Morgunblaðið - 16.02.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 16.02.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 15 ERLENT V afalaust hefur Leoníd Kútsma, fyrrverandi forseti Úkraínu, talið að starfslokin yrðu ánægjuleg og eft- irlaunakjörin eftir því. En nú ráða fjendur hans – og sumir þeirra bók- staflega hatursmenn – ríkjum í Úkraínu og þeir sýnast ákveðnir í að gera forsetanum fyrrverandi lífið leitt. Ákæruskráin er líka löng; hún nær allt frá spillingu til þess að hafa fyrirskipað morð á blaðamanni. Víktor Jústsjenko, núverandi for- seti sem Kútsma rak úr embætti forsætisráðherra árið 2000, hefur blásið í lúðurinn og kerfið allt hefur verið gangsett. Ákveðið hefur verið að rannsaka vandlega þá sölu rík- iseigna, einkavæðinguna, sem átti sér stað í valdatíð Kútsma. Gert er ráð fyrir að þessi rannsókn á einka- væðingunni taki til 30 til 40 fyr- irtækja sem voru í ríkiseigu. Fullyrt er að ákveðnir auðjöfrar, vinir og ættmenni Kútsma hafi hagnast mjög á einkavæðingunni og „inn- herjaviðskipti“ hafi verið viðhöfð blygðunarlaust. Þannig liggur fyrir að Krívorozhstal, gríðarstórt stál- ver, var selt hópi fjárfesta sem tengdasonur Kútsma fór fyrir. Ver- ið var selt fyrir 800 milljónir dollara þrátt fyrir að mun hærri tilboð bær- ust frá Rússlandi og Bretlandi. En ekki verður látið nægja að rannsaka meinta spillingu forsetans fyrrverandi. Eftirlaunakjörin verða einnig tekin til sérstakrar skoðunar enda þykja þau rífleg. Kútsma fær háar launagreiðslur, tvo bíla, mat- reiðslumeistara, þernu og margt fleira. Júlía Tímosjenko forsætis- ráðherra, sem Kútsma lét á sínum tíma fangelsa, hefur falið ráðherrum sínum að leggja fram tillögu um hóf- samari eftirlaunakjör Kútsma til handa. Morðið á Heorhíj Gongadze En það er mál Heorhíj Gongadze sem ætlar að reynast Kútsma erf- iðast. Og vart er það undrunarefni. Gongadze var blaðamaður sem rak afar vinsæla fréttaþjónustu á Netinu þar sem stjórnvöld voru óspart gagnrýnd. Árið 2000 var hon- um rænt og 50 dögum síðar fannst höfuðlaust lík hans. Líkamsleifar hans eru enn geymdar í líkhúsi einu í höfuðborginni, Kíev. Móðir hans krefst þess að hinum seku verði refsað og Jústsjenko forseti hefur lýst yfir því að á stjórnvöldum hvíli sú siðferðislega skylda að leysa morðmál þetta. Til eru segulbandsupptökur þar sem heyra má Kútsma ítrek- að kvarta undan fréttaflutningi Gon- gadze. Á einni upptökunni heyrist Kútsma fela þáverandi innanrík- isráðherra Úkraínu það verkefni að „hrekja hann [Gongadze] á brott, kasta honum út eða láta Tsjetsen- ana fá hann“. Samtöl þessi tók fyrr- verandi lífvörður forsetans upp. Kútsma segir upptökurnar falsaðar og kveðst hvergi hafa komið nærri morðinu á Heorhíj Gongadze. En málið nýtur algjörrar sérstöðu í Úkraínu nú stundir. Jafnvel þótt Jústsjenko forseti vildi helst láta það niður falla og leyfa hinum 66 ára gamla Kútsma að njóta elliár- anna og smám saman gleymast löndum sínum kæmist hann aldrei upp með það. Núverandi innanrík- isráðherra, Júríj Líjútsjenko, tók þátt í götumótmælunum árið 2000 þegar mikill fjöldi fólks krafðist þess að Kútsma forseti yrði sviptur embætti vegna morðsins á blaða- manninum. Heorhíj Omeltsjenko, einn ákveðnasti andstæðingur Kútsma á þingi, hefur formlega krafist þess að forsetinn fyrrverandi verði handtekinn. Ríkissaksóknari hefur enn ekki tekið afstöðu til málsins. Omeltsjenko segir að verði Kútsma ekki handtekinn muni hann halda því fram að núverandi ráða- menn hafi ákveðið að vernda hann. „Verði það ekki gert þýðir það að gerður hefur verið leynilegur samn- ingur í þá veru að ekki megi snerta við Kútsma,“ segir hann. „Klíka“ auðjöfra rannsökuð Kútsma var um flest dæmigerður fyrir þá fyrrverandi flokksleiðtoga sem náðu völdum í fyrrum lýðveld- um Sovétríkjanna eftir fall komm- únismans. Hann var við völd í tíu ár og hafði ákveðið hver eftirmaðurinn ætti að verða. Þau áform öll fóru út um þúfur þegar stjórnarandstaðan í landinu blés til „appelsínugulu bylt- ingarinnar“ og náði völdum. Reiði í garð Kútsma er víða mikil í Úkra- ínu. Því er haldið fram að hann hafi stjórnað líkt og hann og ríkið væru eitt; samherjar og ættmenni hafa malað gullið á meðan alþýða manna lapti dauðann úr skel. Ýmsir halda því fram að núver- andi forseti myndi helst kjósa að Kútsma yrði látinn í friði. