Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
ÍSLANDSBANKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ
20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I Í L F
20 F L F I I
Óskarsverðlauna
Sýnd kl. 10.20.
Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð
Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i.16 ára.
LEONARDO DiCAPRIO
Frá
fram
leiða
nda
Tra
ining
day
Þeir þurfa að standa saman til að halda lífi!
Frábær spennutryllir!kl. 5.30, 8 og 10.30.
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 6.
H.L. Mbl. Kvikmyndir.is
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
þrjár vikur á toppnum í USA!
Baldur Popptíví
Ó.H.T Rás 2
Yfir 30.000 mannsfir .
Ó.Ö.H. DV
S.V. Mbl.
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára.
3000 km að heiman. 10 eftirlifendur
Mögnuð spennumynd um baráttu
upp á líf og dauða
Sýnd kl. 5.45 og 8.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14 ára
CLOSER
Frumsýnd
17. feb.
CLOSER
Frumsýnd
17. feb.
CLOSER
Frumsýnd
17. feb.
3000km. að heiman. 10 eftirlifendur. Aðeins eitt tækifæri!
Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða
ÆVINTÝRI Focker-fjölskyldunnar
heldur áfram því myndin Hér er
Focker-fjölskyldan (Meet The Fock-
ers) er sú vinsælasta í bíóhúsum hér
á landi aðra vikuna í röð. Á liðlega
tveimur vikum hafa nú vel yfir 20
þúsund manns séð myndina en nú um
helgina síðustu sáu hana rúmlega
5.100 manns sem nægði henni til að
halda toppsætinu.
Aron Víglundsson hjá Laugar-
ásbíói segir myndina hafa dalað
óvenju lítið í aðsókn milli vikna sem
bendi til að hún sé að spyrjast mjög
vel út.
Beint í annað sæti stekkur svo nýj-
asta teiknimyndin úr draumasmiðju
Walt Disneys, Poohs Heffalump’s
Movie, eða eins og hún hefur verið
nefnd á íslensku Bangsímon og Fríll-
inn. Er þar á ferð nýjasta ævintýrið
úr Hundraðekruskógi þar sem búa
saman Bangsímon og vinir hans. Líkt
og myndirnar um Tuma tígur og
Grísla þá fór Fríllinn vel af stað og
laðaði að rúmlega 3.200 manns en
með forsýningum sem m.a. voru á
öskudag hafa nálægt 4.500 manns,
börn og fullorðnir, séð myndina þeg-
ar hér er komið sögu.
„Það var vöntun á mynd fyrir
yngstu börnin og fjölskylduna,“ segir
Christof Wehmeier hjá Sambíóunum
nýkominn úr góðri ferð á kvik-
myndahátíðina í Berlín. „Million
Dollar Baby bætti síðan í um helgina
eins og maður var búinn að spá en
hún jókst um 20%. Myndin gengur á
góðu umtali, það verður spennandi að
vita hvernig hún kemur út í Ósk-
arnum eftir 12 daga.“
Þrjár aðrar myndir voru frum-
sýndar fyrir helgina síðustu. Vís-
indaspennutryllirinn Hreint háreysti
(White Noise) með Michael Keaton
og Deboruh Köru Unger nær þriðja
sætinu, ævintýraspennumyndin Flug
fönixfuglsins (Flight of the Phoenix)
með Dennis Quaid fer í fjórða og Að
vera Júlía (Being Julia) í sautjánda
en þess má geta að Annette Bening
er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir
frammistöðu sína í þeirri mynd.
!"
# $ % &'
(((
) *!+
,-
,(
.(
-(
/(
0(
1(
2(
3(
4(
,5(
LN "" % "" 7 . ;%# .2"'/G
Bíóaðsókn | Focker-fjölskyldan sívinsæl
Það er toppurinn
að vera tengdafólk
Það er ekkert að óttast. Frílar eru
alveg meinlausir í Hundr-
aðekruskógi.
"
# "
"
$
"
%& '
&(
DÚETTINN Plat hefur til þessa leynst í horn-
herbergjum þar sem þeir félagar, Arnar Helgi Að-
alsteinsson og Vilhjálmur
Pálsson, hafa dundað sér við að hræra saman
lögum þar sem raftónlist og rokk/popp eru helstu
hráefnin, krydduð vandlega með þekkilegum mel-
ódíum.
