Morgunblaðið - 16.02.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 16.02.2005, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Mig langar að minnast móður minnar með nokkrum orðum. Mér andlátsfregn að eyrum berst og út í stari bláinn og hugsa um það, sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst hún móðir mín er dáin! Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn hann traust mitt var í hvíld og önn í sæld, í sorg og þrautum. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, og tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir! Ei þar sem standa leiðin lág, ég leita mun þíns anda, er lít ég fjöllin fagurblá mér finnst þeim ofar þig ég sjá í bjarma skýjalanda! (Steinn Sig.) Þökk fyrir allt, Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þinn sonur Guðni. Það var um hádegisbil laugardag- inn 29. janúar sl. sem síminn hringdi og tilkynnt var að þú hefðir verið send með bíl suður til Reykjavíkur á gjörgæsludeild Landspítalans. Það var ekki í fyrsta skiptið sem eitthvað bjátaði á hjá þér en í þetta skiptið var eins og það væri raunverulegra. Það skutust að mér ótal minningar og mér varð hugsað til þess þegar ég kom inn á heimili ykkar afa eftir að dóttir þín og tengdasonur, foreldrar mínir, lét- ust í flugslysi árið 1973. Það var án efa ekki auðvelt að taka á móti tveim- ur ungum börnum þegar uppeldis- starfinu var að mestu lokið. Þú ákvaðst þó að takast á við enn eitt verkefnið og eins og þú sagðir alltaf við mig: „Mamma þín bað mig um að passa ykkur Davíð bróðir þinn og það ætla ég að gera.“ Þú stóðst við þín orð og hjá þér áttum við heimili. Kallið var komið, þú vaknaðir ekki eftir að hafa misst meðvitund á leið- GYÐA GUÐNADÓTTIR ✝ Gyða Guðnadótt-ir fæddist í Reykjavík 9. nóvem- ber 1926. Hún lést 4. febrúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Langholtskirkju 14. febrúar. Í formála minning- argreina um Gyðu á blaðsíðu 23 í Morg- unblaðinu á mánu- dag, 14. febrúar, féll niður vegna mistaka í vinnslu lokakaflinn með nöfnum tveggja barna hennar. Þau eru: 6) Guðni, f. 30.1. 1961; og 7) Rósa Þórey, f. 9.7. 1964. Sonur hennar er Jökull Logi Arnarson, f. 23.6. 1992. Rósa og Jökull hafa bú- ið með Gyðu undanfarin ár. Barnabörnin eru orðin 18 og barnabarnabörnin fjögur. Húsmæðraskólamenntunin nýttist Gyðu vel í rekstri stórs heimilis. Þau Elías og Gyða bjuggu í nokkur ár á Rauðalæk í Holtum og síðar á Hellu á Rang- árvöllum. Síðustu árin bjuggu þau á Stokkseyri. inni á spítalann. Næstu daga horfðum við á þig og þitt ótrúlega sterka hjarta neita að gefast upp. Þegar friðurinn kom loksins gat ég ekki annað en samglaðst þér að vera komin heim til afa, þetta hafa án efa verið miklir fagnaðar- fundir því þú saknaðir hans svo óskaplega mikið eftir að við misst- um hann óvænt árið 2000. Alla tíð varstu svo ótrúlega sterk, kraft- mikil og falleg, eins og það var erfitt að horfa á þig síðustu dagana var jafnframt svo gott að geta strokið yfir ennið á þér og haldið í höndina á þér og hvíslað að þér að hætta þessari þrautseigju og láta það eftir þér að fara yfir. Þínu hlutverki hér væri lokið og þú hefðir komið níu börnum á legg með nokkuð góðu móti. Þegar ég hugsa til baka þá man ég bara hvað þú varst alltaf brosandi og glaðleg, hvort sem það var leik- araskapur eða ekki þá finnst mér gott að muna þig þannig í hjarta mínu. Mér er það dýrmætt hvað þú tal- aðir alltaf fallega til mín síðustu ár, þú sagðir mér svo oft hvað þér þætti vænt um mig, hvað ég væri dugleg og sparaðir aldrei hrósið. Það er erfitt að hugsa til þess að tengingin við stórfjölskylduna