Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 25 UMRÆÐAN NÝJAR áherslur varðandi geð- heilbrigðismál voru kynntar á ráð- herraráðstefnu sem haldin var í Helsinki í janúar 2005. Þar kom m.a. fram að hverfa þurfi frá stofnanaþjónustu yfir í samfélagsþjónustu, efla þurfi notendur og aðstandendur til áhrifa á stefnumótun og þjón- ustu. Þetta þýðir kú- vendingu í starfi með geðsjúkum og breyt- ingar á valdahlutföllum og áhrifum í mála- flokknum. Hugmyndafræði sjálfseflingar er leið til að auka áhrif notenda og aðstandenda. Ef sú leið verður valin munu valdahlutföll breytast og það gerist ekki án átaka. „Empowerment“ – sjálfsefling – er jafnrétti í víðasta skilningi. Ein- staklingurinn upplifir að hann hafi áhrif og sé þátttakandi í samfélaginu. Með þátttöku í raunverulegum verk- efnum lærir hann að horfa gagn- rýnum augum á þjónustu. Það hefur áhrif á tilfinningar, hugsanir og at- ferli. Fyrsta skref sjálfseflingar er að bjóða fólki að taka þátt og alltaf er val um leiðir og hugmyndafræði. Markmiðið með þátttökunni er að læra að nýta styrkleika til að komast yfir eigin hindranir eða þær sem í vegi standa í umhverfinu. Þátttakan miðar að því að auka sjálfstraust og sjálfvirðingu. Einstaklingurinn hefur rétt á að ákveða í hverju hann tekur þátt, hve lengi og með hverjum, án þess að eiga á hættu að verða útilok- aður frá aðstoð. Þetta fyrsta skref sjálfseflingar getur jöfnum höndum farið fram með hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum, innan sem utan stofnana, eða í starfi með sjálfs- hjálparhópum. Finna verður leið til þess að jafnan verði í boði raunveru- legt val svo leita megi annað ef þjón- usta stendur ekki undir væntingum. Núverandi aðstæður hvetja þá sem veita þjónustuna aðeins til að gera þeim til hæfis sem deila úr ríkiskass- anum en ekki þeim sem nota hana. Næsta skref sjálfseflingar fyrir þá sem hafa áhuga er að taka þátt í starfi sem hefur áhrif á málaflokk- inn, t.d. aðstoða fólk sem styttra er komið í bataferlinu, uppfræða al- menning um geð- sjúkdóma, þrýsta á hið opinbera með úrbætur í ákveðnum málum eða gera tillögur um laga- breytingar. Þegar not- endur eða aðstand- endur eru orðnir öruggir í hópastarfi og vita á hverju ákvarð- anatökur byggjast geta þeir tekið næsta skerf sem er þátttaka í stefnumótun eða þróun þjónustu í samvinnu við stjórnmálamenn, full- trúa faghópa, notenda- samtök, fulltrúa úr atvinnulífinu, skólunum og við hinn almenna borg- ara. Markmið hefðbundinnar geðheil- brigðisþjónustu er ekki að auka áhrif, deila ábyrgð né völdum með geðsjúkum eða aðstandendum þeirra. Sérfræðingar í geð- sjúkdómaflokkunarkerfinu hafa völdin, ákveða hvar þörfin sé, styrk- leikann og hvaða úrlausnir skuli velja. Geðsjúkdómaflokkunarkerfið á fyllilega rétt á sér í bráðaveik- indum og við áföll og slys. Ástæða þess að hverfa þarf frá stofnanaþjón- ustu er að hún hefur ómeðvitað gert fólk háð kerfinu þar sem það er hindrað í að taka þátt í raunveruleg- um verkum sem skipta það máli. Flest atriði sem lúta að stofnana- menningunni virðast í sjálfu sér rétt og saklaus, en á heildina hindra þau fólk í að eflast. Útgangspunkturinn er góður, starfsfólk vill gera gott og hjálpa. Árangursmælingar hefðbundinna aðferða og sjálfeflingar eru gjör- ólíkar. Hin hefðbundna mælir t.d. hve margir fá ákveðna greiningu, sjúkdómseinkenni og fjölda með- ferða. Árangursmælingar sjálfsefl- ingar eru viðhorf og upplifun skjól- stæðinga. Skoðaðir eru þættir eins og sjálfsákvörðunarréttur, val, hvað virki, áhrif, jafnrétti og þátttaka í samfélaginu. Það er engin tölfræði til sem mælir t.d. færni fagfólks til að efla fólk í samákvörðunartöku eða á hvern hátt hópur hefur haft áhrif á kerfið. Heilbrigðisráðherrar Evrópu skrifuðu undir vegvísa þar sem fram kemur að lykilþættir geðræktar þurfi að speglast í stefnumótun heil- brigðisáætlana og í mennta- og at- vinnumálum. Grunnur geðræktar er sjálfsefling (empowerment) þar sem sjálfstraust og sjálfsvirðing eru und- anfari breytinga. Ef hugmynda- fræðin að baki ákvarðanatöku í geð- heilbrigðismálum er ekki skoðuð þá er hætta á að sú hugmyndafræði sem ríkt hefur inni á stofnunum verði flutt hrá út í samfélagsþjónustuna. Fjölgað yrði sambýlum sem kæmu í stað vistunar á sjúkrastofnunum; minni einingar en með sömu menn- ingu og er inni á stofnununum. Í stað þess að fá þjónustu inni á sjúkrahúsi fær viðkomandi hana heima eða í gegnum heilsugæsluna og þá með óbreyttum aðferðum. Kæru ráðamenn, það væri óskandi að lausnin fælist eingöngu í meiri fjárútlátum, aukinni fjölbreytni og samfélagsnálgun. Svo er ekki og því verður, ef betri árangur á að nást í þessum málaflokki, að skoða hug- myndafræðina að baki þjónustunni. Það verður tæpast hjá því komist að setja ný lög og reglugerðir sem efla áhrif geðsjúkra og aðstandenda þeirra og flétta aðferðir sjálfsefl- ingar í þjónustuna. Breyttar áherslur í geðheilbrigðisþjónustu Elín Ebba Ásmundsdóttir fjallar um vandamál geðfatlaðra ’Það verður tæpast hjáþví komist að setja ný lög og reglugerðir sem efla áhrif geðsjúkra og aðstandenda þeirra og flétta aðferðir sjálfsefl- ingar í þjónustuna.