Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 2

Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 2
2 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KRÓNAN LÆKKAR Verð á helstu neysluvörum verður lækkað um allt að 25% í öllum versl- unum Krónunnar í dag. Hefur fyr- irtækið sett sér þá stefnu að tryggja að verð á öllum helstu neysluvörum verði sam- keppnishæft við það lægsta sem þekkist á markaðnum hverju sinni. Tilræði í Tel Aviv A.m.k. þrír fórust þegar maður sprengdi sig í loft upp fyrir framan næturklúbb í borginni Tel Aviv í Ísrael seint í gærkvöldi. Lögreglan sagði að a.m.k. þrjátíu hefðu særst. Reuters sagði að samtökin Íslamskt Jíhad hefðu lýst árásinni á hendur sér en skv. AFP-fréttastofunni voru það Al-Aqsa-sveitirnar sem lýstu ódæðinu á hendur sér. Palestínskir öfgahópar hafa undanfarnar vikur að mestu virt óformlegt vopnahlé sem gert var milli þeirra Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmouds Abbas, nýs leiðtoga Palestínumanna. Nýjar vélar til Icelandair Flugleiðir hafa keypt tvær nýjar og langfleygar Boeing-vélar fyrir áætlunarflug Icelandair. Vélarnar verða afhentar árið 2010 en þær geta flogið beint til vesturstrandar Bandaríkjanna, Kína og allra ann- arra staða í heiminum án millilend- ingar, utan Ástralíu og Nýja- Sjálands. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 34 Úr verinu 12 Minningar 34/48 Viðskipti 16 Skák 49 Erlent 18/21 Messur 50 Árborg 23 Dagbók 56 Akureyri 24 Víkverji 56 Landið 25 Velvakandi 57 Daglegt líf 26/27 Staður og stund 58 Ferðalög 28/29 Menning 59/65 Listir 30 Ljósvakamiðlar 66 Umræðan 31/33 Veður 67 Bréf 33 Staksteinar 67 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir bæklingurinn Sumarferðir 2005. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #  !"# $$#!%& &'!%$ $ !"& %!"' '!' % #$!% !#"" %(!$ "%!%' $         %&' ( )***  $! # $$!# &%!$% $ !' ' %!")& '!'$ #(!( !#' & %)!$" ' !&(  !% $$!(( &%! # $ !""" %!"  '!')# #(! # !#"'" %(!'% ' !(    AFDRIF sjúklinga sem útskrifast af réttargeðdeildinni á Sogni í Ölfusi eru almennt góð. Deildin var sett á stofn 1992 og þar hafa verið sautján ósak- hæfir einstaklingar um lengri eða skemmri tíma en alls hafa 35 einstak- lingar verið lagðir inn á deildina þeg- ar við bætast sakhæfir menn, sjúk- lingar með mikil geðveikieinkenni. Magnús Skúlason geðlæknir, yfir- læknir á Sogni, greindi frá afdrifum sjúklinga á réttargeðdeildinni á Vís- indaþingi Geðlæknafélags Íslands sem hófst á Akureyri í gær, föstudag, en því lýkur á sunnudag. Magnús sagði að ekki ætti að hafa sjúklinga í gæslu á réttargeðdeild til lengri tíma, lögum samkvæmt mætti ekki skerða frelsi manna í lengri tíma en nauðsyn bæri til. „Það er tilhneig- ing til að henda fólki í örugga geymslu, hafi það á einhverjum tíma- punkti verið hættulegt sjálfu sér eða öðrum. Það á að leggja áherslu á að hjálpa fólki að koma sér á ný fyrir úti í samfélaginu á sínum forsendum,“ sagði Magnús en bætti við að vitan- lega mætti heldur ekki hleypa fólki, ósakhæfu vegna geðsjúkdóms, of snemma út í þjóðfélagið. Gott samstarf við héraðsdóm Magnús sagði samstarf Sogns og Héraðsdóms Suðurlands með ágæt- um, en þar væri dómum aflétt af fólki í þrepum. „Við höfum í sameiningu unnið að því að búa til ferli, eins konar millistig sem miðast að því að auka fjarvistir fólks frá Sogni smám sam- an,“ sagði Magnús. Eftirmeðferð sjúklinganna hefur að sögn Magnúsar yfirleitt verið góð og allir eru nú í viðunandi búsetu. Sem fyrr segir hafa sautján ósakhæf- ir einstaklingar verið vistaðir á rétt- argeðdeildinni, níu hafa verið útskrif- aðir, tveir eru nálægt því að útskrifast, einn er látinn og fimm eru enn inni á deildinni. Sjúklingarnir eru flestir öryrkjar og hefur þeim verið fundin búseta ýmist á sambýlum, í íbúðum þar sem þeir njóta aðstoðar frá félagsþjónustunni eða á langleg- udeildum. „Ég held að óhætt sé að segja að starfsemin hafi borið viðun- andi árangur, þessir sjúklingar hafa ekki valdið neinni truflun í samfélag- inu og það verður að teljast heilmikill árangur.“ Magnús gat þess að deildin væri undirmönnuð og menn fyndu veru- lega fyrir því að spara þyrfti í rekstri. Það hamlaði augljóslega allri starf- semi á Sogni, en menn væru samt sem áður almennt ánægðir með ár- angurinn af starfseminni. Alls hafa 17 manns verið vistaðir á réttargeðdeildinni á Sogni Afdrif sjúklinga góð HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra fer í opinbera heimsókn til Danmerkur dagana 1. og 2. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá danska forsætisráðuneytinu segir að Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, hlakki til að taka á móti Halldóri en heimsókn íslensks forsætisráðherra til Dan- merkur hafi alltaf sérstaka þýð- ingu. „Lönd okkar eiga sér sameig- inlega sögu sem nær margar aldir aftur í tímann og þjóðir okkar eru bundnar sérstökum böndum vegna sameiginlegs menningararfs okkar og mikilla viðskipta,“ segir Anders Fogh Rasmussen í tilkynningunni. Hann segir að Ísland og Danmörk eigi nána samvinnu víða, m.a. innan NATO og Sameinuðu þjóðanna. Danir hafi nú tekið við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni af Ís- landi og vonist til að byggja á þeirri góðu forystu, sem Íslendingar hafi veitt á síðasta ári. Halldór Ásgrímsson til Danmerkur NÝ og glæsileg vinnuaðstaða fyrir starfsmenn í flutn- ingasveit hjá Alcan í Straumsvík var formlega vígð í gærmorgun þegar Rannveig Rist, forstjóri Alcan, af- henti Guðlaugi Ingasyni yfirverkstjóra fjarstýringu að hurðum hússins. Húsið er fjögur þúsund fermetrar að stærð og þar af er álgeymsla tæpir þrjú þúsund fermetrar. Engir lykl- ar duga því á þessar hurðir sem reyndar eru níu stórar fellihurðir þar sem hver fleki er að flatarmáli á við þriggja herbergja íbúð. Þannig er hægt að opna nær alla framhlið hússins sem er 150 metrar að lengd. Húsið bætir til muna aðstöðu og öryggi starfsmanna sem vinna við upp- og útskipun á athafnasvæðinu í Straumsvík því þar verður unnt að geyma allt ál sem bíður útskipunar en hingað til hefur þurft að geyma það utanhúss með tilheyrandi óþægindum og slysa- hættu vegna klakamyndunar á vetrum. Í nýja húsinu verða einnig skrifstofur og starfsmannaaðstaða fyrir þá 22 starfsmenn sem vinna í flutningasveit. Húsið var fimmtán mánuði í byggingu og kostnaður við framkvæmdirnar er um 280 milljónir króna. Menn í Straumsvík voru því kátir í gær að sögn Guðlaugs og vonast nú bara eftir að frekari stækkun sé framundan. Aðalhönnuður hússins er arkitektastofan Arkís og byggingarverktakinn Sveinbjörn Sigurðsson hf. sá um framkvæmdina. Í húsið eru notaðar lengstu þakein- ingar sem notaðar hafa verið á Íslandi en hver eining um sig er rúmlega 26 metrar. Morgunblaðið/Golli Álbirgðir geymdar innan dyra ÁFORMAÐ er að fara í end- urbætur á húsnæði Landspítala – háskólasjúkrahúss í Ármúla 1a sem hýsir m.a. rannsóknarstofur spítalans í veiru- og sýklafræði. Að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra tækni og eigna hjá Landspítalanum, er húsið illa farið, einkum framhlið þess, sem lekur. Tíu