Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 49
Í NOKKUR skipti í röð hefur
rússneska flugfélagið Aeroflot
haldið mikla skákhátíð í febrúar á
hverju ári í Moskvu. Fyrirkomulag
hátíðarinnar hefur alltaf verið
þannig að teflt er í nokkrum flokk-
um og þó að öll-
um sé heimil
þátttaka þá eru
stigalágmörk í
hverjum flokki
nema í þeim
sem er ein-
göngu ætlaður
skákáhuga-
mönnum.
Sterkasti flokk-
urinn hefur
hingað til alltaf
verið vel skipaður en hann hefur
aldrei verið eins stjörnum prýddur
og í ár. Frakkinn Etienne Bacrot
(2.715) var stigahæsti keppandinn
en Úkraínumennirnir Vassily Iv-
ansjúk (2.711) og Ruslan Ponom-
arjov (2.700) komu fast að hæla
hans. Til að geta teflt í flokknum
þurfti að hafa 2.549 stig. Sumir
voru undir þessu stigalágmarki en
fengu engu að síður að tefla en alls
voru 103 keppendur í flokknum.
Ísraelski stórmeistarinn Emil Sut-
ovsky (2.669) varð hlutskarpastur
á mótinu með 6½ vinning af 9
mögulegum. Andrey Kharlov
(2.614), Vassily Ivansjúk, Alexand-
er Motylev (2.665) og Vladimir
Akopjan (2.665) fengu sama vinn-
ingafjölda en sá ísraelski varð úr-
skurðaður sigurvegari eftir stiga-
útreikninga. Í 6.–12. sæti með 6
vinninga lentu kempur á borð við
Etienne Bacrot, Alexander Khalif-
man (2.662), Teimour Radjabov
(2.667) og Vladimir Malakhov
(2.664). Emil hélt fyrirlestra um
skák hér á landi árið 2003 og þótt-
ust þeir takast vel. Hann lagði
mikla áherslu á agaða útreikninga
og nauðsyn þess að sækja að and-
stæðingnum strax í upphafi tafls.
Skákstíll hans ber þessara kenn-
inga glöggt merki því að fáir eru
jafn sókndjarfir og hann. Hinn
rússneski stórmeistari Filippov
réð lítt við Emil í eftirfarandi skák
og skiptu engu þó að hann væri
hróki yfir mest alla skákina.
Hvítt: Emil Sutovsky (2.669)
Svart: Valery Filippov (2.621)
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4.
c3 Rf6 5. e5 Rd5 6. 0-0 Bg7 7. d4
cxd4 8. cxd4 0-0 9. Rc3 Rxc3 10.
bxc3 d6 11. exd6 exd6 12. Bg5 Dc7
13. He1 h6 14. Bf4 Re7 15. Db3
g5?!
Hugsanlega eru þetta mistök en
erfitt var að sjá fyrir að hvítur gæti
haldið sókninni gangandi á jafn
fáum mönnum eins og framhaldið
ber með sér.
16. Rxg5! hxg5 17. Bxg5 Be6
Stundum nota skákmenn það
viðkvæði að þegar búið er að segja
A verði að segja B. Hvítur lifir eftir
því og skiptir þá engu hvort hann
verði hróki undir í framhaldinu.
Allt á að leggja undir. Reyndar er
það svo, þegar nánar er að gáð, að
engir aðrir möguleikar voru fýsi-
legir þar eð eftir aðra leiki hvíts
hefði svartur getað stillt saman
strengi sína.
18. Hxe6! fxe6 19. Dxe6+ Hf7
20. He1! a6 21. Ba4 Rc6 22. Bb3 d5
Svartur reynir að blíðka goðin
með að gefa peð í viðbót en það
reynist skammgóður vermir.
