Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftirlýstur Lithái í far- banni eftir að hafa verið handtekinn á Seyðisfirði LITHÁI sem eftirlýstur er af þýsku lögreglunni vegna gruns um stórfellt fíkniefnasmygl til Þýskalands sætir farbanni hér á landi eftir handtöku á Seyðisfirði á þriðjudag. Þýsk yfirvöld báðu um framsal yfir manninum og kom nafn hans fram í Schengen upplýsingakerfinu. Brást lögreglan á Seyðisfirði við framsals- beiðninni og beið mannsins á hafnar- bakkanum er hann kom með Nor- rænu til landsins. Að lokinn tollskoðun var hann handtekinn og færður af sýslumanninum á Seyðis- firði fyrir Héraðsdóm Austurlands þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Dómurinn hafnaði þeirri beiðni í úrskurði sínum en féllst á far- bann. Sýslumaður hefur kært úr- skurðinn til Hæstaréttar og er nið- urstöðu hans beðið. Maðurinn óskaði eftir því að fá að fara til Reykjavíkur og var heimilað það en þarf að tilkynna sig hjá lög- reglunni í Reykjavík tvisvar á dag á meðan farbannið er í gildi. Vegabréf hans er í vörslu lögreglunnar. Mað- urinn er á fertugsaldri og hefur ekki hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot en hann mun vera grunaður um smygl á 4 kg af amfetamíni til Þýskalands. Lögreglan á Seyðisfirði fer með málið auk þess sem alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra hefur komið að málinu. Óhætt er að segja að þing-menn komi víða við í ræð-um sínum á Alþingi. Þeirræða allt milli himins og jarðar – jafnvel í orðsins fyllstu merkingu. Það sannaðist að minnsta kosti í vikunni. Þá fór fram umræða um frumvarp félagsmálaráðherra þess efnis að stjórn Utanverðuness- legats í Sveitarfélaginu Skagafirði fái heimild til að selja kristfjárjörð- ina Utanverðunes ábúanda hennar. Rétt er að geta þess að kristfjár- jarðir voru, fyrr á öldum, hluti af fá- tækraframfærslu sveitarfélaga. „Jarðirnar voru gefnar í því skyni að fátæklingar í viðkomandi hreppi mættu njóta afgjalds eftir þær um aldur og ævi,“ segir í athugasemd- um frumvarpsins. Umsýsla slíkra jarða hefur á síðustu áratugum ver- ið í höndum sveitarfélaga, en afla þarf lagaheimilda til að selja þær. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vitnaði í umræð- unum í Íslandssögu Einars Laxness þar sem fjallað er um kristfjár- jarðir. Þar kæmi fram að jarðirnar væru kristfé, þ.e. fé gefið Kristi til framfærslu „guðs fátækra,“ eins og það væri m.a. orðað. „Við erum sem sagt að ræða um gjöf sem gefin var Kristi en ekki hreppnum. Ég vildi hafa þetta á hreinu, vegna þess að ég hef dálítinn áhuga á eignarrétti, þannig að menn viti að við erum hér í umboði Krists að selja þessa jörð,“ sagði Pétur. Því má bæta við að Pétur hefur lengi verið í hálfgerðri krossferð til að finna eigendur að öllu fé, ef svo má að orði komast. Hefur hann í því sambandi talað um „fé án hirðis.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, kom næstur í pontu og spurði: „En þá vil ég spyrja háttvirtan þingmann [Pétur H. Blöndal] af því að hann hatast mjög við það fyrirbæri sem hann kallar fé án hirðis hvernig hann sjái fyrir sér eignarréttarsambandið í þessu tilviki og hvernig hann hugsi sér að koma verðmætunum til skila ef jörðin verður seld.“ Pétur svaraði: „Það er ákveðið legat sem er skipað af sýslumönnum minnir mig og kirkjunni og próföst- um, sem sér um þessar eignir Jesús Krists á jörðinni.“ Síðan bætti hann við: „Svo er alkunna að hann [Jesús Kristur] muni snúa aftur.“    En að allt öðru. Ég gerði, fyrir nokkru, reglur um klæðaburð þing- manna að umtalsefni á þessum vett- vangi. Karlar ættu skv. þingvenju að vera í jakka og með bindi í þing- sal en konur ættu að vera snyrtilega klæddar. Ég sagði frá því að forseti þingsins hefði í gegnum tíðina gert athugasemdir við klæðaburð þing- karla en ekki væri vitað til þess að gerðar hefðu verið athugasemdir við klæðnað þingkvenna. Nú hefur hins vegar komið á daginn að þingkonur hafa ekki sloppið í gegnum nál- araugað. Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, seg- ist til að mynda hafa verið stoppuð í anddyri þingsalarins, fyrir nokkrum árum, þar sem hún þótti ekki upp- fylla skilyrðið um „snyrtilegan klæðnað“. Hún segist hafa verið í útprjón- aðri peysu og sportlega klædd. Hún hafi verið á leið út úr bænum, en þurft að fara inn í þingsalinn, meðan þingfundur var í gangi, til að ná í gleraugun sín. Hún hafi þó ekki komst lengra en í dyragættina; þingvörður stoppaði hana af vegna klæðaburðarins. Var málið afgreitt með því að þingvörðurinn, (sem væntanlega var í réttum búningi), fór sjálfur inn og sótti gleraugun.    Í þinghúsinu gilda líka reglur um fjölmiðlafólk. Varla þarf að taka það fram að við, sem störfum á fjöl- miðlum, megum ekki fara inn í þing- salinn. Við megum heldur ekki vera í hliðarherbergjum þingsalarins eða á ganginum fyrir framan salinn. Eitt það fyrsta sem mér var sagt, er ég hóf störf sem þingfréttamaður, var að ég mætti ekki stíga yfir til- tekinn þröskuld fyrir framan þing- salinn. Stundum þurfum við þing- fréttamennirnir að ná tali af þing- mönnum og förum við þá að þessum ágæta þröskuldi, stígum á hann – en ekki yfir – og biðjum þingverði um að ná í viðkomandi þingmann. Myndast gjarnan skemmtileg stemmning við þröskuldinn, þegar við stöndum þar mörg, frá hinum ýmsum fjölmiðlum og bíðum eftir þingmönnunum. Þar ræðum við líka allt milli himins og jarðar, en aldrei þó um hugsanlega endurkomu Krists.      Af hugsanlegri endurkomu Krists … EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is Hvetja til afnáms fyrningarfrests BJARNA Benediktssyni, formanni allsherjarnefndar, hafa verið af- hentar rúmlega 2.700 undirskriftir sem safnast hafa að undanförnu í undirskriftasöfnun forvarnarverk- efnisins Blátt áfram á vefnum www.blattafram.is. Með undir- skriftasöfnuninni eru alþingismenn hvattir til að samþykkja lagafrum- varp Ágústs Ólafs Ágústssonar al- þingismanns um afnám fyrningar- frests í kynferðisbrotum gegn börnum. Að sögn Svövu Björnsdóttur, verkefnisstjóra Blátt áfram, er fyrning á kynferðisbrotum gegn börnum í senn óeðlileg og óréttlát. „Til eru dómar þar sem viðkomandi gerandi er fundinn sekur um kyn- ferðisafbrot gegn börnum en fær hins vegar sýknun vegna fyrningar. Það er staðreynd að þolendur leita sér oft ekki aðstoðar fyrr en löngu eftir að brotið átti sér stað. Gerand- inn á ekki að hagnast á þeim að- stöðumun sem er á honum og þol- andanum.“ Segir hún að með afnámi fyrn- ingarfrests á kynferðisafbortum gegn börnum yrði stigið mikilvægt skref til réttlætis fyrir þolendur þessara afbrota. Hættir sem sendi- herra í haust ÞORSTEINN Pálsson hefur tilkynnt utanríkis- ráðherra að hann hyggist hætta sem sendiherra Ís- lands í Kaupmannahöfn í haust. Spurður hvers vegna segir Þorsteinn að það hafi aldrei verið ætlunin að dvelja lengi ytra. Hann þurfi að eyða drjúgum tíma í starf stjórnarskrárnefndar- innar á næsta vetri og svo hafi eig- inkona hans verið skipuð í embætti umboðsmanns barna. Þetta hafi því verið ágætur tíma- punktur til að snúa aftur heim til Íslands eins og alltaf stóð til. Þorsteinn segir að fyrir utan vinnu í stjórnarskrár- nefnd sé óráðið hvað hann taki sér fyrir hendur. Spurður hvort hann ætli sér að taka aftur virkan þátt í stjórnmálum segist hann ekki sjá það fyrir sér. Hann hafi tekið að sér að sitja í stjórn- arskrárnefnd fyrst og fremst vegna áhuga á þessu sviði. Þorsteinn Pálsson „MAÐUR verður að passa sig hvað maður segir við fjölmiðla. Og ég verð að viðurkenna það að sumir fjöl- miðlamenn eru svo reynslulitlir og svo miklir óvitar að maður hefur miklar áhyggjur,“ sagði Brynjar Níelsson, fulltrúi Lögmannafélags Íslands, við pallborðsumræður mál- þingsins „Mannlegur harmleikur í sviðsljósinu – umfjöllun fjölmiðla um sakamál“ sem haldið var í Neskirkju sl. fimmtudag. Brynjar benti á að fjölmiðlar verði að hugsa slíkar umfjallanir upp á nýtt. Nauðsynlegt væri að sýna fólki nærgætni og kristilegt hugarfar þó að menn hafi brotið af sér á einhvern hátt. Farið yfir strikið eða ekki? Flest spjót beindust að DV og um- fjöllunum þeirra um sakamál í pall- borðsumræðunum. Kristján Guy Burgess, fréttastjóri DV, sat fyrir svörum við pallborðsumræður og hafði í nógu að snúast með að svara fyrirspurnum utan úr sal. Kristján var spurður um hvort DV hafi farið yfir strikið í sínum umfjöllunum um sakamál, t.a.m. í