Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 37 MINNINGAR við búum við í dag. Af henni eru fáir eftir. María var gift Pétri Jónassyni frá Syðri Brekkum í Skagafirði, föð- urbróður mínum. Þau bjuggu á Sauð- árkróki á meðan Pétur lifði. Þar starf- aði María sem ljósmóðir með miklum ágætum og sinnti hjúkrun um áratuga skeið. Þau Pétur bjuggu ekki við mikil efni, enda sóttust þau ekki eftir slíku, en nýttu vel það, sem þau höfðu og náttúran gaf þeim. Ég leit oft við hjá þeim Maríu og Pétri í litla húsinu við Suðurgötu. Þar var hlýlegt að koma. Þar þáði ég bæði mikinn fróðleik og góðar veitingar. Athygli vakti hve heilsusamlegt allt það var sem fram var borið, mikið heimaræktað og unn- ið. Ekki spilltu þeir fallegu munir, sem Pétur hafði smíðað af mikilli list. Natnin og nægjusemin einkenndi þeirra líf.Eftir að Pétur lést fluttist María til Hafnarfjarðar í nágrenni Pálínu dóttur sinnar. Hugur hennar var þó mjög bundinn Skagafirðinum. Þangað fór hún lengi vel á sumrin og sinnti þá ekki síst umönnun aldraðra. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Maríu Magnúsdóttur og leitast við að þakka henni okkar kynni og hennar góðu störf. Við Edda vottum Pálínu og hennar fjölskyldu samúð. Steingrímur Hermannsson. Ég flutti búferlum til Sauðárkróks ásamt konu minni, Dagbjörtu, og tveimur dætrum vorið 1960. Íbúarnir voru þá ekki nema eitthvað um 1200 talsins, og segja mátti, að allir þekktu alla og hver einstaklingur skipti máli í mannlífsmyndinni. Sumir settu þó sterkari svip á bæjarlífið en aðrir. Einn þeirra var María Magnúsdóttir ljósmóðir, sem verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag. Hún var sjaldan nefnd annað en María ljósa og hafði, er við komum, verið starfandi ljósmóðir í Sauðárkrókshéraði í 24 ár við ágætan orðstír. Ég var búinn að starfa á Sauðár- króki í eina tvo mánuði áður en fjöl- skyldan gat flutt og hafði þá þegar kynnst Maríu. Hún var svo með þeim fyrstu sem komu heim til okkar á Kirkjutorg 1 til þess að bjóða fjöl- skylduna velkomna. Hún var að koma úr vitjun frá sængurkonu, var því hvít- klædd og mér er minnisstæð birtan og styrkurinn, sem fylgdi henni. Það var eins og kraftur vors og vaknandi lífs geislaði frá henni. Þarna voru þegar bundin tengsl vináttu, sem eiginmaður hennar Pétur Jónasson, síðasti hrepp- stjórinn á Sauðárkróki, átti strax hlut að. Hann taldi til frændsemi við Dag- björtu og við nutum mikils góðs frá þeim báðum.María var miklu meira en ljósmóðir í bænum. Hún talaði mjög fyrir heilsusamlegum lífsháttum og var oft og tíðum í hlutverki félags- málafulltrúa. Hún þekkti heimilin vel, var hvað nánust þar sem eitthvað var erfitt og gerði þá sitt til að finna lausn- ir. Stundum kom hún með slík mál til mín og við reyndum í sameiningu að beina málum í rétta farvegi. María ljósa var sterkur persónu- leiki, bráðgreind og frábær að dugn- aði. Hún var geðrík, en hafði góða stjórn á skapi sínu. Hún var einnig mjög skemmtileg kona og fróð, sagði vel frá og hreif fólk með sér í frásögn sinni. Dagbjörtu er minnisstætt, þeg- ar María sat yfir henni, klukkutímana áður en sonur okkar fæddist, hve gott var að hafa hana hjá sér, gleyma