Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 18
TALSMAÐUR Páfagarðs, Joaquin Navarro-Valls, sagði í gær að Jó- hannes Páll páfi II hefði sofið vel að- faranótt föstudags á Gemelli-sjúkra- húsinu í Róm og getað snætt léttan morgunverð, að því er kemur fram í frétt AFP-fréttastofunnar. Gerður var barkaskurður á páfa í fyrradag vegna öndunarerfiðleika sem hrjáðu hann í kjölfar þess að flensa sem hann veiktist af fyrir nokkrum vik- um, tók sig upp aftur. Navarro-Valls sagði að páfi mætti ekki tala neitt næstu daga, hann yrði að hlífa hálsinum vegna aðgerðar- innar. Páfi, sem er er 84 ára gamall, hefur árum saman verið þjáður af Parkinsonsveiki sem sérfræðingar segja að auki mjög hættuna á sýk- ingum í lungum. Er ástæðan m.a. sú að vöðvar veikjast af völdum Park- insonsveiki og sjúklingurinn á því erfiðara með að hósta og losa þannig lungun við aðskotaefni sem geta bor- ið í sér örveirur. Er einkum hætt við að slíkar örveirur sæki á fólk á sjúkrahúsum, segir í grein í tímarit- inu Newsweek. Lélegt ónæmiskerfi Bruno Bergamasco, yfirmaður taugalækningadeildar háskólans í Torino, sagði í gær að óhjákvæmi- legt hefði verið að gera aðgerðina á páfa. Hann sagði að sjúkrahúsdvölin nú, svo skömmu eftir að páfi veiktist af flensunni, sýndi vel hve ónæmis- kerfi hans væri orðið veikburða og horfurnar væru ekki góðar. „Hinn heilagi faðir hvíldist vel í nótt,“ sagði í yfirlýsingu sem tals- maðurinn Navarro-Valls las upp á fréttamannafundi í gær. „Hann and- ar án aðstoðar og ástand hjarta- og æðakerfis er áfram gott.“ Sett var slanga í háls páfa eftir barkaskurð- inn til að hann ætti auðveldara með að anda en Navarro-Valls bar til baka fregnir um að páfi hefði þurft á aðstoð öndunarvélar að halda. Sagði talsmaðurinn að páfi tjáði sig nú með því að skrifa á bréfmiða. Hann hefði gert að gamni sínu og ritað „Hvað hafið þið gert við mig?“ á einn mið- ann, augljóslega með vísun til þess að röddin hefði horfið. Angelo Sodano kardínáli hefur tekið við daglegum skyldustörfum páfa meðan Jóhannes Páll II er á sjúkrahúsinu, að sögn heimildar- manna. Rætt er um að veikindi páfa Líðan páfa sögð góð eftir aðgerðina AP Nunnur biðjast fyrir við messu sem haldin var í kapellu Gemelli- sjúkrahússins í Róm í gær. Sérfræðingar segja ónæmiskerfi Jóhannesar Páls II mjög veikburða geti valdið miklum vanda ef svo fer að honum verði haldið lifandi í önd- unarvél þótt svo fari að líffæri verði hætt að starfa eðlilega. Kirkjan hef- ur lengi verið andvíg því að gripið sé til of umfangsmikillar tækni til að treina lífið í fólki sem ljóst er að ekki muni ná sér og er dauðvona. En heimildarmenn segja að greina hafi mátt stefnubreytingu í þessum efnum í Páfagarði síðustu mánuði. Er fullyrt að staða af þessu tagi hafi ekki komið upp fyrr í tveggja árþús- unda sögu kaþólsku kirkjunnar. Sjálfur hefur páfi sagt að hann muni gegna embættinu þar til Guð leysi hann undan því, þ. e. þangað til hann deyr. Nígeríumaður næsti páfi? Meira en þúsund milljónir manna heyra til Rómarkirkjunni en fjölg- unin á sóknarbörnum hefur á síðari áratugum verið langmest í Afríku sunnan Sahara. Nokkrir kardínálar eru taldir líklegastir eftirmenn Jó- hannesar Páls páfa þegar hann deyr. Einn þeirra er hinn 72 ára gamli Francis Arinze frá Nígeríu. Hann er náinn samstarfsmaður núverandi páfa og er sagður jafn íhaldssamur og hann, er andvígur því að konur geti orðið prestar, fordæmir hjóna- skilnaði, fóstureyðingar og samkyn- hneigð. Liðin eru um 1500 ár síðan Afríkumaður var síðast páfi. 18 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT UNGUR piltur gengur framhjá rúst- um verslana og sölubása markaðar í bænum Juba í Suður-Súdan eftir sprengingu í vopnageymslu í fyrra- dag. Súdönsk yfirvöld sögðu í gær að 37 manns hefðu látið lífið og 75 slasast í sprengingunni. Um 1.600 manns misstu heimili sín þegar flug- skeytum, sprengjum og sprengikúl- um rigndi yfir hluta bæjarins í sprengingunni. Hún mun hafa orðið eftir að eldur kviknaði nálægt henni. Reuters Mannskæð sprenging í