Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 38

Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 38
38 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svafar Helgasonfæddist á Hamri í Fljótum 30. ágúst 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þriðju- daginn 15. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gunnhildur Krist- jánsdóttir húsmóðir og Helgi Kristinsson smiður á Siglufirði. Svafar átti þrjú systkini, eitt er látið. Svafar kvæntist 30. ágúst 1945 Gunn- hildi Magnúsdóttur. Þau eiga tvær dætur, þær eru; 1) Hildur, gift Jóni Þóri Ólafssyni, börn þeirra eru Ólöf Ágústa, f. 5. nóv. 1968, d. 8. febrúar 1989, Arnþór, í sambúð með Ingu Láru Gylfa- dóttur og Ómar Andri. Fyrir átti Hildur soninn Svavar Ásbjörns- son, kvæntur Eddu Björk Jóns- dóttur. 2) Ólöf, gift Wilhelm Wessman, börn þeirra eru Linda Wessman, gift Knúti Rúnars- syni, Róbert Wess- man, kvæntur Ýr Jensdóttur og Gunnhildur Wess- man, í sambúð með Arnari Haraldssyni. Langafabörnin eru sex. Svafar gekk í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, síðan í Verslunarskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan 1939. Hann vann lengst af við skrif- stofustörf hjá Kaupfélagi Skag- firðinga. Svafar var einn af stofnendum Lionsklúbbs Sauðár- króks. Útför Svafars fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku afi hefur kvatt þennan heim. Þegar við lítum til baka eigum við margar góðar minningar um hann Svafar afa og við geymum þær og varðveitum í hjörtum okkar. Við vit- um að núna líður honum vel og það er huggun okkar. Elsku amma, Guð veri með þér og styrki þig í þessari sorg. Elsku afi, við systkinin viljum kveðja þig með þessum sálmi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Guð geymi þig, elsku afi. Linda, Róbert, og Gunnhildur Wessman. Elsku afi minn, nú fékkst þú loks- ins frið og ró eftir langvarandi veik- indi. Þótt það hafi verið það sem koma átti, þá kemur samt skellur á mann og minningarnar um þig flæða fram í hugann. Þar sem ég er alinn upp hjá ykkur ömmu á Öldustígnum áttum við margar góðar stundir saman, sem ég geymi með sjálfum mér, en það sem stendur uppúr og ég hef reynt að hafa að leiðarljósi, er hvað þú gast alltaf verið í góðu skapi og snúið flest- öllu upp í grín og glens, ásamt því að vera úrræðagóður þegar á þurfti að halda. Ég mun sakna þín mikið. Mig langar að enda þessa minningu um þig á línu úr dægurlagi sem var í miklu uppáhaldi hjá þér og vekur allt- af upp bros hjá mér, elsku afi, nú er ballið búið en minningin um þig lifir hjá mér alla ævi. Þinn dóttursonur og nafni Svavar Ás. Þær koma oft í hug minn nú orðið ljóðlínur Bólu-Hjálmars „Mínir vinir fara fjöld“. Við, sem komin erum yfir sjötugt, verðum að sætta okkur við að horfa á eftir æ fleirum af vinum okkar og jafnöldrum. Við þessu er ekkert að segja. „Guð hefur búið þau örlög öllu holdi“ og „þar eiga með þér hlut aldir og óbornir“ eins og segir í helgri bók. Huggun okkar er vissan um, að þeir eru ekki horfnir okkur nema um stund, við eigum eftir að mæta þeim á ný. En þegar þeir kveðja, þá er gott að staðnæmast, orna sér við góðar minningar og senda bæn og þökk til hans, sem sagði: „Komið til mín allir, þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðn- ir, og ég mun veita yður hvíld.