Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 2
STÓRTENÓRINN Placido Dom-
ingo og kona hans Marta Domingo
þekktust heimboð forseta-
hjónanna Ólafs Ragnars Gríms-
sonar og Dorritar Moussaieff á
Bessastaði í gær. Domingo og Ana
Maria Martinez sem syngur með
honum á tónleikum í Egilshöll
annað kvöld sátu fund með ís-
lenskum blaðamönnum í gær-
morgun.
Spurningunni klassísku: How do
you like Iceland? – svaraði Dom-
ingo snaggaralega; – af fyrstu við-
kynningu fyndi hann fyrir því að
landið væri ungt, hreint og öðru-
vísi; hann hlakkaði til að fara í
Bláa lónið og skoða borgina.
Með þeim á tónleikunum syngur
Óperukórinn; Sinfóníuhljómsveit
Íslands leikur og Eugene Kohn
stjórnar. /32
Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon
Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Marta Domingo og Placido Domingo á Bessastöðum í gær.
Domingo
á Bessa-
stöðum
2 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MUNURINN 48 KR.
Bónus var með lægsta verðið á
vörukörfunni í verðkönnun Morg-
unblaðsins, en einungis munaði 48
krónum á Bónus og Krónunni sem
var næstlægst. Karfan var á 3.219 í
Bónus, en á 3.267 í Krónunni. Versl-
anir Bónuss verða lokaðar á sunnu-
dag til þess að gefa starfsfólkinu
hvíld.
Hafísinn nálgast
Fiskeldismenn í Mjóafirði eru á
varðbergi vegna hættu á að hafís
kunni að reka inn í fjörðinn í norðan-
áttinni sem spáð er næstu daga og
gæti ógnað fiskeldiskvíunum. Þá er
samfelld íshella sögð frá Kolbeinsey
til Grænlands og hafa Grímseyingar
flutt vararafstöð til eyjarinnar og sér-
staklega styrktan vír til að varna því
að ís fari inn í höfnina.
Hildur Vala Idol-stjarna
Hildur Vala Einarsdóttir var kjör-
in ný Idol-stjarna í Smáralind í gær-
kvöldi, en þá lágu úrslit fyrir í Idol-
stjörnuleit. Hún vann nauman sigur á
Aðalheiði Ólafsdóttur, Heiðu, en þær
tvær kepptu til úrslita í keppninni.
Stjórn að fæðast
Tveir helstu stjórnmálaflokkar
sjíta og Kúrda í Írak hafa komið sér
saman um skipan í nokkur helstu
embættin í væntanlegri ríkisstjórn.
Verður Kúrdinn Jalal Talabani for-
seti landsins en varaforsetaembættin
tvö munu skiptast á milli sjíta og
súnníta. Forsætisráðherra verður
síðan sjítinn Ibrahim al-Jaafari.
Sprenging í Pristina
Sprenging varð við aðalstöðvar
Sameinuðu þjóðanna í Pristina í Kos-
ovo í gær og særðist einn maður.
Ekki er vitað hvort um var að ræða
árás á þær en spenna er mikil í hér-
aðinu.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 34/36
Úr verinu 14 Kirkjustarf 37/40
Viðskipti 18/19 Skák 40
Erlent 20/22 Minningar 41/49
Akureyri 25 Dagbók 52
Suðurnes 25 Víkverji 52
Landið 26 Staður og stund 53
Árborg 26 Velvakandi 53
Daglegt líf 27 Menning 56/61
Ferðalög 28/29 Ljósvakamiðlar 62
Listir 30/31 Staksteinar 63
Forystugrein 32 Veður 63
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&'( )
*+++
Í þessari fallegu bók er
okkur boðið að slást í
hóp með börnunum í
Tansaníu og skoða
dýrin sem þar búa.
Dýrin eru talin – á
íslensku og svahílí –
og aðstæður þeirra
kynntar í leikandi
vísum og líflegum
myndum.
KOMIN Í
VERSLANIR!
FYRIR skömmu voru undirritaðir
samningar milli Haraldar Sveins-
sonar, stjórnarformanns Árvakurs
hf. útgáfufélags Morgunblaðsins og
fjölskyldu hans og Íslandsbanka
fyrir hönd ótilgreindra tilboðsgjafa
um sölu á u.þ.b. 16% hlut í Árvakri
hf.
Samkvæmt samþykktum útgáfu-
félagsins hafa aðrir hluthafar for-
kaupsrétt að þessum hlut og rennur
sá forkaupsréttur út innan tveggja
mánaða frá tilkynningu til félagsins
um að kaup hafi verið gerð. Aðrir
hluthafar hafa þann tíma til þess að
taka ákvörðun um, hvort þeir nýta
sér forkaupsréttinn.
Fyrir nokkru skýrði Morgunblað-
ið frá því, að Kristinn Björnsson
hefði keypt fyrir hönd fjölskyldu
sinnar einkahlutafélag í eigu eig-
inkonu og barna Ólafs Ó. Johnsons,
heitins, sem á liðlega 10% hlut í Ár-
vakri hf.
