Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG www.golfactivity.co.uk sími 0044 131 343 1545 • ecescott@aol.com Vorgolf í Skotlandi Þriggja daga golfpakki - innifaldir 2 hringir á Turnberry - frá kr. 52.550 Margir Íslendingar nýttusér ferðamátann „flugog bíll“ á árum áður,þegar hann varð mjög vinsæll. Hjá mörgum byrjaði ferðin í Lúxemborg, sem var kölluð hjarta Evrópu í auglýsingum frá Loftleið- um og síðan Flugleiðum, einnig í kynningarbæklingum sem Lúx- emborgarmenn gáfu út – bæklingum sem einkenndust af stóru rauðu hjarta. Það var geysilega vinsælt að fljúga til Lúxemborgar, enda er flughöfnin á Findel-flugvellinum lít- ið og vinaleg, eins og innanlands- flughafnir t.d. í Reykjavík og á Ak- ureyri. Menn gengu frá og til flugvéla frá flughöfninni. Já, og menn gengu um hundrað metra með farangur sinn að bílaleigunum, sem voru í langri og lítilli byggingu við flugstöðina. Það tók ekki langan tíma að fá bíl afhentan og síðan var haldið á stað á vit ævintýranna – til Hollands, Belg- íu, Frakklands og Þýskalands. Ef haldið var til Þýskalands var fyrsti áfangastaður Trier, borgin sögu- fræga við hina fögru Móselá, síðan var haldið með árbakkanum niður með ánni að Rín. Þeir sem ákváðu að fara strax til Norður- eða Suður- Þýskalands brugðu sér upp á hrað- brautir og var stefnan fyrst tekin á Koblenz er ferðin var heitið til Köln og norður, en á Kaiserslauten ef haldið var suður til Svartaskógar eða austur í Bæjaraskóg. Gamall herflugvöllur Vegakerfið í Þýskalandi er það full- komnasta í heimi. Allir vegir og staðir eru vel merktir, jafnt á sveita- vegum, þjóðbrautum eða hrað- brautum. Ökumenn þurfa aldrei að stöðva til að fara í raðir til að borga vegagjöld, eins og tíðkast í Frakk- landi, á Ítalíu og Spáni. Fjölmargar ferðir mínar til og frá Lúxemborg komu strax upp í hug- ann, þegar ég frétti að lágfargjalda- flugfélagið Iceland Express mun hefja flug til flugvallarins Frank- furt-Hahn í apríl. „Er þetta ekki það sama og fljúga til Frankfurt?“ spurði einn vinnu- félagi minn, þegar ég sagði honum frá nýja áfangastaðnum. „Nei,“ svaraði ég. „Hahn- flugvöllurinn er rúmlega 100 km frá alþjóðaflugvellinum fyrir sunnan Frankfurt. Hahn-flugvöllurinn er í hinu fagra Hunsrück-héraði í Rín- arlandi, fyrir sunnan Moselána – á milli Trier og Koblenz – og það tek- ur þig ekki nema tuttugu mínútur að komast að ánni, þar sem styst er í hana frá Hahn,“ svaraði ég. Það má segja með sanni að vegir liggja auðveldlega til allra átta til og frá Hahn, hvort sem menn eru að fara til Frankfurt, Köln, Lúx- emborgar, Stuttgart, eða ef menn velja að njóta sveitasælunnar – aka um eftir þjóðvegum og finna sér án- ingarstaði í litlum bæjum við ár- bakka, í dölum og skógum. Hér á síðunni eru tvö kort sem sýnir hvar Hahn-flugvöllurinn er. Annað er Þýskalandskort og hitt er kort sem sýnir nágrenni flugvall- arins. Þá er hér í ramma á síðunni ýmsir staðir nefndir og sýnt hvað margir km eru þangað. Það er ekki langt síðan Hahn- flugvöllurinn var tekinn í notkun fyrir millilandaflug og vöruflutn- inga. Flugvöllurinn er gamall her- flugvöllur Bandaríkjamanna, sem voru þar með herstöð fram til 1993, er hún var lögð niður. Lengi vel var herstöðin, sem um þrettán hundruð hermenn voru í, sem draugaborg. Þar voru mannlausar íbúðarblokkir, kvikmyndahús, verslanir, veitinga- staðir, skemmtistaðir, sundlaugar, íþróttavellir og hús. Þess má geta til gamans að þar fékk rússneska landsliðið í handknattleik að gista til að búa sig undir heimsmeistara- keppnina í Kumamoto í Japan 1997. Það sagði mér Wolfgang Gütschow, varaformaður rússneska handknatt- leikssambandsins, í viðtali undir fyr- irsögninni; Ætlum að sækja gull til Japans, sem ég tók við hann í Þýska- landi í apríl 1997. Rússar gerðu