Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 23 MINNSTAÐUR Árborg | Bæjarráð Árborgar leggur áherslu á að veglína 1 verði valin þegar byggð verður ný brú á Ölfusá norðan Selfoss. Brú á þeim stað er talin 200 til 350 milljónum kr. dýrari en leið 2 sem Vegagerðin kynnti í lok nóvember. Vegagerðin lét gera athugun á tveimur leiðum og brúarstæði vegna nýrrar brúar yfir Ölfusá, norðan þéttbýlisins á Selfossi. Framkvæmd- in er ekki á vegaáætlun en talin er þörf á að ákvarða leiðina vegna vinnu við nýtt aðalskipulag fyrir Sveitarfé- lagið Árborg og Hraungerðishrepp. Veglína 1, syðri leiðin, liggur yfir miðja Efri-Laugardælaeyju á tveim- ur brúm. Tekið var frá land fyrir veg að þeim í núgildandi aðalskipulagi Selfoss. Veglína 2, nyrðri leiðin, ger- ir ráð fyrir einni brú á Ölfusá á gamla ferjustaðnum við Laugar- dælaferju og kynnti Vegagerðin hana til sögunnar í lok síðasta árs. Tenging við hringveg vestan Selfoss er á sama stað á báðum veglínum en veglína 2 tengist veginum aftur aust- an en veglína 1 og þar með mun lengra frá þéttbýlinu á Selfossi. Forathugun Vegagerðarinnar bendir til að brú um eyjaleiðina sé tvöfalt dýrari en ferjuleiðin, eða 700 til 800 milljónir á móti 350 til 500 milljónir og að í heildina gæti munað 200 til 350 milljónum í framkvæmda- kostnaði. Þá taldi Vegagerðin líkur á að ódýrari leiðin væri með öruggara undirlag með tilliti til jarðskjálfta- hættu. Í rökstuðningi samþykktar bæjar- ráðs Árborgar, sem lögð var fram af fulltrúum S og B lista sem mynda meirihluta í bæjarstjórn, fyrir vali á veglínu 1 kemur meðal annars fram það álit að með því sé hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess best borgið. Vakin er athygli á því að veglína 1 hafi verið sýnd á skipulagsuppdrátt- um sveitarfélagsins frá árinu 1970 og tekið hafi verið tillit til hennar frá þeim tíma. Val hennar muni að öllum líkindum létta meira á umferð í gegnum Selfoss þar sem þeir sem leið eigi til og frá austurhluta þétt- býlisins á Selfossi muni nýta sér þessa leið til að forðast umferðartaf- ir á gömlu brúnni. Veglínan mun því verða hluti af samgöngukerfi þétt- býlisins til hagsbóta fyrir íbúana. Talið er að sú veglína myndi bjóða upp á betri og styttri tengingar göngu- og hjólreiðastíga milli bæj- arhluta. Tenging við hringveg aust- an Selfoss sé nær þéttbýlinu í veg- línu 1 sem minni til muna líkur á að miðbær Selfoss verði afskiptur þeg- ar umferðarlína opnist utan þétt- býlisins. Þá telur bæjarráð unnt að draga úr kostnaðarmismun þessara tveggja brúa eða eyða honum með því að byggja eystri brúna á fyllingu sem síðan yrði fjarlægð. Bæjarráð mælir með dýrari brúnni                              ! "   #  $"  %&  !  R ; /   /0  "#$%& '"( ) '()*$  ! '(+,, +S4>PT P>+SP ;    3      ÁRBORGARSVÆÐIÐ Hveragerði | Framkvæmdir eru hafnar við fjögurra hæða fjölbýlishús í Hveragerði. Verður þetta annað fjölbýlishúsið í bænum og það stærsta því fyrir er lítil blokk. Liðlega hundrað umsóknir bárust um sextán einbýlishúsalóðir sem til stendur að úthluta í Hvera- gerði. Sveinbjörn Sigurðsson ehf. byggir fjölbýlishús með sautján íbúðum í Fljótsmörk 6–12 og tók Orri Hlöð- versson bæjarstjóri fyrstu skóflustunguna að bygg- ingunni. Íbúðirnar sem eru 83 til 105 fermetrar að stærð verða afhentar fullbúnar að utan og innan næsta vor. Í tengslum við upphaf framkvæmda voru myndir og teikningar af fyrirhuguðu húsi til sýnis í íþróttahús- inu. Íbúðirnar eru til sölu hjá Byr fasteignasölu í Hvera- gerði. Soffía Theodórsdóttir fasteignasali segir að þegar sé búið að festa nokkrar íbúðir þótt bygginga- framkvæmdir séu rétt að hefjast. Hún segir að mikil ásókn sé í húsnæði og lóðir í Hveragerði. Til dæmis sé mikið um að fólk flytji sig yfir heiðina frá höf- uðborgarsvæðinu, það haldi vinnu sinni en búi um sig í rólegheitunum fyrir austan fjall. Sex um hverja lóð Í byrjun vikunnar rann út frestur til að sækja um sextán einbýlishúsalóðir sem Hveragerðisbær auglýsti við Valsheiði. 101 umsókn barst þannig að meira en sex fjölskyldur eru um hverja lóð. Á vef Hveragerðisbæjar kemur fram að stefnt er að úthlutun lóðanna á næsta fundi bæjarráðs, 3. mars, en þær verða byggingarhæfar í júní í vor. Byrjað á stærsta fjölbýlishúsinu Kynning Líkan og teikningar af blokkinni voru til sýnis í íþróttahúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.