Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Tilboð óskast í 20 feta skemmti- og fiskibát að Draco gerð, sem sökk í Vestmannaeyjahöfn. Báturinn var knúinn af 230 Hö Volvo Penta KAD 42 B vél, ekin 70 stundir. Innréttingar, rafbúnaður ofl. er skemmt eftir óhappið. Vélbúnaður var tekin úr bátnum, hreinsaður og yfirfarin eftir óhappið. Ath. tilboð skal gera í tvennu lagi: í bát og vagn og í vél og drif. Tilboða er óskað í búnaðinn í núverandi ástandi og er hann til sýnis hjá Fjölverk ehf í Vestmannaeyjum. Tilboðum sé skilað á skrifstofu félagsins í Vestmannaeyjum fyrir kl 4.30 mánudaginn 31 janúar. Einnig má bjóða í bátinn á vef félagsins www.tmhf.is - TM Tjónaskoðunarstöð - Tjónaskoðunarstöð • Hamarshöfða 2 Sími 515 2804 • Símbréf 515 2810 STOFNFUNDUR Hollvinafélags Iðnaðarsafnsins á Akureyri var hald- inn í fundarsal Einingar-Iðju sl. ný- lega. Þar var kosin fimm manna und- irbúningsnefnd sem hefur m.a. það verkefni með höndum að koma með drög að lögum Hollvinafélagsins og einnig skipulagsskrá fyrir sjóð fé- lagsins. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum fyrir framhaldsstofn- fund sem haldinn verður í lok mars nk. Þau sem kosin voru í undirbún- ingsnefnd eru Margrét Marvins- dóttir, Kristinn Arnþórsson, Hjörleif- ur Hallgríms, Jón Arnþórsson og Þorsteinn E. Arnórsson. Jón Arnþórsson forstöðumaður Iðnaðarsafnsins sagði m.a. á stofn- fundinum, að margir sem hefðu heim- sótt safnið á liðnum árum hefðu talað um með hvað hætti þeir gætu lagt sitt lóð á vogarskálarnar til þess að það megi eflast svo sem kostur er í nútíð og framtíð. „Þar er að mörgu að taka svo sem að vinna að frekari sýning- arhaldi eða fræðslustarfi og að standa að verkefnum er varða sögu iðnaðar og annað sem stjórn félagsins metur mikilvægt á hverjum tíma. Það er mikilvægt fyrir hverja kynslóð að þekkja sína fortíð og þess vegna eru þessi markmið sérstaklega verðmæt til tryggingar því að frásagnir af iðn- aði liðinnar aldar verði sem gleggstar og að Iðnaðarsafnið, hið eina í landinu verði sannkallað fræðasetur. Þannig sýnum við einnig þeim þúsundum sem við iðnaðinn unnu verðskuldaða virðingu,“ sagði Jón. Á fundinum kom fram í máli Þor- steins E. Arnórssonar, fyrrverandi formanns Iðju, félags verk- smiðjufólks, að Hollvinafélagi Iðn- aðarsafnsins væri ætlað að vera sam- starfs- og styrktaraðili safnsins. Verkefni þess gætu verið af ýmsum toga, fyrir utan stuðning við safnið. Hollvinafélagið gæti m.a. stutt og hvatt þá einstaklinga sem vilja safna og skrá sögu fyrirtækja eða það mannlíf sem þar blómstraði, því öll fyrirtæki eigi sína sögu sem þurfi að varðveita. Lengsta viðvera í verksmiðj- unum var 60 ár og 2 mánuðir Einnig kom fram í máli Þorsteins að hann hefur gert manntals- eða starfsmannaskrár sem ná frá upp- hafsári iðnaðar á Gleráreyrum og til þess dags þegar Sambandið hætti sem aðalrekstraraðili. Skrárnar eru 98 að tölu, ein skrá fyrir hvert ár, frá 1897 til 1993, ásamt einni skrá yfir alla starfsmenn, sem hefur að geyma 7.200 nöfn. Styðsta viðvera er aðeins einn dagur, þar sem einstaklingur er skráður til vinnu í aðeins einn