Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 23
MINNSTAÐUR
Árborg | Bæjarráð Árborgar leggur
áherslu á að veglína 1 verði valin
þegar byggð verður ný brú á Ölfusá
norðan Selfoss. Brú á þeim stað er
talin 200 til 350 milljónum kr. dýrari
en leið 2 sem Vegagerðin kynnti í lok
nóvember.
Vegagerðin lét gera athugun á
tveimur leiðum og brúarstæði vegna
nýrrar brúar yfir Ölfusá, norðan
þéttbýlisins á Selfossi. Framkvæmd-
in er ekki á vegaáætlun en talin er
þörf á að ákvarða leiðina vegna vinnu
við nýtt aðalskipulag fyrir Sveitarfé-
lagið Árborg og Hraungerðishrepp.
Veglína 1, syðri leiðin, liggur yfir
miðja Efri-Laugardælaeyju á tveim-
ur brúm. Tekið var frá land fyrir veg
að þeim í núgildandi aðalskipulagi
Selfoss. Veglína 2, nyrðri leiðin, ger-
ir ráð fyrir einni brú á Ölfusá á
gamla ferjustaðnum við Laugar-
dælaferju og kynnti Vegagerðin
hana til sögunnar í lok síðasta árs.
Tenging við hringveg vestan Selfoss
er á sama stað á báðum veglínum en
veglína 2 tengist veginum aftur aust-
an en veglína 1 og þar með mun
lengra frá þéttbýlinu á Selfossi.
Forathugun Vegagerðarinnar
bendir til að brú um eyjaleiðina sé
tvöfalt dýrari en ferjuleiðin, eða 700
til 800 milljónir á móti 350 til 500
milljónir og að í heildina gæti munað
200 til 350 milljónum í framkvæmda-
kostnaði. Þá taldi Vegagerðin líkur á
að ódýrari leiðin væri með öruggara
undirlag með tilliti til jarðskjálfta-
hættu.
Í rökstuðningi samþykktar bæjar-
ráðs Árborgar, sem lögð var fram af
fulltrúum S og B lista sem mynda
meirihluta í bæjarstjórn, fyrir vali á
veglínu 1 kemur meðal annars fram
það álit að með því sé hagsmunum
sveitarfélagsins og íbúa þess best
borgið.
Vakin er athygli á því að veglína 1
hafi verið sýnd á skipulagsuppdrátt-
um sveitarfélagsins frá árinu 1970 og
tekið hafi verið tillit til hennar frá
þeim tíma. Val hennar muni að öllum
líkindum létta meira á umferð í
gegnum Selfoss þar sem þeir sem
leið eigi til og frá austurhluta þétt-
býlisins á Selfossi muni nýta sér
þessa leið til að forðast umferðartaf-
ir á gömlu brúnni. Veglínan mun því
verða hluti af samgöngukerfi þétt-
býlisins til hagsbóta fyrir íbúana.
Talið er að sú veglína myndi bjóða
upp á betri og styttri tengingar
göngu- og hjólreiðastíga milli bæj-
arhluta. Tenging við hringveg aust-
an Selfoss sé nær þéttbýlinu í veg-
línu 1 sem minni til muna líkur á að
miðbær Selfoss verði afskiptur þeg-
ar umferðarlína opnist utan þétt-
býlisins.
Þá telur bæjarráð unnt að draga
úr kostnaðarmismun þessara
tveggja brúa eða eyða honum með
því að byggja eystri brúna á fyllingu
sem síðan yrði fjarlægð.
Bæjarráð mælir
með dýrari brúnni
!
"
#
$"
%&
!
R ;
/
/0
"#$%&
'"( )
'()*$
! '(+,,
+S4>PT
P>+SP
;
3
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Hveragerði | Framkvæmdir eru hafnar við fjögurra
hæða fjölbýlishús í Hveragerði. Verður þetta annað
fjölbýlishúsið í bænum og það stærsta því fyrir er lítil
blokk. Liðlega hundrað umsóknir bárust um sextán
einbýlishúsalóðir sem til stendur að úthluta í Hvera-
gerði.
Sveinbjörn Sigurðsson ehf. byggir fjölbýlishús með
sautján íbúðum í Fljótsmörk 6–12 og tók Orri Hlöð-
versson bæjarstjóri fyrstu skóflustunguna að bygg-
ingunni. Íbúðirnar sem eru 83 til 105 fermetrar að
stærð verða afhentar fullbúnar að utan og innan
næsta vor.
Í tengslum við upphaf framkvæmda voru myndir og
teikningar af fyrirhuguðu húsi til sýnis í íþróttahús-
inu.
Íbúðirnar eru til sölu hjá Byr fasteignasölu í Hvera-
gerði. Soffía Theodórsdóttir fasteignasali segir að
þegar sé búið að festa nokkrar íbúðir þótt bygginga-
framkvæmdir séu rétt að hefjast. Hún segir að mikil
ásókn sé í húsnæði og lóðir í Hveragerði. Til dæmis
sé mikið um að fólk flytji sig yfir heiðina frá höf-
uðborgarsvæðinu, það haldi vinnu sinni en búi um sig
í rólegheitunum fyrir austan fjall.
Sex um hverja lóð
Í byrjun vikunnar rann út frestur til að sækja um
sextán einbýlishúsalóðir sem Hveragerðisbær auglýsti
við Valsheiði. 101 umsókn barst þannig að meira en
sex fjölskyldur eru um hverja lóð.
Á vef Hveragerðisbæjar kemur fram að stefnt er að
úthlutun lóðanna á næsta fundi bæjarráðs, 3. mars, en
þær verða byggingarhæfar í júní í vor.
Byrjað á stærsta fjölbýlishúsinu
Kynning Líkan og teikningar af blokkinni voru til sýnis í íþróttahúsinu.