Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 21 ERLENT LEIÐTOGAR biskupakirkjunnar hafa beðið kirkjudeildirnar í Bandaríkjunum og Kanada að draga sig út úr mikilvægu ráði heimssambands kirkjunnar fram til ársins 2008 vegna deilna um afstöð- una til samkynhneigðar. Beiðnin var sett fram í lok fjögurra daga ráðstefnu heimssambandsins í Newry á Norður-Írlandi í fyrra- kvöld. Um 78 milljónir eru í biskupa- kirkjunni, ein af fjölmennustu deildunum er í Nígeríu. Fulltrúar deildanna í Afríkulöndum eru yf- irleitt mjög íhaldssamir og berjast hart á móti auknum réttindum samkynhneigðra í kirkjunni. Miklar deilur hafa staðið innan kirkjunnar eftir að samkynhneigður prestur var skipaður biskup í Bandaríkj- unum og eftir að prestar hennar fóru að blessa samkynhneigð pör í Kanada. Samþykki kirkjudeildirnar í Norður-Ameríku að draga sig út úr ráðinu verða þær ekki lengur full- gildir aðilar að heimssambandi biskupakirkjunnar. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC segir að þetta geti verið fyrsta skrefið í átt að varanlegum klofningi kirkj- unnar. Ósammála um samkynhneigð Í yfirlýsingu frá leiðtogum kirkj- unnar segir að þróunin í norður- amerísku kirkjudeildunum hafi grafið alvarlega undan boðskap biskupakirkjunnar um samkyn- hneigð. Forsenda beiðninnar er sögð sú að kirkjan þurfi tíma til að komast að sameiginlegri niðurstöðu í málinu en beiðnin þykir engu að síður mikill sigur fyrir talsmenn íhaldssamra gilda innan kirkjunnar. Þá segir í yfirlýsingu leiðtoganna að raunverulegur möguleiki sé á því að kirkjudeildirnar „velji ekki að ganga sömu leið til frambúðar“ og að fallist kirkjurnar í Bandaríkj- unum og Kanada ekki á að draga sig í hlé þurfi þær þegar „að læra að ganga einar“. Biskupakirkjan að klofna? London. AFP. Kirkjudeildirnar í N-Ameríku beðnar að draga sig út úr mikilvægu ráði FYRRVERANDI forstjóri rúss- neska olíurisans Yukos, Mikhaíl Khodorkovskí, segist vera algerlega saklaus af því sem hann hefur verið ákærður fyrir, sem m.a. eru skatt- svik, falsanir og fjárglæfrar. Kom þetta fram í þriggja klukku- stunda framburði hans fyrir rétti í Moskvu í gær en málflutningur hef- ur nú staðið í níu mánuði. Khodorkovskí var fangelsaður í október 2003. Hann kvaðst hafa rek- ið öflugt fyrirtæki „og aðstoðað ýmsa aðra við að rísa úr rústunum eftir hrun Sovétríkjanna“. Hann svaraði öllum ákæruatriðum, sem saksóknari lagði fram og sagði m.a. að hann myndi ekki öll smáatriði en hann hefði ekki borið ábyrgð á ákvarðanatöku er leitt hefði til ým- issa meintra brota. Þar að auki hefði allt sem Yukos gerði verið í sam- ræmi við gildandi lög á sínum tíma. „Ríkissaksóknari hefur ekki lagt fram nein sönnunargögn ... heldur reynir að búa þau til,“ sagði Khodor- kovskí. Bandarískur dómari vísaði á fimmtudag frá máli sem Yukos höfð- aði þar í Texas til að fá tímabundna greiðslustöðvun vegna hættu á gjaldþroti. Sagði dómarinn að þar sem megnið af starfsemi Yukos væri í Rússlandi væri ekki hægt að rétta í umræddu máli vestra. Taka yrði málið fyrir þar sem embættismenn Rússlandsstjórnar gætu tekið þátt í umfjöllun þess. Segist vera saklaus Moskvu, Washington. AFP. Reuters Mikhaíl Khodorkovskí ♦♦♦ NEFND á vegum Sameinuðu þjóð- anna byrjaði í gær að afla upplýsinga í Líbanon um morðið á Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra lands- ins. Í nefndinni eru þrír háttsettir lög- regluforingjar frá Írlandi og þeir hétu því að gæta hlutleysis. Yfirvöld í Beirút féllust á að vinna með nefnd- inni en höfnuðu ýtarlegri rannsókn af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Líbanons og sýrlensk stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa staðið fyrir morðinu á Hariri 14. febrúar. Varnarmálaráðherra Sýrlands, Abdel Rahim Mrad, tilkynnti í fyrra- dag að Sýrlendingar hygðust senda hermenn sína í Líbanon inn í Bekaa- dal í austurhluta landsins, nálægt landamærunum að Sýrlandi. Ekkert benti þó til þess í gær að liðsflutning- arnir væru hafnir. Um 14.000 sýrlenskir hermenn eru í Líbanon. Í ályktun, sem örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti í september, er þess krafist að herliðið fari þaðan og að Sýrlend- ingar virði fullveldi Líbanons. Nefnd SÞ aflar gagna um morðið á Hariri Beirút. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.