Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 22
Sandgerði | Mikill afli hefur borist á land í Sandgerði í blíð- viðriskaflanum sem staðið hef- ur í viku, að sögn Björns Ara- sonar hafnarstjóra, en fram til þess hafði verið ótíð og lítill afli. Fiskirí hefur verið gott en þegar leið á vikuna tóku marg- ir sér frí vegna þess hvað fisk- verð á mörkuðunum hefur lækkað. „Þetta hefur gengið ágæt- lega og fínasta fiskirí verið al- veg frá áramótum,“ segir Jón Jóhannsson trillukarl á Muggi GK-70. Hann gerir út á línu frá Sandgerði og landaði þar 2,2 tonnum í fyrradag. Jón er þokkalega ánægður með aflann úr róðrinum. Segist hafa getað farið í meiri veiði en viljað frekar eltast við stóra fiskinn. Það bar ágætan árang- ur eins og sést á myndinni sem tekin var þegar Jón var að landa. Jón er einn á bátnum þessa dagana en faðir hans, Jóhann Gunnar Jónsson, er í fríi. Jón reri ekki í gær, segist hafa ákveðið að taka sér frí vegna þess hvað verðið fyrir fiskinn væri orðið lágt. „Þetta er orðin hálfgerð sjálfboðavinna,“ segir hann. Veður hefur verið gott um allt land síðustu daga og víðast góður afli. Mikið fram- boð á fiski hefur leitt til þess að fiskverðið hefur lækkað. Morgunblaðið/RAX Gott fiskirí en lágt verð Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Aðeins eru tæplega tveir mánuðir þangað til kosið verður um sameiningu Borg- arbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvít- ársíðuhrepps, Skorradalshrepps og Kol- beinsstaðahrepps. Það er því ekki ólíklegt að sameiningarmálin séu vinsælt umræðu- efni þegar fólk hittist á förnum vegi. Enda sýnist sitt hverjum og það hlýtur að teljast eðlilegt. Svæðið skiptist í þéttbýli og dreif- býli og þarfir íbúanna því að mörgu leyti ólíkar. Mikilvægt er að sveitarstjórn- armenn og kjósendur geri sér grein fyrir því áður en á hólminn er komið og sætti sig við að veita þarf íbúum þessa ólíku þjónustu. Skólamálin verða örugglega helstu hitamálin í sameiningunni enda mikilvægt fyrir alla foreldra að vera vissir um að sem best verði búið að skólabörn- unum. Spennandi verður að sjá hverjar til- lögur sameiningarnefndar, sem vænt- anlegar eru í byrjun mars, verða í þeim efnum.    Margir þeirra sem nú kjósa um samein- ingu hafa gert það áður og hafa reynslu af því hvernig til hefur tekist. Auðvitað er fólk misjafnlega ánægt. Kannski hafa ein- hverjir gert sér óraunhæfar vonir um að tekið yrði öðruvísi á ýmsum málum og úr- bætur kæmu fyrr. Til dæmis hvað varðar vegina. Þeir sem aka um Mýrarnar að vetrarlagi þegar skiptist á þíða og frost eiga mjög á hættu að festa bíla sína í drull- unni á vegunum. Ekki átti undirrituð von á því að komast á verri vegi en hingað heim, en það gerðist þó þegar leiðin lá að Hunda- stapa í gamla Hraunhreppi á dögunum. Er ég viss um að íbúar á þessu svæði, svo og skólabílstjórar, mjólkurbílstjórar og póst- urinn hafa búist við að sæmilega væri fært um helstu akvegina árið 2005. En í þeirra spor eiga þeir sem búa í þéttbýlinu örugg- lega erfitt með að setja sig.    Fólkið í héraðinu á þó miklu meira sam- eiginlegt og sameinar krafta sína á mörg- um sviðum. Ekki síst í menningunni. Þar spáir enginn í hvort einhver kemur úr sveitinni eða þéttbýlinu heldur nýtur fólkið þess að sinna áhugamálunum saman. Til dæmis leikararnir í leikdeild Skallagríms sem sýna nú Týndu teskeiðina eftir Kjart- an Ragnarsson í leikstjórn Valgeirs Skag- fjörð í gamla mjólkursamlagshúsinu í Borgarnesi. Sýningunni hefur verið vel tekið og þegar búið að bæta við tveimur sýningum nú um helgina. Úr sveitinni ÁLFTANES Á MÝRUM EFTIR ÁSDÍSI HARALDSDÓTTUR BLAÐAMANN TónlistarskóliReykjanesbæjarstendur fyrir keppni í tónfræðigreinum og þekkingu á hljóðfærum og tónlist í sal Fjölbrauta- skóla Suðurnesja milli kl. 13 og 18 í dag. Keppnin nefnist Kontrapunktur og er liður í dagskrá Dags tónlistarskólanna sem haldinn er hátíðlegur um land allt í dag. Lúðrasveit Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, elsta deildin, heldur mara- þontónleika í sal Njarðvík- urskóla á morgun, sunnu- dag, milli kl. 14 og 19. Er þetta framtak æfing og fjáröflun vegna tónleika- ferðar sveitarinnar til Washington í Bandaríkj- unum um páskana þar sem hún tekur þátt í tónlistarhátíð og heldur tónleika. Kaffihús verður starfrækt á tónleikunum, milli 15 og 17. Kontrapunktur Tvær kjarnakonurhafa opnað nýjablóma- og gjafa- vöruverslun á Akureyri, hún