Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ SigurbjörgBjarnadóttir
fæddist í Neskaup-
stað 12. ágúst 1937.
Hún lést af slysför-
um á Kanaríeyjum
10. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Bjarni
Guðmundsson sjó-
maður, f. 11.9. 1909,
d. 18.7. 1984 og
Lára Halldórsdóttir,
verkakona, f. 13.11.
1914, d. 4.12. 2001.
Systkini Sigurbjarg-
ar eru Birna Ósk
læknaritari, f. 20.6. 1943 og
Guðmundur bæjarstjóri, f. 17.7.
1949.
Sigurbjörg giftist, 9. janúar
1960, Hirti Árnasyni sjómanni, f.
28.6. 1936, í Neskaupstað. For-
eldrar hans voru Árni Daníels-
son verkamaður, f. 23.3. 1901, d.
3.7. 1978, og Gyða Steindórs-
dóttir húsmóðir, f. 26.2. 1901, d.
20.3. 1960.
Börn Sigurbjargar og Hjartar
eru: 1) Bjarni íþróttakennari, f.
15.1. 1958, kvæntur Ingigerði
Sæmundsdóttur kennara, f. 16.1.
1969. Börn þeirra eru Bryndís
og Brynja, f. 19.9. 1990, og Sig-
urbergur, f. 28.2. 1999. 2) Gyða
María meinatæknir, f. 12.10.
1960, gift Jóhanni G. Kristins-
syni vallarstjóra, f. 15.8. 1956.
Börn þeirra eru
Kristinn Vilhjálmur
íþróttakennara-
nemi, f. 14.8. 1981,
Sigurbjörg verslun-
arskólanemi, f.
23.6. 1987, og
Hjörtur Árni, f.
23.3. 1993. 3) Lára
bankastarfsmaður,
f. 2.2. 1962, í sam-
búð með Sigurði
Indriðasyni skrif-
stofumanni, f. 14.3.
1953. Sonur þeirra
er Guðmundur, f.
30.8. 1994.
Sigurbjörg ólst upp í Nes-
kaupstað og bjó þar allan sinn
aldur. Lang stærstan hluta
starfsævi sinnar vann hún á
Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað. Hún hóf þar störf sem
gangastúlka á fyrsta starfsári
sjúkrahússins árið 1957 og vann
þar með hléum til 1969. Árið
1973 hóf hún störf á heilsugæslu
sjúkrahússins, fyrst í móttöku
en síðan sem röntgenmyndari
og gegndi því starfi til ársins
2004, en þá hætti hún að vinna
utan heimilis. Sigurbjörg sat í
stjórn Fjórðungssjúkrahússins
frá árinu 1976 til 1990 þar af 8
ár sem stjórnarformaður.
Útför Sigurbjargar fer fram
frá Norðfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Inga, mamma er dáin, sagði Gyða
mágkona mín í símann. Hræðilegt
slys hefur orðið og Sibba er dáin.
Bjarni fer til Kanarí og sækir pabba
sinn. Þvílíkt áfall og sorg. Eiginmað-
ur minn og mágkonur hafa misst
móður sína sem hefur reynst þeim
svo vel, glaðst með þeim og hvatt
þau til dáða. Börnin hafa misst
ömmu sem allir vildu eiga og Hjört-
ur sinn lífsförunaut og félaga. Allt er
breytt, kær tengdamóðir mín og ein
besta vinkona er farin. Á einu auga-
bragði breyttist fjölskyldumyndin.
Minningarnar sem eru svo margar
og skemmtilegar ylja okkur nú á erf-
iðum tímum. Hlátrasköllin í hópnum,
fótboltahjalið, frammígripin sem við
vorum orðnar svo flinkar í að passa.
Okkur skorti aldrei umræðuefni og
naut ég þess að eiga Sibbu að. Það
var gott að hringja austur með frétt-
ir eða fyrirspurn. Sibba var oft kvíð-
in fyrir leiki sem Bjarni stjórnaði og
tók nærri sér ef þeir fóru illa. En það
var alltaf tilhlökkun að hringja og
fagna fótboltastigum.
