Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 32

Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Trausti Bergssonfæddist í Reykja- vík 20. janúar 1953. Hann lést á Køben- havns Amts Sygehus í Glostrup fimmtu- daginn 20. janúar síðastliðinn. Smári Bergsson vélstjóri fæddist í Reykjavík 2. maí 1951. Hann lést á Roskilde Amts Sygehus 8. júlí 2004. Foreldrar þeirra voru Þuríður Einar- björg Erlendsdóttir verslunarkona, f. 8.2. 1914, d. 13.9. 1983, og Børge Egon Kjerrumgaard (ísl. nafn er Bergur Kristjánsson) kjötiðnaðarmaður, f. 7.12. 1914, d. 13.6. 1987. Dóttir Trausta og Ástu Fanneyjar Reyn- isdóttur, f. 1953, er Elsa Bára, f. 1972, gift Markúsi Beinteinssyni, f. 1970, börn þeirra eru Júlía Rós, f. 1995, Ásdís Fanney, f. 1999 og Mike Lynge, f. 1993. Síðustu sex ár- in var Trausti í sambúð með Mer- etha Sperling, f. 1954. Smári kvæntist Ingu Hönnu Kjartansdóttur, f. 1948 (skilin) og eiga þau Írisi Björgu, f. 1971, gift Dennis Lewis Purcell, f. 1970, dótt- ir þeirra er Gabríella Nadine Pur- cell, f. 1999. Seinna kvæntist Smári Ingibjörgu Kristinsdóttur (skilin) og varð fósturfaðir Sveinbjargar Maríu, f. 1970, gift Ólafi Erni Karlssyni, f. 1966, börn þeirra eru Gabríel Örn, f. 1998 og Andrea María, f. 2003. Dætur Smára og Ingibjargar eru Þuríður Ósk, f. 1980, í sambúð með Árna Inga Pét- urssyni, f. 1979 og Alma Lind, f. 1985. Bræðurnir Trausti og Smári ól- ust upp í Hafnarfirði og austurbæ Reykjavíkur en sem börn fóru þeir til Danmerkur á sumrin þar sem þeir áttu fjölskyldu. Eftir að hafa búið lengst af á Íslandi fluttist Smári til Danmerkur í kringum 1984 en Trausti 1990. Þeir bræður héldu alla tíð nánu sambandi. Útför Trausta og minningarat- höfn um Smára fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Ágúst Blær, f. 2003. Sonur Trausta og Guðrúnar Björnsdóttur, f. 1951, er Þór, f. 1975, kvæntur Önnu Lenu Halldórsdóttur, f. 1976, börn þeirra eru Arnar Snær, f. 1999 og Helena Guðrún, f. 2003. Dóttir Trausta og Kristbjargar Olsen, f. 1960, er Marta Rut, f. 1981. Sonur Trausta og Berit Lynge, f. 1960, er Einn dag um mitt sumar árið 2000 sat ég í garðinum hjá pabba í Gen- tofte. Hann og Meretha höfðu grillað kjöt, kartöflur og sveppi og Smári frændi gert hið ljúffengasta kryddsmjör. Þessa prýðismáltíð borðuðum við með bestu lyst og skol- uðum niður með dönsku öli á meðan pabbi tárfelldi úr hlátri yfir mér sem stökk úr sætinu í hvert skipti sem geitungur birtist. Eftir matinn sátum við síðan og spjölluðum langt fram á kvöld eins og gerðist svo oft þegar ég var í heimsókn hjá þeim í Danmörku. Vinir þeirra og nágrannar komu ósjaldan í heimsókn og sátu frameftir líka því pabbi og Smári voru alla tíð vinmargir. Þessi tiltekni sumardagur situr einhverra hluta vegna sterkar í minningunni en margir aðrir og varð þess vegna fyrir valinu hjá mér nú. Hann var yndislegur að öllu leyti, fólk í góða skapinu í sólinni og pabbi að segja sögur af öllu mögulegu sem á dagana hafði drifið hjá honum og Smára. Þessar sögur bræðranna voru oft lyginni líkastar og urðu seint þreyttar. Nú eru þær eins og fjár- sjóður fyrir okkur, börnin þeirra, sem við sækjum óspart í til að minnast feðra okkar og þeirra mjög svo sér- stöku persónuleika. Ég mun alltaf sakna þess að taka upp símtólið og heyra röddina hans pabba á hinum enda línunnar. Ég mun alltaf sakna pabba og Smára frænda og okkar stunda saman en minningarnar eru margar og góðar til að eiga um ókomna tíð. Hvílið í friði elsku bræð- ur, ykkar er sárt saknað. Marta Rut. Elsku pabbi. Það er ólýsanlegur söknuðurinn sem ég finn fyrir á