milljónum verður varið í framkvæmdir á þessu ári en áætlaður kostnaður við heildar- endurbætur á húsinu er í kringum 100 milljónir. „Það má segja að fjársvelti spít- alans til viðhalds hafi valdið því að við höfum ekki getað sinnt þessu sem skyldi,“ segir hann. Húsið sé hins vegar langt í frá ónýtt. Húsið komst í eigu Landspít- alans um miðjan níunda áratuginn og var þá gert upp fyrir sérstakar rannsóknastofur fyrir alnæmi. Ingólfur segir að ekki hafi náðst að ljúka viðgerðum á fram- hliðinni á sínum tíma og ekki hafi verið ráðist í verkið að nýju þar til nú. Í húsinu nú eru auk Landspít- alans rannsóknarstofur Holl- ustuverndar, en Háskóli Íslands flutti þaðan rannsóknarstarfsemi með tilkomu Náttúrufræðahúss- ins. Ekki gert við leka í 20 ár TINNA Gunnlaugsdóttir þjóðleik- hússtjóri kynnti á fundi með leikur- um Þjóðleikhússins í gær þau áform að segja upp tíu leikurum sem styst- an starfsaldur hafa við leikhúsið. Miðast uppsagnirnar við 1. mars nk. og er uppsagnarfrestur sex mánuðir. Segir hún þetta gert til að gefa tón- inn þar sem hún telji bæði tímabært og nauðsynlegt að endurskoða ráðn- ingarkjör listamanna við leikhúsið. Í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagði Tinna markmiðið með uppsögnunum ekki vera að hafna viðkomandi leikurum listrænt. „Enda eru einmitt í þessum hópi margir þeirra leikara sem standa í eldlínunni þessa dagana og bera uppi starfið.“ Segir Tinna það vilja sinn að endurráða sem flesta fyrir haustið, vilji þeir á annað borð starfa áfram og að þeirri for- sendu gefinni að húsið geti boðið viðkomandi leik- ara verðug verk- efni að takast á við. „Slík ráðning verður þó tíma- bundin og í því felst nýbreytnin.“ Aðspurð segir Tinna uppsagnirn- ar ákveðið innlegg í komandi kjara- viðræðum Þjóðleikhússins við Leik- arafélag Íslands. „Ég tel að yfirleitt sé leiklistarfólk sammála því að það sé gott að hafa ákveðinn sveigjan- leika í ráðningu listamanna við lista- stofnun á borð við Þjóðleikhúsið,“ segir Tinna og minnir á að víða er- lendis sé fyrirkomulagið á þá leið að ráðning listamanna sé í beinum tengslum við ráðningu leikhússtjóra svo hann geti að einhverju marki val- ið sér sína listrænu samverkamenn. Tinna tekur fram að hún telji bæði rétt og eðlilegt að samningar leikara séu tímabundnir framan af starfsæv- inni og að tímabundin ráðning breyt- ist í ótímabundna þegar leikari hefur náð ákveðnum aldri, til að tryggja eldri leikurum starfsöryggi og hús- inu breidd í aldurssamsetningu leik- ara. Óvissa með endurráðningu Spurð hversu stór hluti leikara- hópsins verði endurráðinn í haust segist Tinna ekki geta svarað því að svo stöddu, en tekur fram að hún voni að hún geti endurráðið sem flesta og jafnframt bætt fleiri ungum leikurum við leikarahóp Þjóðleik- hússins. „Ég vil að það ráðist annars vegar af verkefnavali og hins vegar þeirri áhöfn sem leikstjórar vilja skipa í verkefnin, enda vil ég að leik- stjórar sem koma að húsinu hafi að einhverju marki aukna möguleika við val á leikurum. Í uppsögnunum nú felst ekki mat á hæfni þessa unga listafólks, enda vona ég að ég hafi verðug verkefni fyrir þau á næsta starfsári og að þau vilji koma til starfa.“ Aðspurð segist Tinna að svo stöddu ekki geta gefið upp hvaða tíu leikarar eigi í hlut sökum þess að formleg uppsögn fari ekki fram fyrr en síðasta dag febrúarmánaðar. Tíu leikurum Þjóðleikhússins með stystan starfsaldur sagt upp Markar breytta stefnu um ráðningarkjör leikara Tinna Gunnlaugsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.