Aðrir hluthafar
hafa forkaupsrétt
FORELDRAR þriggja stúlkna á
aldrinum 9–11 ára íhuga að leggja
fram kæru til lögreglunnar vegna
skemmdarverka óþekkts tölvu-
þrjóts sem talinn er hafa brotist
inn á heimasíðu telpnanna og við-
haft þar dónaskap.
Óð hann uppi með klámfenginn
dónaskap á gestabók heimasíðunn-
ar og breytti bakgrunni síðunnar
sjálfrar sem ekki er hægt nema
með sérstökum aðgangi. Foreldr-
arnir munu óska eftir því að lög-
reglan rannsaki hver hafi verið
þarna að verki.
Að sögn Þrastar Emilssonar,
efnisstjóra hjá fólki.is, þar sem
heimasíðan er vistuð, hafa komið
nokkrar fyrirspurnir til vefjarins
vegna óæskilegra færslna á gesta-
bókum annarra síðna og hefur þá
fyrirtækið aðstoðað við að eyða
þeim færslum. Hvað varðar þá
háttsemi að fara inn á síðurnar
sjálfar og breyta þeim, bendir
Þröstur á að enginn geti það nema
að hafa lykilorð eiganda síðunnar.
Vera kunni að óprúttnir aðilar
komist yfir lykilorð með einum eða
öðrum hætti. Ekki séu hins vegar
miklar líkur á því að hægt sé að
„hakka“ sig inn á heimasíðurnar
vegna þeirra öryggisstaðla sem
eru til staðar á hýslinum.
Börn séu ekki eftirlitslaus
Þröstur segir mikilvægt að börn
séu ekki eftirlitslaus á Netinu auk
þess sem enginn netnotandi ætti
að samþykkja vistun lykilorða
sinna í tölvum því ómögulegt sé að
vita hver noti tölvuna næst. Ekki
ætti heldur að velja sér lykilorð
sem fela í sér hluta kennitölu, af-
mælisdaga, gælunöfn eða þvíum-
líkt.
Ómar Smári Ármansson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn segir frekar
fátítt að atburðir sem þessir komi
til kasta lögreglunnar en ástæður
fyrir þessari háttsemi geti verið
margslungnar.
Óboðnir gestir geti haft þann
ásetning að stríða eiganda síðunn-
ar, sanna fyrir sjálfum sér eða öðr-
um að þeir geti komist inn á síður,
eða skemma eða stela gögnum af
síðunni. Hægt sé þó að rekja dóna-
skapinn ef viðkomandi tengist við-
komandi tölvu en á hinn bóginn
geta aðilar með illt í huga skemmt
heimasíður hvar sem er í heim-
inum.
Viðhafði dónaskap á
heimasíðu ungra stúlkna
Hross sparkaði í andlit konu
KONA hlaut beinbrot í andliti
þegar hross sparkaði í hana við
bæinn Langholt í Hraungerðis-
hreppi í Árnessýslu í gær. Hún
var flutt með sjúkrabifreið á
slysadeild Landspítalans í Foss-
vogi og lögð inn á spítalann.
Tildrög slyssins voru þau að
konan var gangandi með tvö
hross í taumi þegar styggð kom
að öðru þeirra. Lenti konan aftan
við hitt hrossið sem sparkaði í
andlit hennar með afturlöppun-
um.
Músíktilraunir
Tíu hljóm-
sveitir
í úrslit
UNDANKEPPNI Músíktil-
rauna, hljómsveitakeppni
Tónabæjar og Hins hússins,
lauk í Tjarnarbíói í gærkvöldi,
en þá kepptu tíu hljómsveitir
um síðustu sætin í úrslitunum
sem fram fara í næstu viku.
Alls tóku fimmtíu hljóm-
sveitir þátt í tilraununum að
þessu sinni og ellefu komust í
úrslit: Hello Norbert, Jakobín-
arína, Motyl, The Dyers, Gay
Parad, Koda, We Painted The
Walls, Mjólk, 6 og Fúnk,
Mystical Fist, Jamie’s Star og
Elysium.
Úrslitin verða í Austurbæ
föstudaginn 18. mars.
BÚAST má við að samkomulag ná-
ist í kjaraviðræðum framhalds-
skólakennara og samninganefndar
ríkisins á morgun, að sögn Að-
alheiðar Steingrímsdóttur, for-
manns Félags framhaldsskóla-
kennara.
Samninganefndirnar hafa
fundað stíft undanfarna daga og
munu einnig funda í dag. „Það eru
báðir mjög áfram um að klára
þetta. Ekki sé eftir neinu að bíða.
Þessu hefur miðað áfram og við
ætlum okkur að ljúka þessu, lík-
lega á sunnudaginn,“ sagði Aðal-
heiður í gærkvöldi.
Síðastliðin vika, eða frá því
Bandalag háskólamanna og ríkið
skrifuðu undir samninga, hefur
farið í að útfæra betur launakerfi
þess samnings, til að það falli bet-
ur að starfs- og samningaumhverfi
framhaldsskólanna, að sögn Aðal-
heiðar.
Kjaraviðræður framhaldsskólakennara
Kjarasamningur
í burðarliðnum