Sibba kom fram við barnabörnin
af mikilli natni og virðingu. Kósý
morgnar á Hlíðargötunni og Bakka-
bakka. Þrjár skvísur, tvær 14 og ein
67, kúra undir sæng og hlátrasköllin
óma um húsið.
Sibba var sniðug að láta lítið barn
fara í einhverja rútínu. Hún gat
spjallað lengi í síma við börn og hald-
ið uppi hrókasamræðum þó barnið
kynni aðeins eitt eða tvö orð. Þegar
barnabörnin voru nýfædd og amma
langt í burtu hringdi hún til að heyra
andardráttinn í þeim. Þegar ég var
heimavinnandi með stelpurnar litlar
gat ég verið með Sibbu og Hirti fyrir
austan í lengri tíma og tekið þátt í
þeirra daglegu rútínu. Minningarnar
eru svo óendanlega margar og í
gegnum tárin brosum við og yljum
okkur við þær.
Það er sárt að hugsa til þess að
hennar nærveru og leiðsagnar nýtur
ekki lengur.
Tímarnir framundan hjá okkur
eru erfiðir en við höfum hvert annað
og yljum okkur við fallegar myndir
og minningar að eilífu.
Að lokum vil ég þakka Sibbu fyrir
samfylgdina síðastliðin 16 ár. Ég
hefði viljað hafa þau svo miklu fleiri.
Þín tengdadóttir,
Ingigerður.
Elsku Sibba.
Eftir yfir þrjátíu ára kynni fékk ég
þessar hræðilegu fréttir af andláti
þínu á Kanaríeyjum. Ég var staddur
erlendis og við tók biðin eftir að
komast heim til konu, barna og allr-
ar þinnar frábæru fjölskyldu. Þá fór
maður í gegnum allan þennan tíma
sem hefur verið svo góður og aldrei
borið skugga á.
Það eru sannarlega forréttindi að
hafa átt þig að, Sibba mín, að sjá
hvernig þú og Hjörtur áttuð flesta
vini okkar Gyðu og líka barnanna
okkar sem ykkar félaga og vini. Ykk-
ar hlýja heimili fyrst á Hlíðargötunni
og nú á Bakkabakka sem alltaf var
öllum opið og sú ást og alúð sem þú
sýndir mér og minni fjölskyldu mun
aldrei gleymast. Mér fannst svo
sannarlega ekki til neitt réttlæti
þegar ég fékk þessar fréttir frá Kan-
arí. Minningar um frábæra ferð um
jólin 2003 með allri þinni fjölskyldu
til Kanarí lifa svo bjart hjá mér að ég
hélt að þar gæti svona lagað ekki átt
sér stað.
Elsku Sibba, auðurinn er svo
sannarlega ekki talinn í krónum en
ef svo væri þá hefðum við sem áttum
þig að misst miklu meira en ég gæti
talið og þess vegna veit ég að þú
munt búa í efstu hæðum með útvöld-
um um ókomna tíð.
Þinn tengdasonur
Jóhann G. Kristinsson.
Elsku amma mín.
Þegar ég fékk þær hræðilegu
fréttir að þú værir farin frá okkur
vildi ég ekki trúa því, þetta var bara
of óraunverulegt til að geta verið
satt. Aldrei hefði mér dottið í hug að
okkar síðasta stund saman yrði núna
áður en þú og afi fóruð til Kanarí.
Það er svo margt sem við áttum eftir
að upplifa saman og þú þurftir að
kveðja þennan heim allt of fljótt.
En þú skildir eftir þig margar
minningar og þegar ég hugsa til
baka höfum við gert svo ótrúlega
margt saman.
Þú og afi tókuð alltaf jafnvel á
móti mér þegar ég kom í heimsókn
til Norðfjarðar, það var alltaf jafn-
notalegt að vera hjá ykkur og það
var alltaf svo erfitt að kveðja þegar
þurfti að fljúga aftur heim.
Hjá þér leið mér alltaf svo vel og
það var svo gaman að spjalla við þig.
