Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 25
                 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 25 MINNSTAÐUR SUÐURNES Keflavík | „Þetta er yndislegur stað- ur og yndislegt fólk sem hér vinnur,“ sagði Kristrún Bogadóttir, þjón- ustunotandi á Hæfingarstöðinni í Keflavík, en í dag ætlar hún ásamt kollegum sínum og starfsfólki stöðv- arinnar að kynna vinnustaðinn meðal fólks. Þau verða mest í Kjarna við Hafnargötu í Keflavík en ef veður leyfir ætla þau að ganga um og út- deila glaðningi. Vinnustaðarkynningin á Hæfing- arstöðinni er liður í kynningarátaki sem Samband um vinnu- og verk- þjálfun (SVV) stendur fyrir þessa dagana. Aðilar að sambandinu eru, auk Hæfingarstöðvarinnar í Kefla- vík, 22 vinnu- og hæfingarstöðvar víðsvegar um landið sem hafa það að markmiði að hæfa og styðja fatlaða og aðra í því að nýta vinnugetu sína og færni. Í upphafi kynningarátaksins, síð- astliðinn mánudag, var opnuð á Kjar- valsstöðum sameiginleg heimasíða sem aðilar SVV standa að og um leið kynnt nýtt merki sem sam- bandsaðilarnir munu framvegis nota til þess að merkja þau verkefni sem vinnu- og hæfingarstöðvarnar eru að vinna að. Merkið er hannað af ungum listnema í Listaháskóla Íslands, Daða Hall, og heitir Hlutverk. Merk- ið stendur fyrir það mikilvæga hlut- verk sem sinnt er og það starf sem fram fer á þessum tuttugu og þrem- ur vinnu- og hæfingarstöðvum sem eru aðilar að sambandinu. Kjarnakona með nóg fyrir stafni Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins kíkti í heimsókn á Hæfingarstöð- ina í Keflavík á dögunum voru þjón- ustunotendur í óða önn að pakka og merkja fermingarkort, enda ferm- ingar nú í fullum gangi. Einn af þjón- ustunotendum stöðvarinnar er Kristrún Bogadóttir úr Grindavík sem kemur akandi á hverjum virkum degi með Óskari bílstjóra, ásamt tveimur samstarfsmönnum úr Grindavík. Kristrún er alsæl með vinnuna, en þarna hefur hún starfaði í 3 ár. Hún var þó ekki að kom út á vinnumarkaðinn þá, heldur hafði 19 ára starfsreynslu á leikskóla í Grindavík. „Ég var að klæða börnin út og gefa þeim að borða. Sum lögðu sig eftir hádegi og ég var líka úti í gæslu,“ sagði Kristrún þegar blaða- maður spurði hana um vinnuna á leikskólanum. Hún sagði að það hefði þó verið orðið tímabært að skipta um starf og að á Hæfingarstöðinni líkaði henni vel. „Þetta er yndislegur stað- ur og yndislegt fólk sem hér vinnur.“ – Við hvaða verkefni eruð þið að vinna núna? „Við erum í bæklingum hér inni á lagernum,“ svaraði Kristrún og er hér að tala um verslunarbæklinga Flugleiða sem eru um borð í flug- vélum félagsins. „Við skoðum þá alla og skoðum hvort þeir eru skítugir eða rifnir. Ef ekki þá teljum við þá 20 saman í poka. Svo erum við að gera alls konar trélistaverk, málum á spýtur og erum með það til sölu. Við erum komin með alveg helling og við erum núna að fara að byrja á jóla- skrautinu, ætlum að vera búin með það fyrir jól.“ Kristrún nefndi einnig kortin sem þau voru að pakka, en þjónustunot- endurnir búa einnig til ýmiskonar tækifæriskort úr endurunnum papp- ír og selja. Þá vinna þau einnig fyrir Húsasmiðjuna, setja skrúfur í plast- poka og yfirfara öngla í samstarfi við vinnustaðinn Örva. – Hvað er nú skemmtilegast? „Bara allt,“ svararði Kristrún um hæl, enda líður henni vel í vinnunni. „Hér er yndislegur starfsandi og all- ir svo léttir.“ Samheldnin virðist haldast utan vinnunnar líka því allir þjónustunot- endur æfa saman boccia með íþrótta- félaginu Nes, sem er íþróttafélag Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Kristrún lætur sér hins vegar ekki nægja að vinna allan daginn og æfa boccia tvisvar í viku, heldur er hún líka í tónlistarskóla að læra söng. Hún sagði að fjölskylda sín væri öll í söngnum, en viðurkenndi einnig að Idolið hefði kveikt áhuga, ekki síst þegar sigurvegarinn í fyrra var úr hennar heimabæ og hún sagðist hafa hitt Karl. Kristrún var ekki síður spennt fyrir Idol-partíi sem búið var að bjóða þeim í. Með ósk um góða skemmtun kveð ég þessa kjarnakonu sem auðheyr- anlega nýtur lífsins til fulls og lætur ekkert stöðva sig. Kristrún Bogadóttir er ánægð með þjónustuna á Hæfingarstöðinni við Hafnargötu „Hér eru allir svo léttir“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hæfing Kristrún Bogadóttir er þjónustunotandi á Hæfingarstöðinni og ætlar að fara út til fólksins ásamt öðrum notendum og starfsfólki og kynna starfsemina. Hér er hún að pakka kortum ásamt Árna Óskarssyni. TENGLAR ..................................................... www.hlutverk.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Reykjanesbær | Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fór um Reykja- nesbæ í gær. Ferð forsætisráðherra er liður í þeirri stefnu hans að fara sem víðast um landið í upphafi starfstíma síns. Hann heimsótti Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja og nokkur fyr- irtæki, meðal annars Kaffitár þar sem Aðalheiður Héðinsdóttir fram- kvæmdastjóri sagði honum frá starf- seminni. Með í för voru meðal ann- ars Kjartan Már Kjartansson, Steingrímur S. Ólafsson og Hjálmar Árnason. Í gærkvöldi hélt ráðherra síðan opin fund í Duushúsum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ráðherra skoðar kaffi- framleiðslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.