Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 48

Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8.  S.V. Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið OCEAN´S TWELVE Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE Sýnd kl. 5.45 og 9. VINSÆLUSTU MYNDIRNAR Á FRÖNSKU KVIKMYNDAHÁTIÐINNI SÝNDAR ÁFRAM V.G. DV. Langa trúlofunin - Un Long dimanche. Sýnd kl. 5.30 og 10.15. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun tilnefningar til óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar- Cate Blanchett og Alan Alda. 11 LEONARDO DiCAPRIO H.L. Mbl. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 9.10. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið rækilega í gegn í USA og víðar. Varúð: Ykkur á eftir að bregða. B.i 16 ára SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. Kvikmyndir.is DV Tjáningarfrelsið á undir höggað sækja víðar en á Íslandi,þar sem tjáning á öðrum tungumálum en íslensku er í sumum tilfellum bönnuð. Í Bandaríkjunum eru hömlur á málfrelsi orðn- ar töluvert vandamál. Þar hafa svokall- aðir „hægrimenn“ gengist fyrir herferð gegn tjáningu sem þeir telja „siðferðilega óæskilega“ eða óviðunandi. Michael, sonur Colins Powells, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er formaður banda- rísku fjarskiptanefndarinnar, FCC, sem er falið að hafa eftirlit með fjöl- miðlum þar í landi. Nefnd þessi hef- ur heldur betur látið til sín taka undanfarin misseri og nú er svo komið að eigendur fjölmiðla vest- anhafs eru logandi hræddir við að fá að kenna á „reiði“ nefndar- manna.    Meðal annars hefur Powell ogfélögum tekist að hrekja grínistann Howard Stern út af út- varpsmarkaðinum, en hann hefur notið gríðarlegra vinsælda fyrir óheflaða þætti sína, þótt sumum hafi þótt nóg um dónaskap og meintan siðferðisskort hans. Stern hefur störf í gervihnattaútvarpi um næstu áramót, en lög og reglur FCC ná ekki yfir slíkan rekstur, þar sem hann er byggður á áskrift og út- sending er lokuð þeim sem ekki borga fyrir hana. Vinnuveitendur Sterns hafa þurft að greiða milljónir dollara í sektir fyrir tungutak hans í þáttunum og nú er til umræðu að fjölmiðlafólkið þurfi að greiða sektirnar sjálft. Hræðslan í geiranum er því skilj- anlega mikil og endurspeglaðist í því að margar sjónvarpsstöðvar hættu við að sýna Óskarsverðlauna- myndina Saving Private Ryan fyrir nokkrum vikum, af ótta við að of- beldið í upphafsatriðinu, um innrás- ina í Normandí, færi fyrir brjóstið á fjarskiptanefndinni. Nýjasta dæmið um ritskoð- unartilhneigingu „trúaðra hægri- manna“ í Bandaríkjunum eru of- sóknir þeirra gegn Clint Eastwood. Þeir telja margir boðskap mynd- arinnar Million Dollar Baby vera siðferðilega rangan. Útvarpsmað- urinn Rush Limbaugh sagði að myndin væri „frjálslyndur áróður“ og starfsbróðir hans Michael Med- ved lét þau ummæli falla að „hatur væri ekki of sterkt orð“ til að lýsa áliti hans á myndinni. Þá kom rabbí- inn Daniel Lapin, sem þótt hefur bandamaður trúaðra hægrimanna, fram á sjónvarpsstöðinni MSNBC og sakaði Eastwood um „menning- arglæp“ sem væri sambærilegur við það þegar Bill Clinton hefði gert orðið „munnmök“ að hversdagslegu hugtaki hjá bandarískum fjöl- skyldum.    Nú kann ýmsum að þykja þessiherferð skjóta skökku við, þar sem Eastwood gegndi á sínum tíma embætti bæjarstjóra í bænum Carmel fyrir hönd repúblikana. Við nánari skoðun kemur í ljós að svo þarf ekki að vera. Clint Eastwood er nefnilega ekki „hægrimaður“ í hinum bandaríska skilningi. Hann er yfirlýstur frjáls- hyggjumaður, sem lýsir sér í því að hann er fylgjandi frjálslyndi jafnt í siðferðilegum efnum sem efnahags- málum. Í Bandaríkjunum er málum þannig háttað (almennt talað), að repúblikanar vilja gjarnan stjórna því hvað aðrir gera í svefn- herbergjum sínum, en demókratar leitast við að stjórna því sem fólk gerir við peningana sína. Frjáls- hyggjumenn eru fylgjandi frelsi í persónulegum, eða siðferðilegum efnum, ekki síður en efnahags- legum. Frank Rich, dálkahöfundur New York Times, segir að ekki sé vel hægt að skilgreina stjórnmála- skoðanir Eastwoods.    