Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 45
MINNINGAR
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Margrét, Sigfús Pétur,
Valdimar og fjölskyldur,megi guð
styrkja ykkur á þessum erfiðu tím-
um. Og eins og mamma ykkar sagði:
„Bara að vera glöð.“
Kveðja
Elsa frænka.
Elsku Anna, nú er þinni lífsgöngu
lokið. En margar eru þær minningar
sem þú skilur eftir hjá okkur því fáar
manneskjur eru eins og þú. Alltaf
hraust og alltaf jákvæð, sást aldrei
neitt neikvætt og allt var æðislegt
hjá þér. Anna, þó líkami þinn sé ekki
hjá okkur, þá vitum við að sálin þín
verður hjá okkur. Við munum ávallt
hugsa til þín. Þú hefur verið okkur
mjög náin og töluðum við alltaf um
þig sem Önnu ömmu því við sóttum
mikið í þig og alltaf var hægt að
koma til þín og fá eitthvað gott frá
þér.
Anna mín, alltaf var gott að koma
til þín, sama hvernig skapið í manni
var, þú gast alltaf látið manni líða vel
og það munt þú alltaf gera sama hvar
þú ert. Þegar við hugsum um þig
hlýnar manni alltaf um hjartarætur,
því þá erum við að hugsa um eitthvað
jákvætt, því þú ert ávallt jákvæð
hvar sem þú ert.
Elsku Anna, þín er sárt saknað en
leiðir okkar allra liggja einhvern
tímann saman, nú ertu komin til Pét-
urs og við hugsum til ykkar. Við
hugsum ávallt um ykkur hvar sem er
og hvenær sem er.
Elsku Anna og Pétur, við sjáum
ykkur í draumi, líka er við liggjum í
laumi. Þið eruð það sem við sjáum,
alltaf ykkur við þráum. Þið eruð í
okkar hjarta, þið eruð ljósið okkar
bjarta.
Elsku Anna, takk fyrir allar þær
góðu stundir sem við erum búin að
eiga saman í gegnum tíðina.
Elsku Margrét, Valdimar, Sigfús
og fjölskyldur. Megi Guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Kolbrún Birna og Kristján Örn.
Með þessum ljóðlínum viljum við
kveðja hjónin Önnu og Pétur.
Og það er margt sem þakka ber við þessa
kveðjustund.
Fjör og kraftur fylgdi þér, þín fríska, glaða
lund.
Mæt og góð þín minning er og mildar djúpa
und.
Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið
fær.
Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær.
Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær.
Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um
sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast
inn.
Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn
þinn.
(G.Ö.)
Elsku Margrét, Sigfús Pétur,
Valdimar Helgi og fjölskyldur, og
aðrir aðstandendur. Við biðjum góð-
an guð að styrkja og styðja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Minningin um yndisleg hjón lifir
áfram.
Eiríkur, Valgeir, Ingunn,
Arnór og fjölskyldur.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson.)
Mánudagurinn 21. febrúar rann
upp ótrúlega bjartur og fagur hér í
Eyjum eftir þoku og drunga undan-
farna daga. Sólin að hækka á lofti og
vorið á næsta leiti. En skjótt skipast
veður í lofti, síminn hringir og okkur
tilkynnt að Anna mágkona okkar og
svilkona sé dáin, aðeins 59 ára. Kallið
kom snöggt, en þó ekki, þú varst bú-
in að berjast við illvígan sjúkdóm í
tæp tvö ár og öll vissum við að hverju
stefndi. Þú varst búin að vera alveg
ótrúlega dugleg eftir að Pétur þinn
lést í desember sl. og við full bjart-
sýni um að þú mundir lifa það að sjá
ófædda barnabarnið sem Anna og
Valdimar eiga von á í næsta mánuði
og jafnvel að þú kæmist til Eyja með
vorinu. En ekkert varð af þessum
væntingum okkar. Nú ert þú búin að
fá hvíldina, elsku Anna, laus við
þrautir og þjáningar í baráttu þinni
við krabbameinið. Þú tókst veikind-
um þínum með æðruleysi og aldrei
heyrði maður þig kvarta, þú hafðir
það alltaf ágætt þegar við hringdum
í þig eða komum til þín. Þú varst
ótrúleg.
