Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 35 Á DÖGUNUM vöktu konur í ýmsum fagstéttum aftur upp umræðuna um lakan hlut kvenna í stjórnum fyr- irtækja á hlutabréfamarkaði. Þær beindu athyglinni sérstaklega að hlut kvenna í stjórnum lífeyrissjóðanna, sem er aðeins 19% alls. Í sumum stjórnum þess- ara sjóða er engin kona þrátt fyrir að konur séu mikill meirihluti sjóðs- félaga, allt að 70% eins og í tilfelli bankamanna. Sá lífeyrissjóður sem stendur sig best að þessu leyti er lífeyr- issjóður starfsmanna sveitarfélaga. Lífeyr- issjóðir hafa gífurlegt efnahagslegt vald og geta í krafti hlutafjár- eignar haft áhrif á kjör stjórnarmanna í hluta- félögum. Í einhverjum tilfellum sitja fulltrúar þeirra beinlínis í stjórn- um hlutafélaga. Þeir höndla ekki með einka- fjármagn eftir lögmálum einkaeignarréttarins, heldur félagslegt fjár- magn sem í næstum sama mæli er komið frá konum og körlum á vinnumarkaði. Konur eiga því rétt á að aðild þeirra að eignum lífeyr- issjóðanna skili þeim áhrifastöðum í viðskipta- lífinu til jafns við karla. Viðbrögðin hafa verið snör og jákvæð. Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra vakti athygli á málinu. Konur á Suðurnesjum slógu upp ráð- stefnu, buðu sig fram til stjórnarsetu í fyrirtækjum og það hafa fleiri konur gert. Þar er farið að fordæmi kvenna sem buðu sig fram til stjórnarsetu fyrir um tveimur árum í kjölfar mikillar um- ræðu um niðurstöður rannsóknar Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur á hlut kvenna í nefndum og ráðum á veg- um ríkis og sveitarfélaga og í stjórnum félaga sem skráð voru í Kauphöll Ís- lands árið 2003. Þá kom fram að konur voru aðeins um 5% fulltrúa í stjórnum félaganna. Umræðan um með hvaða að- ferðum hægt væri að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja fór á fulla ferð. Hvöttu stjórnmálaleiðtogar viðskipta- lífið til aðgerða. Kvótaleiðinni eða öðr- um ráðstöfunum sem komið yrði á með lagasetningu var hafnað, í trausti þess að viðskiptalífið væri sjálft fært um að laga til hjá sér. Í umræðunni núna hef- ur því miður komið fram að konum hef- ur ekki fjölgað í stjórnum félaga. Hlutafélög í Kauphöllinni hafa því sýnt að þau hafa ekki tekið þeim áskorunum og hvatningum sem beint var til þeirra fyrir tveimur árum. Bænaskrár eða aðgerðir Sá tími getur komið fyrr en varir að bænaskrár og hvatningarbréf missi gildi sitt, einfaldlega af því að þau hrína ekki á þá sem með valdið fara. Það eru tvær ástæður fyrir því að vinsamleg til- mæli hrífa ekki. Önnur ástæðan er sú að því er ekki trúað að harðari aðgerðir geti komið í kjölfarið ef ekki er brugð- ist við tilmælunum, hin að viljann eða sannfæringuna vantar fyrir því að breytingar séu til góðs. Það er erfitt að sætta sig við lakan hlut kvenna í viðskiptalífinu þegar rannsóknir hafa sýnt að í fyrirtækjum og stofnunum sem sýna árangur í jafn- réttismálum hefur stjórnun batnað, arðsemi aukist og fyrirtækjamenning tekið stakkaskiptum í þágu beggja kynja. Það liggja því ekki einungis rétt- lætis- eða lýðræðisrök að baki kröfunni um aukið jafnrétti á öllum sviðum sam- félagsins, heldur einnig beinhörð rekstrar- og viðskiptarök. Jafn hlutur í æðstu stjórnunarstöðum Reykjavíkurborg hefur með fordæmi sínu sannað að gamla kenningin um að konur skorti metnað, reynslu, menntun eða annað það sem máli skiptir er bábilja. Hlutur kvenna í nefndum og ráðum borgarinnar er 45%, en af fimm- tán borgarfulltrúum eru sex konur. Af átta sætum Reykjavíkurlistans í borg- arstjórn eru konur í fjórum, karlar í fjórum. Ábyrgðin á ójöfnum hlut kvenna í borgarstjórn Reykjavík- urborgar skrifast því einvörðungu á minnihlutann. Borgaryfirvöld hafa náð árangri við að jafna hlut kynja í æðstu stjórn- unarstöðum. Þegar litið er til hópsins í heild sem telst til æðstu stjórnenda, en það eru embættismenn í miðlægri stjórnsýslu og forstöðumenn stærstu stofnana borgarinnar, náðist það markmið á árinu 2002 að jafna hlut kynjanna og hefur hann haldist þannig síðan. Í ný- afstöðnum stjórnkerf- isbreytingum, þar