Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
E
fni málþingsins, sem boðað var til af
Fjölmiðlamiðstöð Reykjavíkuraka-
demíunnar, var umfjöllun fjölmiðla
um innflytjendur, hælisleitendur og
málefni útlendinga á Íslandi al-
mennt. Auk Georgs fluttu framsöguerindi Atli
Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða
krossinum, og Tatjana Latinovic, formaður Sam-
taka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og
stjórnarmaður í Alþjóðahúsinu. Óhætt er að segja
að erindi Georgs hafi vakið mesta athygli.
Brotakennd fjölmiðlaumfjöllun
Georg sagði að Íslendingar stæðu sig alls ekki
vel í útlendingamálum og það ætti líka við um fjöl-
miðla. Fólk yrði að átta sig á að tæplega 5% íbúa
landsins væru útlendingar í skilningi útlendinga-
laga, þ.e.a.s. ekki með íslenskan ríkisborgararétt
og tæplega 7% íbúanna væru af erlendu bergi
brotnir. Í sumum sveitarfélögum væri hlutfallið
miklu hærra, jafnvel 21%. „Í ljósi þessa held ég
held að við þurfum að taka okkur verulega á og
gefa þessum málaflokki meiri gaum en við gerum
í dag. Fjölmiðlaumfjöllun um þessi mál hefur ver-
ið ákaflega tilviljanakennd og brotakennd,“ sagði
hann.
Sumir fjölmiðlar hefðu þó tekið á þessum mála-
flokki af meiri reglu og festu en aðrir. Nefndi
hann Morgunblaðið sérstaklega en vildi samt ekki
hæla því um of. Fjölmiðlaumfjöllun hefði að mestu
ráðist af því sem færi hæst í umræðunni á hverj-
um tíma en engin heildstæð úttekt hefði verið
gerð á stöðu útlendingamála. Fjölmiðlar hefðu
mikilvægu hlutverki að gegna, þeirra mikilvægast
væri að gæta hagsmuna útlendinga sem væru að
mestu leyti þögull hópur. Ekkert væri fjallað um
atvinnuleysi í þeirra hópi, hvort þeir væru á lág-
um launum eða væru að einangrast í samfélaginu.
Georg sagði að það hefði verið talsvert gagn-
rýnt í fjölmiðlum að flestum hælisleitendum væri
synjað um hæli og að hugsanlega ætti sú gagnrýni
við einhver rök að styðjast. Á hinn bóginn væri
staðreyndin sú að flestallir hælisleitendur sem
hingað kæmu hefðu áður farið vítt og breitt um
Evrópu og þeir ættu hælisumsóknir til meðferðar
í öðrum löndum, stundum mörgum. Þetta væru í
raun ekki „alvöru“ hælisleitendur. Umfjöllun um
málefni einstakra hælisleitenda hefði oft ein-
kennst af miklum tilfinningum og farið um víðan
völl en útlendingastofnun væri sá vandi á höndum
að hún gæti ekki upplýst um einstök mál. Fjöl-
miðlar yrðu að setja einhverjar skorður við um-
fjöllun af þessu tagi.
Útlendingar sem hagstjórnartæki
Gagnrýni Georgs á stjórnvöld var óvægin.
Hann sagði að stjórnvöld hefðu látið þennan
málaflokk reka á reiðanum og hefðu í raun enga
heildarstefnu í málefnum útlendinga. Innflutning-
ur á fólki hefði einkum verið notaður sem hags-
tjórnartæki og þarfir atvinnulífsins ráðið mestu.
Mönnum þætti gott að fá ódýrt vinnuafl til að
vinna í fiski eða við virkjun við Kárahnjúka, ekki
þyrfti að borga of há laun og þar með væri hamlað
gegn þenslu.