Við höfum átt svo margar góðar
stundir saman, þegar ég fór með þér
og afa til Benidorm þegar ég var lítil,
Kanaríferðin um jólin 2003 með allri
fjölskyldunni og svo núna síðast í
haust þegar við fórum saman til
Danmerkur og áttum saman
ógleymanlega helgi. Já amma, svona
gæti ég haldið áfram endalaust og
rifjað upp okkar stundir, svo margar
voru þær.
En ég veit að þú munt fylgjast
með mér og okkur öllum áfram og þó
svo að ég fái ekki aftur símtal frá þér
fyrir leik með ósk um gott gengi veit
ég að þú munt alltaf hugsa til mín og
senda mér góða strauma.
Elsku amma, ég mun sakna þín
mikið, þú varst alveg einstök mann-
eskja og ég lærði heilmargt af þér.
Ég veit að þú ert á góðum stað núna
og þér líður vel. Ég hugsa bara með
þakklæti til allra stundanna sem við
fengum að eiga saman og þær eru
mér ómetanlegar. Ég elska þig af
öllu mínu hjarta, Sibba amma mín.
Þín
Sigurbjörg.
Það var ofboðslega sárt að heyra
að þú varst dáin. Á einu augnabliki
varstu horfin. En minningarnar okk-
ar eru margar og góðar sem gleym-
ast aldrei. Ég man hvað við vorum
góðar vinkonur og gerðum margt
skemmtilegt saman. Þegar ég fékk
einkunnirnar eða gekk vel í fótbolt-
anum voruð það þið afi sem ég
hringdi fyrst í. Þú og afi voruð svo
rosalega dugleg að hringja í okkur
barnabörnin og okkur fannst gott að
fá hringingu frá ykkur af því að þið
áttuð heima svo langt í burtu. En í
verkfallinu langa núna síðastliðið
haust komum ég og Bryndís austur í
Neskaupstað til ykkar og vorum í
nokkra daga. Allar stundirnar þá
vorum við með bros á vör það var svo
gaman hjá okkur. En ég hélt að ég
myndi vaxa upp úr því að kúra uppí
rúmi með þér og afa en svo var ekki
því ég man svo vel einn morguninn
þegar þú nenntir ekki í sund fórum
ég, þú og Bryndís allar þrjár saman
og kúrðum okkur í rúminu. Það var
svo gott að vera nálægt þér, þú varst
svo hlý og góð kona sem öllum þótti
svo vænt um. En þessi verkfallsvika
fyrir austan er með þeim sterkustu
minningum sem ég á með þér.
En núna í dag er allt svo tómlegt
án þín. Stundum trúi ég ekki að þú
sért farin. Síðasta heimsóknin áður
en þið afi fóruð út verður ógleym-
anleg. Ég og Bryndís vorum búnar
snemma í skólanum. Þið voruð að
koma í bæinn að austan á leiðinni til
Kanarí. Mamma og pabbi voru að
vinna en ég hellti upp á kaffi og
Bryndís bjó til smásnarl. Þarna sát-
um við saman, hlógum og töluðum
um allt milli himins og jarðar. Eftir
að þið höfðuð setið lengi ákváðuð þið
að drífa ykkur. Við kvöddumst og
svo voruð þið farin út. Ég gleymi þér
aldrei, amma mín, og takk fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an.
Brynja.
Hún amma okkar var alltaf svo
góð og skemmtileg. Okkur langar að
kveðja hana með fallegu ljóði eftir
Jóhannes úr Kötlum.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Takk fyrir allt, elsku amma.
Hjörtur Árni og Sigurbergur.
,,Það var keyrt á ömmu, hún er dá-
in,“ sagði pabbi. Heimurinn hrundi.
Amma mín er farin. Okkur er svo illt
í hjartanu eins og hún sagði. Sibba
amma var svo hlý og góð. Hún tók
manni alltaf opnum örmum og þegar
mér leið illa tók hún utan um mig.
Hún var svo vinamikil og skemmti-
leg. Það leið ekki einn dagur án þess
að einhver kæmi í heimsókn til
ömmu og afa. Það var alltaf svo
hreint og fínt heima hjá afa og ömmu
og amma varð stolt þegar einhver
hrósaði því.
