Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 Spá 20% hækkun fast- eignaverðs GREININGARDEILD KB banka gerir ráð fyrir að fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu hækki um 20% á árinu 2005. Verð- ið hækkaði um fjórðung í fyrra og sam- kvæmt spá KB banka mun draga lítillega úr verðhækkuninni á þessu ári. Fram kem- ur í greiningu KB banka að lóðaverð hafi hækkað um 80% frá ársbyrjun 1994 og 55% af hækkun fasteignaverðs síðastliðin ellefu ár megi rekja til hærra lóðaverðs en 45% til hækkunar byggingarkostnaðar. Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Ís- lands og hagfræðingur hjá KB banka, tók þó fram að uppboð á lóðum gæti ekki verið orsök hækkana á húsnæði. „Það myndi engu breyta þótt lóðirnar væru gefnar, byggingaaðilarnir myndu samt selja fullbú- ið húsnæði á markaðsvirði.“ Ásgeir benti á að á tíunda áratugnum hefði stór kynslóð ungs fólks komist til vits og ára en hefði lengi haldið að sér höndum varðandi fast- eignakaup. Þannig hefði í reynd verið mikil undirliggjandi eftirspurn sem hefði verið að koma fram á síðustu árum.  Áfram/16 Verðhrun á fiskmörkuðum ÞRÁTT fyrir einmuna blíðu og mokafla að undanförnu, hafa margir sjómenn á Snæ- fellsnesi haldið sig í landi síðustu daga vegna verðlækkana á fiskmörkuðum. Aflabrögð allt í kringum landið hafa verið með eindæmum góð að undanförnu, enda gefið vel til sjósóknar. Verð á fiski hefur hinsvegar lækkað mjög, t.d. hefur ýsuverð svo gott sem hrunið, sjómenn kalla ýsuna „bræðslufisk“ sín á milli. Meðalverð á ó- slægðri ýsu á fiskmörkuðum landsins er nú um 50 krónur fyrir kílóið en um 100 krónur á þorski. „Margir eru að veiða dýr- an leigukvóta og þurfa að fá gott verð fyr- ir aflann til að hafa fyrir leigunni. Eins er dýrt að gera út á línu. Það er því betra heima setið en af stað farið,“ segir Hjör- leifur Guðmundsson, skipstjóri á Geisla SH frá Ólafsvík, við Morgunblaðið/12 Ofvaxin óðul? ÞÆR eru kannski ofvaxin óðul, segir Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt í Lesbók í dag um nýbyggingarnar sem risið hafa milli Sæbrautar og Borgartúns í Reykjavík, „nema þær hafa bara víðáttumikil bílastæði í kringum sig í stað túnanna og heimreiðin er fremur illa skilgreind, hún veit ekki al- veg hvert hún á að stefna frekar en húsin vita hvert þau eiga að horfa. Þrátt fyrir að Höfði sé miklu minna hús er það í raun mun tilkomumeira því það er svo vel staðsett á lóðinni og horfir fránum augum út á haf“. Guja Dögg gagnrýnir skipulag og húsa- gerð við Sæbraut, segir hana ekki byggjast á „langri hugsun um það hvernig hús við viljum byggja og hvernig borg við viljum búa í“./Lesbók HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarvið- ræður við Evrópusambandið á þessu kjörtíma- bili. Slíkt sé ekki í samræmi við sáttmála rík- isstjórnarinnar. Flokksþing Framsóknarflokksins var sett í gær á Hótel Nordica. Tæplega 850 framsókn- armenn eiga seturétt á þinginu og voru fjöl- margir mættir til að hlýða á yfirlitsræðu for- manns flokksins. Halldór ítrekaði þá skoðun sína að Landssím- inn yrði seldur í heilu lagi með grunnnetinu. Hvergi í Evrópu hefði verið talið heppilegt að aðskilja grunnnetið frá við sölu símafyrirtækja í eigu ríkisins. „Þótt ríkið eignist allt hlutafé í Landsvirkjun og velt sé upp kostum þess að sameina öll orku- fyrirtæki ríkisins undir einn hatt hefur engin ákvörðun verið tekin um hvað verður um þennan eignarhlut til framtíðar,“ sagði Halldór en hann hefur ákveðið í samráði við iðnaðarráðherra að stofna nefnd um framtíðarskipan raforkumála. Vill lækka leikskólagjöld Hann er þeirrar skoðunar að ríkið og sveit- arfélögin eigi að stuðla að því að stórlækka gjaldtöku í leikskólum. „Ég tel að stórlækkun leikskólagjalda væri mikið kjaramál fyrir fjöl- skyldurnar í landinu og vil beita mér fyrir því að það verði sem fyrst að veruleika.