Morgunblaðið - 11.03.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 11.03.2005, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 84 MILLJARÐA MAÐUR Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes yfir ríkustu menn heims en þar er hann í 488. sæti með eignir sem nema um 84 milljörðum ís- lenskra króna. Vantraust á Markús Örn Fréttamenn á Ríkisútvarpinu hafa lýst yfir vantrausti á útvarps- stjóra vegna ráðningar hans á Auð- uni Georg Ólafssyni í stöðu frétta- stjóra útvarpsins og á almennum starfsmannafundi var samþykkt ályktun þar sem skorað var á út- varpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um ráðninguna. Mennta- málaráðhera segir hins vegar út- varpsstjóra rétta aðilann til að meta hver sé hæfastur í stöðuna. Um 50 biðu bana Að minnsta kosti 47 menn týndu lífi og meira en 80 slösuðust í sjálfs- morðsárás í mosku sjíta í borginni Mosul í Norður-Írak í gær. Var þar margt fólk saman komið vegna út- farar. Hafa hryðjuverkamenn marg- sinnis gert mannskæðar árásir á sjíta og augljóslega í þeim tilgangi að koma af stað trúarbragðastríði í landinu. Einn Íslendingur, Börkur Gunnarsson, er nú í Írak á vegum Íslensku friðargæslunnar. Meiri gjaldeyristekjur Gjaldeyristekjur ferðaþjónust- unnar losuðu 39 milljarða í fyrra og jukust um 5,4% milli ára, fyrst og fremst vegna eyðslu erlendra ferða- manna innanlands. Að mati Samtaka ferðaþjónustunnar hefðu tekjurnar orðið ríflega tveimur milljörðum meiri ef gengi krónunnar hefði hald- ist óbreytt. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 36 Fréttaskýring 8 Forystugrein 32 Úr verinu 14 Viðhorf 34 Viðskipti 18/19 Minningar 38/45 Erlent 20/21 Hestar 49 Minn staður 22 Myndasögur 50 Höfuðborgin 23 Dagbók 50/52 Akureyri 23 Staður og stund 52 Austurland 24 Leikhús 54 Suðurnes 25 Bíó 58/61 Menning 22, 53/61 Ljósvakamiðlar 62 Daglegt líf 27/29 Veður 63 Umræðan 30/37 Staksteinar 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #               $         %&' ( )***                                    FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í borgarráði héldu því fram á borg- arráðsfundi í gær að borgarstjóri og R-listinn hafi kúvent í máli Reykjavíkurflugvallar. Þetta sé staðfest með samkomulagi borg- arstjóra við samgönguráðherra um víðtækar breytingar á svæði Reykjavíkurflugvallar. Fulltrúar R-listans héldu því hins vegar fram að í minnisblaði borgarstjóra og samgönguráð- herra standi skýrum stöfum að með byggingu samgöngumiðstöðv- ar í Vatnsmýri sé ekki verið að taka afstöðu til framtíðar Reykja- víkurflugvallar. Minnisblað samgönguráðherra og borgarstjóra varðandi sam- göngumiðstöð í Vatnsmýri og Reykjavíkurflugvöll, ásamt skýrslu undirbúningshóps, var lagt fram á fundinum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks sögðu í bókun að samkomu- lagið staðfesti einnig að allar yf- irlýsingar um að flugvöllurinn muni fara hafi verið innantóm orð og að aldrei hafi staðið til að taka mark á niðurstöðum kosninganna frá 2001 um framtíð Vatnsmýr- arinnar. Í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans segir m.a. að ákveðin tímamót hafi átt sér stað í skipulagsmálum Vatnsmýrar með samkomulagi borgarstjóra og sam- gönguráðherra. „Samkomulagið felur í sér að borgin endurheimti land í Vatnsmýrinni fyrr en ella og hægt verði að tímasetja uppbygg- ingaráfanga svæðisins. Áður en til þeirrar tímasettu uppbyggingar kemur verður gert heildarskipulag að svæðinu sem verður vegvísir um það hvernig svæðið mun líta út til framtíðar.