Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 43 MINNINGAR Elsku amma. Ég trúi varla að þú sért dáin. Nú verða stundirnar okk- ar ekki fleiri. Ég sakna þín mjög mikið. Augun mín og augun þín ó! þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. (Rósa Guðmundsdóttir.) Þín ungalús, Guðmundur. HINSTA KVEÐJA þá er það alltaf sárt þegar hann kveður dyra og á það sérstaklega við um þá sem eru manni eins nákomnir og þú varst okkur systkinunum og fjölskyldum okkar. Við erum varla farin að trúa þessu og það á eftir að taka langan tíma að gera sér grein fyrir að þú sért end- anlega horfin okkur úr þessu lífi. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, minning þín mun lifa í hjört- um okkar allra. Elsku frændi, Bjarni, Gyða María, Lára, Mamma, Gummi og fjölskyld- ur. Megi Guð vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk. Bjarni, Hjörvar, Hrönn og fjölskyldur. Okkur sem þetta ritum í samein- ingu verður um leið og við rifjum upp minningar um Sigurbjörgu frænku okkar jafnframt hugsað til Sveinsstaða í Hellisfirði, en þar bjuggu amma og afi fram um miðja 20. öld. Í Hellisfjörð var aldrei lagð- ur vegur og því oftast kosið að fara sjóleiðina frá Neskaupstað. Sigurbjörg var elsta barnabarn þeirra Guðmundar og Sigurbjargar á Sveinsstöðum. Synir þeirra Sveins- staðahjóna voru tveir, Bjarni faðir Sigurbjargar og Ólafur faðir okkar. Sigurbjörg var jafnframt eina barnabarnið sem naut þeirrar reynslu að dveljast sumarlangt hjá ömmu og afa áður en þau brugðu búi og fluttust til Neskaupstaðar. Hún gat því miðlað okkur hinum af reynslu sinni um lífið í firðinum okk- ar en þangað sigldum við oft á hverju sumri. Eftir að feður okkar fluttust frá Sveinsstöðum og stofnuðu heimili bjuggu þeir alla sína ævidaga í Nes- kaupstað. Við frændsystkinin urðum því mjög náin, næstum eins og systk- in, vegna mikilla samskipta og þeirra góðu tengsla sem alltaf voru á milli heimilanna. Framan af ævinni áttu þær mest samneyti Sigurbjörg og elsta syst- irin í okkar fjölskyldu. Báðar báru þær nafn ömmu okkar frá Sveins- stöðum. Frá þeim tíma er margs að minnast. Ógleymanleg eru jólaboðin, annars vegar í Dvergasteini hjá Láru og Bjarna og hins vegar heima í Garðshorni. Þá var glatt á hjalla, sungið og dansað kringum jólatréð og spilað púkk fram á kvöld. Síðar á lífsleiðinni jukust aftur samskipti okkar yngri systkinanna við Sigurbjörgu. Það var ávallt gott að sækja hana heim á Hlíðargötuna þar sem hún og Hjörtur höfðu búið sér og börnum sínum myndarheim- ili. Sigurbjörg var hress og dró al- mennt ekki dul á skoðanir sínar. Þá kunni hún að segja sögur og sagði mjög skemmtilega frá. Vantaði eitt- hvert okkar húsaskjól í heimsóknum okkar á Norðfjörð eftir að móðir okkar flutti af Hlíðargötunni var auðvelt að leita til þeirra hjóna. Bátsferð í Hellisfjörð var heldur ekki talin eftir, en slíkt hvíldi vita- skuld meira á Hirti sem seint verður þakkað sem skyldi af okkar hálfu. Á þessari kveðjustundu er okkur efst í huga – auk alls sem áður var minnst – þakklæti til frænku okkar fyrir þá ræktarsemi sem hún hefur sýnt móður okkar fyrr og síðar. Við og fjölskyldur okkar sendum Hirti, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurbjargar Bjarnadóttur. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Ragna Ólafsdóttir, Stefán Ólafsson, Margrét Ólafsdóttir. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Þessi sálmur úr íslenskri sálma- bók kom fljótlega upp í huga mínum þegar mér var sögð sú frétt að Sig- urbjörg Bjarnadóttir, frænka mín og samstarfsmanneskja til margra ára hefði farist í bílslysi, þar sem hún var að ganga yfir götu í bæ einum á Kan- aríeyjum. Þetta var eitthvað svo ótrúlegt og fjarstæðukennt, þarna í sólríku suðrinu sem átti að hressa og styrkja frá kulda og skammdeginu hér heima. Ég man hvað mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar ég sá í anddyri sundlaugarinnar jólakveðju frá Sigurbjörgu til starfsfólksins senda frá Reykjavík þar sem þau Hjörtur dvöldu yfir hátíðarnar hjá börnum sínum. Þar stóð meðal ann- ars að hún hlakkaði til að hitta þau aftur á nýja árinu, en hún var ein af morgungestum sundlaugarinnar. Þetta var eitthvað svo hugulsamt og fallegt. Sigurbjörgu hafði ég þekkt frá því að hún var smátelpa. Ég man fyrst eftir henni þar sem hún var að hlaupa eftir túngarðinum í Vind- heimi hjá afa sínum og ömmu þá tveggja ára gömul. Tók þá mynd af henni sem ég hélt ég ætti enn þá, en finn hana þó ekki á þessari stundu. Síðar var ég um tíma daglegur gest- ur hjá foreldrum hennar Láru Hall- dórsdóttur, en við vorum bræðra- börn og ólumst upp á sömu torfunni, og manni hennar Bjarna Guðmunds- syni. Þau voru bæði elskulegar og góðar manneskjur, sem lifa sterkt í minningu minni. Snemma árs 1957 þegar Fjórð- ungssjúkrahúsið á Neskaupstað tók til starfa hóf Sigurbjörg sína löngu starfsævi þar þá tæplega tvítug. Fyrst sem gangastúlka, síðar við móttöku sjúklinga á heilsugæslu- stöðinni, en svo sem röntgenmynd- ari og var það lengst af hennar starfsvettvangur. Alls starfaði Sig- urbjörg í 30 ár við Fjórðungssjúkra- húsið og í stjórn þess var hún í 18 ár og þar af formaður til margra ára. Það segir meira en mörg orð um per- sónuleika hennar. Starfslok hennar við FSN voru seint á árinu 2002 og þá vegna þess að hún gekk ekki heil til skógar. Ég veit að henni þótt mjög vænt um þá stofnun og gladdist mjög þeg- ar hún frétti rétt áður en hún fór í sína síðustu för um þær miklu um- bætur og framfarir sem nú eru að verða á starfsemi sjúkrahússins. Sigurbjörg var mikill Norðfirðing- ur. Henni þótt ákaflega vænt um bæ- inn sinn og ræddum við oft um marg- vísleg málefni sem snertu framtíð hans sem og um þjóðmálin almennt, sem hún fylgdist vel með og hafði ákveðnar skoðanir á og voru oft fjör- ugar umræður þegar setið var yfir kaffibolla í smáhléum frá vinnunni. Sigurbjörg var mjög lífsglöð mann- eskja. Hún var gift miklum ágætis manni Hirti Árnasyni stýrimanni, sem hef- ur verið hin síðari ár eigandi og for- maður á eigin smábáti og ræddum við oft um gengi hans á sjónum. Ég veit að þau voru ákaflega hamingju- söm og samrýnd hjón. Áttu mjög fal- legt heimili þar sem áberandi var einstök smekkvísi og snyrti- mennska. Barnalán þeirra var mikið sem og barnabarna sem er hvoru tveggja það sem gefur lífinu hvað mest gildi. Að leiðarlokum þakka ég Sigur- björgu langt samstarf og vináttu og við Guðrún sem og börn okkar og fjölskyldur þeirra vottum eigin- manni hennar, börnum, barnabörn- um og systkinum sem og öðrum að- standendum, okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar Stefán Þorleifsson. Andlátsfregn hennar kom yfir okkur eins og reiðarslag og tæpast er enn hægt að átta sig á því sem gerst hefur. Þó að hún hafi hætt að vinna þá var hún samt ein af hópnum og hélt alltaf góðu sambandi við gamla vinnustaðinn, þannig að ósjaldan var kallað í morgunkaffi og skilaboðin á þá leið að Sibba væri mætt með