“ Halldór ætlar að beita sér fyrir því í Vísinda- og tækniráði að framlög til rannsókna og ný- sköpunar verði aukin. Jafnframt styður hann stofnun háskóla á Vestfjörðum. „Stjórnmálaflokkur sem er sundraður inn á við getur ekki búist við því að fá traust kjósenda til að koma stefnu sinni í framkvæmd, ef hann getur þá komið sér saman um stefnu yfirleitt,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson og Siv Friðleifsdóttir fylgjast með opnunarathöfn á flokksþingi Framsóknarflokksins á Hótel Nordica í gær. Engin ákvörðun um eignarhald á Landsvirkjun að sögn forsætisráðherra Aðildarviðræður við ESB ekki tímabærar  Flokksþing/10-11 Ók á 147 km hraða LÖGEGLAN á Snæfellsnesi stöðvaði um tug ökumanna á Snæfellsnesvegi í gær- kvöldi fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 147 km hraða. Hann var sviptur ökuleyfi. Þá mældust nokkrir ökumenn í kringum 120 km hraða. Lög- reglan vill beina því til ökumanna að þeir gæti að því, að þótt vegir séu auðir mynd- ist ísing víða á vegum þegar myrkur skell- ur á og kólnar í veðri og því eru vegir varasamir. ÞANNIG er spurt í pistli sem birtist í vikunni í breska dagblaðinu The Guardian, þar sem fjallað er um tónleika sem Stuðmenn hyggjast halda í hinu virðulega tónleikahúsi Royal Albert Hall 24. mars nk. Umræddur pistill er birtur reglulega og ber yfirskriftina „Who The Hell Are?“, sem útleggja mætti „Hverjir í fjáranum eru?“ og veltir blaðamaður þar vöngum yfir því hvernig standi á því að hljómsveit sem enginn hafi heyrt á minnst í Bretlandi geti staðið undir því að halda tónleika í einu virtasta tónleikahúsi landsins. Eins spyr blaðamaður hvernig standi á því að Ísland geti endalaust framleitt tónlist sem ekki sé nokkur leið að flokka á hefðbundinn hátt. Á þriðja þúsund miða hafa nú selst á tónleikana, bæði á Íslandi og erlendis./62 Morgunblaðið/Þorkell Stuðmenn vekja forvitni breskra fjölmiðlamanna. Hverjir í fjáranum eru Stuðmenn? VERKIÐ Blind Pavilion eftir Ólaf Elíasson verður sett upp í Viðey í sumar í tengslum við Listahá- tíð í Reykjavík 2005. Þetta kom fram í máli Stefáns Jóns Haf- stein, formanns menningarmála- nefndar Reykjavíkur, á blaðamannafundi í gær þegar kynnt var dagskrá Listahátíðar. „Blind Pavilion var framlag Ólafs á Fen- eyjatvíæringnum 2003 og vakti þar heimsathygli, en hefur ekki verið sett upp síðan,“ segir Stefán og upplýsir að Ólafur hafi fengið kauptilboð í verkið en ekki viljað selja. „Hann leitaði til Reykjavík- urborgar og bað okkur um að setja verkið upp í Viðey í sumar. Ólafur lagði sérstaka áherslu á að verkinu yrði komið upp úti í Viðey, sem hentar okkur gríðar- lega vel því í sumar verðum við þar með listasmiðju grunn- skólabarna í tengslum við Listahá- tíð og menntaráð. Munu börnin þar starfa með erlendum listamönnum og er af- ar ánægjulegt að Ólafur komi að því verkefni með þessum hætti. En segja má að verkið sé eins og gim- steinninn í þessa kór- ónu sem listasmiðjan verður. Ég fagna þessu innleggi Ólafs, sem ég tel af- ar þýðingarmikið.“ Listahátíð og Orkuveitan munu styrkja heimflutning og uppsetn- ingu verksins. Segir Stefán gert ráð fyrir að verkið standi í Viðey fram yfir menningarnótt. Skáli Ólafs sýndur í Viðey  Tökum samtímamyndlist/30 Ólafur Elíasson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.