Morgunblaðið - 16.02.2005, Page 49
NÚ ER verið að leggja loka-
hönd á mynddisk (DVD) með
hljómsveitinni Í svörtum föt-
um. Ráðgert er að diskurinn
komi út fyrri hluta marsmán-
aðar og mun hann að líkindum
bera heitið Meðan ég sef, eftir
nýjustu plötu þeirra drengja,
að sögn Eiðs Arnarsonar, út-
gáfustjóra Skífunnar.
Eiður segir að uppistaða
disksins verði tónleikar sveit-
arinnar í Austurbæ í lok nóv-
ember, í tilefni af útgáfu plöt-
unnar. Hljóðið er blandað í
svokallaðri 5.1 Dolby Digital-
útfærslu, sem er hönnuð fyrir
heimabíó. Þá verður á disk-
inum að finna myndböndin sem
gerð voru við lög af plötunni,
karókíútgáfur af þeim lögum
með upprunalegum undirleik,
auk þess sem hægt er að spila
aukahljóðrás með tónleikunum,
þar sem sveitarmenn spjalla
um þá.
Að auki verða tvær stuttar
heimildarmyndir á diskinum;
önnur um tónleikana og hin um
gerð myndbandsins við titil-
lagið, þar sem Jónsi hleypur
um stræti Reykjavíkur eins og
hann eigi lífið að leysa.
Lítill markaður
Eiður segir aðspurður að
gerð mynddiska sé í raun ekk-
ert stórmál og ekki mikil vinna
í sjálfri sér. „En markaðurinn
er hins vegar lítill og ég er
nokkuð viss um að enginn ís-
lenskur tónlistarmynddiskur
hefur hingað til staðið undir
sér. Það er kannski frekar ver-
ið að byggja upp markað en að
ætlunin sé að skila hagnaði,“
segir hann. „Þetta er fokdýrt,
að taka upp svona tónleika og
hljóðblanda, bæði í stereo og
5.1-hljóðblöndun,“ segir hann.
„Það liggur við að þetta sé hug-
sjónastarf, að gefa út DVD á
Íslandi,“ segir hann að lokum.
Mynddiskurinn kemur
væntanlega út í fyrri
hluta marsmánaðar.
Mynddiskur
frá Í svört-
um fötum
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 49
ATHYGLI vakti á Grammy-verðlaunahátíðinni,
sem haldin var í Los Angeles á sunnudags-
kvöld, hversu margar af helstu stjörnunum
voru klæddar í hvítt. Hvítt virtist hafa tekið
við af svörtu sem einn helsti verðlaunahátíða-
liturinn. Meðal þeirra sem
klæddust hvítu við þetta há-
tíðlega tilefni voru Usher,
Kanye West og Alicia Keys,
sem þótti vera einna best
klædd á hátíðinni.
Gwen Stefani mætti á
staðinn í stuttum, svörtum
kjól en skipti um föt og fór
í hvítan kjól áður en hún
steig á svið í upphafsatrið-
inu. Til viðbótar var Brand-
on Flowers úr The Killers í
hvítum smóking, í svartri
skyrtu og með hvíta slaufu.
Rappararnir voru ekki
með eins mikið af skart-
gripum og MTV-áhorfendur
eiga að venjast og tónlist-
arkonur beruðu heldur ekki
eins mikið. Rokkararnir
klæddu sig meira að segja
upp, jafnvel þeir sem vanir
eru að sýna sig í gallabux-
um og bol. Rapptískan hef-
ur líka breyst vegna manna eins og André
3000, eins stællegasta mannsins í bransanum,
fatahönnuðarins og tónlistarmannsins P. Diddy
og Jay-Z, sem var í teinóttum jakkafötum á há-
tíðinni. Víður íþróttafatnaður hefur fengið að
víkja fyrir jakkafötum og
var aldeilis kominn tími á
það.
Í heildina má líka segja
að fleiri „mistök“ í klæðn-
aði sjáist á Grammy-
hátíðinni en stóru verð-
launahátíðunum í kvik-
myndaheiminum.
Tónlistarfólkið virðist vera
meira skapandi, eða að
minnsta kosti lætur það
ekki stílistana vinna eins
vel fyrir kaupinu sínu og
leikararnir. Til dæmis
hefði Loretta Lynn tekið
sig betur út í kjól án risa-
stórra slaufa og Penelope
Cruz hefði átt að sleppa
því að vera í hvítum jakka-
fötum með svartan hatt,
Jamie Foxx tók sig betur
út í þeirri samsetningu.
Tíska | Litið á björtu hliðina á Grammy-verðlaunahátíðinni
Kjóll og hvítt
Söngkonan Christina Milian var í
perluskreyttum hvítum kjól.
Diana Ross og Jamie Foxx voru sæt
saman í veislu fyrir hátíðina, sem hald-
in var á Beverly Hills-hótelinu.
Jakkafötin hans Kanye West voru
jafn hvít og demantarnir hans.
AP
Usher tók sig vel út við komuna.
Alicia Keys vann til fernra verðlauna auk þess sem
hvíti kjóllinn hennar þótti vel verðlaunahæfur.
ingarun@mbl.is
AKUREYRI
kl. 6.
Ísl tal.
H.L. Mbl.
ÁLFABAKKI
kl. 3.45 og 6.20.
Ísl tal
ÁLFABAKKI
3.45 og 6. m. í.t./3.45. m. e. t.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.45.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.45. m. ísl tali.
Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum
Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt
meistaraverk. Besta mynd hans til þessa.
Kvikmyndir.is
DV
KRINGLAN
Kl. 6. Ísl tal /
kl. 6 og 8. E. tal.
Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem
vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið
rækilega í gegn í USA og víðar.
Varúð: Ykkur á eftir að bregða.
B.i 16 ára
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10..
ÁLFABAKKI
kl. 6, 8.15 og 10.30.
Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og
félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri!
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.
H.J. Mbl.
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun