Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 25

Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 25
                 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 25 MINNSTAÐUR SUÐURNES Keflavík | „Þetta er yndislegur stað- ur og yndislegt fólk sem hér vinnur,“ sagði Kristrún Bogadóttir, þjón- ustunotandi á Hæfingarstöðinni í Keflavík, en í dag ætlar hún ásamt kollegum sínum og starfsfólki stöðv- arinnar að kynna vinnustaðinn meðal fólks. Þau verða mest í Kjarna við Hafnargötu í Keflavík en ef veður leyfir ætla þau að ganga um og út- deila glaðningi. Vinnustaðarkynningin á Hæfing- arstöðinni er liður í kynningarátaki sem Samband um vinnu- og verk- þjálfun (SVV) stendur fyrir þessa dagana. Aðilar að sambandinu eru, auk Hæfingarstöðvarinnar í Kefla- vík, 22 vinnu- og hæfingarstöðvar víðsvegar um landið sem hafa það að markmiði að hæfa og styðja fatlaða og aðra í því að nýta vinnugetu sína og færni. Í upphafi kynningarátaksins, síð- astliðinn mánudag, var opnuð á Kjar- valsstöðum sameiginleg heimasíða sem aðilar SVV standa að og um leið kynnt nýtt merki sem sam- bandsaðilarnir munu framvegis nota til þess að merkja þau verkefni sem vinnu- og hæfingarstöðvarnar eru að vinna að. Merkið er hannað af ungum listnema í Listaháskóla Íslands, Daða Hall, og heitir Hlutverk. Merk- ið stendur fyrir það mikilvæga hlut- verk sem sinnt er og það starf sem fram fer á þessum tuttugu og þrem- ur vinnu- og hæfingarstöðvum sem eru aðilar að sambandinu. Kjarnakona með nóg fyrir stafni Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins kíkti í heimsókn á Hæfingarstöð- ina í Keflavík á dögunum voru þjón- ustunotendur í óða önn að pakka og merkja fermingarkort, enda ferm- ingar nú í fullum gangi. Einn af þjón- ustunotendum stöðvarinnar er Kristrún Bogadóttir úr Grindavík sem kemur akandi á hverjum virkum degi með Óskari bílstjóra, ásamt tveimur samstarfsmönnum úr Grindavík. Kristrún er alsæl með vinnuna, en þarna hefur hún starfaði í 3 ár. Hún var þó ekki að kom út á vinnumarkaðinn þá, heldur hafði 19 ára starfsreynslu á leikskóla í Grindavík. „Ég var að klæða börnin út og gefa þeim að borða. Sum lögðu sig eftir hádegi og ég var líka úti í gæslu,“ sagði Kristrún þegar blaða- maður spurði hana um vinnuna á leikskólanum. Hún sagði að það hefði þó verið orðið tímabært að skipta um starf og að á Hæfingarstöðinni líkaði henni vel. „Þetta er yndislegur stað- ur og yndislegt fólk sem hér vinnur.“ – Við hvaða verkefni eruð þið að vinna núna? „Við erum í bæklingum hér inni á lagernum,“ svaraði Kristrún og er hér að tala um verslunarbæklinga Flugleiða sem eru um borð í flug- vélum félagsins. „Við skoðum þá alla og skoðum hvort þeir eru skítugir eða rifnir. Ef ekki þá teljum við þá 20 saman í poka. Svo erum við að gera alls konar trélistaverk, málum á spýtur og erum með það til sölu. Við erum komin með alveg helling og við erum núna að fara að byrja á jóla- skrautinu, ætlum að vera búin með það fyrir jól.“ Kristrún nefndi einnig kortin sem þau voru að pakka, en þjónustunot- endurnir búa einnig til ýmiskonar tækifæriskort úr endurunnum papp- ír og selja. Þá vinna þau einnig fyrir Húsasmiðjuna, setja skrúfur í plast- poka og yfirfara öngla í samstarfi við vinnustaðinn Örva. – Hvað er nú skemmtilegast? „Bara allt,“ svararði Kristrún um hæl, enda líður henni vel í vinnunni. „Hér er yndislegur starfsandi og all- ir svo léttir.“ Samheldnin virðist haldast utan vinnunnar líka því allir þjónustunot- endur æfa saman boccia með íþrótta- félaginu Nes, sem er íþróttafélag Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Kristrún lætur sér hins vegar ekki nægja að vinna allan daginn og æfa boccia tvisvar í viku, heldur er hún líka í tónlistarskóla að læra söng. Hún sagði að fjölskylda sín væri öll í söngnum, en viðurkenndi einnig að Idolið hefði kveikt áhuga, ekki síst þegar sigurvegarinn í fyrra var úr hennar heimabæ og hún sagðist hafa hitt Karl. Kristrún var ekki síður spennt fyrir Idol-partíi sem búið var að bjóða þeim í. Með ósk um góða skemmtun kveð ég þessa kjarnakonu sem auðheyr- anlega nýtur lífsins til fulls og lætur ekkert stöðva sig. Kristrún Bogadóttir er ánægð með þjónustuna á Hæfingarstöðinni við Hafnargötu „Hér eru allir svo léttir“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hæfing Kristrún Bogadóttir er þjónustunotandi á Hæfingarstöðinni og ætlar að fara út til fólksins ásamt öðrum notendum og starfsfólki og kynna starfsemina. Hér er hún að pakka kortum ásamt Árna Óskarssyni. TENGLAR ..................................................... www.hlutverk.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Reykjanesbær | Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fór um Reykja- nesbæ í gær. Ferð forsætisráðherra er liður í þeirri stefnu hans að fara sem víðast um landið í upphafi starfstíma síns. Hann heimsótti Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja og nokkur fyr- irtæki, meðal annars Kaffitár þar sem Aðalheiður Héðinsdóttir fram- kvæmdastjóri sagði honum frá starf- seminni. Með í för voru meðal ann- ars Kjartan Már Kjartansson, Steingrímur S. Ólafsson og Hjálmar Árnason. Í gærkvöldi hélt ráðherra síðan opin fund í Duushúsum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ráðherra skoðar kaffi- framleiðslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.