“ Gagnrýndu fulltrúar R-listans fulltrúa D-listans og sögðu bókun þeirra segja allt sem segja þurfi um stefnu flokksins til málsins; „Afstöðuleysi flokksins sýnir þann ágreining sem er innan flokksins um flugvallarmálið og opinberar það ábyrgðarleysi sem Sjálfstæð- isflokkurinn sýnir í hverju málinu á fætur öðru með afstöðuleysi sínu.“ Segja borgarstjóra hafa kúvent í flugvallarmálinu Engin afstaða til framtíðar flugvallarins í samkomulagi við ráðherra, segir í bókun R-listans HÆSTIRÉTTUR setur ofan í við lögreglu í dómi sínum í gær þar sem staðfestur er fimm mánaða fangelsisdómur yfir 24 ára manni fyrir innbrot. Hann braust inn í íbúðarhúsnæði í Garðabæ í nóvember 2002 og tók þaðan ófrjálsri hendi ýmsa muni sem áætlaðir voru að verðmæti tvær milljónir króna. Í dómi Hæstaréttar segir að þótt ákærði hefði játað þá hátt- semi sem honum var gefin að sök við yfirheyrslu hjá lögreglu leið hátt á annað ár frá því að rannsókn lauk og þar til ákæra á hendur honum var gefin út. Telur Hæstiréttur þennan drátt málsins vítaverðan og brjóta í bága við meginreglu laga um meðferð opinberra mála og vera í andstöðu við stjórnarskrána. Þrátt fyrir þetta væri ekki annað unnt en að staðfesta refsiákvörðun hér- aðsdóms, sem byggðist á löngum sakarferli ákærða. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Markús Sigur- björnsson, Gunnlaugur Claes- sen og Hrafn Bragason. Verjandi var Páll Arnór Páls- son hrl. og sækjandi Bragi Steinarsson vararíkissaksókn- ari. Vítaverður dráttur á lögreglu- rannsókn SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins stóð fyrir æfingu nemenda í Brunamálaskólanum í góðviðrinu í gær. Æfing- in var haldin í Norðlingaholti og var kveikt í húsinu Bjallavaði. Var þetta hluti af þjálfunarferlinu fyrir vinnu við björgun og leit. Nemendurnir reyndu sig í reykköfun og björgun úr eldi og gekk æfingin vel. Var þetta hluti af svokölluðu atvinnuslökkviliðsmannanámskeiði og var æfingin á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nemendur temja eldtungur FORELDRAR grunnskólabarna í Vesturbæ Reykjavíkur tóku vel í hugmyndir um skólabúninga á fræðslufundi í Melaskóla í gær- kvöldi. Foreldrafélög Landakots- skóla, Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjarskóla stóðu að fundin- um. Víða erlendis eru skólabúningar notaðir og hér á landi hafa nokkrir skólar tekið upp vísi að þeim. Rætt var um hvort skólabúningar ættu rétt á sér, einkum í einstaklingsmið- aðri menningu eins og ríkir hérlend- is. Frummælendur voru Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigs- skóla í Reykjavík og Leifur Garðars- son, skólastjóri Áslandsskóla í Hafn- arfirði. Ásgeir talaði um þau skilaboð sem fólk sendir frá sér með klæðaburði sínum. Hann er andvígur notkun skólabúninga og nefndi dæmi er- lendis frá þar sem reglur um klæða- burð og útlit skólabarna hefðu geng- ið út í öfgar. Leifur ræddi um reynslu af skóla- fatnaði í Áslandsskóla á síðustu tveimur árum. Hann lagði áherslu á að þetta væru skólaföt en ekki skóla- búningar, sem í hans huga væru pils, buxur, skyrtur og bindi. Hann sagði að merkja mætti ýmis jákvæð áhrif, svo sem meiri samkennd og náms- aga, betri einbeitingu og bætta ímynd skólans. Hann sagði að ef taka ætti upp skólafatnað væri samstaða forráðamanna lykilatriði. Líflegar umræður sköpuðust með- al fundarmanna og sögðust sumir hafa fengið nýja sýn á málið. Flestir reyndust hlynntir upptöku skóla- fatnaðar og líklegt er að frekari um- ræður skapist í kjölfarið. Foreldrar hlynntir skólabúningum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.