Morgunblaðið - 16.02.2005, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Vioxx var kynnt sem kraftaverkalyfþegar það kom á markaðinn,“sagði Stefán Már Gunnlaugsson,varaformaður unglingahreyfingar
Gigtarfélags Íslands, á ráðstefnu SÍBS í
Norræna húsinu í gær. Hann er sjálfur
gigtarsjúklingur og sagðist einn af þeim fjöl-
mörgu sem hefði notað Vioxx áður en það var
tekið af markaði í haust er alvarlegar auka-
verkanir uppgötvuðust.
„Að mínu mati er umræðan um lyfið próf-
steinn á lyfjakerfið sem við búum við í dag.
Það er í rauninni alveg ótrúlegt hvernig lyfið
komst inn á markaðinn. Maður hlýtur að
spyrja, hvað fór eiginlega úrskeiðis?“
Var það lyfjafyrirtækið sem eyðir meira í
markaðssetningu en í lyfjaþróun sem brást,
spyr Stefán, eða voru það lyfjaeftirlitsstofn-
anir, læknar eða sá sem flutti lyfið hér inn,
„eða var það eftir allt saman ég sjálfur, sem
hefði átt að vera aðeins skynsamari?“
Stefán segir að það muni taka tíma fyrir þá
sem að málinu koma að öðlast aftur traust
sjúklinganna. „Verð ég að leita mér frekari
upplýsinga en læknirinn getur veitt mér?
Hvar get ég fengið þær upplýsingar og hver
ber ábyrgð á að afla þeirra?
Ég held að það sé ærið starf framundan
hjá öllum þeim sem að málinu koma að vinna
aftur traust okkar því þetta hefur skapað
töluvert öryggisleysi hjá okkur.“
draga
„Hvað
spyr S
fyrirtæ
þessir
ættu a
að lyfi
skilyrð
Han
sig við
eigi að
„Þau
okkur,
Stef
mismu
þeirra
Það k
þess a
hann.
Hann segir að ekki megi líta á vandamálin
sem komu upp vegna Vioxx og annarra Cox-
lyfja sem afmörkuð vandamál. „Að mínu mati
þarf að gera allsherjar úttekt á lyfjaeftirlit-
inu, frá því lyfin eru framleidd og þar til þau
eru samþykkt.“
Hver stjórnar lyfjavali?
Yfirskrift erindis Stefáns var hver ræður
notkun lyfja? Sagði hann að þegar hann hefði
fyrst farið að taka lyf við sjúkdómi sínum
hefði hann í raun talið að ekki væri neitt val,
aðeins eitt lyf kæmi til greina. Hann komst
síðar að því að svo er ekki. Í dag ákveður
hann sjálfur, í samráði við lækni, hvaða lyf
hann tekur. En segir að það séu fleiri sem
komi að þessari ákvörðun. Nefnir hann sem
dæmi stofnanir á borð við Lyfjastofnun og
Tryggingastofnun. Þá segir hann umræðuna
í samfélaginu og þá aðallega í fjölmiðlum líka
skipta máli. Þar hafi t.d. verið rætt um að
Stefán Már Gunnlaugsson notaði gigtar
Ótrúlegt að ly
hafi komist á ma
Umræðan um Vioxx er prófsteinn á lyfjakerfið, sagði S
maður unglingahreyfingar Gigtarfélags Íslands, á ráðs
Umræðan um lyf hefur verið á
þann veg að draga þurfi úr
neyslu þeirra og lækka kostn-
að. Á ráðstefnu SÍBS í Nor-
ræna húsinu í gær var líka
fjallað um hina hliðina. Hvern-
ig þau lækna sjúkdóma, draga
úr framgangi þeirra og þján-
ingu.
sunna@
„Í mínum huga var 20. öldin öld framfara í lyfj-
um, sérstaklega síðustu þrír áratugirnir, en 21.
öldin verður öld framfara í annarri meðferð.“
Þetta sagði Sigursteinn Másson, formaður Geð-
hjálpar, á ráðstefnu SÍBS í gær.
Sigursteinn rakti niðurstöður ráðherrafundar
Evrópuráðherra í Helsinki í Finnlandi 12.–15.
janúar sl. þar sem m.a. var lögð áhersla á gildi
geðræktar. Hún ætti að vera forgangsmál.
