Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 59 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 27. febrúar kl. 14. Þriðji dagur í fjögurra daga keppni. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir leik- ritið Ástandið sunnudaginn 27. febr- úar kl. 14 í Iðnó. Næsta sýning verður miðvikudaginn 2. mars kl. 14. Miðasala í Iðnó og skrifstofu FEB. Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gönguhópur leggur af stað frá Kirkju- hvolskjallaranum kl. 10.30. Félagsstarf Gerðubergs | Á mánudög- um kl. 10.30 og miðvikudögum kl. 8.45 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Gönguhópur Háaleitishverfis fer frá Hæðargarði 31 alla laugardags- morgna, boðið upp á teygjuæfingar og vatn að göngu lokinni. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður laugard. 26. feb. í sal I.O.G.T að Stangarhyl 4 og hefst spilamennskan kl 20. Að lokinni spilamennsku verður dansað fram eftir nóttu. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna- stund alla laugardag kl. 20. Einnig eru bænastundir alla virka morgna kl. 07– 08. Ath. breyttir tímar á morgun- bænastundunum. Ekki á Litla-Hrauni Þau mistök urðu við vinnslu fréttar um leikritið „Grjótharðir“ í Morgun- blaðinu á fimmtudag að það var sagt gerast á Litla-Hrauni. Hið rétta er að leikritið er staðlaust og á einungis að gerast „í fangelsi.“ Frumsýning á Segðu mér allt Í Morgunblaðinu mánudaginn 21. febrúar er rangur texti undir mynd á bls. 31 fyrir miðju, fyrir ofan fyrir- sögnina „Segðu mér allt frumsýnt“. Myndtextinn á að vera: Annetta A. Ingimundardóttir, Elínborg Guð- mundsdóttir, Eva Karlsdóttir og Þor- gerður Hanna Hannesdóttir fullar eftirvæntingar áður en sýning hófst. Þetta leiðréttist hér með og eru hlut- aðeigendur beðnir velvirðingar. LEIÐRÉTT Langur laugardagur Það er enginn laugardagur eins og Langur laugardagur - látið lesendur Morgunblaðsins vita af því! Skilafrestur á pöntunum og efni er til kl. 16 þriðjudaginn 1. mars. Hafðu samband við okkur í síma 569 1111 Sími 569 1111 | Fax 569 1110 | augl@mbl.is Listvinafélag Hallgrímskirkju Miðasala í Hallgrímskirkju sími 510 1000 Söngur og saxófónar Raschèr- saxófónkvartettinn Mótettukór Hallgrímskirkju Stjórnandi: Hörður Áskelsson Tónleikar í Hallgrímskirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 17 Tónlist eftir Bach, Penderecki og Huga Guðmundsson (frumflutningur) Miðaverð kr. 2.000 1.500 fyrir skólafólk og eldri borgara 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Ekki missa af Óliver! Óliver! Eftir Lionel Bart Lau. 26.2 kl 20 UPPSELT Fös. 04.3 kl 20 Örfá sæti Lau. 05.3 kl 20 Örfá sæti Sun. 06.3 kl 20 Örfá sæti Fös. 11.3 kl 20 Nokkur sæti Lau. 12.3 kl 20 Nokkur sæti Sýðustu sýningar Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! TÓNLEIKAR, til- einkaðir minningu Vals Arnþórssonar sem hefði orðið 70 ára þann 1. mars næstkomandi, verða haldnir í Skálholts- skirkju í dag. Fram koma Ólöf Sigríður Valsdóttir sópran, Þórunn Ósk Marínó- sdóttir sem leikur á víólu og Antonía He- vesi organisti. Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Árna Thor- steinsson, César Franck, Dorák, Jules Massenet, Oskar Merikanto og Verdi eru á dagskrá tónleikanna, en alls verða flutt tíu verk. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og eru allir velkomnir. Tónleikar í Skálholtskirkju Ólöf Sigríður Valsdóttir SÝNINGU á verkum Braga Ásgeirssonar listmálara í Þjóðmenningarhúsinu lýkur á mánudag, en Bragi hefur verið myndlistarmaður mánaðarins á Skólavefnum og í Þjóðmenningarhúsinu. Á sýningunni eru annars vegar verk frá upphafi ferils Braga um miðja síðustu öld og hins vegar ný verk. Þetta er í fyrsta sinn sem Skólavefurinn stendur að vali á myndlistarmanni mánaðarins og Ingólfur Kristjánsson ritstjóri vefjarins er afskaplega ánægður með útkomuna. „Þetta verkefni hefur vakið verulega athygli og gríðarlega margir skoðað sýninguna, bæði í Þjóðmenningarhúsinu og ekki síður á vefnum. Það er greinileg þörf fyrir framtak af þessu tagi.“ Ingólfur gerir ráð fyrir að Skólavefurinn taki upp þráð- inn fljótlega aftur og útnefni nýjan myndlistarmann mán- aðarins. Ennþá sé þó of snemmt að ljóstra því upp hver það verður. „Stefnan hjá okkur er að gera þetta með reglubundnum hætti í framtíðinni.