er í verslunarmið- stöðinni Sunnuhlíð í Gler- árhverfi. Verslunin heitir Mimosa og það eru þær Þórhildur Svavarsdóttir og Rannveig Vernharðs- dóttir sem eiga og reka verslunina. Mimosa verð- ur opin alla daga nema sunnudaga. Morgunblaðið/ Rúnar Þór Ný blómabúð Einar Kolbeinssonyrkir enn í tilefniaf nýju spreyi sem vekur kynhvöt kvenna: Ef ég sinni um amorsstörf, er á sléttum vegi, og engri konu þykir þörf, á þessu fjandans spreyi! Og hann yrkir til Frið- riks: Spreyið þarf nú ekki enn, ungdómsliðið slynga, upp þó bæti eldri menn, og einnig Mývetninga! Friðrik Steingrímsson hafði verið sendur austur á Reyðarfjörð og það spreylaus. Hann svaraði við heim- konuna: Lánið við mig leikur ei og lífið einskis virði, illt er að hafa ekkert sprey austur á Reyðarfirði. Björn Ingólfsson yrkir: Báglega við búskap vinnst bónda sem er heylaus og tilgangslítið Friðrik finnst að fara austur – spreylaus. Af kynlífsspreyi pebl@mbl.is Markmiðið að bæta þjónustuna Hafnarfjörður | Hugmyndir heilbrigðis- ráðherra um að hjúkrunarheimilið Sól- vangur í Hafnarfirði verði sameinað St. Jósefsspítala hafa verið kynntar fyrir bæj- arstjórnarmönnum í Hafnarfirði og yfir- mönnum stofnananna til þess að fá álit þeirra áður en ákvörðun verður tekin. „Þetta er rétt á umræðustigi,“ segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. „Við höfum verið að fara yfir hvort við getum eflt þessar stofnanir með því að sameina þær.“ Jón segir að ákveðið hagræði fáist af sameiningu, yfirstjórnin verði þá sú sama, og hægt að samnýta einhverja þjónustu. Svipað ferli hafi verið í gangi á Suðurlandi og eins og þar sé reiknað með aukinni sam- vinnu, og samræmingu á vöktum. „Ef það er einhver sparnaður er það mjög gott, en við höfum verið með það sem fyrsta mark- mið að bæta þjónustuna með því að opna möguleikana á því að menn vinni saman án þess að þurfa að klífa yfir girðingar á milli stofnana,“ segir Jón. Hann tekur fram að þessi sameining sé enn á umræðustigi, sveitarstjórn hafi verið kynnt þetta erindi. „Við reiknum með að fá viðbrögð á það og erum tilbúin að ræða kosti og galla á þessum hugmyndum.“ Einnig eru uppi hugmyndir um að sam- eina heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu öllu, og hafa hugmyndir um það einnig ver- ið kynntar aðilum í sveitarfélögum á svæð- inu. Beðið eftir viðbrögðum þeirra. Miðbærinn | Stjórn Torfusamtakanna leggst eindregið gegn áformum um að heimila niðurrif fjölmargra húsa við Laugaveg og fer fram á það við borgaryf- irvöld að deiliskipulag reita við Laugaveg verði endurskoðað með það að markmiði að varðveita sem flest þeirra. Í tilkynningu frá stjórninni kemur fram að hún telji borgaryfirvöld á villigötum í málinu, og allt stefni í menningarsögulegt slys sem ekki verði bætt. „Gömlu húsin eru einstök og það eru aðallega þau sem gefa Laugaveginum og umhverfi hans þann sjarma sem hann hefur. Fyrir utan að vera mikilvægar menningarminjar, mynda gömlu timburhúsin víða heild sem ekki má eyðileggja. Það er ekki nóg að eiga eitt og eitt gamalt timburhús á stangli sem sýn- ishorn. Og það er ekki nóg að eiga gömul hús á safni,“ segir m.a. í tilkynningunni. Leggjast gegn niðurrifi ♦♦♦ Aðaldalur | Vegagerðin hefur hug á að byggja nýja brú á Laxá hjá Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Ráð- gert er að brúin verði 25 metrum norðan núverandi brúar. Núverandi brú yfir Laxá er ein- breið og aðkoma að henni slæm. Þar hafa orðið mörg umferðaróhöpp og slys. Nýja brúin verður 84 metra löng steypt bogabrú í einu hafi með 7,5 metra breiðri akbraut. Hug- myndin er að bjóða verkið út í sumar þannig að framkvæmdir geti hafist í haust, að loknu laxveiðitímabili, og þeim ljúki sumarið 2006. Fram kemur í Framkvæmdafrétt- um Vegagerðarinnar að nú er verið að kanna hvort nýja brúin sé mats- skyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Svæðið er vernd- að samkvæmt sérstökum lögum um verndun Mývatns og Laxár. Telur Vegagerðin að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað umferðaröryggi aukist. Áningarstaðurinn á Heiðarenda, við minnisvarðann um Jóhann Sig- urjónsson, lendir undir nýja vegin- um og verður því byggður nýr áning- arstaður. Þótt vegurinn færist nær minnismerkinu verður því ekki rask- að. Ný brú 25 metrum norðar í Laxá í Aðaldal Tvíbreið Tölvuteikning Vegagerðarinnar að nýrri brú á Laxá. Löndun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.