sem ýmsar eldri stöður voru lagðar af og stofnað til þrettán nýrra sviðsstjóra- embætta, voru konur ráðnar í níu þeirra, karlar í fjórar. Þessar ráðningar röskuðu ekki jöfnu hlut- falli kynja í hópi æðstu stjórnenda. Ráðningarnar byggðust á hlutlægu mati á hæfni umsækjenda. Þessi niðurstaða er ár- angur skýrrar pólitískrar stefnumörkunar á sviði jafnréttismála. Sannfær- ing almennings fyrir því að jafnréttisstefna borg- arinnar sé meira en orðin tóm birtist ekki síst í því að í hvert sinn sem stjórnunarstöður eru aug- lýstar hjá borginni hefur mikill fjöldi umsókna borist frá afar hæfum og reyndum konum sem hafa sóst eftir að starfa innan borgarkerfisins. Samanburður við ríkið er Reykjavík- urborg í hag. Samkvæmt úttekt Hag- stofu Íslands er einungis fimmti hver stjórnandi ríkisstofnana kona, eða 20%. Þótt hlutur kvenna í stjórnunarstöðum hjá ríkinu hafi aukist á undanförnum árum þarf að gera betur. Þar skiptir mestu að stjórnvöld sýni einarðan vilja til að setja þunga í yfirlýst jafnrétt- ismarkmið sín, sýni vilja sinn á borði en ekki bara í orði. Staðan í Reykjavík var ekki beysin fyrir rúmum áratug þegar Reykjavíkurlistinn tók við stjórn- artaumunum í borginni, en þá var ein kona í liðlega tuttugu manna hópi æðstu stjórnenda í borginni. Mörkuð var skýr stefna um að þessu þyrfti að breyta og Reykjavíkurborg hefur æ síðan sýnt með verkum sínum að ár- angur lætur ekki á sér standa ef mark- visst er unnið. Aðhald vantar Á Íslandi er nóg af hæfum konum sem eru tilbúnar til stjórnunarstarfa í viðskiptalífinu. Hluti vandans þar er að ráðningar eru ógegnsæjar og fátítt að stöður séu auglýstar. Því er í raun ekk- ert virkt aðhald eða eftirlit með því að kynjum sé ekki mismunað við ráðn- ingar í störf. Þegar svona háttar til hafa jafnréttislög lítinn slagkraft og ógerningur er fyrir konur að sækja rétt sinn. Að þessu leyti er reginmunur á opinbera vinnumarkaðnum og einka- markaðnum svokallaða og skýrir að hlutur kvenna vex mun hraðar í stjórn- unarstörfum hjá opinberum aðilum en á einkamarkaði. Það er kominn tími til að stjórn- málaleiðtogar á vettvangi landsstjórn- arinnar svari því í fyrsta lagi með hvaða hætti þeir ætli að tryggja hraðari fjölgun kvenna í stjórnunarstörfum hjá ríkinu og í öðru lagi hvernig þeir hyggj- ast skapa viðskiptalífinu aðhald til að það markmið náist að konum fjölgi bæði í stjórnum fyrirtækja og sjóða sem í stjórnunarstörfum. Allar þær vel menntuðu og hæfu konur sem nú hafa lýst því yfir að þær sé tilbúnar að taka slík störf að sér eiga rétt á að fá svör. Það er hægt að ná árangri í viðskipta- lífinu líka, en til þess getur þurft meira en bænaskrár og hvatningarbréf. Þetta er hægt – líka í viðskiptalífinu Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjallar um konur og metnað Steinunn Valdís Óskarsdóttir ’Reykjavíkur-borg hefur með fordæmi sínu sannað að gamla kenningin um að konur skorti metnað, reynslu, menntun eða ann- að það sem máli skiptir er bábilja.‘ Höfundur er borgarstjóri. hverju sinni. Við höfum un menningar á mjög fjöl- í framtíðinni,“ segir hún. Í ndi sé m.a. horft til sam- fræðideild. mi um sögu sem mætti gera tir úr atvinnusögu Íslend- inga, að mati Oddnýjar. Líkt og fjölmarg- ir ferðamenn feta í fótspor pílagríma á Spáni og ganga Jakobsveginn frá Pýren- eafjöllum til Santiago de Compostela á hverju ári, gekk íslenskt verkafólk á ár- um áður t.a.m. frá Suðurnesjum norður í land í kaupavinnu. „Þetta er auðvitað ekki síður merkilegt fyrir okkur sem þjóð að grafa þessa sögu upp og bjóða upp á ferðir, fyrir Íslendinga og útlendinga.