Georg var forstjóri Útlendingastofnunar í rúm-
lega fimm ár. Samkvæmt lögum ber stofnuninni
að framfylgja stefnu stjórnvalda í málefnum út-
lendinga. Hann sagði að sú stefna væri alls ekki til
staðar. „Það má segja að stefnan sé sú að bjarga
og redda fyrir horn af því að það vantar starfsfólk
til vinnu hér og þar. Því þarf bara að bjarga í ein-
um grænum hvelli og það er ekkert hugsað út í
hvaða fólk er að koma, hvaðan það er að koma og
hvernig eigi að taka að móti því,“ sagði hann. Eng-
ar rannsóknir hefðu heldur farið fram um hvað
hefði gerst í þessum málaflokki og hvernig líklegt
væri að hann myndi þróast á næstu árum en brýn
nauðsyn væri á slíkum rannsóknum.
Georg sagði að mikilvægasti þáttur útlendinga-
mála væri hvernig útlendingar aðlöguðust hér á
landi og hvaða möguleika þeir hefðu til aðlögunar.
Þessi þáttur væri „algjörlega skipulagslaus.“ Þó
t
o
s
e
á
r
„
i
m
Í
o
h
t
k
r
E
l
R
h
R
h
s
a
v
s
f
i
R
t
s
m
a
v
s
s
hefðu sum sveitarfélög tekið á þessum málum og
einstaka fyrirtæki stæði sig mjög vel.
Georg sagði að ýmsum starfshópum væri ætlað
að koma með tillögur varðandi útlendingamál og
hann sæti raunar í einum þeirra. Á endanum ylti
það á vilja æðstu ráðamanna þjóðarinnar og þeim
fjármunum sem væri varið til málaflokksins,
hvort eitthvað yrði gert eða ekki. Hann sagði út-
lendingamál snerta fjölmörg ráðuneyti og væru í
raun á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar. Ef eitt-
hvert ráðuneyti hefði staðið sig þá væri það dóms-
málaráðuneytið.
Georg benti á að útlendingar hefðu byrjað að
flytjast hingað að einhverju marki fyrir um ára-
Fyrrverandi forstjóri Útlendingastofnunar g
harðlega fyrir stefnuleysi í málefnum
„Getum ekki bara s
Guð og lukkuna öllu
Á málfundi á laugardag gagn-
rýndi Georg Kr. Lárusson, fyrr-
um forstjóri Útlendingastofn-
unar og núverandi forstjóri
Landhelgisgæslunnar, stefnu
stjórnvalda í málefnum útlend-
inga harðlega. Hann sagði einn-
ig að umfjöllun fjölmiðla um
þeirra málefni væri tilvilj-
anakennd og brotakennd. Georg Kr. Lárusson og Tatjana Latinovic voru samm
efnum útlendinga. Fjær er Þorfinnur Ómarsson fun
Á málþinginu var rætt um stefnuleysi stjórnvalda og
ÚTLENDINGAR sem hafa sest hér að eru um 7% þj
nánast ekkert um þennan hóp í fjölmiðlum. Þegar fjal
hælisleitendum eða flóttamönnum en meirihlutinn gle
Samtaka kvenna af erlendum uppruna, í framsögu sin
Hún sagði að innflytjendur væru ekki einsleitur hóp
heimum en umfjöllun í fjölmiðlum um þá endurspegla
að finna hjá fjölmiðlunum heldur væru innflytjendur o
ingunni að fæstir fylgdust með samfélagsmálum á Ísl
gerast í þeirra upprunalöndum. Þorri þeirra væri því
landi. Tatjana sagði að fjölmiðlar hefðu hlutverki að g
kannaður yrði möguleiki á útvarpsþætti á ensku þar s
ana sagði að umfjöllun fjölmiðla hefði breyst til batna
hælisleitendum sem væri hverfandi hluti útlendinga s
fyrsta flóttafólkið kom frá löndum fyrrum Júgóslavíu
inn alla leið frá Keflavík til Ísafjarðar. Þegar komið va
myndavélar inn í íbúðirnar til að fylgjast með viðbrög
leikasjónvarpsins þannig að í dag þætti þetta kannski
maganum vegna smekkleysis og virðingarleysis gagn
lendinga sem hefðu misst allt sitt í snjóflóðum? Ég he
Vandamálið ekki eingön
EFTIR framsögur hófust fjörugar pall-
borðsumræður. Sigurður Þór Salvars-
son, upplýsingafulltrúi Alþjóðahússins,
tók undir það með Georg og Tatjönu að
fjalla þyrfti meira um útlendinga. Anna
G. Ólafsdóttir, blaðamaður á Morg-
unblaðinu, benti á að fjölmiðlar væru
mismunandi og ekki sanngjarnt að
setja þá alla undir einn hatt eins og
gjarnan hefði verið gert. Hún sagði að
Morgunblaðið hefði mikið fjallað um
málefni útlendinga hér á landi. Það
væri þó ekki alltaf auðvelt að fá þá til
að tala við blaðamenn og þrátt fyrir
ítrekaðir tilraunir hefði ekki tekist að
fá útlending til starfa á ritstjórn eins
og æskilegt væri.