Þú varst kát og lífsglöð og hafðir
yndislega nærveru. Þú naust þín
best með fjölskyldu þinni og vinum,
þú varst vinur vina þinna og máttir
ekkert aumt sjá, alltaf tilbúin að
hjálpa til ef á þurfti að halda. Þær
eru margar minningarnar sem við
eigum með þér og Pétri sem spanna
um 40 ár og þær ætlum við að varð-
veita í hjörtum okkar og ylja okkur
við um ókomin ár. Nú ert þú komin
til Péturs og við vitum að ykkur líður
vel saman og að þið munið fylgjast
með börnunum ykkar og þeirra fjöl-
skyldum.
Elsku Anna, við viljum þakka þér
samfylgdina, vináttu þína og hlýju í
gegnum tíðina. Hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Guð geymi þig elsku vinan. Við
munum hittast aftur.
Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una,
við verðum að skilja og alltaf við verðum að
muna,
að guð, hann er góður og veit hvað er best
fyrir sína.
Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina
þína.
Þótt farin þú sért og horfin burt þessum
heimi.
Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér
geymi.
Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja,
og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim
biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Elsku Margrét, Sigfús Pétur,
Valdimar Helgi og fjölskyldur, þetta
er búið að vera ykkur mikið erfiður
tími en þið hafið staðið saman eins og
einn stór klettur í veikindum for-
eldra ykkar.
Það er mikil lífsreynsla að horfa á
eftir foreldrum sínum, tengdafor-
eldrum og fyrir barnabörnin að
missa ömmu og afa með aðeins
tveggja mánaða millibili og fá ekki
notið þeirra lengur. Við skiljum ekki
tilganginn og hvað lífið getur verið
óréttlátt.
Elsku vinir, við biðjum góðan guð
að styðja ykkur og styrkja í sorg
ykkar og söknuði. Sendum systkin-
um Önnu og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Önnu Aðalbjargar Sig-
fúsdóttur.
Lára og Sveinn, Esther og
Guðni, Sigríður og Óskar,
Arnór Páll og Svanhildur.
Elsku Anna frænka.
„Hæ ég er frænka þín, veistu hvað
ég heiti? Anna, panna, pottur og
kanna, púðursykur og undirskál.“
Ég stelpuhnokkinn lít á hana
stórum augum með galopinn munn.
En þá skellihlær hún og tekur mig
í faðminn.
„Nei, nei, ég heiti bara Anna
frænka.“
Þetta lýsir svo sannarlega létt-
leika þínum, enda gleymi ég þessu
aldrei.
Elsku frænka, það er sárt að þurfa
að kveðja.
Minning um yndislega frænku
sem gaf svo mikið af sér með góð-
mennsku sinni, hlýju og kærleika
mun ávallt lifa í hjarta mínu. Ég veit
að nú eru þið Pétur saman á ný, laus
við þrautir og þjáningar. Þú ert kom-
inn í þitt fínasta púss og Pétur slær á
létta strengi.
Elsku Anna, ég kveð þig að sinni
og þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gefið mér og fjölskyldu minni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku Margrét, Fúsi, Valdimar og
fjölskyldur. Ég bið
algóðan guð að vaka yfir ykkur og
styrkja á þessum erfiðu tímum.
Kveðja
Elín Sigríður.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út-
för ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
JENS KARVELS HJARTARSONAR
frá Kýrunnarstöðum,
Engihjalla 11.
Hjördís Karvelsdóttir,
Sigríður G. Karvelsdóttir, Þorsteinn Ingimundarson,
Hrafnhildur Karvelsdóttir,
Bjarni Karvelsson, Magnea Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum samúð og vinarhug vegna fráfalls
föður okkar, tengdaföður, afa og bróður,
LOFTS EIRÍKSSONAR,
Steinsholti,
Gnúpverjahreppi.
Gunnar Örn Marteinsson, Kari Torkildsen,
Eiríkur Loftsson, Stefanía Birna Jónsdóttir,
Sigurður Loftsson, Sigríður Björk Gylfadóttir,
Daði Viðar Loftsson, Bente Hansen,
Lilja Loftsdóttir, Guðni Árnason,
Sigþrúður Loftsdóttir,
barnabörn,
Guðbjörg Eiríksdóttir,
Margrét Eiríksdóttir.
Hún elskulega Þuríð-
ur, sem lá með mér á
21A, krabbameinsdeild
Landspítalans, hefur nú
kvatt þennan heim.
