Morgunblaðið - 16.02.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 17
MINNSTAÐUR
Bílar á
föstudögum
Sérblaðið Bílar fylgir blaðinu
á föstudögum.
Meðal efnis næsta föstudag:
Dótakassinn - ýmsir smáhlutir í bílinn
Nýr Skoda Octavia - reynsluakstur
Vinsælustu jepparnir í Bandaríkjunum
Saga bílsins - fyrsti akstur í kringum
landið
Væntanlegir bílar - Audi Allroad, Opel
Vectra
Sértilboð til áskrifenda á bílaauglýs-
ingum 995 kr. með mynd - Mættu til
okkar í Kringluna 1 og við tökum
myndina frítt -
Einfalt, ódýrt og þægilegt
auglýsingar 569 1111
Auglýsingar:
Sandra - 569 1140 og Ragnheiður -569 1275
Á fjórhjólum í fönninni.
Ford Freestyle - sjö manna amerískur.
Opel Astra Station reynsluakstur.
Bílasýningin í Detroit.
Formúla 1.
Síaukinn áhugi á mótorhjólum.
LOFTPRESSUR
Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070
MIKIÐ ÚRVAL
FRÁBÆR VERÐ
Seltjarnarnes | Jafnréttisvið-
urkenning Seltjarnarnesbæjar var
veitt í fyrsta sinn á dögunum en
samkvæmt jafnréttisáætlun bæj-
arins skal slík viðurkenning veitt
einu sinni á hverju kjörtímabili til
þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í
bæjarfélaginu sem mest hefur unnið
að framgangi jafnréttisáætlunar og/
eða sýnt jafnréttismálum sérstakan
alhug í verki.
Alls bárust tilnefningar frá sex
stofnunum og fyrirtækjum sem öll
voru með réttar áherslur í jafnrétt-
ismálum og nokkur með jafnrétt-
isstefnu sem fylgt er í hvívetna.
Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður
jafnréttisnefndar Seltjarnarnes-
bæjar, afhenti Hermanni Björns-
syni, aðstoðarframkvæmdastjóra
útibúasviðs og Kristínu Jónsdóttur,
útibússtjóra, viðurkenninguna.
Íslandsbanki á Eiðistorgi hlaut
viðurkenninguna í þetta sinn og var
það álit jafnréttisnefndar að útibúið
hefði mjög vandaða stefnu í jafnrétt-
ismálum sem væri vel fylgt eftir. Hjá
fyrirtækinu starfar jafnræðisnefnd
sem starfar eftir samþykktri stefnu
og er reynt eftir megni að rétta hlut-
fall kynjanna. Konur eru meiri hluti
starfsmanna og í tilfelli útibúsins eru
efstu stjórnunarlög skipuð konum.
Íslandsbanki kemur til móts við
fjölskyldufólk með því að bjóða upp
á sveigjanlegan vinnutíma og mjög
almennur skilningur er á fjöl-
skylduábyrgð starfsfólks, jafnt
kvenna sem karla. Innan bankans er
mjög öflugt fræðslustarf sem bæði
kyn nýta sér og konur og karlar hafa
jöfn tækifæri til stöðuhækkana skv.
jafnræðisáætlun útibúsins.
Allir starfsmenn útibúsins til-
nefndu sitt fyrirtæki til jafnréttisvið-
urkenningarinnar en það var eina
fyrirtækið sem það átti við um, segir
m.a. í fréttatilkynningu.
Banki fékk viðurkenningu
Jafnrétti Hermann Björnsson og Kristín Jónsdóttir (fyrir miðju) tóku við
viðurkenningu fyrir jafnréttismál frá Sigrúnu Eddu Jónsdóttur.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Laugardalur | Gyltan Gullbrá kom í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í
vetur, og hefur hún nú gotið 17
grísum, eftir að hafa verið sædd
með sæði úr geltinum Mel Gibson
seint í október á síðasta ári. Með-
göngutími gyltna er um 114 dagar,
og þó Gullbrá hafi byrjað að gjóta
seint á 113. degi leit síðasti gris-
lingurinn ekki dagsins ljós fyrr en
eftir miðnætti á 114. degi.
