Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 6
6 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lífeyrissjóður lækna og Almenni lífeyrissjóðurinn
boða til sjóðfélagafunda þar sem tillögur um sameiningu
sjóðanna verða kynntar.
Sjóðfélagafundur Lífeyrissjóðs lækna verður
þriðjudaginn 15. mars í Ársal Hótel Sögu kl. 17.15.
Sjóðfélagafundur Almenna lífeyrissjóðsins verður
fimmtudaginn 17. mars í Ársal Hótel Sögu kl. 17.15.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
Stjórnir Lífeyrissjóðs lækna og
Almenna lífeyrissjóðsins.
Félagar í Lífeyrissjóði lækna
og Almenna lífeyrissjóðnum
GUNNAR Felixson lét af
störfum sem forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar
við lok aðalfundar félags-
ins í gær, eftir tæplega 45
ára störf hjá félaginu.
Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, stjórn-
arformaður félagsins,
þakkaði Gunnari einstakt
starf í þágu félagsins í ára-
tugi. Sagði hann að brott-
hvarf hans marki mikil
þáttaskil í sögu Trygg-
ingamiðstöðvarinnar, sem
og í lífi Gunnars en hann
hafi verið vakinn og sofinn
í starfi fyrir félagið í 45
ár.
„Það þarf ekki að skýra
það út fyrir hluthöfum í
Tryggingamiðstöðinni
hversu mikilvægur þáttur
Gunnars hefur verið í upp-
byggingu þessa góða fé-
lags. Liggur nærri að sum-
ir viðskiptavinir okkar hafi
fremur talið sig vera
tryggða hjá Gunnari en fé-
laginu. Er Gunnar eitt
besta dæmi þess, sem ég þekki,
hversu mikilvægt og dýrmætt
gott orðspor og heiðarleiki í við-
skiptum er,“ sagði Gunnlaugur.
Sjálfur sagði Gunnar árin 45
hafa verið afar ánægjulegan tíma.
„Ég er þakklátur fyrir það traust
sem mér hefur alla tíð verið sýnt
af hluthöfum félagsins og
stjórnarmönnum,“ sagði
hann á aðalfundinum og
minntist sérstaklega Sig-
urðar heitins Einarssonar.
Hann þakkaði jafnframt
samstarfsmönnum í gegn-
um tíðina og þakkaði við-
skiptavinum félagsins
einkar góð viðskipti. „Ís-
lenska orðið viðskiptavinur
er sérstakt orð. Í engu
öðru tungumáli, sem ég
þekki, eru viðskipti og vin-
átta tengd saman eins náið
og í íslensku. Ég get vitn-
að um innihald þessa ein-
staka orðs því eitt af því
verðmætasta sem ég tek
með mér úr starfi hjá TM
er vinátta ótalmargra við-
skiptavina félagsins um
allt land.“
Það dýrmætasta sem
hann eignaðist með starfi
sínu sagði hann þó hafa
verið eiginkonu sína Hildu,
sem hafi starfað hjá TM
þegar hann hóf þar störf.
„Nú ætlum við Hilda að
leggja til hliðar áhyggjur vá-
tryggingamannsins. Við ætlum að
leika okkur og vera í stuði,“ sagði
Gunnar Felixson og kvaddi.
Hættir hjá Tryggingamiðstöðinni eftir 45 ára starf
Sumir töldu sig fremur tryggða
hjá Gunnari en félaginu
Gunnar Felixson
Morgunblaðið/Árni Torfason
FORSVARSMENN Slysavarna-
félagsins Landsbjargar afhentu
fulltrúum átta hjálparsveita víða
um land sinn hvorn fjölnota björg-
unarbílinn við athöfn í húsnæði
Samskipa í Reykjavík í gær.
Bílarnir voru framleiddir í Sví-
þjóð á árunum 1980 til 1985 en um
11.000 bílar af þessari gerð er í
notkun hjá bæði her og björg-
unarsveitum víða um heim og nýt-
ast þeir jafnt á jöklum sem akstri í
eyðimörk. Fjórir bílar sömu gerðar
eru notaðir hjá hjálparsveitum hér
á landi nú og þykja þeir bera af í
björgun við erfiðar aðstæður.
Komu til landsins í felulitum
Jón Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar, sagði í ávarpi sínu við af-
hendingu bílanna að þegar
forsvarsmenn Landsbjargar leit-
uðu tilboða í björgunarbíla hefði
sænski sendiherrann hér á landi,
auk sendiherra Íslands í Svíþjóð,
greitt götu þeirra. Samskip sáu um
flutning bílanna til landsins en þeir
komu hingað til lands í felulitum
og voru þeir málaðir fljótlega eftir
heimkomuna. Þá er GPS-tæki í bíl-
unum og talstöð. Landsbjörg fjár-
magnaði bílakaupin og selur hún
bílana áfram til viðkomandi björg-
unarsveita. Kostnaður þeirra við
hvern bíl er um 800 þúsund krónur
og fjármagna björgunarsveitirnar
bílakaupin með styrkjum og öðrum
framlögum. Bílarnir voru fullbúnir
til hjálparstarfa við afhendinguna.