Einnig var mikil áhersla lögð á það sem kallað
er notendavæðing. „Að notendur eigi að koma
mikið meira að því að veita þjónustuna beint. Sú
reynsla og þekking sem notendur búa yfir og að-
standendur þeirra skiptir gríðarlega miklu máli
til að ná tökum á þeirri plágu sem geðsjúkdómar
á Vesturlöndum á 21. öldinni stefna í að verða.“
Sagði Sigursteinn að fram hefði komið á fund-
inum að hvert einasta lagafrumvarp, hver ein-
asta opinbera reglugerð sem tekin væri fyrir hjá
stjórnvöldum, ætti að fara í geðheilbrigðismat,
rétt eins og umhverfismat enda snertu öll lög og
reglur geðheilbrigði á einhvern hátt.
Sigursteinn sagði að enn sem komið væri
væri mikill skortur á öðrum úrræðum fyrir geð-
sjúka hér á landi en sjúkrahúsinnlögnum. Þjón-
ustan væri lyfja- og læknismiðuð. „Sjúklingar
hafa lítið sem ekkert val.“
Sagði hann að læknar væru ekki endilega allt-
af þeir aðilar sem ættu að koma fyrstir að með-
ferð geðsjúkra. Aðrir fagaðilar væru einnig í
stakk búnir til þess. Þrátt fyrir að hér á landi
væru flestir geðlæknar miðað við höfðatölu,
væri bið eftir tíma hjá góðum geðlækni löng, allt
að þrír mánuðir. Kostnaður samfélagsins vegna
geðlyfja hefði tvöfaldast frá árinu 1998. Þar
kæmu m.a. til ný og betri lyf með minni auka-
verkunum.
„Ég vil ekki gera lítið úr því að lyf eru í mörg-
um geðsjúkum lífsnauðsyn,“ sagði Sigursteinn.
„Við erum mjög þakklát fyrir nýjar uppgötvanir
í lyfjum á síðustu áratugum. En við megum
samt ekki lenda í þeirri stöðu að lyfin og hin
læknismiðaða meðferð verði okkur fjötur um fót
í framtíðinni. Það er alltof oft sem lyf eru fyrsta
úrræði og ekki greiður aðgangur að öðru fag-
fólki.“
Geðsjúkrahúsum verði lokað
Sigursteinn sagði að svokölluð afstofnana-
væðing, hefði verið rædd á fundinum í Helsinki.
Benti hann á að á Íslandi væru tvö stór geð-
sjúkrahús, „sem gætu alveg eins verið hundrað
ára, tvö hundruð ára eða þrjúhundruð ára göm-
ul. Þetta er fyrirkomulag sem er gamalt og ekki
gott.“
Sigursteinn segir að t.d. á Ítalíu sé búið að
færa þjónustuna af stofnunum og inn á heimili
þar sem sjúklingum er sinnt markvissara.
Sigursteinn sagði að einnig væri hér tilhneig-
ing til færibandaafgreiðslu á sjúklingum, eins og
hann orðaði það. Sjúklingar fengju stundum að-
eins fimm mínútur með geðlækni, rétt á meðan
hann skrifaði upp á lyfseðil.
„Kerfið í dag er staðnað og skilar alltof litlum
árangri,“ sagði Sigursteinn. Ofuráhersla væri
lögð á lyf á kostnað óhefðbundnari meðferðar-
úrræða og annarra fagaðila en lækna. „Geð-
deildirnar eru stórar og fráhrindandi, fólki líður
ekki vel þar. Hvorki starfsfólki né sjúklingum.