það sem þeir ætluðu sér – tryggðu sér gull. Það er önnur saga. Frakkar byggðu flugstöðina upp fyrir Banda- ríkjamenn. Framkvæmdir hófust við flugvöllinn í apríl 1951 og fyrsti áfanginn var tekinn í notkun 2. júní 1952. Fljótlega varð flugvöllurinn aðaláfangastaður vöruflutninga frá Bandaríkjunum til Þýskalands. Á vellinum var mikill og öflugur floti herflugvéla af öllum stærðum og gerðum. Á undanförnum árum hefur Frankfurt-Hahn-flugvöllurinn verið byggður upp og einnig flughöfnin við völlinn, sem er glæsileg með mörgum verslunum og veit- ingastöðum. Um fjórar milljónir far- þega ferðast um völlinn á ári, til og frá þrettán löndum. Mestu umsvifin eru í kringum írska lágfargjalda- flugfélagið Ryanair, sem flýgur til og frá 19 áfangastöðum til Hahn. Á stuttum tíma hefur þessi litli lágfargjaldaflugvöllur orðið einn af öflugustu flugvöllum Þýskalands og hann er fjórði stærsti flugvöllurinn í Þýskalandi í sambandi við vöruflutn- inga, en í tíunda sæti þegar aðeins er talað um farþega sem ferðast um flugvöllinn. Trier og Idar-Oberstein Á árum áður þegar ferðalangar í „flug og bíl“ héldu heim á ný eftir akstur um Evrópu, var mjög vinsælt að gista tvær til þrjár síðustu næt- urnar áður en haldið var heim frá Lúxemborg – í Trier, hvílast fyrir heimferðina, borða góðan mat í frá- bæru umhverfi. Já, og ekki skemmdi það fyrir að skreppa í búðir og versla í fögrum göngugötum í hjarta borgarinnar. Það er hægt að rifja þá stemmningu upp á nýjan leik þegar flogið er heim frá Hahn, sem er 72 km frá Trier. Einnig er hægt að gera það sama í Idar-Oberstein, sem er í 50 km fjarlægð. Þessir tveir litlu sambyggðu bæir, sem liggja við ánna Nahe, hafa upp á að bjóða heillandi umhverfi eins og Trier, hótel, gistihús, veitingastaði og verslanir. Þá er hægt að fá inni á fallegum gistihúsum í litlum bæjum á svæðinu – við Mosel og í Hunsrück. Stærstu bæirnir við Hahn-flugvöllinn eru Lautzenheusen og Söhren.  ÞÝSKALAND Verður Hahn nýtt hjarta Evrópu? Vegir liggja til allra átta frá Hahn, til Frankfurt, Kölnar, Lúxemborgar, Stuttgart og einnig ef aka á um eftir þjóð- vegum og finna sér skemmtilega áningarstaði í litlum bæjum við árbakka, í dölum og í skógum. 3 D  E "F                           )  D D  >G  - / - > - 8 H )     6    F   /GH# >- I ) -  / #   # :G  J  8   EGH   D#  !"#$"# 6 GH      %  Íslendingum verður fljótlega boðið upp á nýjan áfangastað þegar flogið er til Evrópu. Það er flug- völlurinn Frankfurt-Hahn í Þýskalandi. Sigmund- ur Ó. Steinarsson telur að flugvöllurinn geti orðið „ný Lúxemborg – nýtt hjarta Evrópu“ þar sem hann er rétt við árbakka hinnar fallegu Moselár – í Hunsrück-héraðinu á milli Trier og Koblens. TENGLAR ..................................................... www.hahn-airport.de www.hunsruecktouristik.de. HÉR eru nokkrir áfangastaðir, þegar ekið er frá Hahn-flugvelli, og lauslega reiknaðir km þangað frá Hahn. Lúxemborg ...................................90 Borgir og bæir við Mosel: Trier...................................................73 Bernkastel ....................................29 Zell .....................................................18 Cochen............................................53 Koblenz...........................................70 Staðir við Rín: Rüdesheim....................................65 Mainz...............................................85 Aðrir áfangastaðir: Frankfurt .......................................115 Heidelberg ...................................169 Pforzheim...................................239 Saarbrücken ................................82 Idar-Oberstein ............................50 Köln.................................................164 Ekið frá Hahn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.