sé far- in, standa eftir ein og hugsa með sér að við Davíð bróðir séum bara tvö núna. Það er sárt að kveðja þig og erf- itt að hugsa til þess að þú sért ekki til staðar til að taka á móti okkur með kaffisopa og nýbökuðum kleinum eða pönnukökum, en ég trúi því að núna sértu komin heim, heim til afa, mömmu og pabba og Helga frænda. Elsku amma mín, takk fyrir að taka mig að þér, ég veit að þetta var ekki alltaf auðvelt og oft hefðum við viljað að öðruvísi hefði farið. Mig langar að síðustu að minnast þín með þessari fallegu Kveðjustund eftir frænda minn, Gunnar Dal: Þín nótt er með öðrum stjörnum. Um lognkyrra tjörn laufvindur fer. Kallað er á þig og komið að kveðjustundinni er. Dimman, þögnin og djúpið. Og blöðin þín mjúk sem bærast svo hljótt, lótusinn hvíti sem lokast í nótt. Orð eins og hendur sig hefja, bænir til guðs úr brjósti manns. Stíga upp í stjörnuhimin og snerta þar andlitið hans. Og nóttin fyllist af friði. Úr heimi sem ekki er okkar æðra ljós skín en auga mitt sér. Það læknandi höndum um lótusinn hvíta fer. Úr lindunum djúpu leitar ást guðs til þín yfir öll höf. Hún ferjar þig yfir fljótið og færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í brjóst. Dreymi þig rótt, lótusinn hvíti, sem opnast á ný í nótt. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Helga Guðný. ✝ Elín GuðrúnFriðriksdóttir fæddist á Möðruvöll- um í Hörgárdal 26. október 1931. Hún lést á heimili sínu á Akureyri 6. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- rún Steindórsdóttir, f. 7.9. 1910, d. 26.9. 1971, og Friðrik Júníusson, f. 6.2. 1898, d. 24.4. 1987. Systir Elínar er Hulda Rannveig, f. 28.11. 1935. Hinn 20.8. 1953 giftist Elín Sig- ursteini Kristjánssyni, f. 28.4. 1917, d. 3.1. 2001. Þau eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Reynir, f. 30.9. 1950, maki Katrín Lilja Har- aldsdóttir, f. 28.3. 1953. Þau eiga fjögur börn. Þau eru: Friðrik Hrafn, f. 26.8. 1971, maki Snæ- björg Guðmundsdóttir, f. 17.5. 1976. Sonur Friðriks er Kristján Júníus, f. 4.7. 1998, dóttir Snæ- eu Björgu, f. 27.2. 2000, og Guð- rúnu Rögnu, f. 12.1. 2004. Jóhanna, f. 9.1. 1991. 3) Steindór, f. 3.8. 1964, maki Erla Baldursdóttir, f. 14.2. 1960. Barn þeirra er Gunnar Helgi, f. 5.4. 1998. Synir Erlu eru Ómar, f. 29.10. 1976, og Kristján Baldur, f. 18.2. 1982. Elsti sonur Sigursteins er Svavar, f. 10.6. 1937, maki Reg- ína Árnadóttir, f. 14.7. 1937. Dætur þeirra eru tvær: Sigrún Hafdís, f. 8.6. 1956, maki Guðjón Steingríms- son, f. 31.1. 1954. Þau eiga tvö börn: Svavar Örn, f. 21.8. 1976, maki Elísabet Anna Christjansen, f. 11.2. 1972. Barn þeirra er Ísa- bella Eir, f. 7.8. 2003, og Gunnhildi Helgu, f. 29.3. 1982. Arna Dóra, f. 7.12. 1959, maki Valur Finnsson, f. 3.7. 1945. Barn þeirra er Regína Sóley, f. 7.3. 1987. Elín og Sigursteinn bjuggu lengi á Flúðum fyrir ofan Akureyri. Árið 1977 fluttu þau í Hjallalundinn, en síðustu árin bjó Elín í Furulundi 6c, og andaðist þar. Elín vann lengst af sem matráðskona hjá Vegagerð ríkisins, en áður hafði hún unnið hjá Sambandsverk- smiðjunum á Gleráreyrum og ýmis önnur störf. Útför Elínar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. bjargar er Selma Björt, f. 24.7. 1998. Haraldur Örn, f. 31.1. 1977, maki Stefanie Nindel, f. 3.2. 1976. Þau eiga tvo syni: Ar- on Mána, f. 9.5. 2000, og Marvin Loga, f. 21.11. 2002. Sigur- steinn Haukur, f. 14.4. 1980, maki Sigrún Inga, f. 8.7. 1983. Hug- rún Harpa, f. 11.3. 1983, maki Trausti Magnússon, f. 6.5. 1981. 2) Gunnar Frið- rik, f. 18.12. 1950, maki Björg Ragúels, f. 11.7. 1955. Þau eiga þrjú börn. Þau eru: Jóna Ragúels, f. 22.10. 