sér við frásagnir hennar og njóta síðan nærfærinna handtaka hennar og Ólafs læknis Sveinssonar við fæðingu drengsins. „Til hamingju sr. Þórir, það er fæddur gullfallegur strákur,“ sagði María svo við mig strax og hún komst í símann. Hún lét sér annt um strákinn. Það lýsir bæði vináttu hennar og þjóð- legum hugsunarhætti, að leikföngin sem hún gaf honum voru kindahorn, leikföng sem enn eru í notkun hjá dætrum hans, þegar þær koma í sum- arbústaðinn til afa og ömmu. Það eru 45 ár síðan við María kynnt- umst og það fer brátt að vora. Við sem að baki þessum orðum stöndum horf- um á eftir Maríu inn í „nóttlausa vor- aldar veröld“ eilífðarinnar, „þar sem víðsýnið skín“. Við Dagbjört og börnin okkar þökkum henni alla hennar gjörð fyrir okkur, hennar heila hug og hjarta. Pálínu og Bjarna og fjölskyldu þeirra sendum við okkar hlýjustu samúðarkveðjur og minnum á hin huggunarríku orð sr. Matthíasar: Hvað er hel? Öllum líkn, sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, ljósmóðir, sem hvílu breiðir. Sólarbros, er birta él, heitir hel. Þórir Stephensen. ✝ Oddur Kristjáns-son fæddist á Steinum í Stafholts- tungum 11. ágúst 1914. Hann lést á Dvalarheimilinu í Borgarnesi 17. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján F. Björns- son, bóndi og húsa- smiður á Steinum, f. 1884 og Jónína Rannveig Oddsdótt- ir húsfreyja, f. 1890. Oddur átti fjögur systkini. Elst var Málfríður húsfreyja í Reykjavík, f. 1912, maður hennar var Finn- ur Jónsson, þau eru bæði látin. Kristín húsfreyja í Bakkakoti í Stafholtstungum, f. 1917, henn- ar maður var Axel A. Ólafsson, bæði látin. Björn kennari í Reykjavík, f. 1920, kona hans er Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Þur- íður Jóhanna prófessor í Reykjavík, f. 1927, fóstursystir þeirra er Sigríður Baldursdóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, f. 1936, gift Ásgeiri Pálssyni. 21. janúar 1942 kvæntist Odd- ur Laufeyju Pétursdóttur frá Guðnabakka í Stafholtstungum, f. 29. nóvember 1906, d. 5. sept- ember 1999. Foreldrar hennar voru Pétur F. Kristjánsson bóndi á Guðnabakka, f. 1865 og Guðríður Ófeigs- dóttir húsfreyja, f. 1870. Oddur og Laufey eignuðust fimm börn: Dreng- ur, fæddur 1942, dáinn samdægurs. Pétur Fjeldsted, f. 1943 kona hans Sig- ríður St. Gunn- laugsdóttir, þau eiga 3 börn. Krist- ján Franklín, f. 1944, kona hans Sigríður Þ. Runólfs- dóttir, látin, eign- uðust þau 3 börn. Jóhann, f. 1946, giftur Valgerði Björnsdóttur og eiga þau 4 börn og 3 barnabörn. Sæunn Guðríð- ur, f. 1948. Oddur stundaði nám í héraðs- skólanum í Reykholti 1931–33. Var bóndi á Steinum frá 1942, stundaði húsasmíðar og járn- smíðar jafnframt búskap. Hann sat í hreppsnefnd Stafholts- tungna 1954–86, var sýslunefnd- armaður 1958–89, hreppstjóri 1962–85, sat í fasteignamats- nefnd Mýrasýslu frá 1963 og var endurskoðandi Sparisjóðs Mýra- sýslu 1974–89. Útför Odds verður gerð frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Hjarðarholtskirkju- garði. Oddur afi eða afi niðurfrá eins og við systkinin kölluðum hann hefur nú kvatt þennan heim. Trú- lega sáttur og sæll eftir langa ævi og búinn að hitta Laufeyju ömmu aftur. Ég