‘ Elín Ebba Ásmundsdóttir Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geð- sviðs LHS og lektor við HA. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG LAS nýlega leiðara (skoðun) Fréttablaðsins frá 4. febrúar. Þar er fjallað um grein Kára Stefánssonar frá því um síðustu helgi þar sem hann skrifar nokkurs- konar palladóm um grein Hall- gríms Helgasonar frá því um áramót- in. Leiðarahöf- undur Fb er ekki sáttur við þau sjónarmið sem koma fram hjá Kára í grein hans og segir meðal annars í pistli sín- um: „Með því að segja að þörf sé á lög- um um fjölmiðla svo þeir geti ekki þjónað þröngum hagsmunum fárra lætur Kári liggja að því að íslensk blaðamannastétt meti meira hags- muni þeirra sem eiga fjölmiðlana en eigin principp.“ Þetta er gróf móðgun sem ekki er hægt að sitja undir. Leið- arahöfundur Fréttablaðsins mótmælir því sem sagt harðlega að blaðamenn vinni eftir öðrum sjónarmiðum en eig- in blaðamannasjálfstæði. Gott og vel. Ekki ætla ég að halda öðru fram en þetta sé rétt hjá leiðarahöfundinum að óreyndu. Hvað er þá verið að fara? Ég hef um rúmlega eins árs skeið reynt að vekja athygli á ýmsum atriðum varðandi kjör og starfsskilyrði blað- bera Fréttablaðsins, meðal annars með greinum í Morgunblaðinu. Miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið við þessum greinum þá virðist margir fleiri vera á svipaðri skoðun og ég að víða sé pottur brotinn í samskiptum Fréttablaðsins og blaðbera blaðsins. Símhringingar, samtöl á förnum vegi, tölvupóstar og kveðjur á jólakortum frá bæði kunnugu og mér alókunnugu fólki hafa styrkt mig í þeirri skoðun að hér sé um að ræða mál sem full ástæða sé til að halda gangandi. En ein er þó sú stétt sem virðist ekki hafa tekið eft- ir þessari umræðu. Það eru blaða- menn. Einn fréttamaður sjónvarpsins fjallaði þó um stöðu blaðbera Frétta- blaðsins í nóvember 2003 og kann ég honum þakkir fyrir. Ég veit hinsvegar að það voru honum ekki allir jafn þakklátir. Síðan þá hefur enginn blaðamaður séð ástæðu til að fjalla um að blaðberar Fréttablaðsins og DV vinna án formlegs kjarasamnings, vinnuveitandinn ákveður kaup og kjör þeirra einhliða, fjölskyldur blaðbera verða í einhverjum tilvikum að vinna hluta af vinnu þeirra kauplaust til að þeir séu ekki reknir úr starfi, blaðber- ar voru til skamms tíma ráðnir til starfa langt undir þeim aldursmörkum sem landslög leyfa, vinnuálag ákveður vinnuveitandi einhliða og öryggis- málum hefur ekki verið veitt nauðsyn- leg athygli. Nú síðast er búið að breyta verklýsingu blaðbera á þann veg að þeir heita nú póstberar og skulu til við- bótar dagblöðum og miklu magni aug- lýsingabæklinga bera út bréfapóst til einstaklinga á ákveðin heimilisföng. Þeim er þannig til viðbótar við blaða- útburðinn ætlað að lesa heimilisföng á bréfum saman við oft illa merkt heim- ilisföng húsa í niðamyrkri. Ég hef þá trú þar til annað kemur í ljós að ef þessi lýsing á aðstæðum einnar starfs- stéttar væri um vinnuumhverfi Kín- verja við Kárahnjúka væri máli þeirra oftsinnis slegið upp sem forsíðufrétt í Fréttablaðinu. Nú geri ég ráð fyrir þangað til annað kemur í ljós að blaða- menn hafi í mörg horn að líta og því hafi ekki gefist tími til að sinna málum blaðbera, sem þeir eiga þó ekki síður að þakka lifibrauð sitt en öðrum. Blað- berar vinna reyndar vinnu sína það snemma á morgnana að annað fólk er yfirleitt ekki komið á fætur svo það er skiljanlegt að þeir gleymist í dagsins önn. Ég dreg þetta hins vegar fram hér sem dæmi um gott verkefni til ábendingar fyrir leiðarahöfund Fréttablaðsins að vinna að í þeim til- gangi að sanna fyrir Kára Stefánssyni að blaðamenn láti einungis blaða- mannasjálfstæði sitt ráða för í vali við- fangsefna. Ég tek undir það með leið- arahöfundinum að það er gróf móðgun að halda ákveðnum hlutum fram ef hægt er að færa sönnur á hið gagn- stæða. GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON, Rauðagerði 36, 108 Reykjavík Til varnar blaðamönnum Frá Gunnlaugi Júlíussyni: Gunnlaugur Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.