sæti
Lau. 19.2 kl 20 Nokkur sæti
Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega!
Tilboð til Visa-vildarkorthafa:
Fljúgðu á Óliver á punktum til 6. feb