hverjum degi. Það að tala og hanga með þér á sumrin, heyra þig tala og hlæja, og borða góð- an mat sem þú eldaðir og bara spjalla. En ég þakka Guði fyrir að hafa kynnst þessum yndislega karakter. Þú vildir allt fyrir okkur gera þegar við vorum í heimsókn og gerðir allt, langt fram yfir væntingar okkar. Það er svo sárt að hugsa til þess að þetta er allt búið og maður fær ekki að njóta þess að hafa pabba í Danmörku. Ég er ekki nema 19 ára og finnst ós- angjarnt að fá ekki að hafa pabba minn hjá mér en ég vona að þeir njóti þín sem fá að hafa þig og að þú hafir það sem allra best elsku pabbi. Ég bið góðan Guð að varðveita þig og passa sem gull. Þín Alma Lind. Elsku Trausti. Nú er þessi litli partur sem maður hafði af pabba í Danmörku farinn líka en ég veit að þú passar pabba eins og þú gerðir alltaf við alla, þú elskaðir að geta gert eitthvað fyrir fólk og redda hlutunum. Þú varst alltaf góður við mig og hjálpaðir okkur systrum mik- ið í sumar þegar pabbi var veikur á spítalanum, þó svo að þú værir ekkert betur stemmdur sjálfur og ég vil þakka þér fyrir allar sögurnar og skemmtilegheitin sem þú gafst mér, Trausti minn. Þær voru ófáar stund- irnar sem við hlógum og skemmtum okkur saman og ég þakka Guði fyrir þig. Þín frænka, Alma Lind. Elsku pabbi minn. Það eru sjö mánuðir síðan við vor- um í Danmörku hjá þér á spítalanum og þurftum að kveðja þig. Þó að þinn tími hafi verið kominn þá finnst mér þú hafa farið allt of fljótt, það er svo margt sem við áttum eftir að spjalla um. Ég sakna þín svo mikið og á hverjum degi óska ég þess að þegar ég komi heim úr skólanum bíði skila- boð frá þér á símsvaranum mínum. Ég vildi óska þess að ég gæti talað við þig einu sinni enn, elsku pabbi minn. Það er svo einkennilegt að þótt við vissum að þetta gæti gerst hvenær sem er og við reyndum að nýta stund- irnar sem við höfðum, þá er maður aldrei tilbúinn. Þetta var búinn að vera langur og strangur tími fyrir þig síðan þú fékkst fyrsta heilablóðfallið þitt og ég veit að hvíldin hefur verið þér góð. Mér þykir óendanlega vænt um allar þær stundir sem við áttum saman, sérstaklega seinustu fjögur ár, bæði í Danmörku og á Íslandi. Margar kvöldstundir sem við sátum og spjölluðum langt fram á nótt og hlógum og grétum saman. Mig lang- ar bara að segja þér hvað það góða sem við höfum átt saman hefur glatt mig mikið og hvað það erfiða hefur kennt mér margt um lífið. Þú hefur sýnt mér inn í heim sem, ef ekki fyrir þig, þá hefði ég aldrei skilið. Ég er ríkari að hafa átt pabba eins og þig og yndislega mömmu eins og mamma er, þið hafið kennt mér svo margt hvort á sinn hátt. Elsku pabbi minn, mér þykir svo vænt um þig og ég veit að þú ert allt- af hjá okkur systrunum. Þú átt hlýj- an stað í mínu hjarta og ég vil að þú vitir hvað þú og þitt líf hefur skipt mig miklu máli, ég elska þig og sakna þín svo sárt. Guð geymi þig pabbi minn, þín Þuríður Ósk. Elsku Trausti frændi. Núna, aðeins rúmu hálfu ári eftir að pabbi lést, ert þú líka farinn. Þetta eru óhugsandi aðstæður og mér finnst svo stutt síðan við vorum hjá þér í Danmörku að jarða pabba. Þeg- ar ég hugsa til baka þá varð mér hugsað til sumarsins 2003 þegar þið bræðurnir komuð til Íslands saman og ég sótti ykkur á flugvöllinn. Þið voruð báðir vissir um að þetta væri seinasta heimsókn ykkar til Íslands og þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Þú varst svo spenntur yfir því að vera hér og dróst pabba með þér upp og niður Laugaveginn, þið skemmtuð ykkur svo vel. Þannig varst þú alltaf, það þufti ekki mikið til að gleðja þig og láta þig hlæja. Ég