“ Ingólfur segir augljóst að efni af þessu tagi á Skólavefn- um henti vel til kennslu og veit til þess að kennarar hafi fært sér það í nyt. Það sé því augljóst að verkefnið sé að skila sér inn í skólakerfið sem stundum hefur verið gagn- rýnt fyrir að sinna ekki listuppeldi íslenskra ungmenna sem skyldi. „Við erum virkilega ánægðir með viðtökurnar og munum halda áfram á sömu braut,“ segir Ingólfur. Sýningu Braga Ásgeirssonar að ljúka Morgunblaðið/Jim Smart AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Á TUTTUGUSTU öld var ekki óal- gengt að listamenn ynnu saman í hópum með ákveðið, gjarnan póli- tískt markmið í huga. Sem dæmi má nefna The Guerilla Girls sem mót- mæltu stöðu kvenna í listheiminum og Art Workers Coalition sem börð- ust t.d. fyrir auknu valdi minni- hlutahópa við sýningarstjórn í stærri söfnum. Hóparnir byggðu jafnan á hugmyndum og þeir einstaklingar sem við sögu komu voru ekki endi- lega að reyna að koma eigin verkum á framfæri heldur unnu í þágu hug- myndarinnar. Art Nurses sem samanstendur af listakonunum Ósk Vilhjálmsdóttur og Önnu Hallin er fyrirbæri í anda slíkra vinnuaðferða. List Óskar er jafnan tiltölulega pólitísk, hún leitast jafnan við að birta ákveðna fleti á samfélaginu og samtímanum, veltir þeim fyrir sér og býður áhorfand- anum að taka þátt. Anna Hallin vinn- ur á hljóðlátari hátt en jafnan með undirtóni sem hneigist e.t.v. í svipaða átt. Það má segja að hún vinni með undirmeðvitund samfélagsins en myndmál hennar byggist á þáttum eins og pípulögnum, flokkunarkerf- um, innanhússrýmum. Anna og Ósk unnu einmitt saman verkefni sem tengdist rými haustið 2003 en þá sýndu þær saman í Listasafni ASÍ undir titlinum Inn og út um gluggann. Nú hafa listakonurnar skapað Art Nurses, eða Listhjúkk- urnar. Eins og endranær kemur ís- lenskulöggan upp þegar enskunotk- un af þessu tagi bregður fyrir, því ekki nota íslenskan titil? Titillinn er annars nokkuð í anda annars list- hóps, The Icelandic Love Corpor- ation eða eins og þær nefnast á ís- lensku, Gjörningakúbburinn. Viðfangsefni Gjörningaklúbbsins er þó frekar listheimurinn en sam- félagið almennt. Það eru meiri krútt- legheit en broddur í verkum þeirra og skilur þar á milli með Art Nurses sem leitast við að birta „gagnrýna sýn á samspil listakvenna og stjórn- málamanna á samtíma sem einkenn- ist af sífellt aukinni freistni til að hlut- gera fleiri og stærri virkjanakosti. E.t.v. hefði mátt snúa þessum texta á liprara mál, merking hans er að mínu mati nokkuð óljós. Slíkar vangaveltur þvælast þó ekki fyrir áhorfandanum þegar horft er á myndband og brúður Art Nurses í sýningarsal Fugls. Hér er notast við einfaldar og húmorískar aðferðir við að sýna fram á hugsan- legt ósjálfstæði listamanna jafnt sem stjórnmálamanna, listakonurnar dansa á meðal stjórnmálamanna og því varla hægt að túlka verkið öðru- vísi en að við séum öll föst í sömu súp- unni. Einnig má líta svo á að árang- ursríkasta aðferð þeirra sem berjast fyrir ákveðnum málefnum sé að tala sama tungumál og andstæðingurinn, eflaust er mikið til í því. Hér kemur upp spurningin um hlutverk lista- mannsins og þátt listarinnar í pólitík eða þátt pólitíkur í listum, spurning sem ævinlega er brýn en erfitt að svara. Myndbandinu fylgir lauflétt og leikandi tónlist sem gefur í skyn and- rúmsloft þar sem allir hafa gleymt sér í dansinum, misst sjónar á því sem skiptir máli, það eina sem gildir er bara að dansa með. Það er ekkert íþyngjandi við þessa innsetningu Art Nurses, þvert á móti tekst þeim að velta upp áleitnum spurningum á fyr- irhafnarlítinn hátt, þær gefa áhorf- andanum líka færi á að móta sína eig- in skoðun og láta ekki of mikið uppi um sína eigin. Lofandi framtak hjá Art Nurses og maður bíður bara spenntur eftir framhaldinu. Því miður birtist þessi umfjöllun að sýningu lokinni, en sýningar í Fugli standa mjög stutt, eða aðeins eina viku og tvær helgar. MYNDLIST Fugl, Félag um gagnrýna list, Skólavörðustíg Sýningu lokið. Dansinn, Art Nurses Ragna Sigurðardóttir Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.