“. Tveir vinir mínir, og fyrrum sókn- arbörn, eru bornir til grafar á Sauð- árkróki í dag. Hugir okkar hjóna leita því norður til ástvinanna, sem á eftir horfa. Annar þeirra er Svafar Helga- son. Hildur dóttir þeirra Svafars og Öbbu, konu hans, var í fyrsta ferm- ingarbarnahópnum mínum á Krókn- um og góð tengsl við hana og síðar Ólöfu, yngri systur hennar, skópu kunningsskap, sem varð að traustri vináttu. Abba söng í kirkjukórnum og átti sæti ásamt mér í æskulýðsráði. Þannig spunnust þræðir okkar í milli, þræðir sem urðu æ sterkari. Minningarnar um Svafar eru fyrst og fremst um góðan dreng, rólyndan og hægan í fasi, alltaf hlýjan í viðmóti. Hann hafði fallegan, drengilegan svip, sem ég sannfærðist fljótt um, að speglaði vel hans innri mann. Hand- tak hans skilaði trausti og heilindum að hjarta náungans. Hann var í senn hógvær maður og hlédrægur, jafnvel um of. Það var honum oft erfitt að opna sig, ekki síst þegar áföll urðu. Þá vildi hann bera harm sinn í hljóði. En snertingin, hlýjan og viðmótið allt sagði reyndar oftast það sem segja þurfti. Svafar var búinn að eiga við lang- varandi veikindi að stríða og var lengst af heima við aðdáanlega um- hyggju Öbbu. Þegar hann komst ekki lengur stigann milli hæða í húsi þeirra, lét hún breyta bílskúrnum í hjónaherbergi og opna inn í stofuna. Myndin af samfélagi þeirra við hinar mjög erfiðu aðstæður er fagur vitn- isburður gagnkvæms kærleika þeirra og mikillar fórnfýsi hennar. Þeirri baráttu er lokið með sigri, sem felst í því, að erfiðir líkamsfjötrar eru fallnir og kærleikur Guðs hefur lyft heilbrigðri sál í himingeim. Minningarnar um Svafar kalla fram þakklæti okkar Dagbjartar beggja. Þar kemur einnig í hugann brot úr ljóði eftir sr. Matthías: Gullið sá ég glóði glatt í þínu hjarta, gull, sem geymt í sjóði, gefur framtíð bjarta. Abba, Hildur, Ólöf og ástvinir aðr- ir. Megi sú eilífðarsýn, sem þessar ljóðlínur geyma, vera huggun ykkar og styrkur. Það er bæn okkar hjóna beggja. Guð styrki ykkur öll og annist góðan dreng. Þórir Stephensen. SVAFAR HELGASON ✝ Ásta Linddal Stef-ánsdóttir bóndi fæddist á Möðrudal á Fjöllum 26. apríl 1916. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Katr- ín Brynjólfsdóttir, f. 1883, d. 1950, og Stef- án Einarsson bóndi, f. 1848, d. 1916. Systk- ini Ástu samfeðra voru: Aðalbjörg Anna, f. 1878, d. 1953, Jón Aðalsteinn, f. 1880, d. 1971, Sigurður Aðalgeir, f. 1883, María Ingibjörg, f. 1888, d. 1929, Einar Stefán, f. 1891, d. 1968, Hróðný Sigríður, f. 1892, d. 1966, Ingvar Haukur, f. 1901, d. 1953, og Guðlaug Bergljót, f. 1903, d. 1995. Börn Ástu og Antons J. Guðjóns- sonar eru: 1) Ásta Erla, f. 24. júlí 1937, fyrrverandi maki Jón Zoph- oníasson, f. 1933, þau eiga sex börn, tuttugu og þrjú barnabörn og tólf barnabarnabörn. Barnsfað- ir Ari Zophoníasson, f. 1945, d. 1977, þau eiga eitt barn og tvö barnabörn. 