vildi óska að stundirnar hefðu verið fleiri því þú fórst allt of fljótt. Elsku Trausti minn, takk fyrir góðu stundirnar og Guð veri með þér. Ég sakna þín elsku frændi. Þín frænka, Þuríður Ósk. Trausti pabbi minn kom alltaf á nýjum bíl að sækja mig þegar ég var enn minni en ég er núna. Stórum am- erískum bílum með stórum sætum og ég náði ekki upp í gluggann. Pabbi náði í púða fyrir mig til að sitja á og ég fékk að sitja frammí. Ég sá samt ekki neitt en það var allt í lagi því það var sjaldgæf og dýrmæt upp- lifun að vera með pabba. Bíltúr í bæ- inn að kaupa ís og tala við allt fólkið sem pabbi þekkti á Laugaveginum. Pabbi þekkti alla, líka Halla og Ladda. Við fórum í heimsókn til Leifs og Hönnu og stundum var farið á Karlagötuna til Þuru ömmu í pínu- litlu kjallaraíbúðina hennar að borða pönnukökur og drekka heitt súkku- laði. Þá var Smári uppáhaldsfrændi minn stundum þar líka. Okkur Smára þótti líka rosalega vænt um hvort annað af því að hann hafði fengið mig í afmælisgjöf þegar ég fæddist. Smári var stundum með Ír- isi dóttur sína og Lalla fósturson sinn hjá Þuru ömmu og bæði hann og pabbi fífluðust í okkur krökkunum og sögðu sögur af gömlum uppá- tækjum sínum. Mér fannst pabbi minn engum lík- ur, hann var a.m.k. ekki eins og pabbar voru flestir. Hjá pabba var ekkert bannað, hann átti alltaf nýjan bíl og nýja kærustu í hvert sinn sem ég hitti hann og hann átti oft ekkert símanúmer svo ég gat ekki hringt í hann. Hjá pabba mátti ég vaka til tólf og það voru alltaf margir gestir sem sátu við sófaborðið, reyktu margar sígarettur og drukku kók með skrýt- inni lykt. Sömu lykt og var oft af pabba. Á tímabili sá ég Smára miklu meira en pabba. Smári giftist nefni- lega mömmu hennar Sveinbjargar sem átti heima rétt hjá mér. Þegar ég kom heim til Sveinbjargar hitti ég Smára og mér leið alltaf vel hjá þeim því að ég fann svo vel hvað Smára þótti vænt um litlu frænku sína. Hann var líka óvenjulegur maður. Hann kunni að búa til mat og konan hans þurfti ekkert að hjálpa honum. Sveinbjörg sagði að hann kynni líka að búa til mat úr graslauk. Það var líka hjá Smára sem ég hitti danska afa – Börge afa í fyrsta sinn. Þá voru allir ofsalega glaðir og Þura amma var þar líka. Smári flutti úr hverfinu og þegar fjölskyldan hans stækkaði fluttu þau með danska afa til Danmerkur. Eftir það voru ekki fleiri fjölskylduboð með pabba. Stundum hvarf pabbi í marga mánuði og svo kom hann aftur bros- andi á amerískum bíl með nýja fal- lega kærustu. Ég gat farið út í sjoppu að kaupa sígarettur og ég gat líka vaskað upp þegar það var margt fólk í heimsókn. Pabbi átti rosalega mörg glös. Hann átti hressa og skemmtilega vini sem fannst ég vera dugleg og sæt stelpa. Ég varð unglingur og fór sjálf að geta farið til pabba þegar ég vissi hvar hann var. Hann kallaði mig ennþá Litlu Ljót og mér var farið að finnast það rosalega hallærislegt en þótti samt vænt um það. Af því að pabbi minnti mig á að hann meinti það öfugt. Hann var ennþá töffari og hafði prófað allt mögulegt. Hann orti vísur og sagði rosalega skemmtileg- ar sögur af því sem hann hafði upp- lifað. Vinum mínum fannst hann spennandi af því að hann var enginn venjulegur pabbi. Hann kom fram við mig eins og við værum vinir og tók mig með á veitingastaði þar sem engin börn eða unglingar voru. Það var spennandi að eiga svona pabba en ekki alltaf. Hann vildi vera pabbi þegar það hentaði honum og ég var ekki alltaf sátt við það. Það liðu tíma- bil þar sem við töluðum ekki saman í langan tíma og okkur fannst það báð- um ömurlegt. Síðustu árin á Íslandi voru