Um er að ræða átta notaða belta-
björgunarbíla frá sænska hernum
af gerðinni BV 206 Hägglund. Þeir
eru tvískiptir og rúma samtals
sautján björgunarsveitamenn; sex í
fremri vagni og ellefu í þeim aft-
ari. Björgunarbílarnir geta athafn-
að sig við ótrúlegustu skilyrði á
öllum árstímum. Þeir eru vatns-
heldir og má nota þá jafnt á láði
sem legi. Gúmmíbelti knýr bílana
áfram á jafnsléttu og má aka þeim
á allt að 55 kílómetra hraða á bæði
malbiki og grasi án mikillar rösk-
unar jarðvegs. Þeim má auk þess
aka á mjög ójöfnum og odd-
hvössum jarðvegi í allt að 60%
halla. Bílunum má aka beint af göt-
unni og niður í sjó. Þar má sigla
þeim á allt að fjögurra hnúta
hraða. Að sama skapi má aka þeim
beina leið úr legi á land.
Bílarnir fara til sveita í Reykja-
vík, Kópavogi, Garðabæ, Borg-
arfirði, Vestur-Húnavatnssýslu,
Sauðárkróki, Siglufirði og Mý-
vatnssveit.
Fjölnota björgunarbílar
á átta staði á landinu
Morgunblaðið/Jim Smart
Nýju beltabílana frá Svíþjóð, sem björgunarsveitir á Íslandi hafa fengið,
má nota jafnt á láði sem legi og ósléttu hálendi. Þeir ná 55 kílómetra há-
markshraða á jafnsléttu og sigla á fjögurra hnúta hraða í sjó.
Fulltrúar Landsbjargar og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, kynntu hin nýju björgunartæki í gær.
„ÞETTA lýsir ekki miklum stórhug,“
segir Gunnar Ragnars, stjórnarfor-
maður Slippstöðvarinnar hf. á Akru-
eyri, en Landhelgisgæslan hefur sam-
ið við pólsku skipasmíðastöðina
Morska um breytingar og endurbæt-
ur á varðskipunum Ægi og Tý í kjöl-
far útboðs sem Ríkiskaup hafði um-
sjón með.
Pólska stöðin átti lægsta boð í verk-
ið, um 274 milljónir króna, en næst-
lægst var tilboð Slippstöðvarinnar, 13
milljónum króna hærra en það
pólska.
Alls bárust 7 tilboð, þar af voru 2
frá íslenskum skipasmíðastöðvum,
Þorgeiri og Ellerti á Akranesi og
Slippstöðinni á Akureyri. Kostnaðar-
áætlun Landhelgisgæslunnar hljóð-
aði upp á 191 milljón króna og segir í
tilkynningu frá henni að helstu ástæð-
ur þess hversu miklu munar á áætlun
og lægsta tilboði séu m.a. þær að verð
á stáli hafi hækkað mikið á síðastliðnu
ári og þá væri gert ráð fyrir að verkið
yrði unnið á háannatíma. Ægi á að
breyta nú í sumar og Tý sumarið
2006.
„Við töldum okkur eiga góða mögu-
leika á að fá þetta verk, það myndi
ekki svara kostnaði að sigla skipunum
út og halda þeim þar í fjóra mánuði á
meðan viðgerð stendur yfir, munur-
inn á milli tilboðanna er undir þeim
viðbótarkostnaði sem slíkt hefur í för
með sér. Auk þess hagræðis sem
fylgir því að vinna verkið innanlands,“
segir Gunnar.
Mál þróuðust á þann veg að Rík-
iskaup höfnuðu öllum tilboðum vegna
þess mikla munar sem var á kostn-
aðaráætlun ráðgjafa og lægsta tilboði,
en bjóðendum var gefinn kostur á að
endurnýja tilboð sín og rann frestur
til að gera slíkt út nú í vikunni. „Það
má vera að þetta sé löglegt, en að okk-
ar mati algjörlega siðlaust,“ segir
Gunnar, en Slippstöðin hafi ekki tekið
þátt í þeim leik og við fyrra tilboð var
haldið.
Gera athugasemd
við málsmeðferð
Hann sagði Slippstöðina gera veru-
legar athugasemdir við slíka máls-
meðferð, enda allt verð uppi á borði
fyrir fyrri tilboðin. Þá nefndi Gunnar
einnig að kostnaðaráætlun ráðgjafa,
„væri alveg út úr kú,“ eins og hann
orðar það, hún sé með öllu óraunhæf.
Sjö skipasmíðastöðvar sem allar búa
yfir mikilli reynslu í greininni geti
ekki, allar sem ein farið svo langt út
fyrir raunhæft verð í tilboðsgjöf sinni.
„Við höfum ítrekað á undanförnum
vikum óskað eftir sundurliðaðri
kostnaðaráætlun og samanburði á til-
boðum en ekki verið svarað.“
Gunnar segir það fráleitt hjá Land-
helgisgæslunni að nefna verðhækkun
á stáli og það að verkið sé unnið á há-
annatíma sem helstu ástæðu þess að
svo miklu munar á kostnaðaráætlun
og lægsta tilboði. Stál sé sáralítill
þáttur í verkinu, „og hefði þurft að
hækka um milljón prósent til að hafa
einhver áhrif,“ segir hann. „Háanna-
tími í þessari atvinnugrein er heldur
ekki lengur til.“
Gæslan nefndi einnig í tilkynningu
sinni að pólska stöðin hefði ISO-vott-
un og til þessa hefði verið litið við mat
á tilboðum. Gunnar segir að Slipp-
stöðin hafi ekki slíka vottun, en þar
búi menn yfir meira en 50 ára reynslu
í atvinnugreininni.
Landhelgisgæslan semur við pólska
stöð um viðgerð á Ægi og Tý
Slippstöðin
óánægð með
niðurstöðuna
Næstlægsta tilboðið frá Slippstöð-
inni 13 milljónum króna hærra