2) Hörður, f. 20. maí 1939, fyrrverandi maki Rosemarie Karlsdóttir, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Sambýlismaður Ástu var Jón Guðjónsson, f. í Auðsholti í Hruna- mannahreppi 17. október 1910, d. 20. nóvember 1984. Foreldrar hans voru Kristjana Jóns- dóttir, f. 1. maí 1872, d. 14. september 1922, og Guðjón Jóns- son, f. 10. apríl 1875, d. 31. janúar 1955. Synir Ástu og Jóns eru: 1) Guðjón Már, f. 28. ágúst 1941, kona hans er Sigurborg Ás- geirsdóttir, f. 8. júlí 1960, þau eiga fimm börn og fjögur barna- börn, og 2) Stefán Muggur, f. 30. ágúst 1946, kona hans er Kristín Ágústsdóttir, f. 16. apríl 1951, þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. Ásta ólst upp hjá móður sinni sem var vinnukona á ýmsum stöð- um. Lengst framan af var hún á Seli í Hrunamannahreppi en flutt- ist þaðan að Galtafelli fyrir ferm- ingu. Fljótlega upp úr því flutti hún á Stokkseyri, síðar fór hún í vist til Reykjavíkur og vann þar og á fleiri stöðum þar til um tvítugt að hún fluttist til Vestmannaeyja, þar sem hún bjó með Antoni Guðjónssyni. Við samvistarslit þeirra fluttist hún aftur til Stokkseyrar, þar sem hún hóf búskap ásamt Jóni Guð- jónssyni, fyrst á Kumbaravogi (þá Sólheimum), en 1941 fluttu þau að Vestri-Grund. Útför Ástu verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma og amma á Grund. Það er með mjög miklum söknuði sem við kveðjum þig. Við vitum að þetta var þín ósk og vilji, og að þú vildir ekki mörg orð. Því ætlum við að kveðja þig með þessum sálmi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Elsku mamma og amma. Við vitum að þú munt ávallt fylgj- ast með okkur og þú lifir áfram í hjörtum okkar. Við munum ávallt sakna þín. Þinn sonur og barnabörn og barnabarnabörn Hörður, Ásta, Finnur, Aníta, Karl Georg og Nökkvi Reyr. ÁSTA LINDDAL STEFÁNSDÓTTIR ✝ Lúðvík Sigur-björn Þórðarson fæddist á Hrauns- múla, Kolbeinsstaða- hreppi 16. desember 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 20. febrúar síðastlið- inn. Foreldar hans voru Sigurveig Dav- íðsdóttir, f. 4. desem- ber 1896 að Hamri, Svínavatnshreppi, A- Húnavatnssýslu, d. í Stykkishólmi 28. mars 1951, og Þórður Árna- son, f. á Syðri-Rauða- mel í Kolbeinsstaðhreppi 28. sept- ember 1894. Börn þeirra voru Arelíus Borgfjörð, Davíð Árni, Kristján Jónsson, Elínborg, Krist- ín, Sigríður Rósa, Elín Jónína, Ingi- björg Guðlaug, Jón, Ásta Eygló, Lúðvík Sigurbjörn og andvana fæddur drengur. Fyrir átti Þórður einn son, Friðrik. Elín Jónína og Ásta Eygló lifa bróður sinn. Eiginkona Lúð- víks er Halldóra Guðmundsdóttir, f. Hamraendum í Mið- dölum 28. mars 1931. Hún er dóttir hjónanna Gróu Mar- íu Sigvaldadóttur og Guðmundar Bald- vinssonar. Börn Lúð- víks og Halldóru eru Gyða, f. 11. febrúar 1963 og Guðmundur Steinar, f. 3. ágúst 1966. Sonur Gyðu er Elvar Ágústsson. Dóttir Guðmundar Steinars er Arena Huld. Dóttir Lúðvíks og Maríu Báru Frímannsdóttur er Hervör, f. 6. ágúst 1952, gift Óskari Guðjóns- syni, þau eiga þrjú börn, Rakel, Maríu Kristínu og Óskar, og fjögur barnabörn. Lúðvík Sigurbjörn verður jarð- sunginn frá Kvennabrekkukirkju í Dölum í dag kl. 14. Elsku pabbi og afi. Nú ertu far- inn frá okkur endanlega, þú fjar- lægðist okkur hægt og á undarlegan hátt. Að greinast með Alzheimer er mikið áfall og sorgleg raun, en við viljum minnast þín eins og þú varst áður en sá vágestur barði að dyrum. Minningin lifir um elskulegan föður sem alltaf var tilbúinn að hjálpa okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, innilegan afa sem smíðaði kassabíl með afastráknum sínum, manninn sem unni náttúru landsins og