Morgunblaðið - 16.02.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.02.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 33 MINNINGAR ✝ Helga Halldórs-dóttir fæddist á Öngulsstöðum í Eyja- firði 27. október 1920. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hlíð mánu- daginn 7. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Sigurgeirsson bóndi á Öngulsstöðum í Eyja- firði, f. 13.12. 1891, d. 25.2. 1967, og Þor- gerður Siggeirsdóttir frá Krónustöðum í Eyjafirði, húsfreyja, f. 21.11. 1890, d. 11.5. 1986. Helga ólst upp á Öngulsstöð- um til 18 ára aldurs ásamt fjórum systkinum. Þau eru Þórhallur, f. 12.3. 1915, d. 14.4. 2004, Aðalbjörg, f. 21.5. 1918, Sigurgeir, f. 24.12. 1921, og Jóhanna, f. 17.10. 1923. Sonur Helgu er Halldór Valdi- mar, framkvæmdastjóri, f. 14.3. 1945. Faðir hans er Pétur Jónsson frá Fossi í Hrútafirði, iðnverkamað- ur, f. 4.6. 1913, d. 23.8. 1953. Halldór Valdimar er kvæntur Alice Emmu Zackrisson, handavinnukennara, f. í Danmörku 31.5. 1949. Börn þeirra eru: 1) Jónas, f. 4.3. 1974, verkfræði- nemi. 2) Lísa, f. 16.4. 1975, bóka- safnsfræðingur. 3) Símon Hjálmar, f. 22.4. 1980, nemi. 4) Hilma Elísa- bet, f. 11.5. 1992, nemi. Eftir að Helga flutti að heiman vann hún á saumastofu Gefjunar á Akureyri árin 1939–1943. Hún flutti til Reykjavíkur ári seinna og vann á matsölustað þar til ársins 1947. Yfir vetrartímann var hún hjá sængurkon- um, á árunum 1947– 1954, og á sumrin við bústörf á Öngulsstöð- um. Hún vann í Fata- verksmiðjunni Heklu árin 1954–1960. Á ár- unum 1960–1961 vann Helga sem ráðskona á prestssetrinu Laufási og á árunum 1961–1963 á Hótel Varðborg. Helga vann í Sjálfstæð- ishúsinu á Akureyri (Sjallanum) frá opnun þess 1963 til 1970. Til ársins 1974 vann hún sem ráðs- kona á heimilum á Akureyri. Á ár- unum 1974–1984 vann Helga sem ráðskona í veiðiheimilinu Vöku- holti við Laxá í Aðaldal á sumrin, en sem ráðskona á heimilum á vet- urna. Síðustu sjö árin á starfsferli sínum vann Helga sem yfirmaður eldhúss Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. og hætti þar sjötug að aldri. Útför Helgu var gerð frá Akur- eyrarkirkju 15. febrúar. Fallegt umhverfi, berjamór, laxveiði og góður matur eru fyrstu minningar okkar um ömmu. Mörg sumur vann hún sem ráðskona í veiðiheimilinu Vökuholti við Laxá í Aðaldal og eru þau ófá skiptin sem fjölskyldan fór og heimsótti ömmu þangað. Þar naut hún sín vel við matargerð, sem var hennar líf og yndi. Hún lagði natni við allt sem hún gerði, var vandvirk og snyrtileg og rösk til verks. Amma fæddist á Öngulsstöðum í Eyjafirði og ólst þar upp ásamt fjórum systkinum. Henni þótti vænt um sveit- ina sína og talaði mikið um æskuslóð- irnar, sérstaklega þó síðustu árin sem hún lifði. Rúmlega tvítug fluttist hún til Reykjavíkur til vinnu og lýsir það vel því sjálfstæði sem amma bjó yfir alla sína ævi. Hún átti alltaf erfitt með að þiggja aðstoð frá öðrum og vildi sem minnst vera upp á aðra komin. Mamma tók það oft mjög nærri sér í vikulegum heimsóknum sínum til hennar. Stundum kom þó fyrir að amma leyfði okkur að slá grasið eða setja upp nýja peru. Eldamennskan átti hug ömmu allt hennar líf og var fjölskyldunni oft boð- ið í mat í Norðurgötuna til hennar. Nær undantekningalaust var lamba- kjöt upp á besta mátann eldað. Ís með súkkulaðisósu „a la amma“ var alltaf í eftirrétt. Það voru einu sætindin sem við fengum hjá ömmu. Sælgæti var aldrei á boðstólum á þeim bænum. Í frítíma sínum prjónaði amma mik- ið og lagði kapla. Hún kenndi okkur þá kapla sem við kunnum og langavit- leysa var það spil sem mest var spilað. Amma prjónaði mikið af peysum og vettlingum handa okkur og vorum við ekki þau einu sem nutum góðs af þess- ari hugulsemi og gjafmildi ömmu. Hún var alltaf dugleg að prjóna