nammi. Hún hafði auga fyrir því sem var fyndið og skemmti- legt og lífsgleði hennar smitaði út frá sér og oft var hlegið dátt á kaffistof- unni okkar. Hún átti mörg árin að baki hjá FSN og varla var það starf á heilsu- gæslunni sem hún hafði ekki komið að. Því var alltaf hægt að leita til hennar og fá skýringar og svör ef eitthvað var óklárt og henni var líka ljúft að aðstoða og uppfræða þá sem nýir voru. Við minnumst hennar sem góðs félaga bæði í vinnu og utan hennar og þökkum henni fyrir allar sam- verustundirnar, fyrir það að hafa fengið að kynnast henni og eiga hana að vini og félaga í gegnum tíðina. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Hjörtur og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur. Samstarfsfólk á Heilsugæslu FSN í Neskaupstað. Kæra Sigurbjörg, ég kveð þig nú í hinsta sinn með þessum orðum. Þú sem hvarfst skjótt frá mér, varst alltaf til í að gera hvað sem er fyrir mig og varst mér svo góð. Mér er það minnisstætt er ég lék mér í garðinum ykkar Hjartar og eyðilagði öll sumarblómin þín þegar ég sparkaði óvart boltanum mínum í þau. Í stað þess að skamma mig brostir þú bara til mín og sagðir að blómin yxu aftur. En sama rósin sprettur aldrei aftur og því verður erfitt að finna jafngóða konu og ást- úðlegan nágranna og þig. Þín verður sárt saknað. Ég bið þig Guð að taka vel á móti Sigurbjörgu sem kvaddi þennan heim svo fljótt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Jón Gunnar Eysteinsson. Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, DAGMAR AÐALHEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, Lindarsíðu 2, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni fimmtudagsins 17. febrúar. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju mánu- daginn 28. febrúar kl. 14.00. Gunnar Öxndal Stefánsson, Áslaug Jónasdóttir, Viðar Öxndal Stefánsson, Reynir Öxndal Stefánsson, Þorbjörg Ágústsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, tengdadóttir og mágkona, ANNE CHRIS ODLAND, lést á Bali fimmtudaginn 17. febrúar. Bálför hefur farið fram. Gunnar Friðþjófsson, Friðþjófur Sigurðsson, Þóra V. Antonsdóttir, Sigurður Á. Friðþjófsson, Gyða Gunnarsdóttir, Arnór Friðþjófsson, Jenný Garðarsdóttir, Sigrún Friðþjófsdóttir, Snæbjörn Blöndal, Gunnvör Friðþjófsdóttir, Holger Rabuth. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN MARÍASDÓTTIR (Rúna), áður til heimilis á Tunguvegi 100, sem lést laugardaginn 19. febrúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Stefán Jóhannsson, Matthildur Sif Jónsdóttir, Jóhann S. Gunnarsson, Freydís Jónsdóttir, Halldór Pétursson, Helga Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlut- tekningu við fráfall og útför ástkærrar móður okkar og ömmu, HALLDÓRU HELGADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-3 Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Friðrik Friðriksson, Þorvaldur Friðriksson og Halldóra Helga Óskarsdóttir. Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR, Gullsmára 9, Kópavogi, sem lést laugardaginn 19. febrúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 15. Karl Helgason, Erna Jóna Arnþórsdóttir, Sæmundur Alfreðsson, Kristján Geir Arnþórsson, Bára Kristjánsdóttir, Auður Lilja Arnþórsdóttir, Haukur Gunnarsson, barnabörn og langömmubarn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 2. mars nk. kl. 14:00. Davíð, Kristján, Sigfús og Bergur Erlingssynir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.