23. Bxd5 Kf8 24. Dg6 He8 25.
Hxe8+ Kxe8 26. h4! Kf8
Það er með ólíkindum hvernig
hvítur getur haldið stöðuuppbygg-
ingu sinni áfram í rólegheitum með
því að ýta h-peði sínu áfram. Bisk-
upapar hvíts stjórnar öllu borðinu
og ekki sakar að hafa fjögur peð
upp í hrókinn.
27. h5! Dd7 28. Be6 Re5 29.
dxe5 Dd1+ 30. Kh2 Bxe5+ 31. f4!
Bxf4+ 32. Bxf4 Hxf4 33. Dh6+
Ke7 34. Dxf4 Kxe6 35. De4+ Kd6
Svartur hefði getað gefist upp
með góðri samvisku en nú fær hvít-
ur tækifæri til að skipta upp í gjör-
unnið peðsendatafl.
36. Dd4+ Dxd4 37. cxd4 Ke7 38.
d5 og svartur gafst upp.
Næststerkasti flokkurinn hafði
ekki að geyma aukvisa en þar
máttu bara tefla skákmenn með
2.399 stig til 2.549. Nokkrir stór-
meistarar urðu jafnir og efstir með
sjö vinninga. Við fyrstu sýn virðist
hann hafa vera tilvalinn fyrir þá
sem voru á höttunum eftir áfanga
að stórmeistaratitli. Í ljósi þess
kemur eilítið á óvart að íslenskir
skákmenn hópuðust ekki á mótið
eins og þeir hafa gert undanfarin
ár. Jón Árni Halldórsson (2.127)
lét fámenni íslenskra skákmanna
ekki á sig fá og tefldi í veikasta
flokknum sem var ætlaður þeim
væru með lægri stig en 2.200.
Frammistaða hans var prýðileg en
hann endaði í 42.–63. sæti af 222
keppendum með 5½ vinning.
Meistaramót
Taflfélagsins Hellis
Eftir því sem á hefur liðið Meist-
aramót Taflfélagsins Hellis í ár
hefur heldur betur syrt í álinn fyrir
Birni Þorfinnssyni (2.359), sexföld-
um meistara félagsins.
Björn sem er stigahæstur kepp-
enda hefur verið heillum horfinn
og að loknum fjórum umferðum
hefur hann 1½ vinning. Sigurður
Daði Sigfússon (2.309) og Davíð
Kjartansson (2.290) eru efstir og
jafnir með 3½ vinning en Hrannar
Baldursson (2.164) og Jóhann
Helgi Sigurðsson (2.061) koma
næstir með 3 vinninga Jóhann
Helgi kom á óvart í þriðju umferð
þegar hann lagði Lenku Ptácní-
kovu (2.280) að velli en í þeirri
fjórðu kom eftirfarandi staða upp í
viðureign hans og Sigurðar Daða:
Eftir skandínavískan leik kom
upp staða með mislitum biskupum.
Sigurður tókst að hræra upp í
stöðunni og fá öflug sóknarfæri.
Til þess að auka sóknarþungann
fórnaði hann skiptamun og þegar
hér er komið sögu hafði svartur
leikið af sér í síðasta leik 33. ...Df1-
b5. Andstæðingur var ekki lengi að
nýta sér þetta með 34. Hxg7+!
Kxg7 35. exf6+ Kf7 36. Dxb5
Hxd4+ 37. Kc3 og svartur gafst
upp enda fátt sem gleður augað
þegar hvert peðið á fætur öðru
mun hverfa af borðinu. Meistara-
mótinu lýkur miðvikudaginn 2.
mars næstkomandi en teflt er í
húsakynnum félagsins í Mjódd.
