Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 84 MILLJARÐA MAÐUR Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes yfir ríkustu menn heims en þar er hann í 488. sæti með eignir sem nema um 84 milljörðum ís- lenskra króna. Vantraust á Markús Örn Fréttamenn á Ríkisútvarpinu hafa lýst yfir vantrausti á útvarps- stjóra vegna ráðningar hans á Auð- uni Georg Ólafssyni í stöðu frétta- stjóra útvarpsins og á almennum starfsmannafundi var samþykkt ályktun þar sem skorað var á út- varpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um ráðninguna. Mennta- málaráðhera segir hins vegar út- varpsstjóra rétta aðilann til að meta hver sé hæfastur í stöðuna. Um 50 biðu bana Að minnsta kosti 47 menn týndu lífi og meira en 80 slösuðust í sjálfs- morðsárás í mosku sjíta í borginni Mosul í Norður-Írak í gær. Var þar margt fólk saman komið vegna út- farar. Hafa hryðjuverkamenn marg- sinnis gert mannskæðar árásir á sjíta og augljóslega í þeim tilgangi að koma af stað trúarbragðastríði í landinu. Einn Íslendingur, Börkur Gunnarsson, er nú í Írak á vegum Íslensku friðargæslunnar. Meiri gjaldeyristekjur Gjaldeyristekjur ferðaþjónust- unnar losuðu 39 milljarða í fyrra og jukust um 5,4% milli ára, fyrst og fremst vegna eyðslu erlendra ferða- manna innanlands. Að mati Samtaka ferðaþjónustunnar hefðu tekjurnar orðið ríflega tveimur milljörðum meiri ef gengi krónunnar hefði hald- ist óbreytt. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 36 Fréttaskýring 8 Forystugrein 32 Úr verinu 14 Viðhorf 34 Viðskipti 18/19 Minningar 38/45 Erlent 20/21 Hestar 49 Minn staður 22 Myndasögur 50 Höfuðborgin 23 Dagbók 50/52 Akureyri 23 Staður og stund 52 Austurland 24 Leikhús 54 Suðurnes 25 Bíó 58/61 Menning 22, 53/61 Ljósvakamiðlar 62 Daglegt líf 27/29 Veður 63 Umræðan 30/37 Staksteinar 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #               $         %&' ( )***                                    FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í borgarráði héldu því fram á borg- arráðsfundi í gær að borgarstjóri og R-listinn hafi kúvent í máli Reykjavíkurflugvallar. Þetta sé staðfest með samkomulagi borg- arstjóra við samgönguráðherra um víðtækar breytingar á svæði Reykjavíkurflugvallar. Fulltrúar R-listans héldu því hins vegar fram að í minnisblaði borgarstjóra og samgönguráð- herra standi skýrum stöfum að með byggingu samgöngumiðstöðv- ar í Vatnsmýri sé ekki verið að taka afstöðu til framtíðar Reykja- víkurflugvallar. Minnisblað samgönguráðherra og borgarstjóra varðandi sam- göngumiðstöð í Vatnsmýri og Reykjavíkurflugvöll, ásamt skýrslu undirbúningshóps, var lagt fram á fundinum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks sögðu í bókun að samkomu- lagið staðfesti einnig að allar yf- irlýsingar um að flugvöllurinn muni fara hafi verið innantóm orð og að aldrei hafi staðið til að taka mark á niðurstöðum kosninganna frá 2001 um framtíð Vatnsmýr- arinnar. Í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans segir m.a. að ákveðin tímamót hafi átt sér stað í skipulagsmálum Vatnsmýrar með samkomulagi borgarstjóra og sam- gönguráðherra. „Samkomulagið felur í sér að borgin endurheimti land í Vatnsmýrinni fyrr en ella og hægt verði að tímasetja uppbygg- ingaráfanga svæðisins. Áður en til þeirrar tímasettu uppbyggingar kemur verður gert heildarskipulag að svæðinu sem verður vegvísir um það hvernig svæðið mun líta út til framtíðar.