Fjölmiðlar eru
mismunandi
MÖGULEIKAR JARÐVARMA
Hvert eigum við að sækjaorku framtíðarinnar? Íupphafi raforkuframleiðslu
á Íslandi réðu mjög einföld sjón-
armið hagkvæmni að mestu leyti
ferðinni. Nú er hefur hins vegar
verið gengið svo nærri óbyggðum
landsins að öllu lengra verður ekki
gengið. Því er nauðsynlegt að nýir
möguleikar verði kannaðir og
áhersla lögð á að nýta þá kosti sem
valda sem minnstum spjöllum á
umhverfinu og náttúrunni. Þar
gæti jarðvarmi leikið stórt hlut-
verk. Bendir margt til þess að auð-
veldara verði að ná sátt um virkjun
jarðvarma en vatnsaflsvirkjanir,
sem hafa valdið hörðum deilum á
undanförnum árum.
Í umfjöllun Aðalheiðar Þorsteins-
dóttur um möguleika jarðvarma-
virkjana í Morgunblaðinu í gær
kemur fram að virkjun jarðvarma
var ekki nema 16,6% af heildar-
framleiðslunni árið 2003, en nýting
vatnsafls 83,4%. Í niðurstöðum
skýrslu um fyrsta áfanga ramma-
áætlunar um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma kemur fram að vænta
megi að heildarorkugeta orkulinda
landsins sé um 67 þúsund gígavatt-
stundir á ári. Þar af sé nýtanleg
geta vatnsorku um 37 þúsund gíga-
vattstundir á ári og tæknilega hag-
kvæm orkugeta jarðhita til raf-
orkuframleiðslu talin vera að
lágmarki um 30 þúsund gígavatt-
stundir á ári.
Sveinbjörn Björnsson, formaður
verkefnisstjórnar um gerð ramma-
áætlunar um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma, segir í viðtali í úttekt-
inni að niðurstöður fyrsta áfanga í
vinnu nefndarinnar bendi til þess
að umhverfisáhrif af nýtingu jarð-
hita til að framleiða rafmagn séu
vægari en af vatnsaflsvirkjunum.
Hann bendir þó á að ekki liggi jafn-
mikil þekking og reynsla að baki
virkjun jarðvarma og vatnsafls.
Tryggvi Felixson, framkvæmda-
stjóri Landverndar, segir að margt
bendi til þess að margir kostir séu í
jarðhita, sem hægt væri að virkja
án þess að ógna verulegum nátt-
úruverndarhagsmunum. „Það
ræðst að verulegu leyti af því að
mörg þessara jarðvarmasvæða
liggja nærri byggð og á svæðum,
sem hefur þegar verið raskað að
einhverju leyti. Eins af því að
framkvæmdasvæðið, beint áhrifa-
svæði virkjunarinnar, er talsvert
minna en þegar virkjaðar eru jök-
ulár og búa þarf til stór uppistöðu-
lón til þess að miðla,“ segir hann.