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Kútsma lét ríkisstjórn sína ákveða rífleg eft- irlaun honum til handa og var þing landsins sniðgengið til að tryggja þeim gjörningi framgang. Og Júlía Tímosjenko forsætisráðherra hefur þegar lagt grunn að því að ná Krí- vorozhstal-stálverinu úr höndum auðhringsins sem tengdasonur Kútsma tengist. Frekari rannsókn á einkavæðingunni mun einkum taka til hóps eða „klíku“ auðjöfra og kaupsýslumanna sem var nátengd forsetanum fyrrverandi. Menn sem standa Kútsma nærri segja hann ekki hafa áhyggjur af rás atburða. „Hann er bjartsýnn,“ segir Víktor Píntsjúk, tengdason- urinn sem fyrr var nefndur. „Ég tel að hann sjái fram á fulla þátttöku í virðulegum klúbbi fyrrverandi for- seta.“ Fréttaskýring | Nýir ráðamenn í Úkraínu hafa nú ákveðið að rannsaka einkavæðingu í tíð Leoníds Kútsma, fyrrverandi forseta, sem sagður er hafa afhent vinum, auðjöfrum og ættmennum eigur ríkisins. Margir vilja draga hann fyrir rétt. Fær Kútsma notið eftirlaunanna? AP Leoníd Kútsma, fyrrverandi forseti Úkraínu, sækir messu í Kíev. Myndin var tekin um áramótin en árið 2005 sýnist ætla að verða Kútsma erfitt; maður sem hann rak úr embætti hefur verið kjörinn forseti, forsætisráð- herrann er kona sem hann lét eitt sinn varpa í fangelsi og helsti óvinur hans á stjórnmálasviðinu stjórnar nú lögreglu landsins. ’Fullyrt er að ákveðnirauðjöfrar, vinir og ættmenni Kútsma hafi hagnast mjög á einka- væðingunni og „inn- herjaviðskipti“ hafi verið viðhöfð blygð- unarlaust. ‘ AÐ minnsta kosti 203 námuverka- menn biðu bana í gassprengingu í kolanámu í Liaoning-héraði, norð- austarlega í Kína, að því er Xinhua- fréttastofan greindi frá í gær. Þetta er mannskæðasta námuslysið í Kína um langa hríð en 166 dóu í slysi í námu í Shaanxi-héraði í nóvember sl. og 148 í slysi í Henan í október. Embættismenn sögðu að tólf til viðbótar væri enn saknað og 28 væru slasaðir. Höfðu sumir orðið fyrir reykeitrun, aðrir höfðu mátt þola bruna eða beinbrot. Mannskæð námuslys eru mjög al- geng í Kína og þykja hafa færst í aukana nýverið. Hvergi í heiminum farast eins margir af völdum námuslysa og í Kína en opinberar tölur sýna að alls dóu 6.027 námumenn af slysförum í fyrra, um 6% fleiri en árið áður. 203 fórust í námuslysi í Kína Fuxin-borg. AFP. BANDARÍSKUR dómari dæmdi í gær fyrrverandi prest kaþ- ólsku kirkjunnar í Massachusetts í tólf til fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga ungum pilti. Presturinn fyrrver- andi, Paul Shanley, fékk einnig tíu ára skilorðsbundinn dóm sem tekur gildi þegar honum verður sleppt úr fangelsi. Shanley er 74 ára og var dæmdur fyrir að nauðga dreng reglu- lega á sex ára tímabili. Pilturinn var sex ára þegar nauðganirnar hófust. Shanley hefur verið sakaður um að hafa beitt tugi annarra barna kynferðislegu ofbeldi. Erkibiskupsdæmið í Boston samþykkti í september 2003 að greiða 85 milljónir dollara, eða um 5,3 milljarða króna, til að útkljá um 500 dóms- mál vegna meints kyn- ferðislegs ofbeldis presta og ásakana um að embættismenn kirkjunnar hefðu hylmt yfir með þeim. Dómurinn yfir Shanley byggðist á frásögn fórnarlambs- ins, sem er nú 27 ára og kveðst hafa bælt minningarnar niður þar til fyrir þremur árum þegar skýrt var frá því í fjölmiðlum að presturinn væri sakaður um að hafa nauðgað börnum. Dæmdur fyrir að nauðga dreng Boston. AFP. Paul Shanley

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.