“ Gagnrýndu fulltrúar R-listans fulltrúa D-listans og sögðu bókun þeirra segja allt sem segja þurfi um stefnu flokksins til málsins; „Afstöðuleysi flokksins sýnir þann ágreining sem er innan flokksins um flugvallarmálið og opinberar það ábyrgðarleysi sem Sjálfstæð- isflokkurinn sýnir í hverju málinu á fætur öðru með afstöðuleysi sínu.“ Segja borgarstjóra hafa kúvent í flugvallarmálinu Engin afstaða til framtíðar flugvallarins í samkomulagi við ráðherra, segir í bókun R-listans HÆSTIRÉTTUR setur ofan í við lögreglu í dómi sínum í gær þar sem staðfestur er fimm mánaða fangelsisdómur yfir 24 ára manni fyrir innbrot. Hann braust inn í íbúðarhúsnæði í Garðabæ í nóvember 2002 og tók þaðan ófrjálsri hendi ýmsa muni sem áætlaðir voru að verðmæti tvær milljónir króna. Í dómi Hæstaréttar segir að þótt ákærði hefði játað þá hátt- semi sem honum var gefin að sök við yfirheyrslu hjá lögreglu leið hátt á annað ár frá því að rannsókn lauk og þar til ákæra á hendur honum var gefin út. Telur Hæstiréttur þennan drátt málsins vítaverðan og brjóta í bága við meginreglu laga um meðferð opinberra mála og vera í andstöðu við stjórnarskrána. Þrátt fyrir þetta væri ekki annað unnt en að staðfesta refsiákvörðun hér- aðsdóms, sem byggðist á löngum sakarferli ákærða. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Markús Sigur- björnsson, Gunnlaugur Claes- sen og Hrafn Bragason. Verjandi var Páll Arnór Páls- son hrl. og sækjandi Bragi Steinarsson vararíkissaksókn- ari. Vítaverður dráttur á lögreglu- rannsókn SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins stóð fyrir æfingu nemenda í Brunamálaskólanum í góðviðrinu í gær. Æfing- in var haldin í Norðlingaholti og var kveikt í húsinu Bjallavaði. Var þetta hluti af þjálfunarferlinu fyrir vinnu við björgun og leit. Nemendurnir reyndu sig í reykköfun og björgun úr eldi og gekk æfingin vel. Var þetta hluti af svokölluðu atvinnuslökkviliðsmannanámskeiði og var æfingin á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nemendur temja eldtungur FORELDRAR grunnskólabarna í Vesturbæ Reykjavíkur tóku vel í hugmyndir um skólabúninga á fræðslufundi í Melaskóla í gær- kvöldi. Foreldrafélög Landakots- skóla, Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjarskóla stóðu að fundin- um. Víða erlendis eru skólabúningar notaðir og hér á landi hafa nokkrir skólar tekið upp vísi að þeim. Rætt var um hvort skólabúningar ættu rétt á sér, einkum í einstaklingsmið- aðri menningu eins og ríkir hérlend- is. Frummælendur voru Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigs- skóla í Reykjavík og Leifur Garðars- son, skólastjóri Áslandsskóla í Hafn- arfirði. Ásgeir talaði um þau skilaboð sem fólk sendir frá sér með klæðaburði sínum. Hann er andvígur notkun skólabúninga og nefndi dæmi er- lendis frá þar sem reglur um klæða- burð og útlit skólabarna hefðu geng- ið út í öfgar. Leifur ræddi um reynslu af skóla- fatnaði í Áslandsskóla á síðustu tveimur árum. Hann lagði áherslu á að þetta væru skólaföt en ekki skóla- búningar, sem í hans huga væru pils, buxur, skyrtur og bindi. Hann sagði að merkja mætti ýmis jákvæð áhrif, svo sem meiri samkennd og náms- aga, betri einbeitingu og bætta ímynd skólans. Hann sagði að ef taka ætti upp skólafatnað væri samstaða forráðamanna lykilatriði. Líflegar umræður sköpuðust með- al fundarmanna og sögðust sumir hafa fengið nýja sýn á málið. Flestir reyndust hlynntir upptöku skóla- fatnaðar og líklegt er að frekari um- ræður skapist í kjölfarið. Foreldrar hlynntir skólabúningum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.