“ Áform um fjarkennslu í sem flestum greinum Ein þeirra kennslugreina innan hug- vísindadeildar sem er í hvað örustum vexti og jafnframt sú yngsta, er fornleifa- fræðin. Kennsla í þessari grein hófst fyr- ir tveimur árum og hefur aðsókn í námið aukist jafnt og þétt og nýlega var sam- þykkt að bæta við kennarastöðu í forn- leifafræði. „Þetta er grein sem er, ef svo má segja, í tísku, og hún er líka mikilvæg fyr- ir okkur Íslendinga, að staldra við og skoða hvernig forfeður okkar bjuggu og hvaða minjar jörðin geymir um liðna tíð. Hérna er gott dæmi um hvernig hið þver- faglega kemur saman, sagan, jarðfræðin, efnafræðin,“ segir Oddný. Innan hugvísindadeildar eru einnig uppi áform um að bjóða upp á fjar- kennslu í sem flestum greinum innan deildarinnar. „Á undanförnum árum hef- ur verið hægt að stunda fjarnám við deildina, t.d. í íslensku og ensku, og nú eru uppi áform um að bjóða fjarkennslu í sem flestum greinum. Háskólinn er þjóð- skóli og það eru skyldur sem fylgja því og vekur væntingar sem Háskólinn vill standa undir og uppfylla. [...] Mér finnst það vera hlutverk hugvísindadeildar að geta verið í sambandi við sem flesta staði út á landi. Það er líka byggðamál, að geta stundað nám nálægt heimastaðnum og þurfa ekki að taka sig upp og fara til Reykjavíkur,“ segir Oddný. Draumur deildarinnar sé þannig að bjóða upp á öfl- ugt fjarnám sem víðast í samstarfi við fræðasetur og símenntunarstofnanir á landsbyggðinni. „Það væri dýrmætt fyrir deildina að eignast bakhjarl eða bak- hjarla, sem myndu styrkja okkur með því að koma á fjarnámi í öllum greinum og ég tel að þeir séu til.“ Ýmsar deildir Háskólans hafa í gegn- um tíðina leitað til fyrirtækja og fengið fjárhagslegan stuðning, s.s. tímabundið við einstaka prófessors- og lektorsstöður. Beinn stuðningur af þessu tagi er ekki al- gengur í hugvísindadeild, en erlend ríki hafa um langt skeið kostað sendikennara í tungumálum sem kenna við Háskólann. Oddný segir að í þessu felist ómetanlegur stuðningur. Hugvísindadeild tekur líkt og aðrar deildir Háskólans þátt í alþjóðsamskipt- um nemenda og kennara, m.a. fyrir til- stilli Erasmus og Nordplus stúdenta- skiptaáætlananna. Að sögn Oddnýjar sendir engin önnur deild Háskólans jafn- marga nemendur sína til þess að stunda hluta af náminu erlendis. Í þessum grein- um, einkum tungumálum, er beinlínis ætlast til að nemendur dvelji eitt eða tvö misseri á viðkomandi málsvæði. Einnig sé æskilegt að nemendur í doktorsnámi sæki hluta af vísindaþjálfun sinni til út- landa. Þess má geta að um 6–700 erlendir stúdentar stunda nám við Háskólann og leggur stór hluti þeirra stund á nám við hugvísindadeild. „Ég held að við þessi tímamót sem fel- ast í breytingu á nafni deildarinnar sé til- efni til að horfa til framtíðar og velta fyr- ir okkur spurningum eins og: „Hver viljum við vera, hver erum við, hvernig eflum við rannsóknasamfélag deildarinn- ar enn frekar?“ en jafnframt líka líta til þess sem vel er gert og sem við endilega viljum halda og teljum að þurfi að vera kjölfesta í starfi háskóladeildar í stórum rannsóknaháskóla á tímum þar sem gild- in eru svolítið að riðlast,“ segir Oddný og bætir við: „Ég vona að Háskóli Íslands verði í framtíðinni mjög þverfaglegur og þverfræðalegur. Ég veit að það er mjög mikilvægt að vera vel menntaður á ákveðnu fagsviði en ég tel að það felist mikið tækifæri í því líka að hafa breidd í sinni menntun,“ segir Oddný G. Sverr- isdóttir að lokum. úr hugvísindadeild Háskóla Íslands í dag að nafnið end- kki fjölbreytni Morgunblaðið/Þorkell m að bjóða upp á fjarkennslu í sem flestum greinum innan deildarinnar. Ljósmynd/Eggert Þór Bernharðsson innan deildarinnar við sjö skorir. Nemendur eru 1.768. ideildar Háskóla Íslands breytt í hugvís- on ræddi af þessu tilefni við dr. Oddnýju óttur, forseta deildarinnar. kristjan@mbl.is 1912. Þá er fyrsta mál deildarinnar að skipta með sér bókakaupafé sem háskólaráð hafði veitt deildinni skömmu áður, samtals 600 krónum. Þar segir: „Samþykkt var að ætla fyrst um sinn að hæfilegt væri að leggja 350 krónur til bókakaupa í íslenskri málfræði, menningarsögu og sögu, 200 krónur til heimspekilegra rita og 30 krónur til rita í franskri málfræði og bókmenntum.“ Þá er samþykkt að skora á lærða menn bæjarins að halda fyrirlestra í deildinni. Undir þetta rita Ágúst Bjarnason Bjarni M. Ólsen og Finnur Jónsson. til þess ún - und- viku na- núar eimspekideildar 1912 kakaupa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.