Sjúklingar eru sjaldnast virkir þátttakendur í
eigin meðferð, þeir eru yfirleitt hlýðnir þiggj-
endur.“
Hann sagði að ný sjónarmið um meðferðir
ættu ekki greiða leið inn í heilbrigðiskerfið og
því þyrfti að breyta. Sagði hann að þörf væri á
faglegri vinnubrögðum við ávísun lyfja, þjón-
ustuna þyrfti að færa í smærri einingar, „núver-
andi geðdeildum, að undanskilinni bráðamót-
töku sem reyndar þarf að laga líka, þarf að
loka.“
Staðnað kerfi sem
skilar litlum árangri
NÝ L
mun
nokk
taka
gátu
ur en
is ko
in oft
vikum
ars s
nýstá
dómu
krab
„Þ
mjög
sem
segir
ingu
un, e
Líf m
að þa
kurl
skrá
komi
áður
sé síð
Í ja
leyfa
uppl
ekki
mark
t.d. e
það e
eða m
lyf h
mark
fjölg
unda
lyf k
N
á
en
MATARMENNING Í SÓKN
Sú var tíðin að Íslendingar borðuðu tilað verða saddir – og þökkuðu bara
fyrir að nóg væri til – og drukku áfenga
drykki aðallega til að finna á sér. Þetta
hefur gjörbreytzt á síðustu áratugum
með aukinni velmegun þjóðarinnar, vax-
andi alþjóðlegum menningaráhrifum og
bættum samgöngum. Stór hluti þjóðar-
innar hefur nú mat, vín og eldamennsku
að sérstöku áhugamáli, framboð á hrá-
efni í verzlunum er gjörbreytt og góðum
veitingahúsum hefur snarfjölgað.
Þessari breytingu er lýst ágætlega í
blaðauka Morgunblaðsins, Matur og
menning, sem kom út sl. sunnudag. Þar
kallar Eiríkur Ingi Friðgeirsson, hótel-
stjóri Hótels Holts, breytinguna raunar
byltingu og má e.t.v. til sanns vegar
færa. Blaðaukinn var gefinn út í tilefni af
mikilli matarhátíð, sem hefst í Reykjavík
í dag og gengur undir enska heitinu
Food and fun, enda er hátíðinni ekki sízt
ætlað að kynna íslenzkan mat og mat-
argerð erlendis. Slíkt hefði einhvern
tímann þótt saga til næsta bæjar; áður
fyrr komu ferðamenn ekki til Íslands
matarins vegna. Nú koma hins vegar 70–
80 erlendir blaðamenn frá ýmsum virt-
ustu matartímaritum og stórblöðum
heims til að kynna sér íslenzka matar-
menningu.
Íslenzk matargerð er þannig vaxandi
þáttur í ferðaþjónustunni og á sinn þátt í
að breyta ímynd Íslands á alþjóðlegum
vettvangi. Íslenzkir kokkar hafa náð
góðum árangri í keppni við ýmsa
fremstu matreiðslumenn heims á undan-
förnum árum.
Aðeins af umfjöllun Morgunblaðsins á
sunnudag um þau veitingahús, sem taka
þátt í hátíðinni og fá til sín erlenda
gestakokka, má sjá að þróttmikil mat-
armenning er líka undirstaða talsvert
myndarlegs atvinnurekstrar. Með því að
kynna íslenzkt hráefni fyrir erlendum
matreiðslu- og mataráhugamönnum eru
aukinheldur sköpuð ný tækifæri fyrir
hinar hefðbundnu útflutningsgreinar Ís-
lendinga, sjávarútveg og landbúnað.
Ekki má gleyma því að vaxandi veit-
ingahúsamenning hefur haft jákvæð
áhrif á vínmenningu og drykkjusiði Ís-
lendinga. „Hérna í gamla daga voru
menn kannski að eyða klukkutíma á
barnum fyrir matinn, svo var farið inn í
sal og borðað með þvílíkum hraða og svo
aftur á barinn og enginn vissi hvað hann
var að drekka eða borða daginn eftir,“
segir Eiríkur Ingi á Holtinu. „Þá voru
menn bara í sterkum drykkjum, en nú er
farið að drekka viðeigandi drykki fyrir
matinn og njóta þess þá að borða góðan
mat.“
Uppgangur matarmenningar undir al-
þjóðlegum áhrifum getur líka stuðlað að
því að þjóðlegar hefðir gangi í endurnýj-
un lífdaga. Ummæli Hákons Örvarsson-
ar, eins fremsta matreiðslumanns Ís-
lendinga, í blaðauka Morgunblaðsins,
eru athyglisverð. Hann segist telja að sú
gerjun, sem eigi sér stað í norrænni og
þar með talinni íslenzkri matargerð
muni finna sér staðbundnari farveg. Ís-
lenzk matargerð muni þá geta markað
sér meiri sérstöðu. „Það er mjög eðlilegt
að erlendu áhrifin séu mikil núna, en
þegar tíminn líður þá þurfum við að fara
flétta saman bestu norrænu matreiðslu-
aðferðunum og matarhefðinni í okkar
menningu enn frekar. Það þarf að breiða
út þekkingu á menningarumhverfi mat-
arins, innan lands og utan,“ segir Hákon.
Þessi þróun er að vissu marki hafin. Á
einu framsæknasta veitingahúsi Akur-
eyrar var t.d. um síðustu helgi boðið upp
á sviðasultuþynnur, fjallagrös, eyfirzkan
línuþorsk, rifsber af Brekkunni, norð-
lenzka osta og skyrfrauð svo dæmi séu
nefnd – rammíslenzkan mat með alþjóð-
legu yfirbragði.
AÐ FINNA SÍNA EIGIN LEIÐ
Svo virðist sem bandalag sjía-músl-íma hafi náð 140 þingsætum íkosningunum í Írak af 275 sætum
alls og muni þar með hafa mjög nauman
meirihluta á þinginu, sem ætlað er að
semja nýja stjórnarskrá fyrir landið og
samþykkja á næstu 10 mánuðum. Kúrdar
fengu 26% atkvæða í kosningunum og
munu því hafa mikið að segja um gang
mála vegna þess að til að stjórna landinu
mun þurfa 2⁄3 hluta meirihluta. Listi
Iyads Allawis, núverandi forsætisráð-
herra, fékk aðeins 14% atkvæða og aðrir
12%.
Súnní-múslímar, sem um áratuga
skeið hafa stjórnað Írak og hafa verið at-
kvæðamestir í andspyrnunni gegn her-
námsliðinu í landinu, sniðgengu kosning-
arnar og hafa margir áhyggjur af því að
það muni hafa alvarlegar afleiðingar
verði þeir utanveltu í þeirri þeirri vinnu,
sem nú fer í hönd.
Bandaríkjamenn hefðu ugglaust viljað
að vegur kosningabandalags sjía-músl-
íma yrði minni. Úrslitin sýna þó að það
mun ekki verða einrátt um framhaldið. Í
gær sagði í fréttum að Ibrahim Jafaari,
leiðtogi flokksins Daawa, annars tveggja
stærstu trúarflokkanna í kosninga-
bandalaginu, yrði forsætisráðherraefni
þess. Jafaari boðaði sáttfýsi í viðtali við
fréttastofuna AFP fyrir kosningarnar:
„Ef við vinnum munum við stjórna sem
Írakar, ekki bara sem sjítar. Við munum
tryggja þátttöku annarra hópa.“
8,5 milljónir Íraka tóku þátt í kosning-
unum 30. janúar þrátt fyrir hótanir
hryðjuverkamanna og sýndu þar mikið
hugrekki. Það hefði kannski ekki átt að
koma neinum á óvart að Írakar vilji
frelsi. Margir höfðu lýst yfir því að fresta
ætti kosningunum, en bráðabirgðastjórn
landsins og Bandaríkjamenn ákváðu að
láta slag standa. Framkvæmd kosning-
anna er sigur fyrir stjórn George W.
Bush, þótt hún sé sennilega ekki ánægð
með úrslitin. Helstu bandamenn þeirra
fengu ekki það fylgi, sem vonast hafði
verið til í Washington. Það er hins vegar
gangur lýðræðisins að úrslit kosninga
fást ekki eftir pöntun. Í stefnuræðu sinni
20. janúar sagði Bush: „Bandaríkin munu
ekki þröngva sínum stjórnarháttum upp
á þá, sem ekki vilja. Okkar markmið er
þess í stað að hjálpa öðrum að finna sína
eigin rödd, öðlast sitt eigið frelsi og finna
sína eigin leið.“ Kosningabandalag sjía-
múslíma setti fram ýmis markmið, sem
ekki eru í samræmi við stefnu Banda-
ríkjamanna í kosningabaráttunni.
Bandaríkjamenn njóta lítils trúverðug-
leika í Írak um þessar mundir og skyldi
engan undra. Ef þeir ætla að öðlast trú-
verðugleika og traust verða þeir að sýna
að þeim hafi verið alvara með að koma á
frelsi og lýðræði í Írak. Kosningar eru
aðeins eitt skref í þá átt og skipta litlu ef
þær breyta engu þegar upp er staðið. Nú
horfa Írakar og umheimurinn til þess
hvernig Írökum verður hjálpað „að finna
sína eigin rödd, öðlast sitt eigið frelsi og
finna sína eigin leið“.