Linares-ofurmótið er hafið
Því sérstaka fyrirkomulagi er
haldið áfram á ofurmótinu á Lin-
ares á Spáni að hafa keppenda-
fjöldann á oddatölu. Vladimir
Kramnik er ekki á meðal keppenda
enda virðist hann forðast skákmót
þar sem Garry Kasparov (2.804) er
einnig með. Þegar tveim umferð-
um er lokið hefur Indverjinn Visw-
anathan Anand (2.786) besta vinn-
ingshlutfallið þar eð hann hefur
einn vinning af einum mögulegum
eftir sigur á Veselin Topalov
(2.757) í annarri umferð en sá hef-
ur sama vinningafjölda eftir að
hafa lagt Michael Adams (2.741) að
velli í fyrstu umferð. Kasparov,
Peter Leko (2.749), Rustam Kas-
imdzhanov (2.678) hafa einnig einn
vinning eftir að hafa teflt tvær
skákir en heimamaðurinn Franc-
isco Vallejo Pons (2.686) hefur
hálfan vinning eftir eina skák á
meðan Adams hefur sama vinn-
ingafjölda eftir eina skák. Þrátt
fyrir að hinn blóðheiti Luis Rent-
ero sé á staðnum virðist sami jafn-
teflisandinn svífa yfir vötnum eins
og hefur verið undanfarin ár.
Unglingameistaramót
Reykjavíkur hefst í dag
Í dag, laugardaginn, 26. febrúar,
fer Unglingameistaramót Reykja-
víkur fram í húsakynnum Tafl-
félags Reykjavíkur í Faxafeni 12.
Mótið hefst kl. 14 og áætlað er að
því ljúki kl. 18. Það er opið öllum 15
ára og yngri en teflt verður eftir
Monrad-kerfi þar sem umhugsun-
artíminn verður korter á skák.
Vegleg verðlaun eru í boði og
hóflegt gjald er tekið af hverjum
keppanda.
Emil Sutovsky
sigrar í Moskvu
SKÁK
Moskva
AEROFLOT-SKÁKHÁTÍÐIN
14.–24. febrúar 2005
Morgunblaðið/Ómar
Emil Sutovsky
Sigurður Daði
Sigfússon
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
daggi@internet.is
FRÉTTIR
FYRIR skömmu gaf Eimskip 10.000
börnum í St. John’s á Nýfundna-
landi endurskinsmerki. Jóhann V.
Ólafsson, forstöðumaður Eimskips í
St. John’s, hafði frumkvæði að gjöf-
inni, en eitt það fyrsta sem hann tók
eftir þegar hann tók til starfa í St.
John’s fyrir þremur árum, var að
þar notuðu engin börn endurskins-
merki.
„Þessi gjöf Eimskips hefur vakið
mikla athygli í St. John’s og hefur
kallað fram miklar umræður um
umferðaröryggismál á Nýfundna-
landi. Fulltrúar frá umferðaryf-
irvöldum og lögreglu í St. John’s
hafa komið fram í fjölmiðlum þar
sem þeir þökkuðu þetta frumkvæði
Eimskips og vonuðu að þessi gjöf
Eimskips yrði til þess að notkun
endurskinsmerkja yrði í framtíð-
inni bæði sjálfsögð og eðlileg,“ seg-
ir í frétt frá Eimskip
Rótarýklúbbur í St. John’s hafði
milligöngu um afhendingu end-
urskinsmerkjanna sem var í nánu
samstarfi við skólayfirvöld í borg-
inni, umferðaryfirvöld og lögreglu.
Jóhann V. Ólafsson, forstöðumaður Eimskips í St. John’s, lengst til hægri,
afhendir fyrsta endurskinsmerkið.
Gáfu börnum á Nýfundna-
landi endurskinsmerki
Páll er Matthíasson
Rangt var farið með nafn Páls
Matthíassonar, sérfræðings í geð-
lækningum, í blaðinu í gær. Páll er
meðal fyrirlesara á vísindaþingi Geð-
læknafélags Íslands á Akureyri.
Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
FÉLAG áhugamanna um tóbaks-
varnir á Íslandi heldur opinn fund í
húsi Krabbameinsfélags Íslands í
Skógarhlíð 8 næstkomandi sunnu-
dag klukkan átta. Efni fundarins
verða: Fjölgun meðlima og stefnu-
mörkun til framtíðar. Félag áhuga-
manna um tóbaksvarnir á Íslandi
var stofnað 1. janúar árið 2000. Í
stjórn þess sitja Guðjón Bergmann
og Baldur Sigurðarson sem báðir
hafa látið til sín taka í tóbaksvarn-
arumræðunni hér á landi, segir m.a.
í fréttatilkynningu.
Stefnumál félagsins eru tvö: 1.
Við viljum ekki að börnin okkar
reyki. 2. Við viljum að allir hafi að-
gang að reyklausu andrúmslofti.
„Félagsmenn munu starfa að
stefnumálum félagsins með því að
safna nýjustu upplýsingum um
skaðsemi reykinga, skrifa greinar í
blöðin, safna stuðningi málsmetandi
aðila í þjóðfélaginu og halda fyr-
irlestra við öll möguleg tækifæri.
Félagið mun einnig standa fyrir
söfnun fjár til auglýsinga svo að
auka megi meðvitund almennings
um tóbaksreykingar,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Halda opinn fund
um tóbaksvarnir
LOKIÐ er gagngerum breytingum á
verslun Krónunnar við Bíldshöfða
sem miða að því að gera verslunina
aðgengilegri fyrir viðskiptavini.
Í tilefni þess verður fjöldi vöruteg-
unda á tilboðsverði og klukkan 14 í
dag, laugardag, verður sýnt atriði úr
Ávaxtakörfunni. Klukkustund síðar
mæta Svalakarlarnir á svæðið og
sprella. Karlarnir verða aftur á ferð-
inni á sunnudaginn, auk þess sem
Halla hrekkjusvín lætur sjá sig.
Allir sem koma í Krónuna á Bílds-
höfða nú um helgina eiga möguleika
á því að vinna 100.000 króna vöruút-
tekt í versluninni.
Endurbætt
Krónuverslun
við Bíldshöfða
KRISTBJÖRG Kristmundsdóttir,
blómaþerapisti og jógakennari, held-
ur námskeið laug-
ardaginn 5. mars,
kl. 10 -17, sem ber
yfirskriftina „Að
blómstra með ís-
lenskum blóma-
dropum“. Krist-
björg kennir um
íslensku blóma-
dropana, Vitund
I, hvernig gott er
að nota þá,
hvernig þeir virka og hvernig þeir
tengjast orkustöðvunum. Fjallað
verður um orkustöðvarnar, orku-
brautirnar og hvernig ýmis líðan,
hegðun og samskipti hefur áhrif á
þær. Farið verður í hugleiðslu, jóga
og slökun.
Námskeiðið verður haldið í Púls-
inum ævintýrahúsi. Nánari upplýs-
ingar fást á heimasíðunni pulsinn.is.
Námskeið um
blómadropa
Kristbjörg
Kristmundsdóttir
Í ÁLYKTUN sem samþykkt var á að-
alfundi Félags grunnskólakennara er
því fagnað að forseti Íslands hafi
ákveðið að stofna Íslensku mennta-
verðlaunin. Í ályktuninni er því jafn-
framt fagnað „að ráðamenn þjóðar-
innar skuli í hátíðaræðum sínum við
áramót ræða um mikilvægi skólasam-
félagsins fyrir uppeldi og þroska
barna í landinu. Brýnt er að hlúa að
skólastarfi í landinu, skapa sátt um
það starf og sýna það í verki. Þjóð-
arsátt verður að ríkja um skólastarfið
þar sem allir leggja sitt af mörkum.
Jafnframt lýsir fundurinn yfir
ánægju sinni með þá ákvörðun for-
seta Íslands að stofna Íslensku
menntaverðlaunin og telur þau hvatn-
ingu fyrir skólafólk, kennara, nem-
endur og aðra til að efla skólastarf
enn frekar.“
Fagna umræðu
um skólamál