dag. Lengsta viðveran eru 60 ár og 2 mán- uðir og svo allt þar á milli. Jafnframt hefur Þorsteinn verið að safna vísum sem ortar hafa verið í verksmiðj- unum. Í lok stofnfundarins var gestum boðið upp á veitingar og að skoða myndamöppur af fólki við störf í verksmiðjunum frá árunum 1930- 1990. Hollvinafélag Iðnaðarsafnsins stofnað Öll fyrirtæki eiga sína sögu sem þarf að varðveita Morgunblaðið/Kristján Stofnfundur Jón Arnþórsson, forstöðumaður Iðnaðarsafnsins á Akureyri, ræðir við Hönnu Guðmundsdóttur og Erlu Stefánsdóttur á stofnfundi Holl- vinafélagsins en þær voru m.a. að skoða möppur með gömlum myndum. ÚLFHILDUR Rögnvaldsdóttir tók við formennsku í Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni á aðalfundi félagsins ný- lega. Hún var áður varaformaður en tekur nú við af Páli H. Jónssyni sem ekki gaf kost á sér til endur- kjörs. Hann er þó áfram í stjórn fé- lagsins. Fram kom á aðalfundinum að sjúkrasjóður var rekinn með 1,3 milljóna króna halla á liðnu ári og orlofssjóður með 5,2 milljóna króna tapi, en rekstur félagsins skilaði 10,6 milljóna króna hagnaði í heild- ina. Afkoman er einni milljón króna lakari en árið á undan. Félagssjóð- ur var rekinn með 9 milljóna króna hagnaði, sem er nokkru meira en var árið á undan þegar hann var 5,7 milljónir. Greiðslur úr sjúkra- sjóði námu 28,9 milljónum króna, en bætur úr sjóðnum hafa hækkað um 40% á þremur árum. Lakari afkomu Orlofssjóðs milli ára má rekja til þess að ráðist var í umfangsmiklar endurbætur á einu orlofshúsi félagsins að Illugastöð- um á árinu og kaup á húsi þar til viðbótar. Eftir kaupin á félagið 10% eignarhlutdeild í orlofsbyggðinni að Illugastöðum en átti 7% áður. Eginfjárstaða félagsins er sterk, eigið fé nam 227,7 milljónum króna í árslok 2004, en skuldir 1,4 millj- ónum króna. Auk Úlfhildar og Páls eiga Einar Hjartarson, Reynir Svanholt og Friðbjörg Jóhannsdóttir sæti í nýrri stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og ná- grenni. Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni Úlfhildur tekur við af Páli KB banki og Íþróttafélagið Þór á Akureyri hafa gert með sér styrkt- ar- og samstarfssamning til næstu fjögurra ára. Heildarfjárhæð samn- ingsins er trúnaðarmál en um er að ræða stærsta samning þessarar tegundar sem Þór hefur gert frá upphafi. Í samningnum felst að á árunum 2005 til 2008, að báðum ár- um meðtöldum, mun KB banki verða einn af aðalstyrktaraðilum Þórs og aðalstuðningsaðili allra yngri flokka félagsins í knatt- spyrnu, handbolta og körfubolta. Allir keppnisbúningar í þessum flokkum munu bera auglýsingu frá KB banka en að auki fá allir iðk- endur í yngri flokkum félagsins rauða háskólaboli merkta félaginu og bankanum. Þá verður KB banki aðalstyrktaraðili Pollamóts Þórs næstu fjögur árin og mun gefa verðlaunagripi til nokkurra móta sem félagið gengst fyrir, segir í fréttatilkynningu frá KB banka. KB banki styrkir Þór Morgunblaðið/Kristján Samningur Hilmar Ágústsson útibússtjóri og Jón Heiðar Árnason, formað- ur Þórs, handsala samninginn. Fyrir aftan þá standa formenn deilda, f.v. Skapti Hallgrímsson, Þorgils Sævarsson