dýrunum sínum, þó mest hestunum sem hann hafði sér- stakt dálæti á. Allar liðnar stundir þökkum við þér og kveðjum þig með þessu ljóði sem er lýsandi fyrir þann sjúkdóm sem tók þig hægt og bítandi frá okkur. Þú hvarfst þér sjálfum og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður sál þín er frjáls líkami þinn hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa þú horfðir framhjá mér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (Þýð. Reynir Gunnlaugsson.) Gyða, Steinar og Elvar. Mig langar, fyrir hönd fjölskyldu minnar, að minnast Lúlla, eins og hann var alltaf kallaður, með nokkr- um orðum. Það var sólríkur og fallegur morgunn þegar ég sá Lúlla í fyrsta sinn. Hann var þá nýkominn úr Reykjavík með Höddu sinni að heimsækja tengdaforeldra sína að Hamraendum. Þær ferðir áttu eftir að verða fleiri enda var Lúlli at- vinnubílstjóri af Guðs náð. Sem dæmi var hann leigubílstjóri hjá Hreyfli til margra ára, ók rútu hjá Norðurleið um árabil og eftir að fjölskyldan settist að í Dölunum var hann bílstjóri hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Þó að Lúlli hafi oftast komið keyrandi í Dalina átti hann sér annað áhugamál en bíla en það voru hestar. Hann kom stundum ríðandi úr Reykjavík vest- ur í Dali í góðra vina hópi. Gull- toppur og Höttur voru þar með í för um tíma en mér eru þeir minn- isstæðir vegna þess að mér fannst þeir svo miklir Reykjavíkurhestar, þeir átu pylsur og voru yfir sveita- hestana hafnir. Lúlli stundaði tamn- ingar með Bjössa Þórðar og Skarp- héðni Pálssyni meðal annars á Hrafnabjörgum og í Pálsseli í Lax- árdal. Ég minnist þess að hafa farið með Höddu systur eitt sumarkvöld fram í Laxárdal að kíkja á kappana. Þar höfðust þeir við í tjöldum og skúrum sem þætti ekki boðleg að- staða í dag. Margs er að minnast en í gegnum tíðina áttum við margar ánægjuleg- ar stundir saman, ekki síst yfir spil- um en ef þau voru tekin upp var Lúlli fyrsti maður að borðinu. Með Lúlla er fallinn góður drengur. Minning hans lifir áfram og ekki er ósennilegt að hann þeysi nú um slétturnar efra á glæstum fákum. Elsku Hadda og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur, þið eigið alla okkar samúð. Sigvaldi Guðmundsson og fjölskylda. Minningin um Lúlla, eins og hann var alltaf kallaður, er mér skýr sem góðmennis sem börn hændust að og sérstaks snyrtimenni. Bílar og hest- ar voru aðaláhugamál hans og um- gengni hans við þessi tvö áhugamál voru svo að eftir var tekið. Akstur var hans aðalstarf, s.s. Hreyfill, Norðurleið og Mjólkursamsalan. Þótti hann góður bílstjóri og fór vel með bíla sem hann ók. Lúlli var afar dulur maður og oft hefur honum lið- ið illa seinni árin út af sínum sjúk- dómi, en ekki kvartaði hann. Síð- ustu tvö árin var hann á sjúkrahúsinu á Akranesi og var vel hugsað um hann þar. En hól var ekki það sem átti við Lúlla. Því læt ég þetta duga, en þakka fyrir árin sem ég og fjölskylda mín fékk að verða þér samferða, kæri mágur. Eiginkonu, börnum og barnabörn- um votta ég samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig fylli. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Blessuð sé minning þín. Baldvin Guðmundsson og fjölskylda. LÚÐVÍK SIGUR- BJÖRN ÞÓRÐARSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.