held að fyrstu minningar mínar um afa séu þegar hann stóð í sóti og reyk í smiðjunni sinni að smíða skeifur. Sveitungarnir komu svo heim að Steinum og keyptu skeifur, fengu í nefið hjá afa og oft var farið inn í kaffi og skipst á fréttum. Við systkinin fylgdumst með öllu saman og fengum mjólk og pönnuköku eða kannski kleinu hjá ömmu. Við áttum rólur og sandkassa fyrir utan smiðjuna hans afa og rétt hjá var búið okkar þar sem búfénaðurinn var leggur og skel. Við fengum oft hjálp hjá afa þegar við vorum í einhverjum stórfram- kvæmdum í búskapnum okkar. Á vorin hjóluðum við systkinin nið- ureftir til afa og hann smurði hjól- in fyrir okkur og pumpaði í dekk ef þess þurfti. Þá vorum við tilbúin í hjólreiðatúra sumarsins. Afi sner- ist þetta í kringum okkur léttur í lund og glotti út í annað, tók svo upp tóbaksklútinn og snýtti sér. Það var líka alltaf viðkvæðið þegar við systkinin áttum að snýta okkur rösklega að koma með hreppstjór- asnýtu eins og afi. Grænt Opal átti afi alltaf uppi á skáp og þegar maður kom í heimsókn fékk maður tvö stykki og þar við sat. Enda lét maður Opalið renna lengi í munn- inum og naut bragðsins. Enn þann dag í dag hugsa ég til afa og ömmu niðurfrá þegar ég heyri klukkuna í útvarpinu slá 12 slög. Þá minnist ég þess þegar afi kom að mat- arborðinu þar sem amma var með allt tilbúið, afi tók af sér gler- augun, setti önnur upp og byrjaði að borða. Eftir matinn lagði hann sig og hraut yfir hádegisfréttunum í útvarpinu. Afi fékk sér alltaf heimabakað brauð með afaosti í miðdegiskaffinu. Ég var komin á unglingsár þegar ég vissi að þessi ostur heitir gráðostur. Síðustu tvö sumrin sem afi var heima á Stein- um var farið að minnka verulega hvað hann gat tekið þátt í hey- skapnum. Annað sumarið var ég með umbúðir á annarri hendinni og gat því ekki hamast í bögg- unum. Þá sátum við afi úti í góða veðrinu og spjölluðum. Hann var þá að segja mér sögur frá því hann var ungur, við smíðavinnu hér og þar og eins fór hann víða og járn- aði hesta fyrir sveitungana. Mér fannst ómetanlegt að fá kallinn til að sitja rólegan og spjalla því áður fyrr var hann alltaf á þönum í verkunum. Fyrir tæpum níu árum fór hann svo á Dvalarheimilið í Borgarnesi. Ég á skemmtilega mynd af honum og syni mínum þar sem hann er að gefa langafa sínum grænan Opal, þar hafði þetta snú- ist við og afi japlaði á Opalinu. Með þessum minningum og ótal öðrum ætla ég að minnast afa nið- urfrá. Jónína Laufey Jóhannsdóttir. Elsku afi minn. Það eru ótal minningar sem streyma í huga minn er ég hugsa um allar þær skemmtilegu stundir sem ég átti í sveitinni hjá þér og ömmu. Við frændsystkinin eltum þig og fylgdumst með því sem þú vast að gera hvort sem það var að hugsa um kýrnar þínar, vinna í heyskapnum eða byggja eitt stykki sumarbústað á hlaðinu á Steinum, alltaf vildum við vera nálægt þér. „Hann afi minn er hreppstjóri í Stafholtstungum í Borgarfirði,“ var ekki sjaldgæf setning hjá mér þegar ég talaði um hversu heppin ég var að eiga svona góðan og merkilegan afa við vini mína og bekkjarfélaga. Ég gleymi því aldr- ei þegar þú varðst sjötugur og það var haldin heilmikil veisla í félags- heimilinu í Varmalandi