Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Heilsukoddar
Heilsunnar vegna
Opi› í dag laugardag
frá kl. 11-16
Spá 20%
hækkun fast-
eignaverðs
GREININGARDEILD KB banka gerir
ráð fyrir að fasteignaverð á höfuðborgar-
svæðinu hækki um 20% á árinu 2005. Verð-
ið hækkaði um fjórðung í fyrra og sam-
kvæmt spá KB banka mun draga lítillega
úr verðhækkuninni á þessu ári. Fram kem-
ur í greiningu KB banka að lóðaverð hafi
hækkað um 80% frá ársbyrjun 1994 og 55%
af hækkun fasteignaverðs síðastliðin ellefu
ár megi rekja til hærra lóðaverðs en 45% til
hækkunar byggingarkostnaðar.
Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Ís-
lands og hagfræðingur hjá KB banka, tók
þó fram að uppboð á lóðum gæti ekki verið
orsök hækkana á húsnæði. „Það myndi
engu breyta þótt lóðirnar væru gefnar,
byggingaaðilarnir myndu samt selja fullbú-
ið húsnæði á markaðsvirði.“ Ásgeir benti á
að á tíunda áratugnum hefði stór kynslóð
ungs fólks komist til vits og ára en hefði
lengi haldið að sér höndum varðandi fast-
eignakaup. Þannig hefði í reynd verið mikil
undirliggjandi eftirspurn sem hefði verið að
koma fram á síðustu árum.
Áfram/16
Verðhrun á
fiskmörkuðum
ÞRÁTT fyrir einmuna blíðu og mokafla að
undanförnu, hafa margir sjómenn á Snæ-
fellsnesi haldið sig í landi síðustu daga
vegna verðlækkana á fiskmörkuðum.
Aflabrögð allt í kringum landið hafa verið
með eindæmum góð að undanförnu, enda
gefið vel til sjósóknar. Verð á fiski hefur
hinsvegar lækkað mjög, t.d. hefur ýsuverð
svo gott sem hrunið, sjómenn kalla ýsuna
„bræðslufisk“ sín á milli. Meðalverð á ó-
slægðri ýsu á fiskmörkuðum landsins er
nú um 50 krónur fyrir kílóið en um 100
krónur á þorski. „Margir eru að veiða dýr-
an leigukvóta og þurfa að fá gott verð fyr-
ir aflann til að hafa fyrir leigunni. Eins er
dýrt að gera út á línu. Það er því betra
heima setið en af stað farið,“ segir Hjör-
leifur Guðmundsson, skipstjóri á Geisla
SH frá Ólafsvík, við Morgunblaðið/12
Ofvaxin óðul?
ÞÆR eru kannski ofvaxin óðul, segir Guja
Dögg Hauksdóttir arkitekt í Lesbók í dag
um nýbyggingarnar sem risið hafa milli
Sæbrautar og Borgartúns í Reykjavík,
„nema þær hafa bara víðáttumikil bílastæði
í kringum sig í stað túnanna og heimreiðin
er fremur illa skilgreind, hún veit ekki al-
veg hvert hún á að stefna frekar en húsin
vita hvert þau eiga að horfa. Þrátt fyrir að
Höfði sé miklu minna hús er það í raun mun
tilkomumeira því það er svo vel staðsett á
lóðinni og horfir fránum augum út á haf“.
Guja Dögg gagnrýnir skipulag og húsa-
gerð við Sæbraut, segir hana ekki byggjast
á „langri hugsun um það hvernig hús við
viljum byggja og hvernig borg við viljum
búa í“./Lesbók
HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherra og
formaður Framsóknarflokksins, telur hvorki
tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarvið-
ræður við Evrópusambandið á þessu kjörtíma-
bili. Slíkt sé ekki í samræmi við sáttmála rík-
isstjórnarinnar.
Flokksþing Framsóknarflokksins var sett í
gær á Hótel Nordica. Tæplega 850 framsókn-
armenn eiga seturétt á þinginu og voru fjöl-
margir mættir til að hlýða á yfirlitsræðu for-
manns flokksins.
Halldór ítrekaði þá skoðun sína að Landssím-
inn yrði seldur í heilu lagi með grunnnetinu.
Hvergi í Evrópu hefði verið talið heppilegt að
aðskilja grunnnetið frá við sölu símafyrirtækja í
eigu ríkisins.
„Þótt ríkið eignist allt hlutafé í Landsvirkjun
og velt sé upp kostum þess að sameina öll orku-
fyrirtæki ríkisins undir einn hatt hefur engin
ákvörðun verið tekin um hvað verður um þennan
eignarhlut til framtíðar,“ sagði Halldór en hann
hefur ákveðið í samráði við iðnaðarráðherra að
stofna nefnd um framtíðarskipan raforkumála.