honum erfið og hann var sjálfum sér verst- ur. Hann kvaddi mig með símtali og svo flutti hann til Smára til Dan- merkur. Hann hringdi stundum fámæltur og stundum mjög glaður að segja mér hvað hann hefði það gott. Stund- um í glasi og þá gjarnan með Smára. Hann fór að búa með Meretha og fór að hafa mikið samband. Það voru alltaf sterk bönd á milli bræðranna þó að þeir væru ekki alltaf sáttir. Þeir voru síðustu árin báðir í miklu sambandi við börnin sín og börn hvors annars. Hringdu oft í okkur og urðu ofsaglaðir þegar við heimsótt- um þá. Þeir sváfu á sófanum hjá vin- um og kunningjum til að geta lánað okkur rúmin sín ef okkur vantaði gistingu. Nú síðast í nóvember kom pabbi og Meretha til mín til Jótlands í eina viku að létta undir með heimilishald- inu þegar maðurinn minn var í burtu vegna vinnu. „Slapparðu aldrei af elskan mín’“ spurði hann mig eitt kvöldið og færði mér púrtvínsglas þegar ég sat við undirbúningsvinnu. Þeir voru báðir bræðurnir óendan- lega stoltir af börnunum sínum og við fundum það vel. Það var alveg sama hvort við gerðum eitthvað merkilegt eða ekki, það var alltaf sama stoltið í röddinni þegar þeir færðu okkur fréttir af hvort öðru. Pabbi tók því mjög nærri sér þegar Smári dó í sumar eftir erfið veikindi sem hann hafði reynt eftir bestu getu að styðja hann í gegn um. Mér fannst hluti af pabba hafa dáið þegar Smári dó og ég var sannfærð um að hann færi fljótlega til hans. Því miður reyndist það rétt því hann fékk heila- blóðfall hálfu ári síðar og dó næsta dag á 52 ára afmælisdaginn sinn. Ég vil ekki enn trúa því að hvor- ugur þeirra eigi aldrei eftir að hringja í mig aftur eða faðma mig og kyssa eins og þeir gerðu en líklega mun ég átta mig betur á því bráð- lega. Ég á ekki óteljandi ljúfar minn- ingar um mig og pabba né pappa- kassa með dýrmætum gjöfum en hann gaf mér skilyrðislausa ást, sem er mörgum reiðiköstum og vonbrigð- um yfirsterkari. Þess vegna er ég þakklát. Elsa Bára. TRAUSTI OG SMÁRI BERGSSYNIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR KRISTINSDÓTTIR, Brautarholti, Kjalarnesi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 17. febrúar kl. 13:00. Jarðsett verður í Brautarholtskirkjugarði á Kjalarnesi að lokinni stuttri minningarathöfn í Brautarholtskirkju. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóð Hjúkrunarþjón- ustunnar Karítas eða Krabbameinsfélag Íslands. Ólafur Jónsson, Kristinn Gylfi Jónsson, Helga Guðrún Johnson, Björn Jónsson, Herdís Þórðardóttir, Jón Bjarni Jónsson, Emilía Björg Jónsdóttir, Þorbjörn Valur Jóhannsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RÓSA SIGRÍÐUR LEVERIUSARDÓTTIR, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, að kvöldi föstu- dagsins 28. janúar sl. Útförin fór fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar á Sól- vangi fyrir góða umönnun. Guðbjörg S. Ólafsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Ingi Þ. Ólafsson, Helga Nína Svavarsdóttir, Ólafur F. Ólafsson, Ágústa Kjartansdóttir, Oddur R. Ólafsson, Margrét Erlingsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi, bróðir og mágur, HARALDUR GUÐMUNDSSON flugumferðarstjóri, Háholti 23, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 18. febrúar kl. 13.00. Áslaug Guðmundsdóttir, Emil Guðmundsson, Sigurbjört Gústafsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Bára Ásbjörnsdóttir, Þorgeir Haraldsson, Kolbrún Jónsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Haraldur Þorgeirsson, Haukur Haraldsson, Herdís Jóna Guðjónsdóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.