Fram kemur í tilkynningu frá
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að
gotið hafi gengið vel, og hefur
Gullbrá haft í nógu að snúast við
uppeldið frá því grislingarnir komu
í heiminn, enda þarf mikla orku svo
hún myndi mikla mjólk fyrir þessa
17 litlu munna.
Það er þó vandamál að hún er,
eins og aðrar gyltur, bara með 14
spena, svo mikill barningur getur
verið hjá afkvæmunum að komast
að.
Ljósmynd/Sigrún Gréta Helgadótti
Barningur um mjólkina Það getur verið erfitt fyrir grislingana 17 að kom-
ast á spena á Gullbrá, enda bara 14 spenar í boði fyrir svanga grísi.
Gölturinn Mel Gibson
eignaðist 17 erfingja
Á fundi í stjórn Skipulagssjóðs
samþykktu þau Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir og Stefán Jón Hafstein að
leitað yrði eignarnáms. Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn
þeirri tillögu „þar sem ég er af grund-
vallarástæðum andvígur eignarnámi
á landi eða öðrum eignum,“ eins og
segir í bókun Kjartans á fundinum.
Kjartan tjáði Morgunblaðinu að
hann teldi að mjög ríkar ástæður
þyrftu að vera til að leita eignarnáms-
heimildar, eignarrétturinn væri frið-
helgur samkvæmt stjórnarskrá.
Reykjavík | Samþykkt var nýlega í
stjórn Skipulagssjóðs Reykjavíkur-
borgar að leggja til við borgarráð að
leitað verði heimildar til eignarnáms á
lóðum á Norðlingaholti þar sem
lóðareigandi og Reykjavíkurborg
hafa ekki náð samkomulagi um kaup-
verð borgarinnar á lóðunum. Fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í stjórninni
greiddi atkvæði gegn þeirri tillögu.
Frestað hefur verið í borgarráði að
undirbúa eignarnám þar sem Kjartan
Gunnarsson, sem á lóðirnar Selás-
blett 2a og 3a hefur óskað eftir því að
frekari viðræður fari fram.
„Ef taka á land eignarnámi vegna
skipulagshagsmuna getur líka skipt
máli hvort landið er miðsvæðis í borg-
inni eða úti í sveit. Umrædd land-
spilda er nánast úti í sveit og ég tel
vafasamt fyrir borgina að ráðast með
slíkum hætti í eignasviptingu. Ekki
verður séð að tjón borgarinnar verði
mikið þótt hún sölsi ekki þetta land
undir sig, t.d. ættu ekki að vera vand-
kvæði á því að skipuleggja sig
framhjá því enda er umrædd land-
spilda aðeins um 5% af skipulögðu
landi í Norðlingaholti,“ segir Kjartan
einnig.
Samningaviðræður um lóðaverð í Norðlingaholti
Fulltrúi sjálfstæðismanna
andvígur eignarnámi
Mosfellsbær | Bókasafn og Þjón-
ustuver Mosfellsbæjar voru opnuð í
nýju húsnæði á torgi í Kjarna nýver-
ið. Þá var nýr Listasalur Mosfells-
bæjar vígður.
Meðal þeirra sem fluttu ávörp
voru Ragnheiður Ríkharðsdóttir
bæjarstjóri, og Skólahljómsveitin og
nemendur Tónlistarskólans léku
undir. Í Listasalnum var opnuð sam-
sýning listamanna í bænum, og
kennarar Tónlistarskólans sáu um
tónlistardagskrá. Fjöldi bæjarbúa
var viðstaddur opnunina.
Bókasafn,
þjónustuver
og listasalur
opnuð
Klippt á borða Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri opnaði nýtt bóka-
safn Mosfellsbæjar í Kjarna, og opnaði jafnframt listasal og þjónustuver.