Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 19

Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 19 MINNSTAÐUR Hveragerði | Umferð um Hellisheiði til Selfoss jókst um 7 til 12% á síðasta ári, eftir því til hvaða kafla vegarins er horft, og hefur umferðin því sem næst tvöfaldast frá árinu 1992. Kem- ur þetta fram í ályktun bæjar- stjórnar Hveragerðis þar sem hvatt er til þess að sem fyrst verði ráðist í endurbætur á veg- inum. Bæjarstjórn Hveragerðis tók samgöngur um Hellisheiði til umræðu í framhaldi af um- ræðum sem verið hafa að undanförnu. Í ályktun er vakin athygli á því að Árborgarsvæðið er eitt mesta vaxtarsvæði lands- ins. Árið 2004 fjölgaði íbúum svæðisins um rúmlega 400. Kannanir benda til að á milli 10 og 15% íbúa sækja vinnu til höfðuborgarsvæðisins daglega. Þá hefur þjónustustörfum fjölg- að á svæðinu og það leitt til auk- innar umferðar fólks af höfuð- borgarsvæðinu sem sækir vinnu austur fyrir fjall. Þetta og fleira hefur skapað mikla umferð um Hellisheiði allt árið. „Þessi þró- un undirstrikar þá staðreynd að bættar samgöngur um Hellis- heiði eru brýnar og ekki einka- mál Sunnlendinga heldur jafn- framt mikið hagsmunamál fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.“ Það veldur bæjarstjórn Hveragerðis áhyggjum að endurbætur á veginum um Hellisheiði eru ekki inni í þeirri samgönguáætlun sem nú er til endurskoðunar á Alþingi. Sú krafa er gerð að úr því verði bætt sem fyrst. Í ályktuninni felst einnig að bæjarstjóra Hveragerðisbæjar er falið að hefja skipulagningu opins fundar um málið, í sam- vinnu við aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Umferð um Hellisheiði jókst um 7– 12% á síð- asta ári SLIPPSTÖÐIN hefur skrifað undir samning við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars um byggingu vinnubúða sem settar verða upp í Fljótsdal. Slippstöðin hefur fengið umfangs- mikið verkefni við uppsetningu á stálfóðringum og fylgihlutum í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkj- unar og munu framkvæmdir á staðnum hefjast næsta vor. Sveinn Heiðar Jónsson sagði að fyrirtæki sitt myndi smíða 21 fullbúna húsein- ingu á verkstæðinu á Akureyri, sem svo yrði raðað saman með ýmsum hætti á vinnusvæðinu í Fljótsdal. Hver eining er um 30 fermetrar, eða samtals rúmir 600 fermetrar. „Þetta er gríðarlega stórt og mikið verk og skapar tugum manna vinnu hér. Og það er mjög jákvætt og metnaðarfullt hjá Slippstöðinni að semja við okkur því við er- um í beinni samkeppni við innflutning.“ Sveinn Heiðar sagði nánast frágengið að fyrirtæki sitt smíðaði 12 einingar, um 400 fermetra, í viðbót í tengslum við frekari verkefni Slippstöðvarinn- ar á svæðinu. Hann sagði að þessar húsein- ingar gætu nýst með ýmsum hætti eftir að verkefnum á virkjunarsvæðinu lyki, t.d. sem sumarhús. Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hefur verið nokkuð umsvifamikið á Austurlandi, eftir að virkjana- og álversframkvæmdir fóru þar af stað. Fyrirtækið hefur reist 15 íbúðir á Reyðarfirði og þegar afhent 6 þeirra. „Við höf- um selt nokkra mánuði fram í tímann og eigum eftir að byggja nokkra tugi íbúða á þessu ári. Þá byggði ég eitt stórt einbýlishús í Jökul- dalnum á leiðinni heim um daginn, þannig að við höfum haslað okkur völl á svæðinu,“ sagði Sveinn Heiðar. Smíðar vinnu- búðir fyrir Slippstöðina Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars Hjólreiðar og útivist | Á síðasta fundi Íþrótta- og tómstundaráðs var tekið fyrir erindi frá áhugamönnum um hjólreiðar og útivist, þar sem þeir vilja koma á framfæri hug- myndum sem stuðlað gætu að auk- inni nýtingu mannvirkja í Hlíðar- fjalli. ÍTA samþykkti að fela deildarstjóra í samvinnu við for- stöðumann Hlíðarfjalls að skoða mögulega útfærslu á göngu- og hjól- reiðastígum í Hlíðarfjalli. Jafnframt var deildarstjóra gert að skila hug- myndum að verk- og kostnaðar- áætlun fyrir 1. september 2005.    Morgunblaðið/Ómar Félagsvísindatorg | Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi ræðir Sigurður Gylfi Magnússon um það hvaða þýð- ingu minningar hafa fyrir sagnfræð- inga og hvernig þær eru nýttar í sagnfræðirannsóknum. Sérstaklega verður fjallað um mikilvægi þeirra fyrir smærri samfélög og spurt hvaða veruleika minningarnar end- urspegli. Í þessu sambandi verður rætt um tengsl einstaklinganna við hið sameiginlega og sögulega minni. Hvernig geta þjóðfélög og smærri hópar áttað sig á stöðu sinni í um- heiminum ef hið sameiginlega minni er ekki lengur virkt eða jafnvel dautt eins og haldið hefur verið fram. Fyrirlesturinn verður haldinn í dag, 16. febrúar, kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð. SÖNGLEIKURINN Óliver eftir Lionel Bart, sem frum- sýndur var um jólin hjá Leik- félagi Akureyrar, hefur not- ið gríðarlegra vinsælda og hefur verið troðfullt á allar sýningar fram til þessa. Verkið hefur verið sýnt 24 sinnum og því hafa um 5.000 manns séð sýninguna. Til að mæta eftirspurn eftir miðum hefur verið bætt við fjölda aukasýninga og hefur selst upp á þær allar. Til stóð að sýningum lyki nú í lok febr- úar til að rýma fyrir næstu frumsýningu en vegna gríðarlegs áhuga á Óliver hefur verið ákveðið að seinka næstu frumsýningu og bæta við nokkrum aukasýn- ingum á Óliver í mars. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri LA, sagði að aukasýningarnar yrðu fyrstu tvær helgarnar í mars og svo fyrir páska. „Meiru getum við ekki bætt við vegna anna þeirra listamanna og ann- arra sem að sýningunni koma. Þetta verða því síð- ustu sýningarnar, þótt ef- laust hefði verið hægt að halda áfram. Þetta hefur gengið alveg frábærlega og langt umfram væntingar. Fólk hefur komið alls staðar af landinu og það stefnir því að þetta verði með mest sóttu sýningum leikhússins fyrr og síðar þegar upp verður staðið,“ sagði Magnús Geir. Næsta frumsýning hjá LA er Pakkið á móti eftir Henry Adams. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson. Frumsýning er áætluð í byrjun apríl. Síðar í vor mun LA taka á móti tveimur gestasýningum, önn- ur er frá Þjóðleikhúsinu en hin frá Hollandi. Gríðarlegur áhugi á söngleiknum Óliver hjá LA Sýningartími framlengdur Söngleikur Ólafur Egill Egilsson er í hlutverki Fagins og Gunnar Örn Stephensen leikur Óliver Twist í samnefndu leikriti Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.