1971, maki Jó- hann Valur, f. 4.9. 1968. Börn Jónu eru Arnar, f. 24.5. 1988, og Elva Hrund, f. 16.10. 1995. Barn Jónu og Jóhanns er Atli Fannar, f. 6.4. 2004. Barn Jóhanns er Helga, f. 1.10. 1994. Kristján Gísli, f. 22.5. 1974, maki Kolbrún Sjöfn, f. 13.9. 1974. Þau eiga tvær dætur, Magn- Nú er okkar hjartkæra móðir og tengdamóðir fallin frá og þá skiljast leiðir um tíma. Við viljum þakka henni alla þá ástúð sem hún sýndi okkur alla tíð en þó ekki síst börnum okkar. Amma Ella, eins og hún var alltaf kölluð á heimilinu, var alltaf tilbúin að passa bæði Jónu og Krist- ján og hafa þau hjá sér hvenær sem á þurfti að halda og engum duldist að hún var bæði stolt af þeim og þótti innilega vænt um þau. Svo líða árin og áratugir og fyrr en varir eru þau systkinin farin að gæta að ömmu Ellu og líta eftir henni á hverjum degi. Milli þeirra hefur verið ofinn sterkur strengur og það er afskaplega sárt þegar slíkir strengir slitna. En við huggum okkur við það að amma Ella fekk að sofna í rúminu sínu heima og nú er hún laus við allar þær þrautir sem þreyttum líkama hennar fylgdi. Með þessu ljóði kveðjum við þig, amma Ella, og þökkum þér fyrir allt og allt: Hvíldin er fengin, himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Nú ber ei lengur yfirskin né skugga skínandi ljómi Drottins blasir við. Líður hún nú um áður ókunn svið. Englanna bros mun þreytta sálu hugga. Hvíldin er fengin himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína allt sem þú gafst af þinni heitu sál. Lengi skal kær þín milda minning skína merlar hún geislum dauðans varpa á. Fagurt um eilífð blossar andans bál. Burt er nú kvöl og þreyta sorg og pína. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína allt sem þú gafst af þinni heitu sál. (M. Joch.) Megi allir góðir vættir og vernd- arenglar vaka yfir þinni sál. Þinn sonur og tengdadóttir, Gunnar og Björg. Elsku hjartans amma Ella er dáin. Ég hélt að ég fengi að hafa hana aðeins lengur hjá mér. Við áttum heima á móti hvor annarri ég og amma og átti ég að fylgjast með henni. Við sömdum um það að hún kveikti ljósið í eldhúsinu þegar hún væri komin á fætur og þá vissi ég að allt væri í lagi. En einn daginn kom ekk- ert ljós svo ég labbaði yfir til hennar en þá var amma mín dáin. Á hverjum degi horfi ég á dimman gluggann hennar og sakna þess sárt að sjá ekk- ert ljós og enga ömmu sitja við eld- húsborðið eitthvað að bardúsa. Það var alltaf gott að hlaupa yfir í tíu dropa af kaffi og alltaf fékk maður eitthvert góðgæti með. Amma mín var heimsins besti kokkur og terturn- ar hennar þær allra bestu. Það var ósjaldan að ég hringdi til hennar til að fá uppskrift að hinu og þessu, og ekki stóð á svörum. Ekki þótti ömmu minni slæmt að fá Jóa minn yfir til sín á kvöldin til að nudda þreyttar axlir. Lét hún þá fara vel um sig og horfði á sjónvarpið á meðan. Svo varð hann auðvitað að fá smá kaffi og spjall á eftir. Atli Fannar, sem varð tíu mánaða daginn sem amma dó, brosir alltaf þegar hann sér myndina af ömmu. Þau voru svo góðir vinir og kallaði hún hann alltaf elsku litla vininn sinn. Ég gæti setið og skrifað svo marg- ar góðar minningar um elskulega ömmu mína, um öll jóla- og páskaboð- in hennar, en ég ætla að geyma þær í hjarta mínu. Elsku amma mín, ég ætla að kveðja þig með kvæði sem Elva mín syngur svo oft og ég hugsa að hún sé að syngja til þín: Ó, amma, ó, amma, æ hlustaðu á mig, því ég er að gráta og leita að þér. Þú fórst út úr bænum þú fórst út á hlað. Þú fórst upp til Jesú í sælunnar stað. Amma, nú ertu komin á sælustað til afa Steina og þið sameinuð á ný. Ég, Jói, Arnar, Helga, Elva Hrund og Atli Fannar biðjum góðan Guð að vernda þig og blessa. Blessuð sé minning elsku ömmu minnar Elínar Friðriksdóttur. Þín sonardóttir, Jóna Ragúels Gunnarsdóttir. Elsku amma mín, það voru sárar fréttir þegar pabbi sagði mér að þú værir dáin. En við áttum oft góðar stundir í Furulundinum þegar ég var hjá þér. Við bökuðum, spiluðum og hlustuðum á tónlist. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þinn ömmustrákur, Gunnar Helgi. Þegar ástvinur kveður þá eru það sælar minningar sem vekja bæði gleði og sorg í hjörtum okkar sem eft- ir lifum. Í minningu okkar er amma ávallt að stússast í eldhúsinu. Þegar gesti bar að garði var ávallt gnægta- borð hlaðið krásum sem glöddu smáa sem stóra. Hún amma vissi sko vel hvað fær litla sælkera til að brosa. Heimili þitt var ávallt fullt af hlýju og umhyggju sem þú áttir nóg af. Vonandi getum við sýnt af okkur ámóta göfuglyndi og manngæsku á okkar ferðalagi í gegnum lífið. Þann- ig heiðrum við minningu þína og þau gildi sem þú hafðir í hávegum. Við er- um því rík sem geymum minninguna um konuna sem setti oftar en ekki hag annarra framar eigin. Nú hefur þú lokið veru þinni á meðal okkar og verður þín sárt saknað. Við kveðjum þig, elsku, elsku amma. Megi guð gæta þín. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Haraldur Örn Reynisson og fjölskylda, Friðrik Hrafn Reynisson og fjölskylda. „Hún er dáin gamla konan,“ var það sem pabbi sagði við mig þegar hann færði mér fréttirnar. Ég hafði vonast til að geta komið til að kveðja þig en ekkert okkar fékk tækifæri til þess. Það er miður því það er svo margt sem ég vildi þakka þér fyrir. En þú varst hvíldar þurfi og vona ég að þú hvílist nú vel, ég veit að afi tek- ur vel á móti þér. Þótt lengstum hafi verið langt á milli okkar á ég margar góðar minn- ingar frá samverustundum okkar. Ég man eftir þeim skiptum sem þið afi komuð að Hlíðarbergi og eftirvænt- ingunni að hitta ykkur. Það var líka ógleymanlegt að heimsækja ykkur fyrir norðan. Þær voru margar góðar stundirnar sem við áttum í Hjallalundinum þeg- ar ég bjó hjá þér. Ég kann líklega fyrst nú að meta til fulls þann tíma sem við áttum þar saman. Ég veit að okkur þótti báðum jafn vænt um þennan tíma og það gleður mig. Alltaf gerðir þú allt sem í þínu valdi stóð til að mér liði vel hjá þér. Nú síðari árin höfum við Sigrún Inga komið að heimsækja þig en þær heimsóknir voru allar of stuttar. Það er ekki hægt að minnast á heimsókn- irnar til þín án þess að tala um mót- tökurnar sem maður fékk hjá þér. Gestrisni var þér í blóð borin og alltaf var eins og von væri á höfðingjum í mat. Þú varst búin að baka kökur og aldrei borðaði maður nóg. Síðari árin kom maður óvænt til þess að þú settir ekki allt á haus í undirbúningi. Þú kvaddir okkur með tárum eftir hverja heimsókn, nú kveð ég þig með tárum, elsku amma. Ég veit að nú líð- ur þér vel og þið afi eruð saman aftur. Ég þakka þér fyrir allt það sem þú lagðir á þig til að búa okkur góða framtíð, ég get aldrei þakkað þér til fulls. Við gleymum þér aldrei og minningarnar varðveitum við. Sigursteinn og Sigrún Inga. Elsku amma, nú ertu farin frá okk- ur og mikið sem ég á eftir að sakna þín sárt. Það gerðist svo fljótt og það var svo ógurlega sárt þegar pabbi hringdi til að segja mér að þú værir dáin. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á svona stundum, allar þær minningar sem ég á um þig og mikið sem ég er heppin að hafa átt ömmu eins og þig. Ömmu sem alltaf var svo gott að koma til og núna síð- ELÍN GUÐRÚN FRIÐRIKSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.