fyrir þig og ég, Jónína, Doddi og Laufey vor- um svo stolt af því að vera barna- börn hreppstjórans í Stafholt- stungum að við héngum utan í þér alla veisluna, en þér var alveg sama um það því ekkert gat komið í veg fyrir að við fengjum alla þína athygli. Þegar við þurftum að kveðja þig og fara heim í Reykjavík varstu alltaf með ópalpakka sem við systkinin fengum með í nesti eða pening fyrir ópalpakka á leiðinni heim. En nú er komið að því að kveðja og ekki er það lítil stelpa sem kveður afa sinn á hlaðinu á Steinum í von um að fá ópalpakka með í nesti heldur er þetta hin hinsta kveðja. Elsku afi, takk fyrir allar þær yndislegu stundir og alla þá ástúð sem þú gafst mér í gegn- um árin. Hvíl í guðs friði, elsku afi minn. Guðbjörg. Nú þegar komið er að þeim tímamótum að kveðja hann afa í síðasta sinn koma upp í hugann margar góðar minningar. Það var alltaf gaman að heimsækja hann og ömmu í sveitina á Steinum enda voru þau bæði sérstaklega góð við barnabörnin sín. Afi var mikið ljúf- menni og einstaklega hæglátur maður, en það breytti því ekki að mér fannst hann alltaf vera merki- legasti maður sem ég þekkti og sérstaklega merkilegt fannst mér að vera alnafni hans. Ég leit á afa sem mesta höfðingja í Borgarfirði enda þegar ég var í bílnum á leið- inni í sveitina eða á leiðinni heim aftur, með mömmu og pabba, fór oft mestur hluti leiðarinnar að hlusta á pabba segja sögur af afa. Þegar kom að því að kveðja og fara aftur til Reykjavíkur var mjög mikilvægt að fá ópalpakka í nesti, ég minnist þess ekki að afi hafi valdið mér vonbrigðum með það. Ég minnist afa með miklum hlý- hug nú þegar ævi hans er öll. Hvíl í friði og takk fyrir allt. Oddur Kristjánsson. ODDUR KRISTJÁNSSON fjárrækt var hugðarefni húsbónd- ans en kona hans taldi aldrei nógu mikið gert fyrir kýrnar. En á þessum og næstu árum urðu svo miklar breytingar í sveitum lands- ins er tæknivæðing hélt innreið sína. En ég man enn Aladin-lampa og gasluktir og löng kvöld, meðan kýrnar voru handmjólkaðar. Svo kom ljósavél og lýsti upp krók og kima í gamla bænum með bursta- sniðinu og þá var líka hægt að hlusta á alla barnatíma útvarpsins. Í sveitinni voru sauðburður og smalamennska hátíðir. Foreldrar mínir höfðu afar gam- an af gestakomum og ég man fjöl- mennar hrútasýningar og fleira í þeim dúr. Það má segja að þau hafi næst- um aldrei tekið sér frí, en pabbi gat þó sinnt félagsstörfum og sá þá bara mamma um allt á meðan. En þau hlutu viðurkenningar fyrir fallegt bú og glöddust mjög yfir því. Það rifjast líka upp allar gömlu sögurnar frá uppeldisárum hans, dvöl á vertíð í Grindavík, nám á Hvanneyri, ár í vinnu- mennsku, allt þetta veitti víðsýni í huga fátæks sveitapilts. Það er ekki ætlun mín að vera með neitt oflof, það stundaði hann nú reynd- ar ekki. Við fjölskyldan í Luxemburg höfðum gaman af að koma í sveit- ina með börnin og þau nutu þess að kynnast aðeins lífinu í sveitinni. Far í friði Guðrún Guðlaug. ✝ Guðrún Sigríðurfæddist á Ósmel í Reyðarfirði 5. apríl 1913. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fá- skrúðsfirði 15. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ragnheiður Finns- dóttir Malmquist húsfreyja og Bjarni Sigurðsson útvegs- bóndi í Skálavík við Fáskrúðsfjörð. Al- bróðir Guðrúnar var Hornafirði og Guðbjörg Sigurðar- dóttir, húsfreyja í Austurhóli, síð- ar í Árnagerði á Fáskrúðsfirði. Börn Guðrúnar og Hjartar eru: Ragnheiður, f. 21.3. 1936, Guð- björg, f. 29.3. 1937, Sigríður, f. 29.3. 1937, d. 5.8. 1993, Lára, f. 15.7. 1938, Aðalbjörg Hrefna, f. 27.6. 1940, d. 19.2. 1941, Aðalbjörg Rafnhildur, f. 18.7. 1942 og Birna Valdís, f. 10.5. 1946, d. 25.8. 1999. Þau ólu einnig upp fjögur fóstur- börn. Guðrún og Hjörtur stofnuðu ný- býlið Lækjamót í Fáskrúðsfirði 1936. Þar voru þau búsett til 1986. Guðrún Sigríður bjó síðan í Hafnarfirði, en síðustu árin hefur hún dvalið á Uppsölum. Guðrún Sigríður verður jarð- sungin frá Kolfreyjustaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Finnur Bjarnason, f. 22.2. 1909, d. 4.2. 1993. Hálfbræður Guðrúnar samfeðra voru Rögn- valdur Bjarnason, f. 3.1. 1932, d. 26.11.2002, og Birgir Bjarnason, f. 22.09. 1935, d. 1957. Guðrún Sigríður giftist 26.10. 1935 Hirti Guðmundssyni, f. 12.8. 1907, d. 6.9. 1986. For- eldrar hans voru Guð- mundur Jónasson, bóndi á Austurhóli í Nú er löngu ferðalagi ömmu lokið, og hvíldin langþráða fengin. Ég fæddist á Lækjamóti, heima hjá ömmu og afa. Örlögin höguðu því svo, að þar átti ég heimili þar til ég stofnaði mitt eigið. Amma sagði alltaf að ég hefði komið með ljósið. Það var vegna þess, að rétt áður en ég fæddist var heimarafstöðin tilbúin og raf- magnið leitt í bæinn. Ég á góðar minningar frá uppvaxtarárunum hjá ömmu. Þegar ég lít til baka, undrast ég oft hvernig hún komst yfir allt sem hún gerði. Ég hef nú stundum skammast mín fyrir hvað ég var löt að hjálpa henni við húsverkin. Ég kaus frekar útiverkin. Amma var organisti í Kolfreyjustaðarkirkju í rúm 50 ár. Ég var ekki gömul þegar hún fór að taka mig með á söngæfingar í kirkj- unni. Það voru skemmtilegar stundir. Það var ótrúlegt hvað hún hafði mikla þolinmæði við að kenna mér og fleiri stelpum í sveitinni sálmana. Mörg okkar sem eru núna í kirkjukórnum, byrjuðum hjá henni í söngnum. Það var alltaf gott að koma til ömmu í heimsókn. Hún passaði vel upp á að eiga pönnukökur til að gefa ömmu- og langömmubörnunum sín- um meðan hún hafði heilsu til. Þótt amma væri orðin mikið veik síðustu mánuðina, hafði hún alltaf sama áhuga fyrir hvað væri að frétta af fjöl- skyldunni. Spurði um börnin og fylgdist vel með sínum stóra hópi af- komenda. Hún var mikil amma. Ég og mín fjölskylda, kveðjum hana með söknuði og þakklæti, en minningin lif- ir. Ég trúi að þau sem farin eru, afi, mamma, Valdís og fleiri úr fjölskyld- unni, taki á móti ömmu opnum örm- um. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku amma, Guð geymi þig, þín dótturdóttir Sigrún. GUÐRÚN SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR Elsku langamma. Við kveðjum þig með söknuði í huga. Við vitum að þér líður vel núna og að þú ert komin til langafa. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þín langömmubörn, Árni Reynir, Sigursteinn Bjarni, Bryndís Björk, Haraldur Páll, Aldís Ýr, Sigurður Bjarni og Elísa. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.