vopnabúri HERVE Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, sagði af sér embætti í gær vegna hneykslismáls þar sem upp komst að hann hafði látið ríkið borga húsaleigu sína. Við embættinu tekur Thierry Breton sem verið hefur stjórnandi France Telecom-símafyr- irtækisins. „Ég hef ákveðið að afhenda for- sætisráðherranum afsagnarbeiðni mína sem fjármála- og iðnaðarráð- herra,“ sagði Gaymard. „Mér er ljóst að ég hef gert glappaskot, í fyrsta lagi hef ég gerst sekur um alvarlegan dómgreindarbrest vegna íbúðarinnar sem ríkið greiddi. Ég breytti greiðsl- unum strax og mun, eins og ég hef sagt, borga til baka allan kostnað sem ég fékk greiddan.“ Í yfirlýsingunni sagði og að fjöl- skylda hans hefði sætt linnulausum árásum vegna málsins. Gaymard er 44 ára og átta barna faðir. Hann er öt- ull stuðningsmað- ur Jacques Chirac Frakklandsfor- seta. Háðtímaritið Le Canard Enchaine greindi fyrst fjölmiðla frá því að Gaymard réði yfir glæsi- legri íbúð nærri Champs-Elysees-breiðgötunni. Mán- aðarleigan væri 14.000 evrur, rúmar ellefu hundruð þúsund krónur, og hana greiddu skattborgararnir. Síðar upplýsti sama tímarit að Gaymard ætti fyrir rúmlega 200 fermetra íbúð í miðborg París. Á stefnuskrá frönsku ríkisstjórnar- innar er að draga úr ríkisútgjöldum. Í könnunum hefur komið að almenn- ingur hefur einkum áhyggjur af háu húsnæðisverði. Franskur ráð- herra kveður París. AFP. Herve Gaymard FYRSTI alþjóðlegi samningurinn um tóbaksvarnir verður lagalega bind- andi á morgun, sunnudag, að sögn Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Stofnunin segir að markmiðið með samningnum sé að draga úr reykingum sem séu orðnar næstal- gengasta dánarorsökin í heiminum og valdi um fimm milljónum ótímabærra dauðsfalla á ári hverju. „Manntjónið af völdum náttúru- hamfaranna við Indlandshaf var lítið miðað við manntjónið af völdum reyk- inga,“ segir í yfirlýsingu frá stofnun- inni. „Á vestanverðu Kyrrahafssvæð- inu einu deyja 3.000 manns á degi hverjum af völdum reykinga. Núna höfum við alþjóðlegt tæki til að taka á þessu alþjóðlega vandamáli.“ WHO segir að verði ekkert að gert sé líklegt að reykingar valdi tíu millj- ónum ótímabærra dauðsfalla á ári fyrir árið 2020. „Tóbak er eina löglega varan sem veldur dauða um helmings þeirra sem nota hana reglulega. Af þeim 1,3 milljörðum manna sem reykja munu 650 milljónir deyja fyrir aldur fram vegna tóbaks.“ Alþjóðlegar reglur Í samningnum eru m.a. alþjóðlegar reglur um verð, skatta og auglýsingar á tóbaki, auk reglna sem miða að því að draga úr óbeinum reykingum. Samningurinn var samþykktur á fundi á vegum Alþjóðaheilbrigðis- málastofunarinnar í maí 2003. Um 167 ríki hafa undirritað hann og hann tekur nú gildi þar sem yfir 40 ríki hafa þegar staðfest hann. Fyrsti alþjóðlegi tóbaksvarnasamn- ingurinn í gildi 6  %      &$% #       '()* ++, - -   #  .       /   # - 0  #   1   # $-0 1  $%    -   -0               !" 2    0 #  3445     6 789:;8<$ -     = >     -0    /   # - -%  0 1$  3444       2  -     0  #   $% " (2# - 1  & :   1 * -1*    $2# 9(2&%% $2&%% - 1; 9      L     &  '( " 3?<.@  *        &   " 3<.@      ?* *   ) * " A< P * +,(  " <?@ *   -*" 3<4@ 3 B%  -     C 3 >  , *  '  & $%# $%"# ( ( (#9) Q ( ?< Manila. AFP. Níu friðar- gæsluliðar vegnir í Kongó Kinshasa. AFP. NÍU friðargæsluliðar frá Bangla- desh biðu bana og ellefu særðust í árás óþekkts hóps í Lýðveldinu Kongó í gær. Friðargæsluliðarnir voru á eftirlitsferð og urðu fyrir árás úr launsátri í Ituri-héraði í norðaust- anverðu landinu. Er þetta ein mann- skæðasta árás sem gerð hefur verið á friðargæsluliða Sameinuðu þjóð- anna á síðustu árum. Friðargæsluliðarnir voru á svæði þar sem sex vopnaðir hópar hafa herjað á mörg þorp að undanförnu. Ofbeldið hefur magnast í Ituri á síð- ustu vikum og hermt er að 70.000 manns hafi flúið heimkynni sín vegna árásanna frá síðustu áramót- um. Vígahóparnir hafa farið ráns- hendi um héraðið, myrt marga þorpsbúa, rænt og nauðgað konum og stúlkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.