Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svona, snýta hressilega, ljúfurinn. Hafís er fyrir ölluNorðurlandi einsog í ljós kom í ís- könnunarflugi Landhelg- isgæslunnar sl. fimmtu- dag. Fréttir sem þessar eru óvenjulegar í dag en ekki þarf að fara nema um 25 ár aftur í tímann til að sjá að landsins forni fjandi, eins og hafísinn er oft kallaður, var tíðari gestur hér áður. Nafngift- in er komin af því að fyrr á öldum fylgdi fjárfellir haf- ísarum og oft mannfellir í kjölfarið. Þetta átti sér- staklega við ef ísinn hélst við strendur fram eftir vori og jafnvel fram á sumar eins og stundum gerðist. Hafísinn lætur nefnilega ekki stjórnast af almanakinu, eins og halda mætti. Ísinn sem hingað rekur berst hingað úr Grænlands- sundi fyrir tilstyrk vinda og strauma. Hann er mestmegnis misþykkur lagnaðarís sem annað- hvort hefur myndast um veturinn í Austur-Grænlandsstraumi eða eldri ís kominn norðan úr Norður- Íshafi. Stöku borgarís úr skrið- jöklum Austur-Grænlands berst einnig til Íslands þar sem hann um síðir brotnar niður og bráðnar. En hvernig stendur á því að nú, þegar hitamet eru slegin sumar og vetur, læðist hafísinn nær landi? Ríkjandi kyrrstöðuhæð yfir Norður-Atlantshafi er skýringin. Um er að ræða tvær hliðar á sama fyrirbærinu, að sögn Þórs Jakobs- sonar, sérfræðings Veðurstofunn- ar í hafísmálum. Slíkar hæðir eru yfirleitt ríkjandi í 2–3 vikur en stöku sinnum, eins og núna, eru þær viðvarandi í mánuð og jafnvel lengur. Vestlægar áttir er að finna nyrst í hæðunum og það er sú átt sem rekur ís sem annars ræki suð- ur með Grænlandi, austur á bóg- inn og í átt að Íslandsströndum. Hæðin veldur kyrrviðri víðast á landinu en hin hliðin á þessu nátt- úrufyrirbæri að sögn Þórs, er rek- ísinn. Þór segir ómögulegt að spá fyrir um hvort kyrrstöðuhæðir verði meira ríkjandi í framtíðinni. Hafísárið 1979 Síðast þegar hafís lagðist að Norðurlandi almennt var að sögn Þórs árið 1979. „Það hafði áhrif á veðrið á landinu og samgöngur.“ Sú hætta er nú aftur fyrir hendi. Mögulegt er að siglingaleiðin fyrir Vestfirði lokist, þar eru nú þegar komnir stakir jakar og ís inn á siglingaleiðir. Þá þurfa sjófarend- ur að vera á varðbergi, sérstak- lega á nóttunni, að sögn Þórs. „Einn lítill jaki getur rifið gat á skip ef það fer hratt á hann.“ Því má ekki gleyma að hafísinn kemur á hverju ári en frá árinu 1979, að árinu 1988 undanskildu, hefur hafísinn ekki náð nálægt landi. Sjómenn verða alltaf varir við hann en það er ekki fyrr en hann leggst nær eins og núna sem hann getur truflað samgöngur. „Það sem er óvenjulegt og hefur ekki gerst síðan 1988 er að hann er samfellt úti fyrir öllu Norður- landi,“ segir Þór. Það næsta sem gæti gerst er að hann færi inn að höfnum. Þór segir að það taki vanalega einhvern tíma. Hafís inn á Austfirði? Svo heppilega vildi til þegar ís- inn kom að landinu árið 1988 að það kom hressileg lægð svo ísinn rak norður. En núna eru aðrar að- stæður í vændum. Spáð er norð- anátt sem gæti þýtt að ísinn færi suður með Austfjörðum. Þetta gerðist árið 1965 en frá því ári og fram til 1971 voru mikil hafísár. Hætta er á svipuðu ástandi nú að sögn Þórs. Í norðanáttinni gæti ís- inn farið nær landi og rekið suður með Austfjörðum. Það gæti t.d. haft áhrif á fiskeldi á fjörðunum en síðast þegar hafís rak þangað var fiskeldið ekki komið til. „Þetta eru því alveg ný vandamál,“ segir Þór. Þór segir að það sem hins vegar vegi á móti sé að sjór er óvenju- hlýr og tekst honum með tíman- um að vinna á ísnum. Ástandið gæti þó varað í tvær vikur eða svo. Vegna hlýja sjósins sé þó engin hætta á að firði fari að leggja eins og gerst hefur í kuldaköstum í gegnum áratugina, t.d. árið 1918 þegar Reykjavíkurhöfn lagði og hægt var að fara fótgangandi út í Viðey. Á árum áður þegar hafísinn var tíðari gestur var m.a. brugðið á það ráð að stöðva ísinn með því að leggja víra fyrir hafnirnar. Allir eru nú að sögn Þórs í viðbragðs- stöðu og í samstarfi við Landhelg- isgæsluna, skip á miðunum og með hjálp veðurtunglamynda, er vel fylgst með ísnum og hegðun hans. Ís umhverfis landið 1695 Íslandsmet var slegið í hafís- sögunni árið 1695 en þá var ís nán- ast umhverfis allt landið, að sögn Þórs. Ísinn rak suður með Aust- fjörðum, vestur með Suðurlandi og alla leið að Mýrum í Borgar- firði. Hafís sást einnig á Faxaflóa frostaveturinn mikla, 1918. Þegar ísinn birtist aftur við Ís- landsstrendur eftir nokkurt hlé á 7. og 8. áratugnum var fólki brugðið þar sem það hélt að hafís uppi við land væri liðin tíð. Annað hefur heldur betur komið á dag- inn. Fréttaskýring | Hafís gæti farið suður með Austfjörðum verði norðanáttin sterk Ísinn aftur að Íslandsströnd Hafísinn gæti lokað siglingaleiðum fyrir Vestfirði komi hann nær landi Landsins forni fjandi óvenju nálægt landi. Ísbirnir geta alltaf fylgt hafís upp að landinu  Hafísnum geta fylgt ísbirnir eins og sagan sýnir. Það var síð- ast árið 1988 að ísbjörn kom af ísnum upp í fjöru í Haganesvík. Þá sást ísbjörn á sundi nokkrar mílur út af Vestfjörðum árið 1993. Dýrin voru bæði felld. Skv. því sem næst verður komist hafa 55 dýr verið felld hér á landi í gegnum tíðina. Flest dýr, eða um 20, hafa verið felld á Hornströndum og þar hafa einn- ig flestir birnir sést eftir að farið var að skrá frásagnir af bjarn- dýrum hér á landi. sunna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.