Ég kynntist Þuríði þar sem við lág-
um hlið við hlið í strangri lyfjameðferð,
og mun ég seint gleyma því hvað hún
tók vel á móti mér þegar ég gekk fyrst
inn á stofuna, hún brosti á móti mér og
spurði hvort ég væri að leita að ein-
hverju, en þá var ég að koma í mína
fyrstu lyfjagjöf með hnút í maganum
og hún brosti bara og sagði: Þetta er
allt í lagi, það er svo gott að fá hressar
konur hingað inn, leggstu bara við hlið-
ina á mér.
Þetta voru svo þægilegar móttökur,
ég kornung að koma í mínar fyrstu
meðferðir og hún því miður þurft að
reyna þetta áður.
Síðan spurði hún mig spjörunum úr
og talaði ekki um annað en hvað ég ætti
falleg náttföt og fallega inniskó, hún
var mér mikil stoð og alveg yndisleg
kona.
Hún hvatti mann svo áfram og síðan
var hún alltaf svo sæt þegar hún var
búin með sinn skammt eins og við töl-
uðum um á deildinni, og hún nikkaði
alltaf til mín og sagði: Þú átt bara
nokkra tíma eftir, enga stund að líða;
setti síðan bunkann af nýjustu dönsku
blöðunum sínum á borðið mitt og sagði:
Kíktu í þetta, fullt af góðum uppskrift-
um í þessu.
Það var svo gaman að því, þar sem
hún hafði sjálf svo litla matarlyst, að
hún vildi alltaf gefa mér af sínum há-
degisverði, því að ég var svo ung og
hraustleg, og mér veitti sko ekkert af
því að næra mig. Alveg einstök bar-
áttukona!
Ég held líka að hjúkrunarfólkinu
hafi fundist gaman að henni, hún var
alltaf létt og kát og aldrei sást nein
uppgjöf hjá henni, allavega sóttu
hjúkkurnar oft í að kíkja inn á okkar
ÞURÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Þuríður Sigurð-ardóttir fæddist í
Stykkishólmi 13.
október 1942. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 19. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram í
kyrrþey frá Foss-
vogskapellu 31. jan-
úar.
stofu, þar var svo mikið
líf og fjör og allir að berj-
ast en samt sáttir og við
allar 3 á stofunni
ákveðnar í að sigra.
Þegar hún þurfti að
fara fram úr var alltaf
það sama hjá henni:
Hvað eru allar þessar
snúrur að þvælast
hérna? Við vorum með
nokkur viðhöld alltaf
með okkur, með lyfja-
pokunum hangandi á, og
oftar en ekki reif hún þá
úr sambandi, síðan
brostum við bara að
þessu öllu saman og hugsuðum hvað
við ættum nú mörg skipti eftir.
Það eiga eflaust margir eftir að
sakna hennar Þuríðar, hún var svo
ákveðin, dugleg og skemmtileg týpa.
Þuríður mín, þú hefur þurft að heyja
svo harða baráttu og verið svo sterk, og
mér fannst svo fallegt hvað þú talaðir
vel um eiginmann þinn og börnin, alltaf
varstu að segja mér frá þeim, þar sem
börnin þín eru á svipuðum aldri og ég.
Mér er líka minnisstætt að þegar
hún kvaddi á daginn eftir hverja lyfja-
gjöf skellti hún í snatri á sig hárkoll-
unni, fór í bomsurnar og úlpuna sínar
og sagði: Jæja, best að fara koma sér,
ef að einhver nennir að sækja mig,
sjáumst svo næst stelpur! Og brosti og
var svo rokin.
Elsku Þuríður mín, ég vil biðja al-
góðan guð og englana að vaka yfir þér
og vernda þína fjölskyldu sem þér þótti
svo vænt um.
Ég er afar þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér, þú varst algjör
hetja.
Við sjáumst seinna, Þuríður mín.
Hvíl þú í friði.
Linda Katrín Urbancic.
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
Minningar-
greinar
Elsku besta amma mín, ég
sakna þín svo sárt og er allt-
af að bíða eftir að þú komir
til mín, elsku amma mín.
Þegar ég sé húsið þitt og
sjúkrahúsið þá held ég alltaf
að ég sé að fara til þín, elsku
amma. Nú vakið þið afi yfir
mér og ég sé ykkur í draum-
um mínum. Ég elska þig,
elsku amma mín.
Þín prinsessa og engill
Súsanna Sif.
HINSTA KVEÐJA