Þorkell Helgason orkumálastjóri
segir í greininni fyrirsjáanlegt að
jarðvarmi muni gegna stórauknu
hlutverki. Hann dregur fram kosti
og galla þeirra, en kveðst þó telja
að fyrir utan nokkra fagra staði á
borð við Mývatn og Landmanna-
laugar þar sem engin áform séu um
að virkja telji hann að „við munum
ekki lenda í jafnmiklum deilum um
jarðvarmavirkjanir og um þær
vatnsaflsvirkjanir, sem valda mestu
deilunum“. Hann bætir við: „Einn
kosturinn við jarðvarmavirkjanir
umfram vatnsaflsvirkjanir er sá að
þær eru afturkræfar, það er að
segja að hægt er að fjarlægja þær
og ganga þannig frá umhverfinu að
það líti nánast eins út og það var
áður.“
Eins og fram kemur í greininni
er margt órannsakað í sambandi
við nýtingu jarðhita til framleiðslu
raforku. Langan tíma tekur að átta
sig á getu ákveðins svæðis og
sömuleiðis getur tekið nokkur ár að
ná hámarksafköstum. Hins vegar
er alveg ljóst að sú tíð er liðin að í
virkjunarmálum gangi að fara ein-
faldlega stystu og ódýrustu leiðina.
Þess vegna ber að leggja mikla
áherslu á rannsóknir og tilraunir á
nýtingu jarðvarma á næstunni og
verður í þeim efnum reyndar mjög
forvitnilegt að fylgjast með niður-
stöðum rannsókna á möguleikum
djúpborana í virkjun jarðvarma.
Virkjanir og náttúruvernd þurfa
ekki og eiga ekki að vera andstæðir
pólar. Auðlindir Íslands eru bæði
fólgnar í þeirri ólgandi orku, sem
hér er að finna, og óviðjafnanlegum
náttúruperlum sem þarf að um-
gangast með virðingu.
ER HÁLENDIÐ
KLUKKUSTUNDAR VIRÐI?
Í málflutningi þeirra, sem nú hafastofnað félag til að vinna að því að
lagður verði vegur yfir hálendið til að
stytta leiðina milli Reykjavíkur og
Akureyrar, hefur komið fram að
stytta megi leiðina um a.m.k. 40 kíló-
metra, jafnvel allt að 80 kílómetra ef
lagður verði vegur um Kaldadal.
Bent hefur verið á að núverandi veg-
ur, þjóðvegur 1, þarfnist endurbóta
og sé m.a. ekki hannaður fyrir þunga-
flutninga. Við 80 kílómetra styttingu
sparist klukkustund í akstri milli
Reykjavíkur og Akureyrar og við það
geti sparazt vel á annan milljarð á ári
vegna minni eldsneytiseyðslu. Þá
muni mengun minnka sem stytting-
unni nemi.
Allt eru þetta gild rök. Þau þarf
hins vegar að vega á móti áhrifum
vegarlagningarinnar á hálendi Ís-
lands. Það er deginum ljósara að upp-
byggður heilsársvegur, hannaður
fyrir þungaflutninga og gerður fyrir
hraðan akstur mun gerbreyta ásýnd
stórs hluta hálendis Íslands. Náttúr-
an á þessu svæði verður aldrei söm;
upplifun þeirra sem heimsækja það
mun breytast til langframa.
Hvaða verðmæti felast í hinni
ósnortnu náttúru, m.a. fyrir ferða-
þjónustuna og ímynd landsins og sér-
stöðu út á við? Verðmæti hálendisins
felst nefnilega ekki aðeins í fegurð
þess, heldur einnig hinu takmarkaða
aðgengi að því.
Spurningin, sem þarf að svara, er
þessi: Er stórum hluta hálendisins
fórnandi fyrir klukkustundar stytt-
ingu ferðalagsins milli Reykjavíkur
og Akureyrar – jafnvel aðeins hálf-
tíma styttingu?