Vill lækka leikskólagjöld
Hann er þeirrar skoðunar að ríkið og sveit-
arfélögin eigi að stuðla að því að stórlækka
gjaldtöku í leikskólum. „Ég tel að stórlækkun
leikskólagjalda væri mikið kjaramál fyrir fjöl-
skyldurnar í landinu og vil beita mér fyrir því að
það verði sem fyrst að veruleika.“
Halldór ætlar að beita sér fyrir því í Vísinda-
og tækniráði að framlög til rannsókna og ný-
sköpunar verði aukin. Jafnframt styður hann
stofnun háskóla á Vestfjörðum.
„Stjórnmálaflokkur sem er sundraður inn á
við getur ekki búist við því að fá traust kjósenda
til að koma stefnu sinni í framkvæmd, ef hann
getur þá komið sér saman um stefnu yfirleitt,“
sagði Halldór Ásgrímsson.
Morgunblaðið/Golli
Halldór Ásgrímsson og Siv Friðleifsdóttir fylgjast með opnunarathöfn á flokksþingi Framsóknarflokksins á Hótel Nordica í gær.
Engin ákvörðun um eignarhald á Landsvirkjun að sögn forsætisráðherra
Aðildarviðræður við
ESB ekki tímabærar
Flokksþing/10-11
Ók á 147 km hraða
LÖGEGLAN á Snæfellsnesi stöðvaði um
tug ökumanna á Snæfellsnesvegi í gær-
kvöldi fyrir of hraðan akstur. Sá sem
hraðast ók mældist á 147 km hraða. Hann
var sviptur ökuleyfi. Þá mældust nokkrir
ökumenn í kringum 120 km hraða. Lög-
reglan vill beina því til ökumanna að þeir
gæti að því, að þótt vegir séu auðir mynd-
ist ísing víða á vegum þegar myrkur skell-
ur á og kólnar í veðri og því eru vegir
varasamir.
ÞANNIG er spurt í pistli sem birtist í vikunni í breska dagblaðinu The
Guardian, þar sem fjallað er um tónleika sem Stuðmenn hyggjast halda
í hinu virðulega tónleikahúsi Royal Albert Hall 24. mars nk.
Umræddur pistill er birtur reglulega og ber yfirskriftina „Who The
Hell Are?“, sem útleggja mætti „Hverjir í fjáranum eru?“ og veltir
blaðamaður þar vöngum yfir því hvernig standi á því að hljómsveit sem
enginn hafi heyrt á minnst í Bretlandi geti staðið undir því að halda
tónleika í einu virtasta tónleikahúsi landsins. Eins spyr blaðamaður
hvernig standi á því að Ísland geti endalaust framleitt tónlist sem ekki
sé nokkur leið að flokka á hefðbundinn hátt. Á þriðja þúsund miða hafa
nú selst á tónleikana, bæði á Íslandi og erlendis./62
Morgunblaðið/Þorkell
Stuðmenn vekja forvitni breskra fjölmiðlamanna.
Hverjir í fjáranum
eru Stuðmenn?
VERKIÐ Blind
Pavilion eftir Ólaf
Elíasson verður sett
upp í Viðey í sumar í
tengslum við Listahá-
tíð í Reykjavík 2005.
Þetta kom fram í máli
Stefáns Jóns Haf-
stein, formanns
menningarmála-
nefndar Reykjavíkur,
á blaðamannafundi í
gær þegar kynnt var
dagskrá Listahátíðar.
„Blind Pavilion var
framlag Ólafs á Fen-
eyjatvíæringnum
2003 og vakti þar
heimsathygli, en hefur ekki verið
sett upp síðan,“ segir Stefán og
upplýsir að Ólafur hafi fengið
kauptilboð í verkið en ekki viljað
selja. „Hann leitaði til Reykjavík-
urborgar og bað okkur um að setja
verkið upp í Viðey í sumar. Ólafur
lagði sérstaka áherslu á að verkinu
yrði komið upp úti í Viðey, sem
hentar okkur gríðar-
lega vel því í sumar
verðum við þar með
listasmiðju grunn-
skólabarna í
tengslum við Listahá-
tíð og menntaráð.
Munu börnin þar
starfa með erlendum
listamönnum og er af-
ar ánægjulegt að
Ólafur komi að því
verkefni með þessum
hætti. En segja má að
verkið sé eins og gim-
steinninn í þessa kór-
ónu sem listasmiðjan
verður. Ég fagna
þessu innleggi Ólafs, sem ég tel af-
ar þýðingarmikið.“
Listahátíð og Orkuveitan munu
styrkja heimflutning og uppsetn-
ingu verksins. Segir Stefán gert
ráð fyrir að verkið standi í Viðey
fram yfir menningarnótt.
Skáli Ólafs
sýndur í Viðey
Tökum samtímamyndlist/30
Ólafur Elíasson
♦♦♦