Hún kenndi okkur systrunum að
prjóna og skúra og að það væri gott
að láta gervirjóma á ávexti úr dós-
um. Oft kúrðum við uppi í rúmi og
töluðum um allt á milli himins og
jarðar. Stundum vorum við öll
barnabörnin upp í rúmi hjá afa og
ömmu á morgnana. Það var alveg
frábært. Amma var mikill barnavin-
ur og mikið var gott að fá símhring-
ingu frá henni þegar við systkinin
vorum ein heima. Síðast þegar við
vorum í heimsókn hjá afa og ömmu
fórum við amma í sund eldsnemma á
morgnana. Amma fékk mig til að
synda nokkrar ferðir með sér. Ég
kveð með söknuði og minningarnar
um hana munu ekki gleymast.
Bryndís.
Svo undur bjart,
svo undur hlýtt
var umhverfis þig,
eins og fegurð vors,
eins og fjallablær
væri í fylgd með þér.
Afrek þú vannst
og auð gaf þín hönd.
– Hverju barni, sem grét,
hverju blómi, sem kól,
hverjum veikan þú fannst
veitti góðvild þín skjól.
Því gleymist þú ei,
því geymist þitt nafn
eins og gullstöfum rist
inn í ókomna tíð
þar sem ósk þín og von
fyrir ættjarðar heill
verður uppfyllt
– fær ræst um síð.
(Sigríður Einars.)
Elsku mágkona, hjartans þakkir
fyrir alla þína elsku til mín og minna.
Klara.
Í dag kveð ég Sigurbjörgu Bjarna-
dóttur, góða vinkonu, samstarfskonu
og granna. Síðast þegar við sáumst
var ég að stíga út úr bílnum á hlaðinu
heima, og hún var að snarast upp í
sinn bíl, hún veifaði til mín og sagði
„sjáumst í næsta stríði“.
Ég kynntist Sibbu fyrst fyrir
u.þ.b. 35 árum þegar hún fór að
vinna á sjúkradeildinni á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu. Þetta áttu bara að
vera stuttar afleysingar en urðu um
30 ár. Ég komst fljótt að því að þar
höfðum við fengið góðan liðsmann.
Sibba var dugleg, hreinskiptin og
sérstaklega úrræðagóð. Það hentaði
vel þar sem oft þurfti að bjarga ýms-
um málum og kannske ekki alltaf á
hefðbundinn hátt. Þetta var í „fyrra
stríðinu“ sem við kölluðum en á þeim
tíma voru fjölmargir erlendir togar-
ar hér á miðunum, og sífellt verið að
leggja inn ýmist veika eða slasaða
sjómenn. Það kom fyrir að allt þraut,
sængur, koddar og rúm, en alltaf
tókst Sibbu að töfra eitthvað fram,
og þegar ég spurði hissa hvernig hún
hefði farið að þessu þá kom á hana
grallarasvipur og hún sagði „þú vilt
ekki vita það“. Eftir vinnuna á
sjúkradeildinni flutti hún sig á neðri
hæðina og vann mest á röntgen, þó
hún snaraði sér líka í önnur verk eft-
ir því hvar þörfin var mest. Það er
ómetanlegt fyrir stofnun eins og
okkar að hafa traust og fjölhæft
starfsfólk sem alltaf er hægt að
treysta á.
