Morgunblaðið - 07.02.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.02.2005, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Glæsileg húsgögn frá Brasilíu Kirkjulundi 17 (v/Vífilsstaðaveg) Garðabæ Sími: 565 3399 FYRIR HEIMILIÐ OG BÚSTAÐINN Þú flytur með okkur! Klettagarðar 1 • Sími: 553 5050 SENDIBÍLASTÖÐIN H.F sendibilastodin.is Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Granít borðplötur og flísar NÝSMÍÐI - BREYTINGAR - VIÐGERÐIR HLYNUR SF alhliða byggingastarfsemi Pétur J. Hjartarson húsasmíðameistari SÍMI 865 2300                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% ÞAÐ ER misskilningur margra að halda að líkamsrækt sé eingöngu fyr- ir yngra fólk. Líkamsþjálfun fyrir eldra fólk er gríðarlega mikilvæg og sýna rann- sóknir í þeim efnum að með reglu- bundinni hreyfingu er hægt að hægja á þeim öldrunarbreytingum sem verða í líkamanum með hækkandi aldri. Þessar breytingar eru meðal annars minnkað úthald, minni vöðva- styrkur, verra jafnvægi og minni við- bragðsflýtir. En þó að ákveðnar líf- eðlisfræðilegar öldrunarbreytingar séu óhjákvæmilegar á þó hreyfing- arleysi stærri þátt í slæmu líkams- ástandi margra eldri borgara. Líkamsrækt eldra fólks hefur ver- ið að aukast og verða sýnilegri und- anfarin ár, aðallega hjá fólki sem er nýkomið á eftirlaun. Það er mjög já- kvæð þróun, en betur má ef duga skal. Með markvissri, stigvaxandi þjálfun má bæta heilsu og líðan fólks á hvaða aldri sem er. Það er aldrei of seint að byrja. Dæmi um ávinning af líkams- þjálfun aldraðra eru til dæmis:  Aukinn vöðvastyrkur  Betra jafnvægi og þar af leiðandi minni byltuhætta  Aukið úthald við dagleg störf og tómstundir  Aukinn liðleiki  Hægir á beinþynningu  Bætt starfsemi hjarta og æðakerfis  Betri andleg líðan Með líkamsþjálfun má bæta al- menna færni og auka sjálfsbjarg- argetu fólks. Það eykur sjálfstæði og sjálfstraust, dregur úr líkum á þung- lyndi og gerir öldruðum kleift að búa lengur heima. 80 ára og eldri Sá hópur sem fer yfirleitt ekki mikið fyrir í umræðunni um líkamsþjálfun aldraðra eru þeir sem komnir eru yf- ir áttrætt. Hjá þeim aldurshópi skiptir reglubundin hreyfing miklu máli svo þeir hafi nægilegt þrek til þess að sjá sem lengst um sig sjálfir. Líkamlegt ástand fólks á þessum aldri getur verið mjög mismunandi, sumir eru ennþá fleygir og færir en aðrir eru orðnir mjög lasburða. Al- gengt er að fólk hætti að treysta sér eitt út úr húsi og er því háð ut- anaðkomandi hjálp til þess. Í slíkum tilvikum geta aðstandendur gert mikið gagn með því að hjálpa þeim aldraða að komast út og í göngutúr við hæfi. Síðan er hægt að fá sér kaffisopann á eftir. Stundum er það að ganga um íbúðina nóg fyrir við- komandi, fara upp og niður stigann einu sinni til tvisvar, allt eftir getu hvers og eins. Þolþjálfun og styrktarþjálfun Hvernig líkamsþjálfun hentar eldra fólki ? Léttar leikfimiæfingar er gott að gera heima og þar er vert að benda á morgunleikfimina í ríkisútvarpinu alla virka morgna klukkan 9:50. Gönguferðir, sund og sundleikfimi er góð líkamsrækt og einnig er boðið upp á leikfimi fyrir eldri borgara á nokkrum stöðum, þó framboð á slíkri þjónustu þyrfti að vera meira. Eldra fólk er líka farið að sækja almennar líkamsræktarstöðvar í auknum mæli. Gott er að blanda saman þolþjálfun