og Unnsteinn Jónsson. Minna urðað | Á síðasta ári var heildarmagn þess úrgangs sem urð- aður var á urðunarstað Sorpeyð- ingar Eyjafjarðar á Glerárdal 17.321 tonn. Þetta er 2.378 tonnum minna magn er þar var urðað árið 2003 og er munurinn 12%. Þetta er annað árið í röð sem minnkun verð- ur á magni til urðunar. Meginskýr- ingarnar á þessari þróun eru vænt- anlega þær að sláturúrgangur er jarðgerður í vaxandi mæli og meira en áður af pappír var flutt til endur- vinnslu til Svíþjóðar. Þá var þetta fyrsta heila árið sem bannað var að urða hjólbarða, segir á vef sorp- samlagsins.    Fundur| Stefna, félag vinstri manna, heldur fund um Ísland og Evrópu á Mongó í Kaupangi í dag, laugardaginn 26. febrúar, kl. 10.30. Framsögumaður er Ragnar Ás- geirsson prófessor sem ráðleggur úrsögn Íslands úr EES. AKUREYRI BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi í vikunni að Fram- kvæmdasjóður Akureyrarbæjar myndi styrkja verkefni varðandi uppbyggingu Vísindagarða við Há- skólann á Akureyri um eina milljón króna. „Þetta eru gleðifréttir,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson rektor Há- skólans á Akureyri. Hann sagði að við nýtt rannsóknahús háskólans, Borgir, væri gert ráð fyrir að risi viðbygging, „ætlunin er að fyrir- tæki sem stunda rannsóknir eða þau sem sjá sér hag í sambýli við háskólann yrðu staðsett í þessari viðbyggingu,“ sagði Þorsteinn. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur einnig samþykkt að leggja fram eina milljón króna og þá hefur rektor rætt við fulltrúa í mennta- mála- og iðnaðarráðuneytum um að leggja fram fé til að gera megi hag- kvæmniathugun, en samkvæmt fjárhagsáætlun kostar 5 milljónir króna að gera slíka athugun vegna málsins. „Við horfum til þess að fyrirtæki á sviði upplýsingatæki, líftækni og í sjávarútvegi gætu komið sér fyrir í Vísindagörðunum,“ sagði rektor. Ráðuneytin hafa ekki enn gefið formlegt svar, en tekið jákvætt í er- indið að sögn Þorsteins. Hann gerði ráð fyrir að hagkvæmnisathugun yrði lokið á haustdögum, „og þá ræðst þetta fyrst og fremst af áhuga þeirra fyrirtækja sem haft verður samband við varðandi áframhaldið, en mér sýnist þetta líta vel út.“ Háskólinn á Akureyri Hugað að uppbygg- ingu Vís- indagarðs Óskað eftir lóð | Umhverfisráð hefur tekið jákvætt í erindi frá Bald- vin Valdemarssyni f.h. Valbæjar ehf sem óskaði eftir vilyrði fyrir 12 til 15 þúsund fermetra lóð til að byggja verslunar- og þjónustuhús ásamt að- stöðu fyrir sjálfsafgreiðslubens- ínstöð. Óskað er eftir landsvæði vestan Hörgárbrautar og norðan Síðubrautar. Ráðið fól umhverf- isdeild að láta gera deiliskipulag á umræddu svæði þar sem tekið yrði tillit til sjónarmiða umsækjanda.    Dagvistun | Á fundi skólanefndar var tekið fyrir erindi frá Iðnnema- sambandi Íslands þar sem skorað er á sveitarfélög landsins að vinna sam- eiginlega að því að tryggja börnum námsmanna dagvistunarpláss í því sveitarfélagi þar sem foreldrar stunda nám. Fram kom á fundi skólanefndar að Akureyrarbær tryggir nú þegar börnum náms- manna pláss í leikskóla.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.