Á flestum myndum minninganna
þegar litið er yfir farinn veg er
Sibba. Sibba að koma inn um dyrnar
sem hún opnar með mjaðmahnykk,
með Dillonsköku í annarri hendinni
og rjómaskál í hinni til að gleðja
samstarfsfólkið, Sibba á dansgólfinu
í Egilsbúð að tvista við Guðjón blikk,
við báðar standandi niðri í röntgen
um hánótt, reynandi að fá drukkinn
beljaka til að standa kyrran svo
hægt sé að ná lungnamynd, við kæf-
andi niður í okkur hláturinn, og
svona má lengi telja. Að vera hrein-
skiptin er að vera ekki í fýlu útaf ein-
hverju heldur segja strax ef manni
mislíkar, þennan eiginleika hafði
Sibba, hún sagði að það væri bara
mikið einfaldara. Og eitt var það,
hún átti svo gott með að gera grín að
sjálfri sér, eiginleiki sem gladdi
marga samstarfsmenn okkar. Það
gleymist seint þegar Brigdestone
sjálfur átti afmæli, vel heppnað apr-
ílgabb Guðmundar bróður hennar
sem birtist í Austurlandi. Í tilefni af-
mælisins bauð Bridgestone uppá
hræódýra hjólbarða og tók gömlu
dekkin uppí, en það var takmarkað
magn af hjólbörðum. Frú Sigurbjörg
æddi af stað, ætlaði að gleðja hann
Hjört sinn og vera búin að redda
þessu áður en hann kæmi af sjónum,
hringdi í Guðmund bróður og bað
hann hjálpa sér að ná hjólbörðunum
undan bílnum. Þar voru eitthvað lé-
legar undirtektir, hann vildi bara að
hún „biði og sæi til“. „Það er alltaf
eins að biðja þetta fólk, mundi ekki
hjálpa barni yfir læk,“ sagði hún æst.
Svo komst allt upp, það var 1. apríl.
Enginn sagði þessa sögu jafn vel og
Sibba. En hún var líka heppin í lífinu
hún Sibba, eigandi elskulegan lífs-
förunaut og félaga og ræktarsöm og
góð börn.
Að leiðarlokum þakka ég og við
hjón fyrir samfylgdina, og sendum
eiginmanni, börnum og fjölskyldu
hennar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og fyrirbænir.
Guðrún Sigurðardóttir.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Í dag kveðjum við í hinsta sinn
móðursystur okkar, Frænku og vin-
konu, Sigurbjörgu Bjarnadóttur.
Alla ævi hafa Frænka og Frændi
(Hjörtur), eftirlifandi eiginmaður
hennar, búið í næsta nágrenni við
okkur systkinin og hafa þau bæði
verið stór og mikilvægur hluti af
okkar lífi. Góðu minningarnar eru
fyrir löngu orðnar óteljandi þannig
að erfitt er að nefna eitthvað eitt um-
fram annað og hvað þá að reyna að
telja allt upp. Allar þessar minning-
ar munum við geyma með okkur
sjálfum og eflaust á oft eftir að rifja
upp eitt og annað spaugilegt sem
gerðist í okkar samskiptum. Alltaf
tók Frænka á móti okkur með breiðu
brosi og opnum örmum. Hún
skammaði okkur þegar þurfti en
hlustaði líka og sýndi okkur skilning.
Þetta gerði hún alla tíð og ekki bara
þegar við vorum börn því ólíkt því
sem oft vill verða þá fjölgaði sam-
verustundunum þegar við urðum
fullorðin. Við hafa bæst makar og
börn og tók hún þeim öllum sem
væru þau hennar eigin.
Það sem einkenndi Frænku um-
fram annað var hversu heilsteypt
manneskja hún var. Hún var lífsglöð,
jákvæð, áræðin, hreinskilin og hafði
alveg frábært skopskyn. Þrátt fyrir
að ýmislegt hafi bjátað á í lífsins
ólgusjó virtist hún hafa gott lag á því
að „sigla upp í vindinn“ og standa af
sér stormana, hún efldist ef eitthvað
var. Án efa var það viðhorf hennar
(og þeirra beggja) til lífsins sem
gerði það léttara og skemmtilegra
og virkilega þess virði að lifa því.
Frænka var einungis á 68. aldurs-
ári þegar hún var tekin frá okkur,
eða eins og sumir segja; rétt þegar
lífið er að hefjast fyrir alvöru. Vinn-
an að baki og tómur leikur framund-
an en það var svo sannarlega það
sem átti að gera – að halda áfram að
ferðast og hafa það skemmtilegt.
Elsku Frænka! Það er sárt að
kveðja og ekki grunaði okkur að
þessi stund rynni upp svo skjótt og
án fyrirvara. Þó að dauðinn sé það
eina sem ekki er umflúið í þessu lífi
SIGURBJÖRG
BJARNADÓTTIR