og styrktarþjálfun og æskilegt er að þjálfa sig 2-4 sinnum í viku. Sjálfsagt er að ræða við lækninn sinn áður en byrjað er að stunda lík- amsþjálfun. Mikilvægt er að hafa áreynslu við hæfi, það er í lagi að svitna og finna fyrir örari hjartslætti á meðan á þjálfun stendur. Nauðsynlegt er að hlusta á eigin líkama og læra að þekkja viðbrögð hans við þjálfun og læra að skilja á milli hvenær um eðli- leg viðbrögð við þjálfun er að ræða (svo sem hæfileg þreyta og létt mæði) og hvenær álagið er orðið of mikið. Ráðlagt er að stöðva þjálfun ef fólk finnur fyrir svima, ógleði, mikilli mæði, verk í brjóstinu eða ónota- tilfinningu í líkamanum. Þegar byrjað er að hreyfa sig er gott að fara rólega af stað, og smá bæta við álagið. Það er ekkert því til fyrirstöðu að byrja þjálfun strax í dag. Gangi ykkur vel.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Líkamsrækt – líka á efri árum Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Mð reglubundinni hreyfingu er hægt að hægja á þeim öldrunarbreytingum sem verða í líkamanum með hækkandi aldri. Sigrún B. Bergmundsdóttir og Ylfa Þorsteinsdóttir sjúkraþjálfarar og félagar í Félagi sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu (FSÖ). HJÁ ENDURMENNTUN Háskóla Íslands eru nú á vormisseri í boði um það bil tvö hundruð styttri nám- skeið á fjölmörgum fræðasviðum fyrir alla áhugamenn. Ný námskrá er komin út og er hún aðgengileg á rafrænu formi á nýrri heimasíðu Endurmenntunar, endurmennt- un.is. 8–10 þúsund nemar Endurmenntun HÍ er einn stærsti skóli landsins og hefur fjöldi nem- enda við skólann verið á bilinu átta til tíu þúsund að jafnaði undanfarin ár. Meginverkefni Endurmennt- unar hefur verið að halda stutt nám- skeið, sem eru ætluð sérstökum hópum háskólamenntaðs fólks á vinnumarkaði og eru flest nám- skeiðanna 4–25 stunda löng. Lögð hefur verið áhersla á stök nám- skeið, sem gefa háskólaeiningar, en þau eru haldin í samstarfi við deild- ir HÍ. Nú eru átta slík námskeið í boði á meistarastigi, en nám- skeiðum á grunnstigi verður bætt inn aftur síðar á árinu. Á hverju misseri eru um 250 kennarar að störfum, íslenskir sem erlendir. Frá ársbyrjun 1990 hefur Endur- menntun HÍ boðið fólki úr íslensku atvinnulífi nám samhliða starfi sem stunda má á tveimur til fjórum miss- erum. Námið er sérsniðið að fólki, sem vill geta stundað háskólanám með vinnu. Ein námsgrein er kennd í einu og lýkur hverjum áfanga með prófi eða verkefni. Í lok náms út- skrifast þátttakendur með skírteini, sem vottar þátttöku og frammi- stöðu. Í náminu er lögð áhersla á virka þátttöku nemenda í kennslu- stundum og hópvinnu og gjarnan vinna nemendur hagnýt verkefni fyrir vinnustaði sína. Námsráðgjafi að störfum Svandís Ingimundardóttir, náms- ráðgjafi Endurmenntunar, veitir leiðbeiningar og aðstoðar núver- andi og væntanlega nemendur í námi samhliða starfi við val á námi og námsbrautum. Auk þess verður hún með námskeið um námstækni og stjórnun prófkvíða. Svandís svarar fyrirspurnum á náms- radgjof@endurmenntun.is.  MENNTUN | Háskóli Íslands Morgunblaðið/Jim Smart Meginverkefni Endurmenntunar hefur verið að halda stutt námskeið, sem eru ætluð sérstökum hópum háskólamenntaðs fólks á vinnumarkaði. Tvö hundruð nám- skeið á vormisseri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.