handa vin- um og ættingjum, og jafnvel ókunnug- um líka. Amma var mikill kattavinur. Hún var alltaf með einn ef ekki tvo ketti hjá sér. Þeir gerðu það að verkum að hún var aldrei einmana, enda talaði hún mikið við þá, hugsaði vel um þá og dekraði. Það kom ekkert annað til greina en að þeir fengju roastbeef á jólunum og nýjan soðinn fisk og hitaða mjólk aðra daga. Í sérstöku uppáhaldi hjá okkur var Kisa, en hún fylgdi okk- ur öll okkar uppvaxtarár. Amma var sterkur persónuleiki og alltaf með ákveðnar skoðanir á mál- efnum líðandi stundar. Henni fannst gaman að ræða pólitík. Hún hélt tryggð við Framsóknarflokkinn allt sitt líf og það var ekki fyrr en við urð- um unglingar að við áttuðum okkur á því að „Steingrímur minn“ var ekki frændi okkar heldur fyrrverandi for- sætisráðherra. Hann var í miklu uppá- haldi hjá ömmu. Heilsa ömmu fór versnandi síðustu árin sem hún lifði og var það að mörgu leyti fyrir hugulsemi Lillu nágranna- konu ömmu að hún gat verið heima í Norðurgötu eins lengi og raun bar vitni. Á Kristnesi dvaldi amma síðan síðustu mánuðina sem hún lifði og leið henni vel á æskuslóðum sínum. Um leið og við kveðjum ömmu vilj- um við þakka fyrir. Barnabörnin, Jónas, Lísa, Símon Hjálmar og Hilma Elísabet. Helga Halldórsdóttir var fjölskyldu minni himnasending. Ég hafði hug á að fara aftur að kenna eftir nokkurt hlé, en börnin voru fjögur og afi Þórleifur í horninu hjá okkur, svo vandséð var hvernig það ætti að ganga án utanað- komandi hjálpar. Þá fréttum við að Helga, sem var ráðskona í Vökuholti við Laxá á sumrin, vildi gjarnan hafa eitthvað fyrir stafni yfir veturinn. Það varð úr að hún réð sig til okkar sem heimilishjálp og kom um nokkurra ára skeið, oftast tvo dagparta í viku, meðan ég var við vinnu. Og þvílík hjálp! Helga sá um að halda húsinu hreinu, hún þvoði þvotta og straujaði, gerði við það sem þurfti, bakaði og gekk að öðrum verkum sem til féllu. Og það sem ekki var síðra, hún var til taks fyrir ungar sálir sem þurftu stuðning og stundum tiltal meðan foreldrarnir voru við vinnu. Auk þess varð þeim Þórleifi og Helgu vel til vina og hún kallaði oft á hann í kaffi og spjall. Ég minnist þess ekki að hafa þurft að segja Helgu fyrir verkum, við ráðg- uðumst eitthvað þegar mikið lá við, en að öðru leyti gekk allt af sjálfu sér. Það var ekki amalegt fyrir þreyttan kenn- ara að koma heim að öllu stroknu og fínu – og oftar en ekki mætti manni kökuilmur. Mér er sérlega minnis- stæður undirbúningurinn fyrir fyrstu ferminguna á heimilinu. Þar leiddi Helga viðvaninginn styrkri hendi og hafði held ég gaman af. Börnin á heimilinu mynduðu góð tengsl við Helgu og virtu hana. Sér- staklega var kært með henni og Sigríði Þóru sem fékk m.a. að heimsækja hana í sveitina ásamt bestu vinkonu sinni. Þegar Sigríður veiktist síðar af banvænum sjúkdómi átti Helga sem vonlegt var erfitt með að sætta sig við þau örlög og að vera nálægt sorginni sem heltók heimilið. Og eftir lát Sigríð- ar 1986 slitnaði því miður bandið á milli okkar. Nú við andlát Helgu minnumst við hennar öll með hlýhug og þökkum allt sem hún gerði fyrir okkur. Syni Helgu og fjölskyldu hans sendum við samúð- arkveðjur. Svanfríður Larsen. HELGA HALLDÓRSDÓTTIR Það var eitt kvöld, að mér heyrðist hálfvegis barið. Eg hlustaði um stund og tók af kertinu skarið. Eg kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: „Hér kvaddi lífið sér dyra, og nú er það farið.“ (Jón Helgason) Þessi vísa kom í huga minn er ég heyrði að Steinvör mágkona mín hefði fengið útkall til hinstu ferðar. Ég kynntist Steinvöru ungur að árum. Hún var þá gift Guðmundi bróður mínum en hann var kennari á Seyðisfirði. Þau dvöldu þá sum- STEINVÖR JÓNSDÓTTIR ✝ Steinvör Bjarn-heiður Jónsdóttir fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá 24. jan- úar 1928. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Seyð- isfirði 28. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Seyðisfjarðarkirkju 3. febrúar. arlangt í Byggðar- holti þar sem foreldr- ar mínir bjuggu. Varð hún brátt ein af fjöl- skyldunni. Þjóð- félagsbreytingar voru litlar sl. þúsund ár. Ekkert rafmagn, ekk- ert vatn í veggjum. Það má segja að orfin og hrífan hafi verið bestu tækin gegn hungurvofunni sem jafnan glottir í hverri gætt. Steinvör tók öllu með skilningi. Það ríkti oft ánægja og bjartsýni í heyskapnum, þá sól skein í heiði og Lónsveit, sem af mörgum er talin ein af fegurstu sveitum landsins, skartaði sínu feg- ursta. Þá er fram liðu stundir reistu þau sér hús á Seyðisfirði og stofnuðu heimili sem stóð öllum opið, ekki síst lítilmagnanum. Steinvör gekk í öll verk bæði úti og inni. Hún vann nokkur sumur í síld og ekki veitti af því kennaralaunin hafa aldrei verið svo há. Á heimili þeirra ríkti ætíð gestrisni og myndarskapur. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og eru þau öll myndarleg og vel gerð. Lífið hefur bæði bjartar og dimmar hliðar. Síðastliðin tvö ár háði hún bar- áttu við illkynja sjúkdóm. Hún tókst á við hann með fádæma æðruleysi. Margir fræðimenn hafa velt fyrir sér spurningunni um þjáninguna. En það eru engin svör. Páll postuli sagði: „Dagarnir eru slæmir en við skulum þakka Guði fyrir allt í nafni Jesú Krists frá Nasaret.“ Ekki vit- um við hvernig þeim líður sem þekkja ekki mótlæti. Ólafur Kára- son Ljósvíkingur sagði: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg. Þar rík- ir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Steinvör Jónsdóttir hefur lokið jarðvist sinni. Eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Minningin um góða konu er fjársjóður sem mölur og ryð fá ekki grandað. Það er huggun harmi gegn að það er líf að loknu þessu. Þannig lýk ég þessum fátæklegu orðum. Arnór Þórðarson. Móðir okkar, amma og langamma, SIGURLÍNA DAGNÝ SIGURJÓNSDÓTTIR (Lóa), Gránufélagsgötu 41, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 18. febrúar klukkan 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimuilið Sel. Áslaug Sigurjóns, Karl Viðar, Davíð Ómar Þorsteinsson, Bergljót Sigurðardóttir, Sigríður Dagný Þrastardóttir, Birgir Þór Þrastarson og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, INGIBJÖRG HJÖRLEIFSDÓTTIR, Holtsgötu 10, Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 18. febrúar kl. 14:00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Aðalsteinn Guðmundsson, Guðmundur I. Aðalsteinsson, Rósant G. Aðalsteinsson, Guðrún Högnadóttir, Soffía Aðalsteinsdóttir, Erlendur Guðnason, Ingveldur M. Aðalsteinsdóttir, Sigurður Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Tröðum, Hraunhreppi, lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, mánudaginn 14. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Dætur hinnar látnu. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁLFHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Svanur Ingi Kristjánsson, Inga Rósa Sigursteinsdóttir, Þorvarður Elíasson, Kristján Rúnar Svansson, Edda Bachmann, Daníel Árnason, Einar Eyjólfsson, Edda Möller, ömmubörn og langömmubörn. Þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og vinarþel við fráfall og útför elskulegs fóstur- föður, tengdaföður afa og langafa, GUÐMUNDAR ÁRMANN BÖÐVARSSONAR vélstjóra, Vallargötu 14, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heil- brigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum fyrir frábæra umönnun. Sigurleif Guðfinnsdóttir, Höskuldur Rafn Kárason, Kári Höskuldsson, Guðný Bjarnadóttir, Ármann Höskuldsson, Jónas Höskuldsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.