umfjöllun sinni um morðmálið sem kom upp fyrir tæpu ári þegar móðir varð 11 ára gamalli dóttur sinni að bana. Kristján benti á að þetta svokallaða strik væri óskil- greint og að reynt væri að meta hvert tilfelli fyrir sig. Hann sagði alla fjölmiðla hafa ákveðnar hugmyndir um hversu langt þeir megi ganga. Ljóst væri að fréttamennska DV væri ágeng og það væri skilgreind stefna blaðsins. Hvað varðaði ofan- greint mál benti Kristján á að DV hefði fengið nokkuð góð viðbrögð vegna sinnar umfjöllunar. Aðstandandi fjölskyldunnar, sem tengdist málinu, greindi frá því að daginn sem útför stúlkunnar hafi farið fram hafi blaðamaður hjá DV haft samband við sig eftir að hafa séð minningargrein sem viðkomandi hafi skrifað í Morgunblaðið. Aðstandand- anum þótti slík vinnubrögð vera fyr- ir neðan allar hellur. Skortur hefði verið á allri nærgætni og virðingu með þessum vinnubrögðum blaða- mannsins. Sami aðili spurði Kristján hvort honum þætti rétt að hafa farið inn á vefsíðu stúlkunnar, sem var 11 ára þegar hún lést, og tekið þaðan upplýsingar sem blaðið hefði svo not- að í frétt. Kristján svaraði því játandi og benti á að umfjöllun DV um stúlk- una hefði verið vönduð og jákvæð. Fjölmiðlar oft full aðgangsharðir Auk þeirra Kristjáns og Brynjars tóku þátt í pallborðsumræðunum þau Bogi Nilsson ríkissaksóknari, Ólöf Pétursdóttir dómstjóri og séra Halldór Reynisson, verkefnisstjóri Biskupsstofu. Halldór sagði að- spurður skömmina sem fylgdi því að vera sakamaður, og sú umfjöllun fjölmiðla sem oft fylgdi í kjölfarið, vera mikla refsingu í sjálfu sér. „Það að fá á sig dóm í lokuðum dómsölum, sem fáir vita af, það kann ekki alltaf að vera svo stórt mál og mikið fyrir fólk eða fjölskyldur fyrr en að at- hygli umheimsins hellist yfir. Og það gerist auðvitað í gegnum fjölmiðla,“ sagði Halldór og benti á að fjölmiðlar hefðu oft á tíðum verið fullaðgangs- harðir í umfjöllunum um sakamál. Brynjar sagði það ekki vera sama við hvaða fjölmiðla rætt væri því ólíkt hefðust þeir að varðandi sína umfjöllun. „Ég held að það sé mjög einfalt í sjálfu sér að fjalla um við- kvæm mál af nærgætni og menn hafi það hugarfar að ætla sér ekki að meiða neinn,“ sagði Brynjar. Hann bætti því við að menn geri það hins- vegar ekki þegar öll umfjöllunin snú- ist um að niðurlægja og hæða menn, og vísaði hann til nokkurra fréttafyr- irsagna hjá DV í þessu samhengi, s.s. „Feiti barnaníðingurinn“ eða „Kenn- aradóninn á Snæfellsnesi“. „Er þetta til að afla einhverra upplýsinga?“ spurði Brynjar og svaraði strax sjálfur að svo væri ekki. Fjölmiðlafulltrúi stuðli að upp- lýstri umræðu um dómsmál „Það vantar faglegri umræðu í þjóðfélaginu um lögfræðileg málefni og sakamál,“ sagði Ólöf Pétursdóttir dómstjóri og var hún sammála Sveini Helgasyni, fréttamanni hjá Fréttastofu útvarps, um að nauðsyn- legt væri fyrir fjölmiðla að velja þau mál sem þeir birti. Hún sagði að mögulega væri þörf á sérstökum fjölmiðlafulltrúa hjá dómstólunum sem hefði því hlutverki að gegna að vera milliliður milli þeirra og fjöl- miðla. Slíkt myndi eflaust stuðla að upplýstari og faglegri umfjöllun um dómsmál almennt. Ólöf vakti athygli á mikilvægi þess að fjölmiðlar áttuðu sig á því að gera greinarmun annars vegar á milli þeirra sem hafa verið ákærðir í málum, en ekki dæmdir, og svo hinsvegar þeirra sem hafa hlotið dóm. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði að fólk yrði að viðurkenna að fjölmiðlar hefðu mikilvægu hlutverki að gegna. Spurningin snúist hins vegar um hvaða leikreglur fjölmiðlar hafi sett sér. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að huga ætti að lagasetningu sem bannaði mynda- tökur af sakborningum í dóms- húsum. Auk þess benti hann á að það yrði að skoða betur birtingu á dóm- um, t.d. í kynferðisafbrotamálum, þar sem atburðum væri lýst mjög nákvæmlega. Bogi var sammála orð- um Karls Sigurbjörnssonar biskups Íslands þegar hann sagði að slíkar birtingar væru algerlega óþarfar. Morgunblaðið/Jim Smart Fjölmennt var á málþinginu sem haldið var í Neskirkju um meðferð fjölmiðla á sakamálum. Einfalt að fjalla um við- kvæm mál af nærgætni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.