Árið 2003 tóku þeir félagar sig til og læddu út
tólftommunni „Bíræfni“ fyrir tilstilli hollensku út-
gáfunnar Prospect Records.
Nýútkomin er svo breiðskífan Compulsion, en nú
er útgefandinn Unschooled Records, lítið fyrirtæki
er í Bandaríkjunum. Og hjólin hjá Platmönnum eru
heldur betur tekin að snúast, framundan er yfir-
gripsmikið tónleikaferðalag um Bandaríkin ásamt
Doofgoblin og RandomNumber auk þess sem plat-
an er kominn inn á lista hjá CMJ, en sá listi tekur
yfir 2000 háskólaútvarpsstöðvar um öll Bandaríkin.
Fjölmargir miðlar hafa þá stokkið til og dæmt plöt-
una, þar á meðal allmusic.com, Wired, CMJ Igloo
Magazine, Splendid Magazine, UR Chicago og
Exclaim Magazine
Dómarnir eru allir jákvæðir og vel það meira að
segja.
Arnar, sem sér um trommur og forritun (Vil-
hjálmur leikur á gítar og bassa) tjáir blaðamanni að
yfirmaður Unschooled, Howard Hecht, hafi heyrt
tólftommuna sem var einmitt ætlað að vekja at-
hygli á sveitinni.
„Hann barðist svo fyrir því að fá okkur lausa af
hinu merkinu. Okkur leist vel á að fara á Unsc-
hooled enda sýndi Howard okkur fram á það að
hann væri maðurinn til að koma tónlistinni okkar
eitthvað áleiðis.“
Arnar segir Howard þennan fyrst og fremst vera
viðskiptamógúl en hann hafi einsett sér að þegar
hann yrði fertugur myndi hann stofna útgáfu.
Rætur þeirra Plat-félaga liggja í rokkinu, Arnar
var t.d. eitt sinn meðlimur í hinni skemmtilega
nefndu Lítið, grænt og uppblásið fyrir margt löngu.
Undanfarið hefur hann unnið nokkuð við upptöku,
kom m.a. að nýlegum plötum AmPop og Pornopop
og átti þátt í að koma plötum Bæjarins bestu og
Bumsquad út.
Arnar segist ekki hafa dreymt um að viðtökur
yrðu svona góðar og svona miklar við plötunni en
þeir félagar séu klárir í slaginn.
„Tónleikaferðalagið hefst 14. apríl og tekur um
mánuð. Ætli við endum það svo ekki með nokkrum
tónleikum í Kanada. Við höfum bara spilað einu
sinni á tónleikum til þessa þannig að þetta er nokk-
uð spennandi.“
Tónlist | Plat gefur út plötu
arnart@mbl.is
Hægt verður að kynna sér tónleikaútgáfuna af
Plat á Grand Rokk, föstudaginn 25. febrúar
www.platmusic.com
www.unschooled.com
Morgunblaðið/Þorkell
Dúettinn Plat, Arnar Helgi Aðalsteinsson og Vilhjálmur Pálsson, fellur vel í kramið þar vestra.
Og hlutirnir
gerast hratt
BANDARÍSKA kvikmyndaaka-
demían hefur lýst því yfir að Chris
Rock muni ekki verða látinn víkja
þrátt fyrir ummæli sín um verð-
launahátíðina.
Þar líkti hann verðlaununum við
tískusýningu fyrir samkynhneigða
sem enginn gagnkynhneigður svart-
ur karlmaður myndi leggjast svo lágt
að horfa á. Akademían telur að hér sé
einungis um saklaust grín að ræða og
það sé nú einmitt það sem Rock sé
ráðinn til þess að standa fyrir.
Rock var lýst sem mesta hæfi-
leikamanni nýrrar kynslóðar grínista
þegar hann var upprunalega til-
kynntur sem kynnir. Þá er nú ljóst að
Al Pacino mun afhenda verðlaun á
hátíðinni en áður var búið að tilkynna
að þær Halle Berry og Gwyneth
Paltrow myndu vera í þeim hópi.
Kvikmyndir | Ósk-
arsakademían ver
Chris Rock
Steininum
ei haggað
Reuters
Chris Rock nýtur stuðnings Franks
Piersons, forseta Óskarsakademí-
unnar, þrátt fyrir að hafa viðhaft
niðrandi ummæli um hátíðina.