Hann hefur stutt demókrata(m.a. Gray Davis [ríkisstjóra Kaliforníu] áður en Schwarzenegg- er tók við völdum) jafnt sem repú- blikana, hefur lýst yfir trú frjáls- hyggjumannsins á „minni umsvif ríkisins“ og „var aldrei mikill stuðn- ingsmaður innrásarinnar í Írak, en talaði aldrei gegn því eftir að her- mennirnir voru komnir þangað“. Með öðrum orðum, hann er í miðju hins stjórnmálalega litrófs, eins og flestir Bandaríkjamenn,“ segir Rich. Þessi viðleitni stjórnvalda til að takmarka tjáningarfrelsi er stór- hættuleg. Um leið og siðferði fer að stjórna því hvað menn mega segja er voðinn vís. Þá fer málfrelsið að einskorðast við siðferðilegar skoð- anir valdhafanna, en eins og við vit- um eru siðferðileg gildi okkar fjöl- breytt. Sá sem er núna réttum megin borðsins getur verið hinum megin á morgun, mállaus. Hægrimenn ofsækja Eastwood ’Nýjasta dæmið um rit-skoðunartilhneigingu „trúaðra hægrimanna“ í Bandaríkjunum eru of- sóknir þeirra gegn Clint Eastwood.‘ AF LISTUM Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Reuters Eastwood við tökur á Million Dollar Baby. ABBA-flokkurinn sænski sem hefur ekki starfað saman síðan 1982 kom saman í fyrsta sinn í langan tíma er söngleikurinn Mamma Mia! var frumsýndur í fyrsta sinn í Svíþjóð um helgina. Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn í nær 20 ár sem fjórmenningarnir, Björn, Benny, Agnetha og Anni- Frid, koma öll saman opinberlega en umræddur söngleikur sem notið hef- ur mikilla vinsælda bæði á West End og Broadway er byggður í kringum nokkur af frægustu lögum sveitar- innar. Agnetha Fältskog hefur haldið sig mjög til hlés síðustu áratugi en hún steig fram í sviðsljósið á síðasta ári og gaf út nýja plötu. Það að fjórmenningarnir hittust sætti greinilega miklum tíðindum því allra hörðustu aðdáendur sveit- arinnar héngu næturlangt í vetrar- kulda utan við Sirkusleikhúsið í Stokkhólmi, í þeirri von að sjá átrún- aðargoðunum bregða fyrir. Þau stigu saman á svið að lokinni frum- sýningu og tóku við heillaóskum og blómvöndum en létu vera að syngja saman. Björn Ulvaeus hefur þýtt söngleikinn vinsæla yfir á sænsku, ásamt sænska listamanninum Niklas Strömstedt og verður það því í fyrsta sinn sem sum hinna heims- kunnu laga munu hljóma á móður- máli sveitarinnar en nær öll laganna sem slógu í gegn með sveitinni og seldust samanlagt í yfir 350 millj- ónum eintaka voru samin og sungin á ensku. Söngleikurinn Mamma Mia! var settur fyrst upp á West End í Lund- únum fyrir um áratug. Hann gerist á lítilli grískri eyju og segir sögu ungr- ar konu og einstaklega staðfastrar einstæðrar móður hennar. Nú um mundir eru a.m.k. fjórtán uppfærslur á söngleiknum í gangi vítt og breitt um heiminn; í New York, Lundúnum, Toronto, Madríd og S-Kóreu m.a. en talið er að yfir 20 milljónir manna hafi séð söngleikinn. Abba-flokkurinn saman á ný AP Björn Ulvaeus var hylltur mjög á sænsku af frumsýningargestum í sænska Sirkusleikhúsinu. HIN sögufræga hljómsveit Queen, sem að mestu hefur lagt upp laup- ana í kjölfar fráfalls Freddies Merc- urys söngvara, hyggur nú á tón- leikaferðalag. Í stað Freddies er kominn Paul Rodgers, fyrrum söngvari Free og Bad Company, en frétt um þetta lak út á Netið rétt fyrir jól.Queen mun spila í 12 Evr- ópulöndum á sex vikna tímabili í vor og munu fyrstu tónleikarnir fara fram 28. mars í Brixton Aca- demy í London. Alls verða 26 tón- leikar í þessari för, sem er hin fyrsta hjá hljómsveitinni síðan árið 1986. Brian May gítarleikari segist ekki hafa búist við því að fara í tón- leikaferð með Queen aftur. „Ég var alltaf á móti því að nota einhvern sem reyndi að herma eftir Freddie. Svo sá ég þennan náunga sem reyndi á engan hátt að taka sess Freddies. Hann er gjörólíkur Freddie vegna þess að hann er ein- stakur,“ segir hann. Paul Rodgers og nýju félagarnir hans í hljómsveitinni Queen. Queen snýr aftur á svið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.